Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 32

Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 T Ekki þarf að óttast aðskotaefni í íslenskri mjólk Þær niðurstöður sem fengist hafa með mælingum á aðskota- efnum í íslenskri mjólk gefa ekki tilefni til að óttast áhrif þeirra á heilsu neytenda. Al- mennt má segja að íslensk mjólk innihaldi minna eða sambæri- legt magn aðskotaefna þegar samanburður er gerður við mjólk í öðrum löndum. Þetta kom m.a. fram í máli Ólafs Reykdal á Rannsókna- stofnun land- búnaðarins á fundi um að- skotaefni í mat- vælum sl. þriðju- dagskvöld. Hann gerði grein fyrir viðamikilli mjólkurúttekt sem unnin var að frumkvæði Osta- og smjör- sölunnar og í samvinnu við Landssamband kúa- bænda. Sýni af gerilsneyddri ný- mjólk voru tekin í öðrum hveijum mánuði frá maí 1991 til maí 1992 í mjólkurbúunum á Selfossi, Akur- eyri, Egilsstöðum og í Borgamesi. Notkun þvottaefna í meira magni en leiðbeiningar segja til um og ónóg skolun eftir þvott geta leitt til þess að þvottaefni komist í mjólkina. Þær leifar þvottaefna og sótthreinsiefna sem greinst hafa í mjólk erlendis gefa ekki til- efni til að óttast áhrif þeirra á heilsu. Saltpéturssýra er mikið notuð við hreinsun mjólkurbúnaðar geta leifaj hennar borist í mjólk sem nítrat. Úr nítrati getur mynd- ast nítrít sem aftur getur myndað nítrósamín, þekktan krabbameins- vald. Nítrít reyndist ekki mælan- legt í íslensku sýnunum og nítrat er sömuleiðis óverulegt. Samt sem áður er rétt að stuðla að lækkun nítrats í mjólk með því að fara sparlega með saltpéturssýru við hreinsun. Mörg lyf sem notuð era fyrir mjólkurkýr eru einnig virk í mönn- um, en ekki fundust neinar lyfja- leifar í mjólkursýnunum. Þungmálmamir blý, kadmíum og kvikasilfur eru skaðlegir heilsu manna ef magn þeirra fer yfir viss mörk. Mestar líkur eru á að þung- málmar berist með fóðri í mjólk og ef förgun á rafhlöðum og rafgeymum er ekki með trygg- um hætti til sveita geta bú- vörur mengast. Kvikasilfur var ekki mælanlegt í mjólkursýnunum og styrkur blýs og kadmíums reyndist einnig mjög lágur. Aflatoxín er dæmi um sveppaeitur sem myndast getur í myglusveppum, en ólíklegt er að það hafí skaðleg áhirf á mjólkurneytendur. Geislavirk efni hafa ætíð verið í umhverfi okkar. Sesín-137 er það geislavirka efni sem athyglin bein- ist einkum að, en það er að finna í mjög litlu magni í íslenskum matvælum. Geislun af þess völdum er hverfandi miðað við granngeisl- un frá umhverfinu sem er lítil á Islandi miðað við önnur lönd. Og áhrif Tsjemobyl-slyssins era hverf- andi lítil hér á landi. Ýmis klórkolefnissambönd hafa verið potuð sem varnarefni gegn skordýrum, sveppum eða illgresi og hafa þau komist inn í hringrás náttúrannar og aukist að styrk eftir því sem ofar kemur í fæðuk- eðjunni. Einungis DDE fannst í mælanlegu magni í mjólkinni, en vegna þess hversu lítið magnið reyndist er það talið skaðlaust. Líklegt er að DDE í íslenskri mjólk megi aðallega rekja til mengunar af erlendum toga. ■ Sveppir sem kosta um þúsund krónur stykkið ÞEIR láta ekki mikið yfir sér sveppirnir sem Örn Svavarsson hjá Heilsuhúsinu er farinn að flytja tii landsins. En af sælkerum eru Tröfflur taldar hið mesta lostæti. Sveppimir sem vaxa neðanjarð- ar í vissum héraðum í Frakklandi og á Ítalíu era eftirsóttir og sjald- gæfir og hér á landi kostar stykk- ið á bilinu 900-1.000 krónur. Öm hefur síðastliðin ár verið að feta sig áfram með vörur eins og svep- pina sem era ekki ódýrar en taldar ómissandi í matargerð hjá ítölskum og frönskum sælkerum. Viðskiptavinir Heilsuhússins í Kringlunni geta einnig keypt sól- þurrkaða tómata sem eru í krydd- aðri ólífuolíu, ólífumauk, ýmsar tegundir ólífuolíu, svoköllað bals- am edik, æti þistilhjörtu í olíu, pastasósur frá Ítalíu, ýmiskonar kryddað sinnep, ansjósur með ka- pers og svo mætti áfram telja. Á næstunni mun þessi hluti Lögð verður aukin áhersla á sælkeravörur I Heilsuhúsinu, Kringlunni. verslunarinnar í Kringlunni taka meira pláss en áður og vöruval aukast. Þá verður einnig lögð auk- in áhersla á lífrænt ræktaðar vör- ur. Nýjar bætiefnatöflur FYRIR skömmu hóf Omega Farma h.f. sem er íslenskt lyfjafram- ' leiðslufyrirtæki sölu á sterkum bætiefnatöfl- um, sem era ætlaðar íþrótta- og athafna- fólki. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að töflurnar innihaldi andoxunarefni, er veiti vernd gegn sjúkdómum og ótímabærri hrörnun. Aðrar bætiefnategundir í Táp línunni era Gáski, fjölvítamín fyrir börn, Fjörafl, fjölvítamín fyrir fullorðna, C vítamín 300 mg tuggutöflur og kalk og magnesíum tuggutöflur. UPPSKRIFT VIKUNNAR Fiskibaka að hætti Hafþórs Á kaffihúsinu Sóloni íslandus geta viðskiptavinir keypt sér létta rétti í hádeginu og fram á kvöld, súpu, bökur, salöt og ýmiskonar smárétti sem Hafþór Ólafsson matreiðslumeistari eldar ofan í þá. Rósa Björg Helgadóttir er líka í eldhúsinu en sér aðallega um að baka brauð og kökur en auk þess sem gestir geta gætt sér á léttum réttum á staðnum er líka úrval af kökum á boðstólum. Á efri hæð staðarins er sýning- arsalur þar sem oft era myndlist- arsýningar, Leynileikhúsið hefur undanfarið sýnt þar Þrask og síð- an era ýmsir aðrir menningarvið- burðir á loftinu. En niðri í veit- ingasalnum geta gestir líka alveg eins átt von á því að fá að hlýða á klassíska tóna, djass eða aðra tónlist og auk þess sem opið er allan daginn geta nátthrafnar heimsótt staðinn til klukkan 1 á virkum dögum og fram til klukkan 3 um helgar. Við föluðumst eftir einni uppskrift frá matreiðslu- meistaranum Hafþóri og hér kem- ur hún, sem að þessu sinni er físki- baka. Fiskibaka með grænmeti og loki 300 g fiskur, lúða eða steinbítur 150 g reykt ýsa 100 g sýrður rjómi ____________3-4 egg_____________ svartur pipar salt smó sletta af rjóma Einnig mó setja í fiskimassann svartar ólífur spergilkól rækjur estragon eða dill Fiskurinn er hakkaður og út í hann sett egg, sýrður rjómi, krydd og grænmeti. Hrært í með sleif. Bragð- bætt og tjóma bætt út í að síðustu. Deig 700 g hveiti 350 g smjörlíki eða smjör salt volgt vatn Hveiti, salti og smjörlíki er mulið saman þar til það hefur samlag- ast vel. Volgu vatni bætt í án þess að hnoða deigið. Flatt út með kökukefli og skorinn hringur utan um kringlótt form (best úr áli). Deigið þarf að vera það stórt að það hangi yfír barmana. Pikkið í deigbotna með gaffli. Fiskimassi er settur í formið ofan á deigið og annar hringur flattur út. Dei- glokið er sett ofan á bökuna og snúið saman með deiginu sem hangir yfír barma formsins. Hægt er að skera út myndir úr deigi til að skreyta bökuna. Penslið með eggjarauðu. Bakið í 40 mínútur við 200 gráðu hita. grg Hvernig getur íslenskur „neyslustaðall“ komið að notum í heimilishaldinu? SPARNAðUR og hagsýni verða æ nauðsynlegri eftir því sem krepp- ir að í þjóðfélaginu. Á næstunni má búast við því að fjöldi heimila þurfi að laga sig að minnkandi ráðstöfunartekjum og draga saman seglin á flestum sviðum. Að undanförnu hefur Sólrún Halldórsdótt- ir, hagfræðingur Neytendasamtakanna, unnið að þróun svonefnds neyslustaðals eða viðmiðunarneyslu fyrir íslensk heimili ásamt Krist- ínu Færseth hjá Samkeppnisráði. Daglegt líf innti Sólrúnu eftir upplýsingum um þennan neyslustaðal og hvort hann gæti komið að notum í islensku heimilishaldi. Sólrún sagði að fjárhagur heimil- anna væri mun flóknari nú en áð- ur. Margar fjölskyldur hefðu lítið eða ekkert yfirlit yfír fjárhag sinn og gerðu sér ekki grein fyrir afleið- ingum fjárfestinga þegar til lengri tíma væri litið. Því miður kæmi það oft fyrir að fólk áttaði sig ekki á þessu fyrr en það hefði lagt út í miklar fjárfestingar eins og t.d. húsnæðiskaup. - Fjölgun gjaldþrota hjá einstaklingum bæru þessu sorg- legt vitni. Þá ætti mikill fjöldi ann- arra heimila í basli með heimilis- reksturinn þótt gjaldþrot væri ekki yfirvofandi. Fjármálin vefðust fyrir mörgum og því ættu þeir í erfiðleik- um með að hafa yfirlit yfír útgjöldin og vissu ekki hvernig bregðast ætti við óvæntum reikningum. Þá gæti það auðvitað komið fyr- ir allar fjölskyldur að þurfa að draga saman seglin vegna atvinnumissis eða veikinda, sem leiða til lægri ráðstöf- unartekna en áður. Oftar en ekki ættu þessar fjölskyldur í miklum erfiðleikum með að laga útgjöld heimilisins að lægri tekjum. Sólrún segir að vegna þessara atriða sé nauðsynlegt að efla fjár- málaráðgjöf fyrir einstaklinga og heimili. Góða ráðgjöf verði hins vegar að byggja á traustum grunni og því þurfi að vera til staðar upp- lýsingar um útgjaldaliði heimila af ólíkum stærðum og aldurssamsetn- ingu. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið farin sú leið að reikna út viðmiðunarneyslu (standardbud- get) ólíkra heimila og á henni eiga fjölskyldur að geta byggt þegar þær skipuleggja fjárhag sinn og koma sér þannig hjá erfiðleikum og greiðsluvanda eða jafnvel þroti. Með því að rannsaka útgjöld almennings með þessum hætti verð- ur unnt að sjá hvað það kostar að lifa miðað við almennt viðurkennda neyslu í þjóðfélaginu fyrir ólíkar fjölskyldugerðir. Að lokum sagði Sólrún að þennan neyslustaðal væri síðan hægt að nota sem stjórntæki við ákvarðanir hjá fjölda aðila í þjóðfélaginu eða hjá ríkisstofnun- um, bönkum, þeim sem fást við fjár- málaráðgjöf og síðast en ekki síst við áætlanagerð inni á sjálfum heimilunum. Kj.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.