Morgunblaðið - 25.03.1993, Side 10
'ú)
táÖRGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
Sjaldheyrður slagverks-
konsert á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Islands
í KVÖLD, fimmtudaginn 25. mars, kl. 20 eru sjöundu tónleikar í
Gulri tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói. Á efnis-
skránni er verkið Langnætti eftir Jón Nordal, Konsert fyrir slag-
verk og hljómsveit eftir André Jolivet og Sinfónía nr. 4 eftir Johann-
es Brahms. Hljómsveitarsljóri er Avi Ostrowskíj en einleikari á slag-
verk er Maarten van der Valk.
Fyrsta verkið á efnisskránni er
Langnætti eftir Jón Nordal, en það
var samið árið 1975 í tilefni af 25
ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar
íslands og frumflutt sama ár. Slag-
verkskonsert André Jolivet heyrist
sjaldan á tónleikum, og er hann
ófáanlegur á geislaplötum. Jolivet
notar mörg slagverkshljóðfæri í
tónverkinu, ekki einungis hin hefð-
bundnu, heldur bætist við víbra-
fónn, xylófónn og trommusett. Síð-
asta verkið á efniskrá tónleikanna
er 4. sinfónía eftir Brahms, og þarf
vart að kynna.
Hljómsveitarstjórinn Avi
Ostrowskíj er ísraeli af rússneskum
ættum, og hélt til Vínarborgar eftir
að hafa lokið tónlistarnámi í heima-
landi sínu, og hóf nám í Tónlistarhá-
skólanum þar. Hann sótti einnig
námskeið hjá hljómsveitarstjóran-
Maarten van der Valk
um Franco Ferrara. Ostrowskíj var
um tíma stjórnandi ísraelska út-
varpskórsins og Fílharmóníusveit-
arinnar í Antwerpen, en er nú aðal-
stjórnandi Norsku útvarpshljóm-
sveitarinnar í Ósló.
Einleikarinn Maarten van der
Valk bjó hér á landi um skeið og
lék með Sinfóníuhljómsveitinni í
þijú ár. Hann er fæddur í Jóhannes-
borg en flutti barnungur til Hol-
lands þar sem hann nam slagverks-
leik við Tónlistarháskólann í Amst-
erdam, en áður hafði hann lært á
píanó og trompet. Maarten hefur
leikið með helstu hljómsveitum
Hollands, m.a. Concertgebouw-
hljómsveitinni. Árið 1984 gerðist
Maarten félagi í hinnukunnu-
„„Hljómsveit 18. aldarinnar" undir
stjóm Frans Bruggen og leikur með
henni enn.
Avi Ostrowskíj
Morgunblaðið/Sverrir
Næstkomandi helgi flytur Söngsveitin Fílharmónía óratóríuna Árstíðirnar eftir Joseph Haydn í
Langholtskirkju.
Söngsveitin Fílharmónía
*
Arstíðimar eftir Joseph Haydn
SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur óratóríuna Árstíðirnar eftir
Joseph Haydn í Langholtskirkju í Reykjavík um helgina, laugar-
daginn 27. og sunnudaginn 28. mars, klukkan 16 báða dagana.
Texti þessa stórverks er eftir
Gottfried van Swieten, en unninn
úr kvæði eftir James Thomson.
Lýsir hann daglegri önn og
skemmtan sveitafólksins í lág-
sveitum Austurríkis á átjándu öld,
sáningu, uppskeru, veiðum, komu
vetrar og bið eftir nýju vori.
Einsöngvarar eru þrír, stór-
bóndinn Símon (bassi), Hanna
dóttir hans (sópran), og ungur
bóndi að nafni Lúkas (tenór). Með
hlutverk þeirra fara Bergþór Páls-
son, Inga Backman og Gunnar
Guðbjörnsson, en kórinn, Söng-
sveitin Fílharmónía, fer með hlut-
verk sveitafólksins. Hljómsveitina
skipa alls 36 manns. Konsert-
meistari er eins og oft áður Szym-
on Kuran, en stjórnandi Úlrik
Ólason organisti, sem verið hefur
söngstjóri kórsins síðan 1988.
Arstíðirnar eftir J. Haydn voru
frumfluttar í einkasamkvæmi í
Schwarzenberghöll og nokkru síð-
ar við austurrísku hirðina, þar sem
sjálf María Theresía söng hlutverk
Hönnu við mikinn fögnuð áheyr-
enda. Verkið var síðan flutt opin-
berlega 29. maí 1801 við frábær-
ar undirtektir og hefur notið mik-
illa vinsælda síðan, enda mjög
fallegt og áheyrilegt og á köflum
afar létt og fjörugt.
Þess má geta að Árstíðir
Haydns voru fyrsta stórverkið
sem fyrrum stjómandi og stofn-
andi Söngsveitarinnar Fílharmón-
íu, dr. Róbert Abraham Ottósson,
færði upp hérlendis fýrir hálfri
öld. Var það með Hljómsveit
Reykjavíkur og Söngfélaginu
Hörpu og raunar einnig í fyrsta
sinn sem Guðmundur Jónsson
óperusöngvari kom fram í viða-
miklu einsöngshlutverki á íslandi.
Árstíðirnar eru eitthvert
stærsta verk sem Söngsveitin Fíl-
harmónía hefur tekið til flutnings
á síðustu árum, en miðaverði á
tónleikana næstu helgi er stillt í
hóf, m.a. með aðstoð nokkurra
aðila sem söngsveitin er mjög
þakklát. Aðgöngumiðar verða til
sölu í bóka- og gjafavörubúðinni
Kilju og við innganginn í Lang-
holtskirkju.
(Fréttatilkynning)
Sex þýsk ljóðskáld
heímsækja Island
EINS OG oft áður hefur komið
fram í blaðafréttum var sex ís-
lenskum ljóðskáldum boðið að
velja eftir sig ljóð og þýða þau
í samvinnu við þýsk skáldsystk-
in sín árið 1991. Afrakstur
þessa samstarfs birtist í bókinni
„Ich hörte die Farbe blau“, Ég
heyrði litinn bláa, er kom út í
Þýskalandi í september 1992.
Goethe-stofnunin á íslandi hef-
ur boðið þýsku skáldunum hingað
dagana 24.-28. mars til að kynna
bókina sem og eigin skáldskap. í
tilefni afþví hafa íslensku skáldin,
Baldur Oskarsson, Gyrðir Elías-
son, Hannes Sigfússon, Ingibjörg
Haraldsdóttir, Linda Vilhjálms-
Stuttmynda-
dagarí
Reykjavík
. Stuttmyndadagar verða
haldnir 7., -8. og 9. aþnl á
Kaffi Hressó.
•Þar gefst ungura og nær
óreyndum kvikmýndágerðar-
raönnum tækifæri iii að sýna
verk sín opinberleg'a. Ákveðið
hefur verið -að verðlauna þijár
bestu myndimar að vali dóm-
nefndar og mun Reykjavíkur-
borg gefa verðlaunin. Sýndar
verða stuttmyndir hvaðanæva
af landinu og er öllum heimil
þátttaka.
(Fréttatilkynning)
iCli HÖKTK
DIE FARBE PBiPPl BLAU
1(1 JUi.SGI CFÐES VOS
GKK.fiK l.ASCIIIiN X
wmiUMi SCIIIH I K
'•(liiitn dio horon
dóttir og Matthías Johannessen,
snarað nokkrum ljóðum eftir Þjóð-
verjana (Barbara Köhler, Gregor
Laschen, Johann P. Tammen, Kito
Lorenc, Ralf Thenior, Uwe Kolbe
og Wolfgang Schiffer) og birtast
þau í marshefti tímaritsins Bjartur
og frú Emilía.
Tvær ljóðakynningar eru fyrir-
hugaðar meðan þýsku skáldin
dvelja hér: Fimmtudaginn 25.
mars klukkan 20.30 í Norræna
húsinu yerður Ijóðasafnið „Ég
heyrði litinh hláa“ kynnt. Skáldin
og þýðendur lesa upp.-Laugardag-
inn 27. mars klukkan lð í Sigúr-
jónssal (Ustasafni Sigutjéns Ól-
afssonar) verða gestimir sjáifir
kynntir og lesnar þýðingar á Ijóð-
um þeirra. Ef tími vinnst til gefst
kostur á að ræða við skáldin um
þýska nútímaljóðlist og fleira í
þeim dúr.
Óhætt er að mæla með þessum
Ijóðakynningum við alla sem unna
góðum skáldskap.
(Fréttatilkynning)
UM HELGINA
Myndlist
Listmunahúsið
í Listmunahúsinu verður opnuð
samsýning nokkurra eldri og við-
urkenndra myndlistarmanna,
laugardaginn 27. mars, en þeir
hafa oft staðið að samsýningum
áður. Allir þessir listamenn sýndu
í Septem-hópnum, en þær sýn-
ingar vöktu jafnan eftirvæntingu
í hjörtum listunnenda.
Þessir listamenn eiga myndir
á sýningunni; Guðmunda Ándr-
ésdóttir, Guðmundur Benedikts-
son, Jóhannes Jóhannesson,
Kjartan Guðjónsson og Valtýr
Pétursson.
Sýning þessi stendur fram til
18. apríl og Listmunahúsið sem
er til húsa að Tryggvagötu 17
er opið virka daga frá klukkan
12-18, um helgar frá klukkan
14-18, en á mánudögum er lokað.
(Fréttatilkynning)
Síðustu dagar sýning-
ar Gunnlaugs Stefáns
♦ Gíslasonar í Fold
Gunnlaugur Stefán Gíslason,
'hefur undanfarið sýnt vatnslita-
myndir í Gallerí Fold, Austurstrt-
aíti 3. Sýningunni lýkur á laugar-
dag.
Gunnlaugur Stefán er meðal
þekktustu núlifandi vatnslitamál-
ara þjóðarinnar. Myndirnar sem
hann sýnir nú í Fold eru unnar
á síðustu mánuðum og eru þær
aliar til sölu.
Opið er í Fold virka daga frá
klukkan 11-18 nema laugardaga
klukkan 11-16.
Síðasta sýningarhelgi
á sýningunni Fimm
Færeyingar
Nú fer hver að verða síðastur
að sjá sýninguna Fimm Færeying-
ar, sem staðið hefur yfir í sýning-
arsölum Norræna hússins frá 6.
mars, en henni lýkur nk. sunnu-
dag 28. mars. Sýningin er opin
daglega klukkan 14-19 og er að’-
gangur ókeypis. Aðsókn hefur
verið afar góð.
Það eru Amariel Norðoy, Bárð-
ur Jákupsson, Marius Olsen, Tor-
bjorn Olsen og Tróndur Paturs-
son, sem sýna málverk og grafík-
myndir og eru þeir allir í farar-
broddi í blómlegu listalífi Færeyja.
Skúlptúrar í
Gallerí 11
Ingibjörg Friðriksdóttir opnar á
morgun kl. 14.00 sýningu sína á
þrykktum myndum og skúlptúr-
um í Gallerí 11. Sýningin stendur
til 7. apríl nk.
Leiklist
Möguleikhúsið sýnir
barnaleikrit I Gerðu-
bergi
Leikhópurinn Möguleikhúsið
sýnir barnaleikritið Geiri lygari, í
menningarmiðstöðinni Gerðu- '.
bergi, laugardaginn 27. mars
klukkan 15.
Höfundur handrits er Pétur
Eggerz, Ingvi Þór Kormáksson,
samdi tónlist við sýninguna og
leikstjóri er Bjarni Ingvarsson.
Leikarar í sýningunni eru fjórir,
Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvars-
son, Pétur Eggerz og Stefán
Sturla Sigurjónsson.
Menning-
arvaka í
Garðabæ
ÁRIÐ 1991 var stofnuð menn-
ingarmálanefnd Garðabæjar,
sem ætlað er það hlutverk að
efla menningarlíf í Garðabæ.
Nefndin hefur þegar gengist
fyrir kaupum á nokkrum lista-
verkum og sl. sumar stóð hún
fyrir myndlistarsýningu í fé-
lagsheimilinu Garðalundi,
Garðabæ.
j
I ár ákvað nefndin að kynna
túlkandi listamenn. Pöstudaginn
26. mars verður haldin menningar-
vaka í Stjörnuheimilinu í Garðabæ.
Verður þar margt á dagskrá. Bryn-
dís Halla Gylfadóttir, leikur einleik
á selló með Snorra Sigfúsi Birgis-
syni, píanóleikara, en Bryndís var
annar tveggja listamanna sem
hlutu starfslaun frá Garðabæ árið
1992.
Þá koma fram tveir ungir söngv-
arar, þau Jóhanna Vigdís Arnar-
dóttir, sem syngur með Þorsteini
Gauta Sigurðssyni, píanóleikara og
. Sigurður Örn Berrihöft, sem syng-
ur með Guðbjörgu Sigutjónsdóttur,
píanóleikara. Is’lenski dansflokkur-
inn sýnir atriði úr ballettinum
Coppelíu, sem frumsýna í byrjun
apríl í Borgarleikhúsinu og vök-
unni iýkur með því að tríó Ólafs
Stephensens leikur jazz, en tríóið
skipa þeir Ólafur Stephensen, Guð-
mundur R. Einarsson og Tómas
R. Einarsson. Kynnir á vökunni
er Steindór Hjörleifsson, leikari.
Menningarvaka sem þessi er
nýlunda í Garðabæ og hefst hún
klukkan 20.