Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 Kór FB og ML í Skálholtskirkju. Tónleikar kóra FB o g ML KÓR Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kór Menntaskólans að Laugar- vatni halda sameiginlega tónleika í Skálholtskirkju laugardaginn 20. mars kl. 15 og í Seljakirkju í Reykjavík fimmtudaginn 25. mars kl. 20. Kórarnir hafa haft samstarf sl. tvö ár og síðasta haust dvaldi allur hópurinn í æfingabúðum í Skálholti, alls um 70 ungmenni. Tónleikarnir --------------n-------------- Helgi Orn sýnir í Gallerí Sævars Karls HELGI Orn Iielgason, mynd- listarmaður opnar á morgun sýningu í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, 19. mars til 8. apríl 1993. Helgi Örn er fæddur árið 1960. Hann stundaði nám við málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árin 1982 til 1986. Hann hefur um árabil ver- ið búsettur í Svíþjóð. Þetta er fimmta einkasýning Helga, en hann hefur áður hald- ið sýningar í Gallerí II og í Gall- erí Kretsen í Södertalje, Svíþjóð. Á sýningunni verða sex olíu- málverk, og eru verkin flest til sölu. Sýningin er opin daglega. eru m.a. afrakstur þessa samstarfs. Kórarnir syngja bæði saman og hvor í sínu lagi. Efnisskráin er fjöl- breytt og samanstendur af íslensk- um lögum, negrasálmum, lögum úr Drengjakór Flórída var stofnaður árið 1986 og í honum eru nú 40 meðlimir, þar af 15 drengja kjarni sem kemur hingað til tónleikahalds. The Florida Boychoir er umsvifamik- ill í tónlistarmenntun í Flórída og opnaði nýlega tónlistarskóla fyrir drengjakóra sem er annar skólinn sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Drengjakór Laugarneskirkju, undir stjórn Ronalds Turner, tók þátt í alþjóðlegu drengjakóramóti á Flórída í fyrra og naut þá gestrisni The Flowda Boychoir. Fyrstu tónleikar kórsins hér á íslenskum og erlendum söngleikjum, spænskum og búlgörskum lögum. Einnig flytja kórarnir þátt úr Sálu- messu eftir Andrew Lloyd Webber og fieira. Stjórnendur kóranna eru Erna Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson. Aðgangur er ókeypis. (Fréttetilkynning) landi verða í Selfosskirkju, sunnu- daginn 20. mars kl. 16. Þar syngja jafnframt drengjakór Laugarnes- kirkju og barnakór Selfosskirkju. Drengjakór Flórída syngur síðan við messu í Hallgrímskirkju, sunnu- daginn 21. mars kl. 11 og heldur tónleika í Laugarneskirkju sama dag kl. 14. Þriðjudaginn 23. mars verður far- in tónleikaferð um Suðurnes. Að auki syngur kórinn við kyrrðarstund í Laugarneskirkju fimmtudaginn 18. mars. (Fréttatilkynning) Drengiakór frá Flórída sækir Island heim DRENGJAKÓR Flórída, The Florida Boychoir, heimsækir ísland dag- ana 17.-24. mars og heldur tónleika á þremur stöðum í Reykjavík, á Selfossi og Suðurnesjum. Kórinn syngur bæði einn og með öðrum drengjum- og barnakórum. Ert þú námsmaður? Lumar þú á hugmynd að nýrri vöru? Hefur þú hug á að hefja rekstur fyrirtækis? Þá hefur þú möguleika á að fá athafnastyrk! íslandsbanki efnir til samkeppni meðal námsmanna um nýsköpunar- eða viðskiptahugmynd. Markmiðið með veitingu athafnastyrkjanna er að örva nýsköpun og frumkvæði meðal námsmanna. Veittir verða tveir styrkir að upphæð 150.000 kr. hvor: Nýsköpunarstyrkur er veittur fyrir hugmynd að nýrri vöru. Hugmyndimar geta verið allt frá einföldum hlut til flókinnar vöru. Viðskiptastyrkur er veittur fyrir hugmynd að rekstri fyrirtækis á sviði vöru eða þjónustu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum útibúum íslandsbanka og í framhaldsskólum óg skólum á háskólastigi. Nemendafélögum viðkomandi skóla hafa verið send þessi gögn. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá Markaðs- deild Islandsbanka í síma 608000. Skilafrestur er til 5. apríl 1993. ÍSLANDSBANKl Athafnastyrkir íslandsbanka - frá menntun tll framtíöar CJD co CO Ung-ur einleikari með Sinfóníunni í kvöld Æfingar, ferða- lög og fólk ÉG er heppin. Þurfti aldrei að taka meðvitaða ákvörðun um ævi- starf því að sellóið varð smám saman hluti af mér. Vegna tónlistar- innar hef ég komið til landa sem mig hefur langað að sjá og kynnst fjölda fólks. Það finnst mér einmitt best við þetta allt saman.“ Wendy Warner er 21 árs sellóleikari frá Bandaríkjunum. Hún hefur haft tónlistina að atvinnu síðan hún varð átján ára, ferðast um Ameríku og Evrópu vegna einleikstónleika jafnhliða námi und- ir leiðsögn frægs sellósnillings. Hún segir ailtaf eitthvað óvænt gerast á ferðalögunum. „Vegna óveðursins á austurströnd Banda- ríkjanna þurfti ég að bíða heila nótt á Kennedy-flugvelli í New York á leið til íslands eins og allir hinir sem ekki fengu inni á hóteli. Ég vildi ekki sofna frá hljóðfærinu og tók það ráð að leika fyrir fólkið kringum mig. Þetta varð fjögurra tíma töm og ég fékk meðal annars tækifæri til að æfa pólska konsertinn fyrir tón- leikana í kvöld. Hann er óvenjulegur og þeir sem hlustuðu voru ánægðir. Einn töffarinn sagði í þungum þönkum þegar ég hætti að spila: Vá, þetta er meiriháttar rokkað." arnáminu, í íjölskyldunni spila allir á eitt eða fleiri hljóðfæri og hafa sumir atvinnu af. Svona hefur þetta víst verið svo kynslóðum skiptir og spila ábyggilega saman erfðir og umhverfi. Heima var ég hvött til að æfa mig, en aldrei þröngvað útí eitt eða neitt.“ Sumarið 1988 heimsótti Wendy sellósnillinginn Rostropovits í Was- hington til að leika fyrir hann og hefur notið leiðsagnar hans síðan. „Hann er aðalkennarinn minn núna,“ segir hún, „gaf mér til dæmis ráð um túlkunina á konsert Lutoslawskis sem er tileinkaður honum og ég leik með íslensku Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. En hann vildi ekki segja mér nema í grófum dráttum sögu tónskáldsins um þetta verk, sagði hana of per- sónulega til þess og of ljóta. En ég veit að það fjatlar um kommún- isma, um hvað gerist ef einhver neitar að vera með í kerfínu. Ég reyni að gefa sellóinu veikan tón sem styrkist og rís gegn oki hljóm- sveitarinnar." Wendy hlær mikið og talar hrað- ar þegar hún lýsir tónlistinni. „Þetta er sérstakt verk,“ segir hún, „ekki fallegt í venjulegum skiln- ingi, en ólgandi og sterkt." Svo tekur hún sellóið og sest á rúm- stokkinn í hótelherberginu og fyllir það af veikum tónum sem bijótast út í voldugum hljómi. Hún á skammt eftir í BA gráðu í háskóla vestanhafs en segist ekk- ert vita hvenær tími gefist til að klára. Héðan fer hún til Japan og næstu mánuðir eru þéttskipaðir tónleikaferðum. „En núna,“ segir Wendy og horfir fast í nótnaheftið, „kemst aðeins þetta að.“ Wendy fór að læra á píanó þeg- ar hún var fjögurra ára og selló tveimur árum seinna. Hún var taiin undrabarn, segist hafa komið fram á tónleikum næstum síðan hún muni eftif sér og smám saman hafi henni farið fram. „Þeg- ar ég var krakki grunaði mig ekki að ég yrði selló- leikari nokkrum árum seinna,“ segir hún. „En svo ákvað ég, þegar ég var orðin fjórt- án ára, að leggja meiri rækt en fyrr við æfingar, athuga hvað gerð- ist ef ég spilaði að minnsta kosti þijá tíma á dag í staðinn fyrir einn. Svona hélt ég áfram næstu þrjú árin, þá tók við erfiður lokavetur í menntaskóla og ég þurfti að lesa töluvert. En þá var ég líklega kom- in á það stig að minn eigin þroski nýttist mér ekki síður í tónlistinni en stífar æfingar." En samt þykir Wendy nauðsyn- legt að leika daglega á sellóið. „Annars missir maður tengsl við hljóðfærið," segir hún, „náið sam- band þarf alltaf heilmikla ræktar- semi. Annars er hætta á að tilfinn- ingin dofni.“ Agi og ástundun eru þannig lykilorð, en ekki í uppáhaldi hjá Wendy. „Þegar ég var ungling- ur gekk oft erfiðlega að halda sér við efnið, ástundun og ánægja voru óskyld hugtök. Wendy ólst upp í smábæ í út- hverfi Chicagó og segist hafa haft þar frábæran kennara, Nell Novak, síðan hún byrjaði að læra á selló. „Hún og amma hafa sennilega veitt mér hvað mestan stuðning í tónlist- Ferminqa skór 5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs Ioppskórinn VELTUSUNOI • SÍMI: 21212 Teg. MARCO Stærðir: 37-40. Litur: Svartur. Verð kr. 1.995,- Ath. Fleiri tegundir fáanlegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.