Morgunblaðið - 25.03.1993, Qupperneq 38
38__________'________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993
Amgrímur Sigur-
jónsson - Minning
Fæddur 26. febrúar 1912
Dáinn 12. mars 1993
í dag er til moldar borinn Am-
grímur Sigurjónsson, föðurbróðir
min, á áttugasta og öðru aldursári.
Með honum er genginn gáfaður,
traustur og vænn maður.
Amgrímur Sigurjónsson fæddist
á Seyðisfirði 26. febrúar 1912, son-
ur hjónanna Helgu Amgrímsdóttur,
fædd 13. maí 1889, dáin 21. febr-
úar 1947, og Sigurjóns Jóhannsson-
ar, sem um áratuga skeið var skrif-
stofustjóri hjá Brunabótafélagi ís-
lands, fæddur 16. ágúst 1881, dáinn
17. febrúar 1968.
Amgrímur var annar r röð íjög-
urra systkina. Elstur var Jóhann
er lést árið 1956, en yngri var Fann-
ey sem lést árið 1988. Yngstur er
Asmundur, hagfræðingur og deild-
arstjóri á Hagstofu íslands, fæddur
árið 1925.
Amgrímur sleit bamsskónum á
Seyðisfírði, en fluttist til Reykjavík-
ur 15 ára gamall eftir alllanga dvöl
á Ekkjufelli á Héraði. Þar dvaldi
hann meðan foreldrar hans vora
að koma sér fyrir í Reykjavík. Hann
hóf nám í Menntaskólanum f
Reykjavík og lauk stúdentsprófí úr
stærðfræðideild árið 1933., Um
haustið hélt hann til náms í tiygg-
ingafræðum við Kaupmannahafn-
arháskóla, en sneri heim aftur ijór-
um áram síðar og hóf störf hjá
heildversluninni Eddu. Þar starfaði
hann fram til ársins 1947, en þá
bauðst honum starf hjá íslenskri
endurtryggingu og hjá því fyrirtæki
starfaði hann síðan óslitið fram til
65 ára aldurs er hann kaus að fara
á eftirlaun. Hann sá um bókhald
Þjóðleikhússins frá byijun árið 1957
og fram til ársins 1988.
Arngrímur kvæntist Guðrúnu
Öldu Sigmundsdóttur árið 1941.
Alda, sem er fædd 10. apríl 1916,
er dóttur Magneu Sigríðar Sigurð-
ardóttur, sem lést árið 1951, og
Sigmundar Sigmundssonar, sem
nær alla sína starfsævi var hjá Eim-
skipafélagi íslands sem stýrimaður
og skipstjóri á Fossunum. Hann
lést árið 1979.
Þau Arngrímur og Alda eignuð-
ust þijá syni. Elstur er Sigmundur
Öm, fæddur 1941, leikari og starfs-
maður hjá Sjónvarpinu. Hann er
kvæntur Vilborgu Þórarinsdóttur,
þjónustufulltrúa hjá íslandsbanka
og eiga þau tvö böm. Sigmundur
hafði áður eignast tvær dætur. Þá
er Baldur Már, hljóðmaður í Borg-
arleikhúsinu og þekktur tónlistar-
maður, fæddur 1943, kvæntur
Hrafnhildi Sigurðardóttur er starf-
ar hjá Samvinnuferðum/Landsýn
og eiga þau tvær dætur. Yngstur
er Haraldur fæddur 1948, lærður
matreiðslumaður og nú háskóla-
nemi í Svíþjóð, kvæntur Dóra Hall-
dórsdóttur, hjúkranarfræðingi og
ljósmóður, og eiga þau tvö böm.
Haraldur átti fyrir eitt bam.
Á mjög stuttum tíma hef ég kvatt
marga nána ættingja og tengda-
fólk, allt fólk á áttræðis- eða níræð-
isaldri af þeirri kynslóð sem var
komin vel á legg á heimsstyijaldar-
áranum síðari. Eg sé margt af þessu
fólki ljóslifandi fyrir mér sem upp-
litsdjarft og glaðvært fólk sem átti
flest mjög viðburðaríka og spenn-
andi ævi á þessari öld byltinga og
ótrúlegra tækniframfara.
Amgrímur fellur inn í miðja
þessa mynd, því þótt hann væri
fremur alvörugefinn og dagfars-
prúður þá bjó hann yfír hlýrri kímni
og miklum þokka. Það þótti fleiram
en mér gott að hitta hann og eigin-
konu hans Öldu og deila með þeim
gleði. Alda var mjög samstíga
manni sínum enda oft sagt Am-
grímur og Alda eins og verið væri
að tala um eina persónu.
Amgrímur var skemmtileg
blanda af bóhem og dugnaðarforki.
Hann var listaskrifari, talnaglöggur
og góður spilamaður. Hann undi sér
best á heimili sínu og garðvinnan
gaf honum mikla útrás því honum
lét einkar vel að hlú að nýgræð-
ingi. Amgrímur reyndist mér og
föður mínum ákaflega vel, en báðir
höfðum við þörf fyrir liðveislu hans
þótt með ólíkum hætti væri.
Þegar þeir bræður þrír vora allir
í fullu §öri var oft talsverð sam-
keppni þeirra í millum hver væri
minnugastur og gáfaðastur og var
gaman að fylgjast með þeim andans
skylmingum. Bræðraböndin vora
ætíð sterk og hlý.
Ég minnist sérstaklega þegar ég
á unglingsáram kom í heimsókn á
skrifstofu íslenskrar endurtrygg-
ingar og stóð við stóra borðið þar
sem bræðumir Amgrímur og Jó-
hann sátu hvor andspænis öðram
við bókhaldsstörf, jafnokar í starfí,
spilafélagar og mjög nánir vinir.
Mér fannst ég ríkur að eiga slíkan
föður og föðurbróður.
Amgrímur var lengst af mjög
hraustur og vinnusamur. Síðustu
árin var hjartað farið að gefa sig
og einnig sjónin. Líkamlega var þvl
dauðinn líkn en minningin um góð-
an dreng er ljúf. Við hjón sendum
Öldu og nánustu ættingjum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Siguijón Jóhannsson.
Amgrímur Siguijónsson er lát-
inn, skólabróðir minn og vinur. Kom
mér ekki á óvart fregnin um andlát
hans, þar sem heilsu hans hafði
mjög hnignað á síðastliðnu ári.
Hann var Austfirðingur, fæddur
á Seyðisfírði 26. febrúar 1912.
Fluttist hann ungur að áram,
skömmu eftir fermingu, hingað til
Reylqavíkur, og átti hér heimili síð-
an. Gagnfræðaprófi lauk hann við
Menntaskólann hér árið 1930, og
settist um haustið í 4. bekk, stærð-
fræðideild, en hafði áður numið
utan skóla.
Minnist ég enn þessa broshýra
nýsveins, framandi svipmóts hans,
eðlislægrar hógværðar og fágaðrar
framkomu. Hann féll þegar vel að
glaðværa samfélagi okkar, reyndist
söngmaður hinn besti og söngelsk-
ur, hafði dökka og hlýja bassarödd
og söng alla tíð síðan í skólakómum
okkar undir stjóm hins mæta söng-
kennara okkar og tónskálds, Sig-
fúsar Einarssonar.
Þetta vora ár undirbúnings fyrir
lífið, persónumótunar og viðhorfa í
hvívetna.
Að loknu stúdentsprófí árið 1933
hélt Amgrímur til Kaupmanna-
hafnar til náms í tryggingafræðum
við Háskólann þar, og áttum við
þar samleið ári síðar. Það var á
kreppuárunum, þegar hvað harðast
var í ári heima og heiman og fannst
okkur þá stundum löng og illþol-
andi biðin eftir póstskipunum, því
að þá voru ekki lánsfjárbrannar að
ausa af eins og nú era.
Árið 1937 kom Arngrímur heim
frá námi og tók þegar til starfa.
Varð starfsævi hans löng og fjöl-
þætt, en verður ekki rakin nánar
hér, þar sem annars staðar er fjall-
að um það efni. Sérgrein hans var
bókhald, sem hann vann mikið að
í aukastörfum, t.d. fyrir fjóðleik-
húsið um áratuga skeið. Var Am-
grímur hamhleypa til þeirra starfa,
sem léku honum mjög í höndum.
Var frágangur hans allur hinn fág-
aðasti og áferð öll eins og best verð-
ur á kosið. í því efni var hann sam-
ur við sjálfan sig sem öðra, enda
snyrtimenni í hvívetna, vel gefinn
og fjölhæfur.
Árið 1941 kvæntist Amgrímur
eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnu
Öldu Sigmundsdóttur, hinni vænstu
konu, sem staðið hefur styrk við
hlið eiginmanns síns frá fyrstu til
seinustu stundar. Þau eignuðust
þijá sonu sem eru: Sigmundur leik-
stjóri, sem er kvæntur og á fjögur
börn, Baldur sem er hljóðmaður við
Borgarleikhúsið, kvæntur tveggja
bama faðir, og yngstur er Harald-
ur, einnig kvæntur og á hann þijú
böm, nú við tannlæknanám í Sví-
þjóð.
Árið 1945 fluttust þau hjónin,
Arngrímur og Guðrún Alda, í ný-
byggt hús sitt á Hjallavegi 42 í
Laugarási mót austri. Þá urðum við
nágrannar, því að sama ár flutt-
umst við hjónin einnig þangað, og
höfum við búið við sömu götu í
næsta nágrenni ávallt síðan, í 48
ár, og ætíð haldist hin bestu kynni
og vinátta.
Amgrímur spilaði „bridge“ í tóm-
stundum, og naut þeirrar íþróttar
með góðum og gegnum vinum.
Hann ræktaði blóm í garðinum sín-
um heima, litfagurt blómskrúð, sem
hann hafði af mikið yndi og unað.
Nú hafa árin liðið eitt af öðru
•frá því er við kvöddum skólann
okkar og héldum til móts við mis-
jöfn örlög. Og þrátt fyrir að við
gengjum hvert í sína áttina frá próf-
borðinu forðum, höfum við komið
saman á fímm ára fresti alla tíð
síðan og heimtur jafnan góðar, þótt
fylkingin hafí þynnst með áram og
dögum. Nú í sumar eigum við 60
ára stúdentsafmæli og hugði Am-
grímur vonglaður til þeirra endur-
funda á 82. aldursári. En þar verð-
ur hann ekki að gleðjast með vin-
um, því að nú er hljóðnaður ljúfur
söngur hans.
í garðinum sínum ræktaði Am-
grímur undurfögur blóm, rósir og
gladiólur, sem gerðu hvort tveggja
að eiga rætur sínar þar og einnig
í örlátu hjarta hans, því að gleði
hans var sú að færa þau vinum og
gefa þeim á hátíðum og tyllidögum,
þegar hann fagnaði með þeim og
auðsýndi þeim elsku sína og virð-
ingu.
Þegar við skólasystkin hans og
samstúdentar kveðjum hann hinstu
kveðju og þökkum hugljúfa sam-
fylgd hans um langan farinn veg,
viljum við votta samúð okkar eigin-
konunni, Guðrúnu Öldu, sonunum
þrem og öðram ástvinum, og biðjum
við þeim heilla og blessunar Guðs
á örlagastundu.
Grímur Grímsson.
Einn af fyrrverandi starfsmönn-
um Islenskrar endurtryggingar,
Arngrímur Siguijónsson, er látinn.
Hann var einn af þeim mönnum,
sem átti mjög stóran þátt í við-
gangi íslenskrar endurtryggingar
og að skapa það traust, er félagið
ávann sér hjá viðskiptamönnum sín-
um. Um þijá áratugi var hann aðal-
bókari félagsins. Hann byggði upp
það bókhaldskerfi, sem félagið not-
aði. Fyrirmyndir að því vora aðal-
lega fengnar frá norrænum endur-
tryggingarfélögum. Þeirra bók-
haldskerfí virtust henta betur við
íslenskar aðstæður en form stórra
félaga, t.d. enskra.
Amgrímur var einstæður bók-
haldari. Kom þar margt til. Hann
t
lést
HELGIÞORKELSSON
húsasmíðameistari,
Bólstaðarhlfð 39,
Reykjavík,
Borgarspítalanum þriðjudaginn 23. mars.
Bræður hins látna.
t
Ástkær eiginmaður minn,
BALDVIN S. JÓNSSON,
Efstahjalla 19,
lést í Landspítalanum 23. mars.
Jarðarförin auglýst siðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Álfhildur Ingimarsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR LÍNDAL FINNBOGASON,
Suðurgötu 48,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 26. mars kl.
14.00.
Jónína Gísladóttir,
Emilía Líndal Ólafsdóttir, Eiríkur Sigmar Jóelsson,
Hinrik Líndal Hinriksson, Júlianna Karvelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNA SVAVA JAKOBSDÓTTIR,
Stigahlið 32,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum 23. mars.
VigdísTryggvadóttir, Jón Guðmundsson,
Rán Einarsdóttir, Svanur Ingvason,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR HALLDÓR GÍSLASON,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 27. mars
kl. 14.00.
Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á
kristniboðiö eða Gideonfélagið.
Jónína Guðjónsdóttir,
Ingveldur Þórðardóttir, Rútur Snorrason,
Hallgrímur Þórðarson, Guðbjörg Einarsdóttir,
Ellý Þórðardóttir, Hreinn Svavarsson,
Kristín Þórðardóttir, Einar Norðfjörð,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRUNN R. NORDGULEN
áðurtil heimilis Brávallagötu 8,
lést í Hátúni 10b 24. mars.
Ásta Hallý Nordgulen,
Lúðvik Sig. Nordgulen, Sigríður Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA SIGFiNNSDÓTTiR,
Skólavegi 9,
Neskaupstað,
sem lést í Landspítalanum 19. mars sl. verður jarðsungin frá
Norðfjarðarkirkju mánudaginn 29. mars kl. 14.00.
Sigurjón Ingvarsson,
Ragnar Ingólfsson,
Jón Lundberg,
Valgerður Franklin,
Sigrún V. Guðmundsdóttir,
Jóna Katrín Aradóttir,
Taina Otsamo,
Wendelin Suuring,
Margrét Sigurjónsdóttir,
Jóhann Sigurjónsson,
Sigþór Sigurjónsson,
Benedikt Sigurjónsson,
Friðrik Pétur Sigurjónsson,
Hjálmar Sigurjónsson,
Anna Margrét Sigurjónsdóttir, Ove Bulow Nielsen,
barnabörn og barnabarnabörn.