Morgunblaðið - 25.03.1993, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
Gelda þarf ketti
til að losna við lykt
Þó kettir geti verið hinar vænstu
félagsverur í íbúðarhverfum,
eiga þeir til að taka upp á hinum
verstu ósiðum sem okkur mann-
fólkinu er lítið gefið um.
Daglegt líf frétti t.d. á dögunum
af húsmóður í
Kópavoginum
sem kvartaði í
tíma og ótíma
undan katta-
hlandslykt við
aðalinngang íbúð-
arhúss síns. Það
ifcvar sama hversu
vel var þvegið og
skrúbbað. Ekkert
dugði. Eftir
nokkra eftir-
grennslan kom í
ljós að sömu kett-
imir í hverfínu
gerðu sig ávallt
heimakomna við útidyr húsmóður-
innar. Það var hinsvegar ekki fyrr
en að húsmóðirin hellti klór á stétt-
ina fyrir utan að þeir létu sér segj-
ast og hafa ekki sést síðan í slíkum
erindagjörðum. Oe samkvæmt upp-
lýsingum frá Leiðbeiningastöð
heimilanna er skothelt ráð að brytja
niður lauk og strá á svæðið. Lykt-
ina forðast kettimir eins og heitan
eldinn.
Að sögn Katrínar Harðardóttur,
dýralæknis hjá
Dýraspítalanum,
duga hinsvegar
slík ráð illa til
lengri tíma litið.
Þetta væru fress-
kettir, sem væm
að tileinka sér
ákveðin yfírráða-
svæði og þá gjam-
an í leit að læðum.
„Eina ráðið er að
gelda þessa ketti.
Þá linnir þessu
fyrst. Það em
hinsvegar til alls
konar efni í versl-
unum sem eiga að fæla burtu ketti,
en ég hef aldrei heyrt um að þau
virkuðu sem skyldi," segir Katrín.
Lyktina má rekja til hormónavökva,
sem þeir gefa frá sér. ■
UPPSKRIFT
VIKUNNAR
Nýr matreiðslu-
og vínklúbbur hjá AB
ALMENNA bókafélagið er að hleypa af stokkunum nýjum matar-
og vínklúbbi í samvinnu við matreiðslumeistarann Sigurð Hall. Klúbb-
urinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og er honum bæði
ætlað að höfða til byrjenda í matargerð og þeirra sem lengra eru
komnir í listinni, að sögn Sigurðar.
í hveijum mánuði fá klúbbfélag-
ar senda matreiðslu- eða vínbók.
Fyrsta bókin, sem hefur að geyma
mexíkóska rétti, verður send út um
miðjan apríl, en ætlunin er að flakka
sem víðast um heiminn í matargerð-
inni. Á sama tíma verður mexíkósk-
ur mánuður á veitingastaðnum Jón-
atan Livingstone máv þar sem boð-
ið verður upp á mexíkóskan mat
og þarlend skemmtiatriði.
1 Hverri bók fylgir Sælkerinn, sem
er rit klúbbsins, þar sem fram koma
helstu upplýsingar um starfsemi
klúbbsins hveiju sinni. Veitingahús
mánaðarins verður kynnt og ýmis
sérkjör sem klúbbfélögum stendur
til boða. í því sambandi má nefna
afsláttarkjör í verslunum, veitinga-
húsum og af matreiðslu- og vín-
smökkunarnámskeiðum, sem í bí-
gerð eru. Haldin verða sælkera-
kvöld hérlendis og farið verður í
sælkeraferðir erlendis. Fyrsta sæl-
keraferðin verður að öllum líkindum
farin til Hollands í maí nk. Þá mun
Sigurður verða klúbbfélögum til
halds og trausts í matargerðinni,
en hægt verður að leita ráðgjafar
hjá honum.
Að sögn Sigurðar er ætlunin að
leggja sérstaka rækt við lands-
byggðina. Oft heyrðust kvartanir
um að hráefni, sem til þarf í hina
ýmsu rétti, fáist ekki í verslunum
úti á landi. Til þess að mæta þörfum
klúbbfélaga úti á landsbyggðinni
hefur verið samið við heildsala um
að útvega það efni sem til þarf.
Fyrir klúbfélaga kostar mánað-
arpakkinn 1.290 krónur. Að lokum
biitast hér uppskriftir að mexíkósk-
um svínarifjum sem fyrsta bókin
hefur m.a. að geyma:
Mexíkóskar svínarifjur
(handa fjórum)
2 hvítlauksgeirar, flysjaðir og
skomir í tvennt
4 svínariíjur
2 msk. olía
Mexíkóskar svínarifjur.
1 meðalstór avókadó til skrauts
1 msk. sítrónusafí
Sósa
3 fersk græn chilepiparaldin, fín-
söxuð
750 g tómatar, forsoðnir, flysjaðir,
saxaðir
2 litlir laukar, saxaðir
1 hvítlauksgeiri
salt
Nuddið hvítlauknum yfír rifjum-
ar. Byrgið og setjið í kæliskápinn í
5 klst. Setjið chilepiparaldinin í pott
til að búa til sósuna, hellið vatni
yfír og komið upp suðu. Sjóðið í 3
mínútur. Hellið af. Fjarlægið
stönglana og skerið piparaldinin
langsum í tvennt. Fleygið hvíta
mergnum og fræjunum. Setjið pip-
araldinin í matvinnsluvél og látið
tómatana saman við ásamt lauk,
hvítlauk og salti og hrærið þetta
jafnt. Setjið til hliðar.
Hitið olíuna á pönnu. Steikið rifl-
umar í 5 mínútur á hvorri hlið eða
þar til brúnast. Hellið chilepipar-
blönduninni yfír og látið krauma
án loks í 15 mínútur. Flysjið
avókadó, skerið það í tvennt og
takið steininn. Sneiðið og ýrið sítr-
ónusafa yfír. Leggið rifjumar á
heitan framreiðsludisk, ausið sós-
unni yfír og skreytið með avókadó.
Jl
VIKUNNAR
Hvað kosta páskaeggin?
41
Verðkönnun í stórverslunum og mörkuðum
á höfuðborgarsvæðinu
ík Egg nr. 2 frá Mónu Strumpaegg frá Nóa-Síríusi Egg nr. 10 frá Mónu Egg nr. 6 frá Nóa-Síríusi
Nóatún 298,0 939,0 1.638,0 1.959,0
Hagkaup v. Eiðistorg 324,0 999,0 1.789,0 2.114,0
Kaupstaður 324,0 999,0 - 1.998,0
Mikligarður 324,0 999,0 1.789,0 1.998,0
Fjarðarkaup 324,0 - 1.788,0 2.114,0
Páskaeggin lækka eftir
því sem nær dregur páskum
Verðstríð er í uppsiglingu á páskaeggjamarkaði og dæmi eru um
að verð á páskaeggjum breytist frá degi til dags. Morgunblaðið
gerði skyndiverðkönnun á fjórum tegundum páskaeggja í fimm
verslunum sl. þriðjudagsmorgun, en rétt er að benda á að verðin
kunna að vera önnur nú í sumum verslunum.
Sem dæmi má nefna að páska-
eggjaverð í Fjarðarkaupum lækk-
aði í gærmorgun. Egg númer 6
frá Nóa lækkaði úr 2.114 í 1.998
kr. Egg númer 10 frá Mónu lækk-
aði úr 1.788 í 1.733 kr. og Mónu-
egg númer 2 Tór úr 324 kr. í
315. Strumpaegg frá Nóa eru
seld í Fjarðarkaupum á 986 kr.
Að sögn Sveins Sigurbergssonar,
verslunarstjóra, má jafnvel vænta
frekari verðlækkana í næstu viku.
Hjá Hagkaupum kostaði páska-
egg númer 6 frá Nóa-síríusi í gær
1.998 kr. og Mónuegg númer 10
kr. 1.778. Þá hafði Mónuegg núm-
er 2 lækkað um þijár krónur frá
þriðjudegi. Óvíst er um frekari
lækkanir.
Engar verðbreytingar hafa orð-
ið hjá Miklagarði, Kaupstaðabúð-
unum og Nóatúni frá því að könn-
unin var gerð sl. þriðjudag. Sam-
kvæmt upplýsingum þaðan eru
engar verðbreytingar á döfínni
nema samkeppnisaðilarnir lækki
sig enn frekar.
Jón Björnsson, markaðsstjóri
hjá Nóa-Síríusi, segir að dagverð
séu í gangi og þau fari lækkandi
eftir því sem nær dregur páskum.
„Við gerum verðkannanir tvisvar
á dag í verslunum. Hingað til
höfum við ekki séð sömu verðin
að morgni dags og kvöldi dags.“
Á það skal bent að Nóa-egg núm-
er 6 er 630 g að þyngd, Mónu-
egg númer 10 er 550 g. Stumpa-
eggið vigtar 260 g og Mónu-egg
númer 2 100 g.
Bónus-verslanimar voru ekki
teknar með í könnunina í þetta
sinn þar sem að páskaeggin koma
ekki þangað fyrr en í dag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Bónus
verða Mónu-egg númer 10 seld á
1.579 krónur og Nóa-egg númer
6 á 1.812 kr.
Að sögn Jóns geta félagasam-
tök með kennitölu keypt páskaegg
í heildsölu hjá Nóa-Síríusi. Þess
má til gamans geta að Nóa-egg
stærstu gerðar, númer sex, kostar
þar 2.133 krónur. Samkyæmt því
er.mun ódýrara að kaupa eggin
í stórmörkuðunum. Heildsöluverð
vegna endursölu nemur hinsvegar
1.855 kr., en að sögn Jóns búa
kaupmenn við ýmis afsláttakjör.
Að sögn kaupmanna hefst
páskaeggjasalan ekki af krafti
fyrr en eftir viku. „Menn eru enn
á rólegu nótunum, en eftir að
Bónus kemur inn með sín verð,
fer stríðið af stað fyrir alvöru.
Svo endar þetta með skelfingu,"
sagði einn verslunarstjórinn í
samtali við Morgunblaðið. „Kaup-
menn fá afslátt 'eftir því hversu
stórir þeir eru í innkaupum og í
raun lifa þeir á honum. Heildsal-
arnir skammta okkur álagning-
una.“ ■
Gómsæta kakan
veldur heilabrotum
SUMUM hefur reynst erfitt að fylgja uppskrift sem birtist hér 11.
febrúar sl. og verður nú reynt að svara fyrirspurnum í eitt skipti
fyrir öll.
Ég frétti nýlega að uppskriftin
væri upphaflega komin frá Ástríði
Guðmundsdóttur í Reykjavík.
Bökunartími, hitastig og annað
getur verið breytilegt eftir heimilis-
tækjum. Smám saman lærum við að
ná fram besta árangri með aðstoð
þeirra og því ætti ekki að taka upp-
skriftir svo hátíðlega að það verði á
kostnað eigin reynslu og þekkingar.
Ég nota „ekstrafin rá marcipan"
frá Anton Berg, Ecko Baker’s bök-
unarmót með bylgjuðum hliðum og
stórri laut. Ég hef vanið mig á að
smyija mót þó ekkert eigi að fest-
ast við þau. Éggin eru pískuð saman
og þeim bætt smám saman út í
blöndur. Hrært á milli svo eggin nái
að samlagast blöndunni.
í byijun þarf að hræra saman í
hrærivél marsípan, sykur og smjör
í alla vega 10 mín. eða þar til bland-
an er létt. Ekki er ráðlegt að fylla
bökunarmótið alveg, því kakan lyft-
ist svolítið við bakstur. Hluta af
deiginu má setja í litla eldfasta skál
og gera eina litla köku fyrir yngstu
kynslóðina. Slíkt hefur vakið mikla
kátínu.
Eftir um 15 mínútna bakstur
skoða ég kökuna og sé hún farin
að dökkna set ég álpappír yfir og
lækka jafnvel hitastig um 10 gráð-
ur. Eftir aðrar 15 mín. kanna ég
hvort hún er bökuð með því að
Svona lítur hún út nýbökuð.
Gómsæt kaka full af
vítamínum . . . og hitaeiningum
ÞETTA er ein »f þeim klikum sem tuegt er að geyma I frysti og taka út þegar á þarf
að halda. llún er einataklega (júffeng en hráefnið f hana er frekar dýrt og aamviaku-
laus væri ég ef ég segði að hún væri megrunarfæða. Vegna þe«8 hvenu (júffeng
mér finnst hún, hef ég aldrei lagt á mig að reikna út hvað hún kostar, hvorki i
krónum né kaloríum.
j A kökuna má setja hvers
| kyns ávexti og vissulega cru
j þeir auðfáanlegri og ódýrari
j á sumrin. Þeim mun fleiri
| ferskír ávextir þeím mun
i betri verður kakan, en einnig
en ávextir eru settir á hana. Mun-
ið að best er að leyfa eggjum að
jafna sig við stofuhita I 1-2 klst.
áður en þau eru notuð I bakatur
og hið sama gildir um snyör.
fertkir ávexHr oflir smakk
Marripan, sykur og smjör hrært i
meðalhraða f nokkrar mlnútur.
Egg plakuð og þeim slðan bætt
saman við. Hveiti hrært varlega
saman við með sleif. Látið í form
jncð djúpri laut og bakjð_viM50^
Eggjarauður og sykur þeytt f 5
min. Matarlím lagt I vatn, vatnið
kreist úr og blöðin síðan brædd
yfir vatnsbaði. Grand Marnier
blandað saman við eggjahræruna
með sleif, slðan þeytta rjómanum
og að lokum matarilmi.
Frr >»■
klappa létt á hana. Sé hún þétt við-
komu er hún bökuð. Ég baka í nýjum
blástursofni, en vera kann að bökun-
artími sé lengri eða styttri í öðrum
ofnum.
Krem
Eggjarauður og sykur er þeytt
saman í minnst 5 mín. Ekki sakar
að þeyta lengur eða í 10-15 mín.
Kremið á að vera ljóst og létt. Athug-
ið að matarlím þarf að vera ilvolgt
áður en því er bætt út í kremið.
Kakan er ekki góð nýkomin úr ofni
og hún þarf að kólna áður en krem
er sett á hana. Krem á að þekja
kökuna og fylla lautina.
Það hefur verið gaman að heyra
frá lesendum og ég hvet fólk til að
láta ekki deigan síga, heldur reyna
uppskriftina því kakan er vel þess
virði og sannarlega ekki erfíð í
bakstri. BJ a
Dagblöð
ofan á skápa
HVER kannast ekki við fitukennt
leiðinda ryk ofan á eldhússkápun-
um? Það situr gjarnan fastar en
rykið sem safnast fyrir í öðrum
vistarverum heimila. Daglegt líf
frétti á dögunum af ágætu hús-
ráði, sem felst í því að breiða dag-
blöð ofan á eldhússkápa sem skipta
má um með reglulegu millibili. Þar
sem eldhúsinnréttingar ná næstum
upp í loft, ber lítið á dagblöðunum,
en þau auðvelda heimilisþrifin.