Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 19

Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 19 áhættudreifingu, þannig að hinn upprunalegi lánardrottinn tekur hluta af áhættunni, en ríki og sveit- arfélag skipta afganginum á milli sín. Þetta virðist vera lausn sem ætlar að verða ofaná í mörgum sveitarfélögum," sagði hann. Stalheim undirstrikar að heimildir um sérstök húsnæðislán hafi ekkert með hin nýju lög um skuldaaðlögun að gera. Hins vegar mætti hugsa sér að þær yrðu nýttar á síðari stig- um samningaviðræðna við lánar- drottna samkvæmt skuldaaðlögun, eða jafnvel í stað hinna nýju laga. Að byrja með hreint borð „Ég held að skuldaaðlögun geri ófáum kleift að byija með hreint borð,“ sagði Stalheim. „Það er í mörgum tilfellum alveg nauðsyn- legt, þegar engin önnur lausn er í sjónmáli. Ég held að flest málin komi til með að leysast í samvinnu og samningum, og tiltölulega fá endi sem „gjaldþrotamál" með dómsúrskurði." Það eru þrjár meginástæður til þess að fólk lendir í slíkum fjárhags- vanda, að gripið verði til laga um skuldaaðlögun, að sögn Stalheims. í fyrsta lagi er það ef fólk missir vinnuna og lendir í viðvarandi at- vinnuleysi með tilheyrandi tekju- tapi, í öðru lagi ef fólk verður fyrir veikindum sem skerða starfsgetu þess, og í þriðja lagi við skilnaði og sambúðarslit sem verða til þess að fólk getur ekki staðið í skilum. „Kringumstæður í Noregi eru þær, að íbúðaverð hefur fallið um 30-40% frá 1986-1987 fram til dagsins í dag,“ sagði Stalheim. „Það er því engin lausn fyrir fólk að selja húsið. Ef fólk lendir í greiðsluerfið- leikum stendur það því frammi fyrir því, að það hefur hvorki efni á að eiga húsið né selja það.“ Dregur úr kostnaði við almannatryggingakerfi Aðspurður kvað Stalheim það hafa sýnt sig hjá þeim sveitarfélög- um í Svíþjóð og Noregi sem tekið hafa upp fjármálaráðgjöf, að dregið hefur úr greiðslum úr almanna- tryggingakerfínu þegar til lengri tíma er litið. „Þetta hefur þó senni- lega fyrst og fremst með það að gera, að með samningaumleitunum við lánadrottna er komið í veg fyrir að vandamálin vaxi fólki yfir höf- uð,“ sagði Stalheim. Þótt lög sem þessi geti orðið til þess að spara á einum stað, hafa þau verulegan umsýslukostnað í för með sér. „Kostnaðurinn er hár. Ætli venjulegt mál taki ekki 15-20 vinnutíma hjá ráðgjafa, og mig minnir að ríkisstjórnin hafi veitt milli 80 og 100 milljónir norskra króna til styrkingar sýslumanns- embættunum vegna þess aukna álags sem lögin hafa í för með sér fyrir þau,“ sagði Stalheim. Skuldaaðlögun nauðsynleg á frjálsum lánamarkaði „Ég held að samfara frelsi á lána- markaði verði að koma upp svona kerfi,“ sagði Stalheim. „Skuldaað- lögunarkerfi hafa verið sett á lagg- irnar í flestum ríkjum, og sem dæmi má nefna að Bandaríkin hafa tvö slík kerfi fyrir einstaklinga, og ýmis Evrópuríki hafa einnig þannig kerfi. Ég held að skuidaaðlögunarkerfi verði að vera til staðar, því alltaf eru það einhveijir sem taka óheppi- legar ákvarðanir og koma sér í vanda. Ef valkosturinn er að hafa þetta fólk á framfæri almanna- trygginga eða jafnvel í svartri vinnu það sem eftir er ævinnar, er skulda- aðlögun væntanlega skárri kostur.“ ArnórRagnarsson-KarlHermannsson 139 KarlEinarsson-KarlKarlsson 98 Sigurður Albertsson - Jóhann 74 KjartanSævarsson-GuðjónJensen 48 ValurSímonar-StefánJónsson 48 Gunnar Guðbjömsson - Birgir Scheving 33 Gísli Davíðsson - Skúli Sigurðsson 33 Hæsta skor kvöldsins: AmórRagnarsson-KarlHermannsson 66 V alur Simonar - Stefán Jónsson 56 Kjartan Sævarsson - Guðjón Jensen 42 Sigurður Albertsson - Jóhann Benediktsson 41 Næsta miðvikudag, 17. mars, hefst Aðalsveitakeppni félagsins. Spilaðir verða 28 spila leikir, allir við alla. Fjórar efstu sveitirnar spila til úrslita þannig að sveitin í fyrsta sæti spilar við sveit í íjórða og ann- að sæti við þriðja og verða spiluð 40 spil í leik. Um 3. og 4. sæti verða spilaðir 40 spila leikir og um 1. og 2. sæti verða spilaðir 64 spila leik- ir. Spilastaður fyrir úrslitaleikina er ekki ákveðinn. Bridsfélag Nesjamanna Hreindýramótinu er lokið en alls spiluðu 14 pör. Lokastaðan: Gunnar P. Halldórsson - Sigurpáll/Ágúst Sig. 547 Ámi Hannes. - Glsli Gunnars./Bragi Bjamas. 545 Ragnar Bjömsson - Ólafur Magnússon 527 ÁsmundurSkeggjas.-BjömRapars. 510 Gestur Halldórsson - Jón Níelsson 502 Bridsfélag Hornafjarðar Aðalsveitakeppninni er lokið með sigri Hótels Hafnar, en þeir unnu Björn Gíslason í úrslitaleik. Er þetta þriðji sigur Hótelsins í röð. Sveitina skipuðu: Árni Stefánsson, Jón Sveinsson, Skeggi Ragnarsson, Magnús Jónasson og Baldur Kristj- ánsson. Sveit Jóns Axelssonar hafn- aði í þriðja sæti. Um kvöldið var spilaður einmenn- ingur. 24 mættu til leiks. Jón G. Helgason 63,2% skor, Grétar Vil- bergsson 62,1% skor, Þorleifur Þórs- son 62,1% skor og Örn Ragnars 61,5% skor. Næsta mót hjá BH er Vélsmiðju- mót, þriggja kvölda barómeter. Stefna bandaríska flotans og núverandi staða varn- arliðsins MICHAEL D. Haskins, flotafor- ingi og yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, flytur laugardaginn 20. mars nk. erindi á sameiginlegum hádegisverðar- fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Átthagasal Hótels Sögu. Salur- inn verður opnaður kl. 12. í kjölfar hruns Sovétríkjanna, minnkandi spennu á n'orðurslóðum, mikilla breytinga og niðurskurðar í hermálum Bandaríkjanna, er for- vitnilegt að kynnast sjónarmiðum og stefnu bandaríska flotans og framtíð varnarstarfsins á Keflavík- urflugvelli, með tilliti til öryggis- mála á N-Atlantshafi. Allir áhuga- menn um öryggismál og varnar- samstarf Islands og Bandaríkjanna ættu því ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara. Michael D. Haskins flotaforingi er fæddur í Angeles Camp, Kali- forníu, árið 1942. Hann braut- skráðist úr Háskóla Bandaríkja- flota (US Naval Academy) 1966 með hæstu einkunn og hlaut styrk Fulbright-stofnunarinnar til fram- haldsnáms í sögu við La Plata- háskólann í Argentínu. Að lokinni flugþjálfun 1968 var hann skipaður flugliðsforingi í flotanum og hóf störf við skipa- og kafbátaeftirlit úr lofti. Haskins var kennari við Háskóla Bandaríkjaflota árið 1972 og stundaði síðan framhaldsnám við Oxford-háskóla í Englandi, þaðan sem hann lauk meistaraprófi í al- þjóðastjórnmálum og hagfræði 1975. Hann hefur á ferli sínum öðlast mikla reynslu í gagnkafbáta- hernaði úr lofti og stjórnaði meðal annars ýmsum kafbátaleitarflug- sveitum flotans á árunum 1982-90. Frá 1986 til 1988 starf- aði Haskins á skrifstofu yfirmanns Bandaríkjaflota (Chief of Naval Operations) og var skipaður að- stoðarskólastjóri Háskóla Banda- ríkjaflota árið 1990. Hann varð flotaforingi í árslok 1991 og hefur gegnt stöðu yfirmanns varnarliðs- ins frá 28. ágúst 1992. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs og öðrum þeim er áhuga hafa á varnar- og öryggismálum Atlantshafsbanda- lagsríkjanna. (Fréttatilkynning) HÁSKÓLI ÍSLANDS - ENDURMENNTUNARSTOFNUN FÉLAG VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐINGA GJALDEYRISVIÐSKIPTIOG ERLENDIR VEXTIR: Lækkun kostnaðar, aukin arðsemi. Leiðbeinendur: EggertÁ. Sverrisson, forstöðumaður Fjárstýríngar fslandsbanka, og Sigurður Einarsson, hagfræðingur bjá Fjárstýringu íslandsbanka. Námskeiðið er ætlað þeim, er starfa við íjármál og erlend viðskipti fyrirtækja og lána- stofnana og hafa áhrif á þær ákvarðanir, sem teknar eru um þau viðskipti. Fjallað verður um það umhverfi, sem íslensk fyrirtækja búa við hvað varðar vaxta- og gjald- eyrisviðskipti. Einnig um gjaldeyrisviðskipti, framvirk viðskipti, skiptasamninga og fleiri verkfæri til stýringar gengisáhættu og erlendra vaxta. Um verðmyndun og notkun- argildi slíkra viðskipta. Við hvaða aðstæður fyrirtæki eiga einkum að fylgjast með þeim möguleikum er nú bjóðast íslenskum fyrirtækjum í kjölfar breyttra reglna um gjaldeyrismál. Tímiogverð: 23. og24. mars 1993, kl. 16.00-19.00. Verð kr. 5.200,-. Skráning í símum 694923,694924 og 694925. INNGÖNGUTILBÖ01 / / NITIMALEGUR MATREIÐSLll KLÚBBLR Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýlr eftirlætisréttir, hittir beint í mark. Þessi nútímalegi klúbbur sendir félögum mánaðarlega pakka með plasthúðuðum uppskriftaspjöldum með áhugaverðum mataruppskriftum og fróðleik um vín. Efnið er svo flokkað í handhæga möppu og myndar hugmyndabanka fyrir heimilið. Dagieg símaráðgjöf, matreiðslunámskeið, uppskrifta- samkeppni, félagakort og margs konar fríðindi. Engar skuldbindingar! Nýttu þér ótrúlcga hagstætt inngöngutilboð í klúbbinn! I Komlengjur á teini I , mebsesamo; — }|ÚB . - Ysa í sparibúningi Gntwlv !£ap* !on*tiuil FYRSTIIJPPSKRIFTAPAKKINN með 50% afslætti: AÐEINS 298 KR. Fullt verð pakkans er 595 kr. SÉRHÖNNEÐ SAFNMAPPA AÐ GJOF! Áætlað verðmæti 980 kr. ÓKEYPIS TASKA! Ef þú skráir þig innan 10 daga!/ Áætlað útsöluverð 1.270 I Saintals verðmæti tilboðs 2.845 kr. ...fyrir aðeins 298 kr. MÖGULEIKI Á ÓKEYPIS IIELGARFERD FYRIR TVO TIL PARÍSAR! Fyrir alla stofnfélaga Ferða- og gistikostnaður metlnn á 94.000 kr. HRINGDU STRAX í DAG! SMivjMrvrv ■<: k (9D 6 88 300 EÐA SENDU SVARSEÐILINN JÁ. ÉG VIL GERAST FÉU\GI í MATKFIÐSUiKLLiBBI VÖKU-IIÉLGAFELLS NAFN HEIMILl PÓSTSTÖÐ KENNITALA SÍMÍ SENDU SEÐILINN í LOKUÐU UMSLAGl TIL: NÝIR EFTIRLLTISRÉTTIR, M VrKlilDSLl KLl imi K VÖKU-HELGAFELLS, SÍDUMÍiLV 6, 108 REVTCIAVÍK L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.