Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 Garðyrkju- o g umhverf- issliórar sveitarfélaga eftirEinarE. Sæmundsen Tilefni þessarar greinar er að fyrir rúmu ári, eða 30. janúar 1992, voru stofnuð á Akureyri Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga skammstafað SAMGUS. Garðyrkju- og umhverfísstjóri hjá sveitarfélagi er ung starfsgrein hérlendis. Starfsheitið garðyrkju- stóri er gamalt. Einar Helgason bar þetta starfsheiti fyrstur manna hér- lendis en hann vann gífurlegt braut- ryðjandastarf á sviði garðyrkjumála á fyrri hluta aldarinnar. Umhverfis- stjóri er nýyrði og kanski tímanna tákn, þar sem garðyrkjan — „grænu málin" — er nú eitt af mörgum mikilvægum umhverfismálum okk- ar í þéttbýlinu. Önnur skyld um- hverfismál eru vaxandi verkefni hjá sveitarfélögum, s.s. almenn snyrti- mennska, hreinlætismál, útivist og vemd náttúrunnar í og við bæina. Hjá Reykjavíkurborg og Akur- eyrarbæ hafa verið starfandi garð- yrkjustórar og garðyrkudeildir frá því á fimmta áratugnum. Starfið er hins vegar yngra hjá flestum öðrum sveitarfélögum eða frá síð- ustu tveimur áratugum. Láta mun nærri að 80% þjóðar- innar búa nú í 34 þéttbýliskjörnum sem hafa 1.000 íbúa eða fleiri. Dæmi eru um að sveitarfélög með um 1.000 íbúa hafa ráðið garð- yrkjustjóra í heilsárs starf. Það er því ekki óraunhæft í ljósi vaxandi áhuga og áherslu á umhverfísmál að reikna með því að á næstu árum muni starfa garðyrkjustjórar eða umhverfisstjórar hjá flestum stærri sveitarfélögum landins. í ljósi um- ræðunnar um sameiningu sveitarfé- laga, sem nú á sér stað, verða til nýir byggðakjarnar sem ennfremur bjóða upp á að ráðnir séu sérmennt- aðir menn til þess að takast á við umhverfismál á þann hátt sem hér um ræðir. Hlutverk garðyrkju- og umhverfisstjórans hjá sveitarfélögum Á stofnfund félagsins voru mætt- ir fulltrúar 13 sveitarfélaga víðs- vegar af landinu. í dag eru starf- andi félagar 16 eða hjá um helm- ingi sveitarfélaga sem hafa 1.000 íbúa eða fleirri. Það kom fram á fundinum að bakgrunnur varðandi menntun og reynslu hjá þátttakend- um var svipaður. Einnig kom það fram að við- fangsefni manna hjá sveitarfélög- unum eru svipuð, þ.e. að hafa dag- lega umsjón með umhverflsmáium í nánu samráði við yfirstjórn við- komandi sveitarfélags. Framkvæmdir og rekstur á úti- vistarsvæðum og stofnanalóðum sveitarfélaga, rekstur vinnuskóla, skólagarða og garðlanda sveitarfé- laga eru hefðbundin verkefni sem heyra undir garðyrkjustjórann og er það sem gerir kröfur til sér- menntunar hans. Hann sinnir áætlanagerð jafnt gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana og sér til þess að eftir þeim sé farið. Hann þarf einnig að geta sinnt skipulagningu útivistarsvæða eða stjómað því hvernig að henni er staðið. En í aðalskipulagi hvers sveitarfélags er lagður grunnur að landnotkun sveitarfélagsins, einnig hvað er áætlað að nýta sem opið svæði til útivistar. Eitt mikilvæg- asta verkefni hans er að sjá til þess að vel unnið deiliskipulag verði að veruleika með því að tryggja fagleg vinnubrögð frá hönnun til fram- kvæmdar. Umhverfisvernd, s.s. náttúru- vernd, ytri mengun, eftirlit með búfjárhaldi í þéttbýli og almenn umgengni, er einnig vaxandi þáttur í starfí garðyrkjustjóra/umhverfis- stjóra um allt land. Áhersla á þessi mál eykst vegna vaxandi kröfu um bætta umgengnishætti. Þessi mál eru samvinnuverkefni við aðrar stofnanir sveitarfélagsins, s.s. heil- brigðisfulltrúa og byggingarfull- trúa sem og íbúa þess. Samtök garðyrkju- og umhverfissljóra sveitarfélaga Samtökin starfa á svipuðum grunni og önnur hliðstæð samtök starfsmanna hjá sveitarfélögum. Tilgangur og marmkið samtakanna er: a. Að stuðla að þróun umhverfis- mála í víðasta skilningi þess hug- taks hjá sveitarfélögum. b. Að vinna að bættri menntun, endurmenntun og aukinni fagþekk- ingu félagsmanna. c. Að koma á umræðu og fræðslu um umhverfismál sveitarfélaga meðal félagsmanna, t.d. með funda- höldum, námsstefnum og umræðu í fjölmiðlum. d. Að vinna að því að auka skiln- ing almennings á mikilvægi um- hverfismálefna sveitarfélaga. e. Að vinna að samstarfi við Samtök íslenskra sveitarfélaga og aðra aðila sem vinna að málefnum sveitarfélaga. f. Að hafa samvinnu við hliðstæð samtök á Norðurlöndum og á al- þjóðavettvangi. Eins og þessi upptalning ber með sér þá er félagið stofnað til þess að auka þekkingu og áhuga þeirra sem starfa að umhverfismálum sveitarfélaga og gera þá hæfari til að sinna starfi sínu þar, auk þess að efla umhverfismál sveitarfélaga. Dagana 19.-20. mars verður haldinn fyrsti fræðslufundur sam- takanna sem jafnframt er aðalfund- ur og verður aðal umræðuefnið skipulag útivistarsvæða, auk þess verður farið í heimsókn m.a. til garðyrkjudeildar Reykjavíkurborg- ar. Til sveitarstjórnarmanna Hjá Reykjavík hefur starfað umhverfismálaráð frá því 1971, á Akureyri umhverfisnefnd frá því fyrir 1980 og umhverfisráð í Kópa- vogi frá 1986. Það er álit þeirra sem til þekkja að þessar nefndir hafa reynst mikilvægar til þess að marka stefnu síns bæjarfélags í umhverfis- og útivistamálum hveiju sinni. Einnig hafa þær verið vinsælar af sveitarstjómarmönnum til þess að nálgast umbjóðendur sína, í gegn- um málaflokk sem varðar kjósendur miklu. Það hefur sýnt sig á liðnum árum að samhliða því að áhugi almenn- Einar E. Sæmundsen „Láta mun nærri að 80% þjóðarinnar búi nú í 34 þéttbýliskjörnum sem hafa 1.000 íbúa eða fleiri. Dæmi eru um að sveitarfélög með um 1.000 íbúa hafa ráðið garðyrkjustóra í heils- árs starf.“ ings hefur stóraukist á umhverfís- málum hafa sveitarstjórnir reynt að koma til móts við þann áhuga með auknum fjárframlögum úr sveitarsjóðum og sýnilegum áhersl- um í verki. Færst hefur í vöxt að fagleg stjórn og ábyrgð hafí verið falin þessum nefndum kjörinna full- trúa sem fara með þennan mála- flokk í umboði yfirstjómar sveitar- félagsins, líkt og gerist með önnur mikilvæg sveitarstjómarmálefni, s.s. íþróttamál, menntamál o.fl. Vegna aukinnar áherslu á gæði hefur þörfin á fagmenntuðum starfsmönnum vaxið og hlutverk þeirra í þessari þróun orðið mikil- vægari til þess að ná árangri. Fjár- munir til umhverfismála eru afl- vaki, úrvinnsla og forgangsröðun framkvæmda og rétt verklag er hin sýnilegi árangur. Gæðin felast í því að gæta fagmennsku og hag- kvæmni í verki í hvívetna. Aðalatriði er, að án þessarar verkþekkingar og þessarar sýnar til umhverfismála getur það reynst sveitarfélaginu dýrt og árangurslít- ið til lengdar að hjakka í sama far- inu ár eftir ár, t.d. með því að reka þennan málaflokk eingöngu sem „vertíð" yfir sumarið. Þessi þróun í umhverfismálum hjá sveitarfélögum er ekki sérstök hérlendis heldur hefur hún átt sér stað um allan heim á undanförnum áratugum. Þetta er liður í umhverf- isvakningu sem er komin til að vera. Höfundur er formaður Snmtnka garðyrkju- og umhverfisstjóra Ijá sveitarfélögum. HLAÐBORÐ í HÁDEGINU 590 kr. 2 GERÐIR AF PIZZUM 0G HRÁSALAT Hótel Esja Mjódd 68 08 09 68 22 08 Til höfunda greina Töluverður fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morg- unblaðinu. Til þess að greiða fyr- ir því að biðtími styttist og grein- ar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin til- mæli Morgunblaðsins til greina- höfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinamar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust- er mótttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, semþess óska, geta feng- ið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj. hsM I í&q UJeOO BOLTAMAÐURINN Laugavegi 23 • sími 15599

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.