Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
31*
Hamborgari
ásamt litlum skammti af
frönskum og kokkteilsósu
f r\ða °9
★ Pítur
★ Steikur
★ Samlokur o.tl. sérréttir
Ráðstafanir til að efla eiginfiárstöðu ínnlánsstofnana
Ríkisstjórnin vill
skjóta afgreiðslu
RÍKISSTJÓRN íslands vill að frumvarp til laga um ráðstafanir til
að efla eiginfjárstöðu innlánsstofnana fái skjóta afgreiðslu. Helst
hefði þurft að afgreiða málið í gær. Það tókst að ljúka 1. umræðu
en sljórnarandstæðingar telja sig þurfa nokkurn tíma til að skoða
frumvarpið það orki sumt tvímælis og þurfi að breyta ef sátt á að
takast um málið.
í ræðu viðskiptaráðherra var
ítrekað og endurtekið það sem fram
hefur komið í fjölmiðlum um forsögu
málsins, aðstæður og ákvæði frum-
varpsins. Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra sagði þær ráðstafanir sem
frumvarpið gerði ráð fyrir væru tví-
þættar: Annars vegar að eiginfjár-
staða Landsbankans yrði bætt sér-
staklega og hins vegar að sett yrðu
í lög ákvæði um almennan viðbúnað
til að bæta eiginfjárstöðu banka og
sparisjóða fyrir milligöngu trygging-
arsjóða innlánastofnana ef þörf
krefði. En langvinnir efnahagserfíð-
leikar hér á landi og stöðugar fréttir
af erfiðleikum innlánsstofnana í ná-
grannalöndum gerðu það að verkum
að mikilvægt væri að grípa til ráð-
stafana til að auka traust á banka-
kerfi landsins.
Viðskiptaráðherra sagði sína skoð-
un að með þeim aðgerðum sem hér
væri gerð tillaga um væri tekið á
vandamálunum með aimennari og
raunsærri hætti heldur en gert hefði
verið annars staðar. Hann nefndi að
í sumum tilvikum í bankakreppu
Norðurlanda hefði auk framlags og
víkjandi láns, verið gripið til þess
ráðs að ríkið hefði keypt „slæmar
eignir“ bankanna svo sem vonlítil
útlán eða fasteignir. Ríkið hefði ver-
ið að stofna „úrgangssjóði". Við-
skiptaráðherra taldi viðskiptastofn-
anir betur hæfa til sinna slíku og
losa slíkar eignir þegar færi gæfist.
Og hann taldi ekki vera neinn vafa
að þegar um ríkisbanka væri að
ræða væri eðlilegast að eigandinn
legði fram aukið fé til bankans frem-
ur en að yfírtaka eignir af þessu tagi.
Hagur ríkissjóðs
Friðrik Sophusson fjármáiaráð-
herra lýsti yfir eindregnum stuðningi
Sjálfstæðisflokksins við þetta frum-
varp og hvatti til þess að það fengi
skjóta og örugga málsmeðferð á
þinginu. Ræðumaður fór nokkrum
orðum um frumvarpið og nauðsyn
þess. En fjármálaráðherrann taldi sér
skylt að benda á þau augljósu stað-
reynd að þetta frumvarp hefði áhrif
á fjárhag ríkissjóðs. Þeim milljörðum
sem færðir yrðu til bankans þýddu
það auðvitað að staða ríkissjóðs rýrn-
aði að sama skapi.
Fjármálaráðherra sagði á þessari
stundu lægi ekki fyrir í hvaða formi
þessar ráðstafanir yrðu gerðar en
gera mætti ráð fyrir að það yrði
gert með framlagi, t.d. skuldabréfa
sem ríkið myndi þá greiða í tímans
rás. Aðalatriðið væri að hér væri
verið að styrkja eiginfjárstöðu bank-
ans en ekki lausafjárstöðu. Það hefði
þýðingu hvort verið væri að tala um
greiðsluhalla eða reikningshalla í
þessu sambandi. Ef ekki væri greitt
með peningum yrði ekki um aukinn
greiðsluhalla á þessu ári. En hins
vegar breyti það ekki því að reikn-
ingshallinn; niðurstaðan i ríkisreikn-
ingi yrði a.m.k. 2 milljörðum króna
lakari en ella. Gera mætti því ráð
fyrir að reikningslegur halli yrði tals-
verður og meiri en á síðastliðnu ári,
eða a.m.k. 10 milljarðar ef ekki
hærri tala.
Fjármálaráðherra varð að benda á
að fyrrgreint skerti möguleika ríkis-
sjóðs til þess að nota útgjaldastefnu,
t.a.m. fara af stað með framkvæmd-
ir. Fjármálaráðherra sagði að nú um
þessar mundir væri nokkuð sótt á
ríkissjóðinn um að auka framkvæmd-
ir en draga úr tekjum hans. Fjár-
málaráðherra bað menn um að hafa
í huga að þetta frumvarp væri að-
gerð sem þjónaði þeim tilgangi að
styrkja atvinnulifíð.
Steingrímur Hermannsson
(F-Rn) formaður Framsóknarflokks-
ins sagði að framsóknarmenn myndu
styðja það að eiginfjárstaða Lands-
bankans yrði styrkt. En hann vildi
taka það skýrt fram að þeir teldu
að skoða yrði einstakar greinar mjög
vandlega í efnahags- og viðskipta-
nefnd. Steingrímur gagnrýndi harð-
lega hvemig staðið hefði verið að
þessu máli. Hann taldi að þyrlað
hefði verið um „moldviðri" sem gæti
skaðað bankann. Það hefði ekki ver-
ið þörf á þessum flýti, Landsbankinn
væri mjög öflug stofnun. Arðsemi
af rekstri bankans hefði verið á síð-
asta ári, 1,8 milljarðar króna, eða
30%, áður en hann hefði lagt í af-
skriftarsjóð og greitt opinber gjöld.
Þetta væri sannarlega ekki illa rekin
stofnun. Steingrímur benti á að svo-
nefndar alþjóðlegar BlS-reglur um
eiginfjárstöðu væm afar óhagkvæm-
ar Landsbankanum. Landsbankinn
væri með um 70% af sjávarútvegin-
um í viðskiptum. Öll veð í atvinnu-
rekstri landsmanna væm talin 100%.
Steingrímur taldi að við ættum að
hafa nokkurt svigrúm um túlkun
þessara reglna.
íslandsbanki
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) formaður Alþýðubandalagsins
sagði fátt mikilvægara í atvinnu- og
efnahagslífi þjóða en peningastofn-
anir þess. Þess vegna ættu menn að
vanda sig þegar þeir fjölluðu um
málefni þessara stofnana. Orðstír
þeirra réði um láns- og greiðslukjör
þau sem íslendingum byðust á al-
þjóðlegum peningamörkuðum. Á ein-
um sólarhring hefði ríkisstjómin
unnið þann skaða sem mörg ár tæki
að vinna upp. Hann sagði að enga
brýna nauðsyn hefði borið til að
standa að málinu með þessum hætti.
Ólafur Ragnar sagði að það hefði
komið fram opinberlega á fundi efna-
hags- og viðskiptanefndar að við-
skiptaráðherra hefði tilkynnt banka-
stjómm Landsbankans kl. 11. á
þriðjudagsmorgni að ekki stæði til
að grípa til neinna aðgerða næstu
daga. Menn hefðu nokkra daga til
að ræða málið. Ólafur Ragnar taldi
því ástæðu til að spyija hvort við-
skiptaráðherrann hefði ekki vitað
hvað stæði til eftir hádegið eða hvort
hann hefði greint frá með ósönnum
hætti? Hvað hefði gerst í hádeginu?
Ólafur Ragnar taldi að ríkisstjórn-
in yrði að svara fleiri spumingum
heldur en þeim sem vörðuðu aðdrag-
anda og atburðarás. Ýmislegt í þessu
frumvarpi vekti upp spurningar sem
ekki yrði svarað á einum sólarhring.
Viðskiptaráðherra hefði sagt fmm-
varpið tvíþætt. Fyrsta og önnur grein
frumvarpsins vörðuðu 2.000 milljóna
króna framlag til Landsbanks. Ánn-
að fjallaði um Tryggingarsjóð við-
skiptabanka. Hæsta talan í fmm-
varpinu væri ekki tveggja milljarða
framlag til Landsbankans. Hæsta
talan væri 3.000 milljóna króna
ábyrgð á láni Tryggingarsjóðs við-
skiptabanka. Af þessum þremur
milljörðum ætti einn milljarður að
fara í Landsbankann. Ólafur Ragnar
taldi öll líkindi til að hinir tveir ættu
að fara til íslandsbanka. Fmmvarpið
gerði ráð fyrir að viðskiptaráðherra
gæti á 5 mínútum fært inn í íslands-
banka 2 milljarða af almannafé án
þess að spyija Alþingi.
Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson,
vildi vekja á því athygli að af 7 efnis-
greinum snertu 5 málefni Lands-
bankans. Og af 5 milljarða fjárheim-
ildum í fmmvarpinu væm þrír millj-
arðar beinlínis merktir Landsbank-
anum. Málflutningur Ólafs Ragnars
Grímssonar væri gjörsamlega út í
hött. Hvað varðaði það hvemig að
þessu máli hefði verið staðið og um
ásakanir Ólafs Ragnars Grímssonar
um ósannindi sagði Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra, að þar biti sök
sekan. Fáir fæm með ósannara mál
úr ræðustól heldur en háttvirtur átt-
undi þingmaður Reykjaness, þ.e.
Ólafur Ragnar Grímsson. Á fundi
sínum með bankastjórum Lands-
bankans hefði ekki verið fjallað ná-
kvæmlega um tímasetningar í þessu
máli. Viðskiptaráðherra sagði flest
orka tvímælis þá gert væri en hafi
einhveijir efast um nauðsyn þess að
ljúka þessu máli skjótt, hafí sá efí
allur horfði eftir að hafa heyrt og
séð framgöngu Steingríms Her-
mannssonar í fjölmiðlum kvöldið áð-
ur og Ólafs Ragnars Grímssonar á
þessum degi.
Vaxtalækkun
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv)
formaður þingflokks Samtaka um
kvennalista sagði að öllum mætti
vera ljóst að efnahags- og viðskipta-
nefnd þyrfti nokkurn tíma til að fara
í gegnum þetta frumvarp. Hún sagði
að ekki þyrfti að koma á óvart að
gripið væri til aðgerða til að rétta
hag Landsbankans sem hefðu at-
vinnulífið á sínum herðum og ríkinu
væri skylt að koma til hjálpar þegar
erfíðleikar steðjuðu að. Kristín taldi
mörg spumingarefni leynast í þessu
frumvarpi, m.a. um hvernig staðið
yrði að margræddri aðstoð og hvort
þessi fyrirgreiðsla gæfí ekki bankan-
um tilefni til að lækka vexti. Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra sagði
bankaráð ákveða vexti bæði inn- og
útlána. Og til þess teldi hann vera
MMÍMil
fullar forsendur óháð þeim aðgerðum
sem fælust í þessu frumvarpi. Fjár-
málaráðherra lagði áherslu á að
Landsbankinn ætti ekki að nýta sér
þessa fjármuni til að styrkja sam-
keppnisaðstöðu sina óeðlilega um-
fram aðra viðskiptabanka.
Þarf að breyta
Jóhannes Geir Signrgeirsson
(F-Ne) nefndarmaður í efnahags- og
viðskiptanefnd gagnrýndi þann flýti
sem verið hefði á þessu máli. Svona
vinnubrögð flýttu ekki framgangi
mála. Hann staðfesti orð Ólafs Ragn-
ars Grímssonar um að bankastjórum
Landsbankans hefði ekki verið sagt
á morgunfundi frá því hvað til stæði
síðdegis. Kannski hefði ríkisstjómin
misst tökin á atburðarrásinni í „pan-
ik“.
Jóhannes Geir taldi að gera yrði
nokkrar breytingar á frumvarpinu
til þess að ná sátt um þetta frum-
varp. Jóhannes taldi eðlilegt að
Tryggingarsjóður viðskiptabanka
fengi heimild til lántöku til að endur-
lána viðskiptabönkunum en ef menn
væm að fást við vanda Landsbank-
ans með þessu fmmvarpi þá væri
það grundvallaratriði að lántöku-
heimildin væri ekki upp á annað en
það sem ætti að fara til Landsbank-
ans. Jóhannes taldi einnig að 6. gr.
fmmvarpsins væri algjör óþarfí, en
þar er kveðið á um að skilyrði fyrir
ráðstöfunum tiPað efla eiginfjárstöðu
samkvæmt greinum fmmvarpsins
væm að gerður yrði samningur milli
viðskiptaráðherra og fjármálaráð-
herra og hlutaðeigandi stofnunar.
Jóhannes Geir sagði að Landsbank-
inn hefði bankaráð sem starfaði í
umboði Alþingis og Bankaeftirlitið
væri eftirlitsaðili. Það væri mgl að
setja viðbótareftirlitsaðila.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Ne) hélt ræðu og gagnrýndi harðlega
„þetta vanhugsaða og illa undirbúna
fmmvarp". Hann gagniýndi líka
„taugaveiklun" ríkisstjómarinnar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagðist þurfa sterkar taugar til að
hlusta á ræðu Steingríms.
Ekki hlutafélag
Eggert Haukdal (S-Sl) taldi óm-
aklega hafa verið vegið að Lands-
bankanum, fleiri bankar ættu í erfíð-
leikum vegna tapaðra lána. En
Landsbankinn hefði sérstöðu. Stjórn-
völd hefðu ætlast til þess að hann
kæmi til hjálpar þegar á móti blæsi -
í atvinnulífínu. Landsbankinn væri
ekki verr rekinn en aðrir bankar. Það
væri ekki sanngjarnt né heiðarlegt
að meðhöndla hann eins og peninga-
stofnun í greiðsluþrotum. En það
væri í reynd gert með þessu frum-
varpi. En það fæli í sér nokkurs
konar neyðarhjálp með skilyrðum.
Orsaka vandans væri að finna í láns-
kjaravísitölunni. Eggert Haukdal
sagðist ekki geta varist þeirri hugsun
að viðskiptaráðherra sem vildi breyta
ríkisbönkum í hlutafélög hyggðist
með fmmvarpinu veikja stöðu Lands- ”
bankans. Það væri illt verk. Eggert
Haukdal sagði vegna þessara at-
burða væri rétt að menn hættu við
áform um að selja eða breyta ríkis-
bönkunum í hlutafélög. Þess í stað
mætti skoða það að sameina Lands-
banka og Búnaðarbankann í einn
sterkan ríkisbanka. Páll Pétursson
(F-Nv) þakkaði guði fyrir að Lands-
bankinn væri ríkisbanki.
Fyrstu umræðu varð lokið og á
áttunda tímanum í gærkvöldi var
fmmvarpinu vísað til efnahags- og
viðskiptanefndar með 40 samhljóða
atkvæðum.