Morgunblaðið - 25.03.1993, Qupperneq 30
Námaleyfi Kísiliðjunnar við Mývatn
Niðurstaða rannsókna
um setflutninga kynnt
NÁMALEYFI Kísiliðjunnar sem takamarkað hefur verið við Ytri-
flóa rennur út um næstu mánaðamót. Á fundi á morgain, föstu-
dag, verður kynnt fyrir framkvæmdastjóra og stjórn verksmiðj-
unnar niðurstaða ráðgjafahóps um Mývatnsrannsóknir, en iðnaðar-
ráðherra mun væntanlega byggja ákvörðun sína um framhald
námaleyfis á niðurstöðum hópsins.
T Pétur Torfason, formaður
stjórnar Kísiliðjunnar, sagði að
forráðamenn verksmiðjunnar biðu
spenntir eftir að heyra niðurstöður
ráðgjafahópsins, en í kjölfarið
Flugfélag
Norðurlands
Rekstrartap
1,3 milljómr
á liðnu ári
RÚMLEGA 1,3 milljóna króna tap
varð af rekstri Flugfélags Norður-
lands á liðnu ári eftir fjármagns-
gjöld og skatta, en nokkur hagn-
aður varð af reglulegri starfsemi
félagsins. Aðalfundur Flugfélags
Norðurlands var haldin í gær.
Fram kom á aðalfundinum að velta
félagsins árið 1992 var um 226,2
milljónir króna og eigið fé var í árs-
lok rúmar 88,5 milljónir króna.
Félagið flutti á síðasta ári 22.507
farþega í áætlunarflugi á 9 flugleið-
um, þá voru flutt 350 tonn af pósti
og vörum. Auk áætlunarflugs stund-
ar félagið umfangsmikið leiguflug
um allt land og til útlanda.
Tæknideild félagsins annast auk
viðhalds eigin flugvélá, viðhald fyrir
önnur flugfélög og einkaaðila.
Flugfélag Norðurlands á sjö flug-
vélar, þfjár Twin Otter, eina Fair-
child Metro 111, tvær Piper Chieftain,
eina Piper Aztec auk tveggja minni
flugvéla sem notaðar eru til flug-
kennslu. Hjá félaginu starfa 28
starfsmenn, en þar af eru 12 flug-
menn og 8 flugvirkjar.
mætti vænta ákvörðunar ráðherra
um hvert framhaldið yrði.
Setflutningar
Eftir að skýrsla svokallaðrar
sérfræðinganefndar um Mývatns-
rannsóknir leit dagsins ljós var
skipaður ráðgjafahópur haustið
1991 en í áliti nefndarinnar kom
m.a. fram að beina þyfti athygli
að setflutningum í vatninu og
áhrifum kísilgúrsnámsins á þá og
hugsanlega röskun á lífríki vatns-
ins vegna þeirra. I niðurstöðu ráð-
gjafahópsins kom m.a. fram að
skoða þyrfti nánar hvernig set-
flutningum í Mývatni væri háttað
við núverandi ástand og hvernig
líklegt sé að þeim hafi verið háttað
fyrir námavinnslu og landris sem
og hvernig líklegt sé að þeir breyt-
ist við mismunandi staðsetningu
námasvæða.
Eftir að álit ráðgjafahópsins lá
fyrir í mars í fyrra var námaleyfí
Kísiliðjunnar takmarkað við Ytri-
flóa í eitt ár, en jafnframt var skip-
aður hópur þriggja sérfræðinga
sem m.a. var falið að skoða set-
flutninga í vatninu og áhrif þeirra
á lífríki þess. Niðurstöður úr þeirri
rannsókn verða kynntar forráða-
mönnum Kísiliðjunnar á fundi í
Reykjavík á morgun, föstudag.
Bið
„Þetta er ekki þau rekstrarskil-
yrði sem maður kýs að hafa, það
er óþægilegt að reka fyrirtæki
undir þessum kringumstæðum.
Nú bíðum við eftir niðurstöðu,
þannig að við vitum í hvorn fótinn
á að stíga og hvert á að stefna,“
sagði Friðrik Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sá tíundi
LEIKSKÓLINN Klappir var formlega tekin í notkun í gær og er
það tíundi leikskólinn sem Akureyrarbær á og rekur, en hann stend-
ur efst í Brekkugötunni.
Leikskóli
opnaður
KLAPPIR, nýr leikskóli við
Brekkugötu, var formlega tekinn
í notkun í gær, en þar eru 24 börn
í heilsdagsvistun og 12 í hálfsdags-
vistun.
Sigríður Stefánsdóttir forseti bæj-
arstjórnar Akureyrar sagði í ávarpi
við opnunina að þetta væri tíundi
leikskólinn sem Akureyrarbær ætti
og ræki, en að auki eru reknir leik-
skólar Hvítasunnusafnaðarins og
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
í leikskólum Akureyrarbæjar eru
523 börn, en að viðbættum þeim
tveimur sem aðrir reka eru 643 börn
á leikskólum í bænum. Sagði Sigríð-
ur að þrátt fyrir þá uppbyggingu sem
átt hefði sér stað væru 417 börn
á biðlista.
Niðurstaða Héraðsdóms hefur fordæmisgildi
Bærinn greiði íbúum við
Grenilund skaðabætur
AKUREYRARBÆR mun væntanlega þurfa að greiða íbúum við Greni-
lund rúmlega 30 milljónir króna í skaðabætur vegna vatnsljóns sem
varð á íbúðum þeirra í maí árið 1990. Dómur í máli eins húseigenda
við Grenilund gegn Akureyrarbæ var kveðinn upp í dómþingi Héraðs-
dóms Norðurlands eystra í gær, en Iitið er á að hann hafi fordæmis-
gildi fyrir aðra íbúa við götuna er einnig fóru í mál við bæinn af sama
tilefni.
Asahláka
Mikið fannfergi var á Akureyri
á fyrstu mánuðum ársins 1990, en
síðustu daga aprílmánaðar og þá
fyrstu í maí gerði asahláku. Starfs-
menn bæjarins höfðu mokað snjó í
skafl syðst við Grenilund, en mikið
uppistöðulón myndaðist í kvosinni
sunnan götunnar. Þegar rás var
rofín í snjóbinginn flæddi vatnið
niður eftir götunni og að húsunum
við Grenilund með þeim afleiðingum
að vatn flæddi inn í kjallara hús-
anna og olli umtalsverðum
skemmdum.
Heildartjón í 10 íbúðum við
Grenilund og einni íbúð við Heiðar-
lund var metið á um 17 milljónir
króna. Eigendur einnar íbúðar
fengu tjón sitt bætt hjá trygginga-
félagi sínu og tveir fengu það bætt
að hluta, en þeir sem ekki fengu
bætur höfðuðu mál á hendur Akur-
eyrarbæ og töldu starfsmenn hans
hafa sýnt gáleysi er þeir hleyptu
vatninu úr uppistöðulóninu niður á
götuna.
Varúðarráðstafanir
Sýknukrafa bæjarins var byggð
á þeirri aðalmálsástæðu að um
óviðráðanlegar ástæður hafí verið
að ræða og starfsmenn hafi gert
allar venjulegar varúðarráðstafanir.
I dómi sem kveðinn var upp í
Héraðsdómi Norðurlands eystra í
máli eins íbúanna við Grenilund
gegn Akureyrarbæ er bænum gert
að greiða íbúanum tæpa eina millj-
ón króna í skaðabætur ásamt vöxt-
um og málskostnaði. Dómur verður
ekki kveðinn upp í máli annarra
íbúa, en litið svo á að sá fyrsti
hafi fordæmisgildi. Framreiknuð
skaðabótakrafa allra íbúanna nem-
ur röskum 30 milljónum króna.
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
Akureyarbæjar bjóst í gær við að
málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Spennandi landskeppni
Frakkar halda vinningsforskoti
___________Skák_______________
Bragi Kristjánsson
Landskeppni íslendinga og
Frakka í skák var fram haldið á
þriðjudag, en þá hófst seinni hlutinn
í Digranesskóla í Kópavogi. íslend-
ingar höfðu svart á öllum borðum,
og lauk umferðinni með jafntefli
eftir mikla baráttu, 5—5. Frakkar
halda þar með forystunni, hafa 30‘/2
v. gegn 29'/2 v. íslendinga.
Framan af virtust Frakkar líklegir
til að auka enn forystuna í keppn-
inni. Róbert tefldi byqunina djarflega
gegn Apicella, en réði ekki við mark-
vissa taflmennsku Frakkans í fram-
haldinu og tapaði. Jóhann, Jón L. og
Hannes Hlífar urðu að gera sér jafn-
tefli að góðu. Við öruggan sigur
Karls snerist umferðin okkar mönn-
um í hag, og Margeir og Helgi náðu
smám saman vinningsstöðum. Björg-
vin tapaði og Héðinn gerði jafntefli,
en vinningar Margeirs og Helga gáfu
Islandi forystu í umferðinni. Þá var
aðeins eftir æsispennandi skák Þrast-
ar við fyrstaborðsmann Frakkanna.
Dorfman átti drottningu gegn bisk-
upi og hrók, en neyddist til að leika
kóngi sínum upp í borð hjá Þresti.
Þröstur fann enga leið til að refsa
Frakkanum fyrir tiltækið, enda átti
hann mjög lítinn tíma til að fínna
góða leið, ef hún var þá til.
Staðan í einstaklingskeppninni er
nú þessi:
1. Jóhann Hjartarson, 5 v.
2. -3. Bachar Kouatly, 4 'h v.
2.-3. Manuel Apicella, 4‘/2 v.
4.-7. Helgi Ólafsson, 3xh v.
4.-7. Karl Þorsteins., 3'/2 v.
4.-7. Margeir Pétursson, 3/2 v.
4.-7. Eric Prie, 3‘/2 v.
Björgvin Jónsson veitti Manuel
Apicella eina tapið til þessa í
skemmtilegri skák í 5. umferð.
Hvítt: Björgvin Jónsson.
Svart: Manuel Apicella.
Frönsk vörn.
1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 -
Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 — Bxc3+,
6. bxc3 — Re7, 7. Dg4 — Dc7, 8.
Dxg7 - Hg8, 9. Dxh7 - cxd4, 10.
Re2 - Rbc6, 11. f4 - Bd7, 12.
Dd3 — dxc3, 113. Dxc3 —
(Önnur leið er hér 13. Rxc3, t.d. 13.
- a6, 14. Hbl - Rf5, 15. Re2 -
Ra7!?, 16. Dc3 - Bc6, 17. Rd4 -
Rxd4, 18. Dxd4 - Rb5, 19. Dc5 -
d4, 20. Hb3 - Dd8!, 21. Hh3 -
Hc8, 22. Hgl - Rc3, 23. Bd3 -
Be4, 24. Dd6 - Dxd6, 25. exd6 -
Kd7 með jöfnu tafli (Ehlvest—
Nikolic, Heimsbikarmóti í Reykjavík
1991).
13. - Rf5, 14. Hbl - 0-0-0, 15.
Hgl - d4, 16. Dd3 - Ra5!?
(Einnig er oft leikið 16. — f6!? í
þessari stöðu, t.d. 17. g4 — Rh4,
18. exf6 - e5, 19. f7! - Hxg4, 20.
Hxg4 - Bxg4, 21. Bh3! - Dd7, 22.
Bxg4 — Dxg4, 23. Dg3 — Dh5, 24.
Hb3! - e4!, 25. Dg7 - d3, 26. cxd3
- Rf3+, 27. Kf2 - Dh2+, 28. Dg2
— Dxg2+, 29. Kxg2 — exd3 með
jöfnu tafli (Hellers-Djurhuus,
Gausdal 1992).
17. g4 — (Til greina kemur að koma
í veg fyrir næsta leik svarts með
17. Hb4!? o.s.frv.)
17.-----Rh4!?
(Frakkinn fylgir ekki frægri skák,
þar sem 16. — Ra5!? var leikið í
fyrsta skiptið, en þar varð framhald-
ið 17. - Ba4!? 18. x3? (18. gxf5 -
Bxc2, 19. Db5 — Hxgl, 20. Rxgl
- Bxbl, 21. Dxbl - Rb3!? flókið
tafl) 18. - Bc2!, 19. Dxc2 - d3,
20. Da2 - Dc5!, 21. Hg2 - Re3,
22. Bxe3 - Dxe3, 23. Hg3 - d2+,
24. Kdl - Df2, 25. Kc2 - dlD+,
26. Hxdl - Hxdl, 27. Kxdl -
Dxfl+ og svartur vann (Jóhann
Hjartarson — Nogueiras, Heimsbik-
armót í Belfort 1988).
18. Hg3 - Ba4, 19. Hb2 -
(Þar sem svarti riddarinn er ekki
lengur á f5, og kemst þess vegna
ekki til e3, þá getur hvítur valdað
peðið á c2 í rólegheitum.)
19. - Dc5, 20. Bd2 - Rc6
(Betra hefði verið að leika 20. —
Rc4, 21. Hb4 — b5 og upp kemur
geysiflókin og vandtefld staða.)
• b 0 0 • f g h
21. Rgl! -
(Mjög snjall leikur, sem leiðir til
unninnar stöðu fyrir hvít. Með því
að leika riddaranum aftur á upphafs-
reitinn opnar hvítur leið til drottn-
ingaskipta, en eftir það á svartur
erfitt með að vetjast hvítu peðunum
á kóngsvæng.)
21. - Hh8, 22. Dc4 - Dxc4, 23.
Bxc4 - Rg6, 24. Rf3 - Rce7
(Svartur á varla betri leik, því að
O 2 3 < ISLAND £ 1. Dorfman 2. Renct 3. Kouatly 4. Apicella .9? CL LT) 6. Bricard 7. Hauchard 8. Koch 9. Marciano 10. Chabanon VINNINGAR
1. Jóhann Hjartarson Zi 1 1 1 Zi í
2. MargeirPétursson 14 1 Zi Zi Zi Zi
3. Jón L.Árnason 'h 0 Zi 0 Zi Zi
4. Helgi Ólafsson Zi 1 Zi 1 Zi 0
5. Hannes H. Stefánsson Zi 1 Zi 0 Zi Zi
6. Karl Þorsteins 1 Zt Zi 0 Zi 1
7. Þröstur Þórhallsson 0 'Á 0 Zi Zi 1
8. Héðinn Steingrímsson Zi 0 0 Zi 0 1
9. BjörgvinJónsson 0 1 Zi 0 Zi 1
10. Róbert Harðarson 0 0 Zi 0 Zi Zi
Vinningar