Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
21
A
Attræður
Daníel Agústínus-
son, Akranesi
í dag, 18. mars, er hin þekkta
kempa, Daníel Ágústínusson, 80
ára. Af því tilefni sting ég niður
penna og segi til hamingju og inni-
legar þakkir fyrir 40 ára störf fyrir
Framsóknarflokkinn á Akranesi.
Afmælisbarnið er engum líkur.
Hann er ótrúlegur. Mér er næst að
halda að aðeins einu sinni á öld
fæðist slíkur maður. Ég hef að
minnsta kosti ekki mætt neinum
sem svipar til hans. Hann er eld-
hugi sem flýgur hratt og lætur sér
fátt mannlegt óviðkomandi. Þó að
hann sé nú að fylla áttunda tuginn,
er varla grátt hár á höfði hans.
Elli kerling er langt frá honum.
Dæmi um það er, að nú fyrir nokkru
þegar ég stóð við hlið hans á mann-
móti var ég spurð hvort ég væri
konan hans, en til skýringar skilja
nær fjórir tugir ára á milli okkar.
Það mætti halda að sá fullorðni
hefði verið geymdur í bómull, en
svo er aldeilis ekki.
Daníel á að baki fjölþætt störf
og hefur hvergi sparað sig í átökum
sem gjarnan skapast um mann sem
hefur svo sterkan járnvilja og hefur
jafn mikinn áhuga á að vinna að
málefnum samfélagsins. Hann hef-
ur líka borið gæfu til að sjá miklar
og farsælar breytingar á öllum svið-
um þjóðfélagsins og alltaf verið til-
búinn að leggja hönd á plóg. Það
hefur svo sannarlega munað um
verkin hans.
Brímið við Eyrarbakka hefur eflt
margan manninn til dáða. Þar hafa
margir áhrifamenn þjóðfélagsins
fæðst. Það var einmitt á Bakkanum
sem Daníel leit fyrst dagsins ljós,
nánar tiltekið í Steinskoti, sonur
hjónanna Ingileifar Eyjólfsdóttur
og Ágústínusar Daníelssonar. Þeg-
ar í skóla fór Daníel að láta að sér
kveða. Hann lauk prófi frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og fór síð-
an í Kennaraskólann og lauk þaðan
prófi árið 1936. Hann kenndi eftir
það í nokkur ár og gerðist síðan
erindreki Framsóknarflokksins í
átta ár. Ég sé hann í anda þeytast
um landið að boða fagnaðarerindið.
Mælska hans og sannfæringar-
kraftur hefur aldeilis fengið að
njóta sín. Hvort það er þessum
ferðalögum eða eðlislægum áhuga
á landi og þjóð að þakka, er ljóst
að engan þekki ég sem kann jafn
skýr skil á fólki hvaðanæva að af
landinu. Mér er nær að halda að
hann þekki eitthvað til á hverjum
bæ allt í kringum landið, minnið
er eins og fullkominn hugbúnaður
í tölvu, eitt lykilorð og upplýs-
ingarnar koma á færibandi.
Til Akraness var Daníel ráðinn
sem bæjarstjóri árið 1954 og gegndi
bæjarstjórastarfi til ársins 1960. í
bæjarstjóratíð sinni beitti hann sér
fyrir margþættum nýmælum og
kom ýmsu í framkvæmd sem telj-
ast má til mikilla framfara og bæj-
arbúar njóta enn góðs af. Hvernig
starfslok urðu, kunna aðrir beteur
að segja frá en ég, en víst er að
þau eru skráð í Öldina okkar. Mér
finnst það lýsa Daníel vel þegar ég
heyrði hann rifja þennan tíma upp
við kunningja sinn sem var bæjar-
fulltrúi á þessum tíma. Þegar þeir
voru búnir að rifja upp ásakanir og
árásir sem Daníel mátti þola sagði
kempan: „Mikið var annars gaman
á þessum árum. Þetta er eitthvað
sem er þess virði að muna.“ Það
er ekki hans stíll að láta deigan
síga, enda kom það í ljós að mikill
fjöldi fólks á Akranesi stóð með
bæjarstjóranum.
Éftir að hann hætti störfum sem
bæjarstjóri gerðist hann aðalbókari
hjá bæjarfógetaembættinu og
gegndi því starfi til sjötugsaldurs.
I tæp 30 ár var Daníel bæjarfull-
trúi fyrir Framsóknarflokkinn á
Akranesi, sat í bæjarráði og gegndi
á þeim tíma oftar en einu sinni
embætti forseta bæjarstjórnar, og
varaþingmaður Framsóknarflokks-
ins á Vesturlandi árin 1959-1978.
Í miðstjórn flokksins var hann í
hartnær 50 ár. Satt að segja væri
fljótlegra að telja upp hvar hann
hefði ekki setið í stjórnum og ráðum
en telja upp öll þau ósköp sem hlóð-
ust á herðar hans. Hann sat m.a.
í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins,
endurskoðandi Síldarverksmiðju
ríkisins, raforkuráði, stjórn Andak-
ílsárvirkjunar og á þar enn sæti,
gegndi umfangsmiklum störfum
fyrir Ungmennafélag íslands í ára-
tugi svo að eitthvað sé nefnt að
ógleymdum ritstörfum, en hann
stóð m.a. lengi fyrir útgáfu kjör-
dæmisblaðsins Magna, stofnaði það
blað reyndar.
Undanfarin ár hefur hann verið
í framkvæmdanefnd dvalarheimilis-
ins Höfða, séð um fjárreiður bygg-
ingarframkvæmdanna og þeir sem
sjá þær miklu byggingar, sem þar
hafa risið á skömmum tíma geta
gert sér í hugarlund að þar liggur
mikil vinna að baki.
Ég sagði að erfitt væri að lýsa
afmælisbarninu og ég veit að hon-
um finnst þessi lýsing afar óná-
kvæm, enda er af mörgu að taka
eftir mikið dagsverk. Daníel er ná-
kvæmnismaður og vill hafa alla
hluti í réttri röð. Hann er hreinskipt-
inn og lætur menn heyra það sem
honum finnst miður fara. Þetta er
einmitt besti kostur Daníels, enda
á vel við hann máltækið: „Sá.er
Samstarf opinberra
aðila á Vesturlandi
um forskólabörn
FYRIR skömmu kom út skýrsla,
sem fjailar um málefni forskóla-
barna og samstarf nokkurra að-
ila sem sinna þeim á Vestur-
landi. Á baksíðu heftisins ritar
Ásþór Ragnarsson sálfræðingur
einn af þátttakendum í verkefn-
inu, nokkur orð um innihald
skýrslunnar.
„í skýrslu þessari er fjallað um
tilraun til samvinnu nokkurra stofn-
ana á Vesturlandi um málefni for-
skólabarna, nánar tiltekið 4-ára
skoðunina. Greint er frá undirbún-
ingi tilraunarinnar, framgangi og
árangri. Tilraun þessi fellur undir
það sem kallað er á norsku
„innovavsjon“ og þýða má sem ný-
breytnistarf. Árangur þessa ný-
breytnistarfs lofar góðu og verður
forvitnilegt að fylgjast með því á
næstu árum hvort það nær að festa
sig í sessi. ítarlega er fjallað um
aðferðarfræði tilraunarinnar og
gerir það skýrslu þessa sérstaklega
gagnlega þeim sem hugleiða breyt-
ingar á samstarfi um málefni for-
skólabarna.“
Höfundur skýrslunnar er Elmar
Þórðarson, sérkennslu- og tal-
meinafræðingur. Nýbreytniverk-
efnið var hluti af lokaverkefni hans
til kandídatsprófs við Háskólann í
Oslp.
Áhugasamir um þetta málefni
geta fengið skýrsluna hjá höfundi.
(Fréttatilkynning)
vinur er til vamms segir.“ Og það
hefur hann ekki sparað, en hann
sparar heldur ekki að lyfta mönnum
upp ef honum finnst að þeir eigi
það skilið.
Ég kynntist Daníel fljótlega eftir
að ég fluttist til Akraness fyrir rúm-
um 20 árum og satt að segja tók
það mig dálítinn tíma að kunna að
meta þennan mikla kraftamann, en
með hverju árinu sem líður hefur
mér þótt vænna um þig, Daníel, og
nú tel ég þig með mínum bestu vin-
um. Þeir eru svo roargir kostirnir
sem þú hefur, og þó að mér finnist
þú stundum full fylginn þér, þá ber
ég mikla virðingu fyrir störfum þín-
um og tryggð þín er einstök.
Það þarf ekki að spyija að því,
að menn sem koma jafn miklu í
verk og Daníel eru vel giftir. Hans
glæsilega kona, Anna Erlendsdóttir
frá Odda á Rangárvöllum, hefur
leitt afmælisbgrnið með bros á vör
í 50 ár. Hennar glaðværð og
skemmtilegheit og einstaka hjarta-
hlýja hefur tamið kempuna Daníel
að svo miklu leyti sem slíkir menn
verða tamdir. Börn Önnu og Dan-
íels eru Erlendur, fæddur 1942,
lögreglumaður, giftur Grétu Jóns-
dóttur, þau eiga 3 dætur og búa á
Selfossi, og Ingileif, fædd 1944,
kennari, gift Antoni Ottesen, þau
eiga 3 syni og búa að Ytra-Hólmi.
Daníel hefur byggt upp Fram-
sóknarflokkinn á Akranesi, verið
þar allt í öllu, haldið utan um félags-
starfið, aldrei sparað tíma né krafta
til að efla starfið og hvatt og brýnt
menn til dáða. Hann hefur með sinni
einstöku mælsku og rithæfileikum
ýmist fengið fólk til að klökkna af
hrifningu eða brenna af reiði. Orð
hans hafa ætíð haft áhrif og engan
þekki ég sem á annað borð þekkir
afmælisbarnið, sem ekki hefur
skoðun á honum. Sagt er að unnt
sé að sleppa við gagnrýni með því
að segja ekki neitt, gera ekki neitt
og vera ekki neitt. Afmælisbarnið
hefur ekki sloppið við gagnrýni,
enda hefur hann margt sagt, lyft
grettistaki víða og er þess vegna
sú kempa sem raun ber vitni.
Góðu vinir, Anna og Daníel.
Á þessum merku tímamótum í
lífi ykkar óska ég ykkur bjartra
daga og þakka þá tröllatryggð sem
þið hafið ávallt sýnt mér og mínu
fólki.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Silver Reed
SKÓLARITVÉLAR
NÝHERJI
SKAFTAHLIÐ24 • SlMI 09 77 00
Alltaf skrefi á undan
pH 4,5 húðsápan er framleidd úr völdum
ofnæmisprófuðum efnum og hentar jafnt
viðkvæmri húð ungabama sem þinni húð. Hið
lága sýrustig (pH gildi) sápunnar styrkir
náttúrulega vöm húðarinnar gegn sveppum og
sýklum og vamar því að hún þorni. Hugsaðu vel
um húðina og notaðu pH 4,5 sápuna alltaf þegar
þú þværð þér.
pH 4,5 húðsápan vinnur gegn
of háu sýrustigi húðarinnar.