Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1993 ©1989 Univarul Press Syndicate „Si/a þeiraki þe/nt ekki oflangb. ‘ HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Meiri hljómgæði í Laugarásbíói Frá Sigurði Þór Sigurðssyni: FYRIR stuttu skrifaði undirritaður grein í Morgunblaðið undir fyrir- sögninni Hljómburður og benti þar m.a.a á slæman hljómburð í Laugarásbíó. Vegna þessarar greinar hafði fulltrúi Laugarásbíós samband við greinarhöfund sím- leiðis og gerði honum grein fyrir ástæðum lágs hljóðstyrks á sýn- ingum myndarinnar Raising Cain. Fullyrt var að búið væri að lag- færa þann tæknilega galla sem orsakað hafði fyrrnefnd leiðindi. Vert er að taka það fram að full- trúinn upplýsti það að nálægð elli- heimilisins eins og velt var vöngum yfir í greininni kom þessu máli ekkert við. í kjölfar þessara upp- lýsinga greindi greinarhöfundur fulltrúa Laugarásbíós frá því að um leið og hann sæi sér fært myndi hann ganga úr skugga um „betrumbættan" hljómstyrk kvik- myndahússins og í framhaldi myndi hann viða úr „neytenda- viskubrunni“ sínum á síðum Morgunblaðsins. Nú hefur þessi einstæða „neytendaathugun“ farið fram án þess að þeir Laugarás- bíósmenn vissu nokkuð um hvaða sýning varð fyrir barðinu á þessu „kvikmyndaneytendaeftirlitið“. Nú niðurstaðan er best orðuð þannig að í fyrri greininni var sagt „Vaknið Laugarásbíósmenn en nú er með sanni hægt að segja „Laugarásbíósmenn velkomnir á fætuk'. Batnandi hljómsburði er besta að lifa og það er einum ánægðum kvikmyndaáhugamann- inum og neytandanum meira á Fróni. Sýningastjórar, nú er bara að halda vöku sinni. Frekara innlegg í kvörtunarbanka kvikmyndaáhugamannsins! Vert er að geta þess að það er lofsvert af fyrirtækjum að fylgjast svona með óskum og athugasemd- um neytenda eins og berlega kom í ljós með „símsvari“ þeirra Laugarásbíósmanna. Þetta sýnir einnig að sum fyrirtæki taka heið- arlega gagnrýni alvarlega. Það er þó engin hætta á því að þessi „kvikmyndaneytandi" fyllist óþarfa bjartsýni á samskiptum fyrirtækja og neytenda almennt vegna þessa því hann þarf ekki annað en hlýða á lokakafla kvik- mynda sem sýndar eru í Stöð 2 (eins og vikið var að í fyrri grein- inni) til þess að sjá að sannmæli neytandans nær ekki nema eyrum þeirra fyrirtækja sem hafa ein- hverja lágmarksvirðingu fyrir efni því sem þeir hafa á boðstólum. Eða er það talin virðing við kvik- myndir að mati Stöðvar 2 að út- varpa óþarfa tilkynningum eins og t.d. þessari „munnhörpuhetjan Billy Boy Arnold á tónleikum með Vinum Dóra eftir augnablik á Stöð 2“ áður en heilsteypt hljóðrás kvik- myndaverksins hefur runnið sitt skeið á enda? Ef þetta er ekki óskapnaður þá veit greinarhöfund- ur ekki hvað er óskapnaður, með fullri virðingu fyrir Vinum Dóra og munnhörpuleikaranum góða. Og hvað með Stöðvar 2 merkið sem fylgir flestum myndum Stöðv- ar 2 úr vari og það á andlitum Frá Sigurði Þorleifssyni í MÖRGUM tilfellum er enginn munur á þjófnaði og svokölluðum nauðasamningum, í báðum tilfell- um er verið að taka frá lögmætum eigendum vöru/þjónustu, sem beð- ið hefur verið um, en ekki á að greiða. Til að mynda þegar um er að ræða verktakafyrirtæki sem hefur undirverktaka eða fengið frá kaupmönnum efni og ætlaði að greiða skv. gjaldskrá eða tilboði undirverktakans og kaupmanns- ins. Eftir að sótt hefur verið um nauðasamninginn ætlar verktaka- fyrirtækið aðeins að greiða hluta umsaminnar þóknunar. Þeir sem hafa tekið þátt í nauðasamningum vita einnig að skil sem lofað er, allra þeirra leikara sem voga sér efst í homið hægra megin á skerminum? Eða er það staðreynd að í öllum kvikmyndum sé miðað við það að í efsta hornið hægra megin komi merki Stöðvar 2 eða einhver önnur auglýsing? Er þetta fagmennska? Það er frekar að orðin smekkleysa og minnimáttar- kennd komi til hugar. Er þetta leið fijálsrar fjölmiðlunar? Það er þó bót í máli að Ríkissjónvarpið ber þó ennþá tilskilda virðingu fyrir heilsteyptum kvikmyndum og það í Nicam-stereó. Er þetta ekki fagmennska? Einhver verður jú að spyija þegar menningarvitar og kvikmyndagagnrýnendur fjöl- miðlanna virðast vera sofandi á verðinum (þeim finnst ef til vill kvikmyndir í sjónvarpi fyrir neðan ,,athyglismörkin“?). Kvikmyndaá- hugamanninum er spurn? Annars hefur þessari gagnrýni þegar verið svarað því að allir vita að þögn er sama og samþykki. SIGURÐUR ÞOR SIGURÐSSON, Hverfisgötu 55, Reykjavík. berast með höppum og glöppum, eða berast alls ekki. Þeir sem und- irgangast slíka gerð eru því senni- lega að afskrifa að mestu leyti kröfu sína. Ástæða er fyrir aðila sem fá slík „kostaboð“ að gera upp huga sinn um hvort vert sé að fram- lengja líf aðila sem óskar eftir þjónustu og eða vöru, en ætla sér ekki að greiða fyrir hana. Einnig er athugandi fyrir aðila að kanna hvort ekki sé fullt eins mikið/lítið út úr kröfunni með því að afskrifa hana strax, frekar en taka áhættu á að fá ekkert seinna. Þjófnaður er jú þjófnaður hvort sem stolið er núna eða seinna, miklu eða litlu. SIGURÐUR ÞORLEIFSSON, fórnarlamb. Nauðasamningar/þjófn- aður, hver er munurinn? Yíkveiji skrifar Frændur okkar Færeyingar hafa ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þar hafa þjóðar- tekjur dregist gffurlega saman vegna aflasamdráttar, atvinnu- leysi stefnir í 40%, bankamir eru á hausnum, gjaldþrot heimila blas- ir við vegna hruns á fasteigna- verði og svona mætti lengi telja. Á sama tíma eru bresk um- hverfis- og dýraverndarsamtök að undirbúa herferð gegn grindhvala- drápi Færeyinga. Herferðin á, líkt og herferð grænfriðunga gegn vís- indahvalveiðum íslendinga, að beinast gegn sjávarafurðum sem Færeyingar selja í Bretlandi. í nýju fréttabréfí einna af þessum samtökum, Whale and Dolphin Conservation Society, segir að hvalveiðar Færeyinga séu villi- mennska og ár eftir ár séu framin fjöldamorð á fallegum, gáfuðum marsvínum. í bréfinu segir síðan að þótt hvalkjötinu sé dreift meðal eyjar- skeggja sé það gersamlega óþarft í mataræði þeirra. „Þeir þurfa þess hreinlega ekki við nú á dögum þar sem þeir geta auðveldlega flutt inn alla þá fæðu sem þeir óska frá útlöndum. Mikil lífsgæði sem hinir 45 þúsund Færeyingar njóta eru einkum vegna nútíma fiskveiði- flota og styrkja frá Danmörku,“ segir orðrétt í bréfinu. Það fór ekki hjá því að hjá Vík- veija vöknuðu spurningar um veruleikaskyn þessara dýravernd- arsamtaka eftir þennan lestur. Burtséð frá efnahagsástandinu í Færeyjum veit Víkveiji ekki betur en að hvalkjöt sé um ijórðungur af allri kjötneyslu Færeyinga og grindhvalaveiðar þeirra því vænt- anlega enn mikilvægari nú en áður. xxx Hitt er svo annað mál, að Færeyingar eiga að mestu leyti sök á því sjálfir hvernig kom- ið er fyrir þeim. Þessi þjóð á, eins og Islendingar, allt undir sjávar- afla komið en fór of geyst, fjárfest- ingar í fiskiskipum og frystihúsum kölluðu á meiri sókn í fiskistofnana og þannig koll af kolli þar til fiskimiðin tæmdust og allt hrundi. Gagnrýni umhverfisverndarsam- taka á þær aðfarir hefði verið skilj- anlegri en herferð gegn grind- hvaladrápi sem stundað hefur ver- ið á sama hátt um aldir með það frumstæðum veiðiaðferðum að tryggt ætti að vera að ekki sé gengið of nærri hvalastofnunum. Umhverfisverndarsamtök eru raunar farin að beina sjónum sín- um að ofveiði á fiski. í frétt í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að á ráðstefnu Matvælastofnunar SÞ í Róm gagnrýndu Grænfrið- ungar eftirlitslausar veiðar á út- höfunum sem fara mjög í vöxt. Þeir segja að ef sú ofveiði haldi áfram sé það ógnun við fæðuforða mannkyns. í sömu frétt kemur fram að samtökin beini ekki spjót- um sínum gegn hefðbundnum físk- veiðum ríkja á borð við ísland inn- an eigin efnahagslögsögu. í þessu máli ættu því hagmunir íslendinga og umhverfisverndarsinna að geta farið saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.