Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
Af sjóðum iðnaðarins
eftirGunnar
Svavarsson
Að undanförnu hafa málefni
sjóða iðnaðarins nokkuð verið til
umfjöllunar. Hluti umræðunnar
hefur snúist um aðild stjórnvalda
að málinu, hvernig málsmeðferð
hefur verið, en einnig hefur verið
nefnt að stjórnvöld væru að færa
iðnaðinum í landinu gjafir. Fyrra
atriðið, um málsmeðferð stjórn-
valda, skal hér látið liggja á milli
hluta, enda ekki hlutverk undirrit-
aðs að fjalla um hana. Um síðara
atriðið, gjafirnar, er það að segja,
að sú umfjöllun byggist að nokkru
á misskilningi og þarfnast því
nánari útskýringa.
Fyrirtækin lögðu sjóðnum
tilfé
Iðnlánasjóður er á okkar mæli-
kvarða gamall sjóður, stofnaður
1935. Árið 1963 urðu kaflaskil í
sögu sjóðsins, þegar honum var
lagður til nýr megintekjustofn.
Sérstakt gjald, iðnlánasjóðsgjald,
var lagt á iðnfyrirtæki og ríkið
lagði framlag á móti. Var þetta
gert að höfðu samráði við samtök
í iðnaði, enda var þá biýnt að
byggja upp fjárfestingarlánasjóð
fyrir iðnaðinn.
í grófum dráttum má segja að
væru framlögin reiknuð til verð-
lags í dag, væri hlutur iðnaðarins
4,1 milljarður eða rúm 70%, en
hlutur ríkisins 1,7 milljarðar eða
tæp 30%. Ansi fjörugt ímyndunar-
afl þarf því til að segja iðnaðinn
í landinu þiggja gjafír, þegar til
umræðu er að hann fái í sinn hlut
40% hlutafíár sjóðsins þegar hon-
um yrði breytt í hlutafélag.
Undanfarin ár hafa talsmenn
samtaka í iðnaði alltaf öðru hveiju
rætt við stjórnvöld um viðurkenn-
ingu á rétti iðnfyrirtækja á hlut-
deild í Iðnlánasjóði, enda unnt að
rekja framlag hvers fyrirtækis til
uppbyggingar sjóðsins. Til að
varpa ljósi á þær upphæðir sem
hér er um að tefla, má taka dæmi
af iðnfyrirtæki með 400 milljóna
króna veltu. Hafi fyrirtækið þróast
í takt við landsframleiðslu hefur
það, á verðlagi dagsins í dag, sam-
tals greitt 27 milljónir til Iðnlána-
sjóðs á árunum 1963 til 1992.
Milljónirnar 27 eru auðvitað ekki
allar til staðar nú. Kemur þar til
Gunnar Svavarsson
„í grófum dráttum má
segja að væru framlög-
in reiknuð til verðlags
í dag, væri hlutur iðn-
aðarins 4,1 milljarður
eða rúm 70%, en hlutur
ríkisins 1,7 milljarðar
eða tæp 30%. Ansi fjör-
ugt ímyndunarafl þarf
því til að segja iðnaðinn
í landinu þiggja gjafir,
þegar til umræðu er að
hann fái í sinn hlut 40%
hlutafjár sjóðsins þegar
honum yrði breytt í
hlutafélag.“
neikvæð raunávöxtun á árum
áður, en einnig að hluta ráðstöfun-
arfjár sjóðsins hefur verið varið
til vöruþróunar og markaðsmála í
iðnaði.
Lausn fundin
Stjórnvöld féllust ekki á kröfur
fyrirtækjanna um afhendingu
hlutabréfa í sjóðnum. Hefur
ágreiningurinn nú um nokkra hríð
staðið framtíðarskipan sjóða í iðn-
aði fyrir þrifum. Það er því eftir
NEYTENDASAMTÖKIN efna til
opins fundar um fjárhagsvanda
heimilanna á Hótel Lind föstu-
daginn 19. mars kl. 15.
Frummælendur verða Per And-
ers Stalheim, forstjóri norska neyt-
endaráðsins: Hvernig hefur verið
tekið á vanda heimilanna í Noregi?
og Sólrún Halldórsdóttir, hagfræð-
ingur Neytendasamtakanna: Hvaða
leiðir höfum við til úrbóta?
langan aðdraganda, að nú hillir
undir að sættir takist í þessu máli.
Iðnfyrirtækin fá sjálf engan hlut
í sjóðnum, en samtök fyrirtækja í
iðnaði eignast hlut sem svarar til
40% eiginfíár Iðnlánasjóðs, þegar
íslenski fjárfestingarbankinn hf.
verður stofnaður á grunni sjóðs-
ins. Skulu samtökin ráðstafa tekj-
um af þeim eignarhluta til að vinna
að eflingu iðnaðar og iðnþróunar
í landinu.
í viðræðunum taka þátt m.a.
framkvæmdastjórar Félags ís-
lenskra iðnrekenda og Landssam-
bands iðnaðarmanna. Fram-
kvæmdastjórarnir eru jafnframt
meirihluti stjórnar Iðnlánasjóðs,
sem sýnir glöggt hversu nátengd-
ur sjóðurinn er iðnfyrirtækjum og
samtökum þeirra.
Aukið framlag til iðnþróunar
og hagræðing í sjóðakerfinu
Árið 1995, þegar Islendingar
hafa að fullu eignast Iðnþróunar-
sjóð með því að greiða stöfnfram-
lag hinna Norðurlandanna til
baka, er stefnt að því að hann
sameinist íslenska fíárfestingar-
bankanum hf. Þarna verða tvær
flugur slegnar í einu höggi: Starf-
semi sjóðanna verður hagrætt og
hún efld um leið.
Við samrunann ætlar ríkis-
stjórnin ríkissjóði helming eiginfj-
ár Iðnþróunarsjóðs. Hinn helming-
urinn rennur til sjálfstæðrar deild-
ar eða sjóðs, er styrkja mun vöru-
þróun og markaðsmál iðnaðarins
á svipaðan hátt og samnefnd deild
við Iðnlánasjóð gerir nú. Þeirri
deild var komið á fót með lögum
1985. Tekjur hennar skyldu vera
framlag iðnfyrirtækja er næmi
0,25% af árlegri veltu. Jafnframt
var lögbundið að leggja til deildar-
innar fé úr ríkissjóði er væri jafnt
framlagi fyrirtækjanna. Er
skemmst frá að segja, að minna
varð úr framlögunum en efni stóðu
til.'Úr því verður nú væntanlega
bætt með þessum ráðstöfunum.
Þá má ekki gleyma því að Iðn-
þróunarsjóði var komið á fót með
lögum árið 1970 og sérstöku fram-
lagi frá öðrum Norðurlöndum, sem
síðan var endurgreitt vaxtalaust.
Um markmið sjóðsins segir: „Til-
gangur sjóðsins er að stuðla að
tækni- og iðnþróun Islands við
aðild íslands að EFTA og auðvelda
aðlögun iðnaðarins í því sam-
bandi. Sjóðurinn skal stuðla að
þróun útflutningsiðnaðar á Islandi
og leggja áherslu á aukna sam-
vinnu á sviði iðnaðar og viðskipta
milli íslands og hinna Norðurland-
anna. Enn fremur skal sjóðurinn
notaður til að efla samkeppnis-
hæfni íslenska heimamarkaðsiðn-
aðarins.“
Iðnlánasjóður er barn síns tíma
Iðnfyrirtækin í landinu hafa lagt
Iðnlánasjóði til verulegan hlut eig-
infjár hans. Engum dytti í hug nú
að leggja sérstakt gjald á iðnfyrir-
tækin í landinu og stofna á þann
hátt fjárfestingalánasjóð án þess
að á móti framlögum kæmu hluta-
bréf í viðkomandi sjóði. Það væri
úr takt við okkar tíma, en þótti
þá eðlileg lausn á þörfum iðnaðar-
ins fyrir fjárfestingalán. Þá var
fyrir öllu að byggja upp slíkan sjóð,
enda átti iðnaðurinn ekki greiðan
aðgang að bankakerfinu. Hugsun-
in um hlutabréf og raunávöxtun
þeirra var mönnum framandi í þá
daga.
Með því að fallast þannig á til-
kall iðnaðarins til hluta eiginfíár
Iðnlánasjóðs er höggvið á ill-
léysanlegan hnút. Ljóst er að ekki
verður unnt að gera breytingar á
starfsemi sjóðanna án samkomu-
lags þar um við iðnaðinn í landinu.
Atvinnulíf okkar íslendinga er
með þeim hætti um þessar mundir
að ekki veitir af öllum þeim stuðn-
ingi sem unnt er að veita. Með
ákvörðunum iðnaðar- og við-
skiptaráðherra og ríkisstjórnar-
innar hafa verið stigin mikilvæg
skref í þá átt. Ríkisstjórnin ætlar
sér að veita auknu fé til iðnþróun-
ar í landinu. Þetta gerir hún með
því að veita hluta eiginfíár iðnað-
arsjóðanna til þeirra verkefna. En
hún ætlar sér einnig að gera tvo
sjóði atvinnulífsins að einum og
efla hann um leið. Þannig getur
nýi sjóðurinn tekist á við stærri
verkefni en gömlu sjóðirnir, hvor
í sínu lagi. Haldi ríkisstjórnin
þannig áfram að styrkja grund-
völl atvinnulífsins og byggja upp
til framtíðar, er hún á réttri leið.
Það er eindregin von mín að
menn leggi máli þessu lið og láti
ekki aukaatriði eins og ágreining
um málsmeðferð villa sér sýn.
Höfundur er formnður Félags
íslenskra iðnrekenda.
Opinn fundur um
fjármál heimilanna
í pallborði auk frummælenda
verða Grétar Guðmundsson, Hús-
næðisstofnun, Hörður Bergmann,
fræðslufulltrúi, Finnur Sveinbjörns-
son, viðskiptaráðuneytinu, Erla
Þórðardóttir, Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar, Björn Björns-
son bankastjóri og Guðmundur
Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur
ASÍ. Fundarstjóri verður Mörður
Árnason, stjórnarmaður í NS.
(Fréttatilkynning)
OPINN FUNDUR UM
FJÁRMÁL HEIMILANNA
Neytendasamtökin efna til opins fundar um fjárhagsvanda
heimilanna á Hótel Lind, föstudaginn 19. mars kl. 15.00.
FRUMMÆLENDUR:
Sólrún Halldórsdóttir,
hagfræðingur NS:
Hvaða leiðir höfunn við til úrbóta?
Per Anders Stalheim,
forstjóri norska Neytendaráðsins:
Hvernig hefur verið tekið á vanda
heimilanna í Noregi?
I PALLBORÐI AUK FRUMMÆLENDA:
Grétar Guðmundsson, Erla Þórðardóttir,
Húsnæðisstofnun. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Hörður Bergmann, Björn Björnsson,
fræðslufulltrúi. bankastjóri.
Finnur Sveinbjörnsson, Guðmundur Gylfi Guðmundsson,
viðskiptaráðuneytinu. hagfræðingur ASÍ.
Fundarstjóri: Mörður Árnason, stjórnarmaður í NS.
Allir velkomnir!
NEYTENDASAMTOKIN
1953
40 ARA - 1993
Ný vopsendhig frá CM
Raðgreiðsiur Laugavegi 97, sími 17015.