Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNÉLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Margar útgerðir að gef- ast upp - segir Kristján Ragnarsson KRISTJÁN Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra út- gerðarmanna, segir að mðrg út- gerðarfyrirtæki séu að því komin að gefast upp vegna kvótasam- dráttar og lélegs fískverðs á er- lendum mörkuðum. Hann segir að afar brýnt sé að veiðiheimild- um Hagræðingarsjóðs verði út- hiutað á allra næstu dögum og hann geri ráð fyrir að forsætis- ráðherra standi við loforð sitt frá síðastliðnu sumri. Ríkisstjórnin hefur gert kjarasátt á vinnumarkaði að skilyrði ýmissa opinberra aðgerða, þar á meðal út- deilingar kvóta Hagræðingarsjóðs og tímabundinnar niðurfellingar tryggingagjalds af útflutningsat- vinnugreinum. Kristján var spurður hvort samtök sjávarútvegsins hefðu fengið tryggingu fyrir því að ráðizt yrði í þessar aðgerðir, þótt samn- ingar hefðu ekki náðst. „Það hvarfl- ar ekki að mér að úthlutun veiði- heimildanna muni ekki koma til, hvort sem kjarasamningur verður eða ekki,“ sagði Kristján. Hann minnti á að forsætisráðherra hefði í gær lýst yfir á Alþingi að verið væri að efna loforð frá ágúst í fyrra. „Loforð er eitthvað, sem menn hljóta að ætla að standa við undir öllum kringumstæðum og skilyrða það ekki einhveiju öðru. Það atriði hlýtur því að koma til framkvæmda enda ber nauðsyn til að það gerist nú á allra næstu dögum.“ 10% tekjumissir Hann sagði að þótt til þessara ráða yrði gripið væri langt frá því nóg að gert fyrir sjávarútveginn. „Við höfum misst 10% af tekjunum vegna verðlækkunar afurða frá því um áramót. Ef við sitjum uppi með það ofan á alla þá erfiðleika, sem voru fyrir, rekur að því að menn gefist upp og það getur verið nær í tíma en margir halda á býsna mörgum stöðum," sagði Kristján. „Margir staðir hanga á blábrún- inni. Það er ekki bara Bolungarvík sem er fallin, heldur fleiri." Sjá ennfremur bls. 26-27 og 31. ----»—♦—♦-- Lést í bílslysi MAÐURINN sem lést er jeppi valt ofan í gil í Jökuldal í fyrrinótt hét Einar Jónsson, 42 ára, bóndi á Brú í Jökuldal. Hann fæddist 4. júní 1950 og lætur eftir sig eiginkonu og fimm böm, þau yngstu á ferm- ingaraldri. í dag Öl_____________________________ Ölgerðin EgiII Skallagrímsson á 80 ára afmæli í dag 12 Verkfoll_______________________ Meirihluti íslendinga telur verkföll ekki skila tilætluðum árangri sam- kvæmt Gallup-könnun 20 Geisladiskar Breskir tónlistarmenn segja að álagning á geisladiska sé alltof há 24 Leiðari Nato í þjónustu Sameinuðu þjóð- anna 26 Umfangsmikil tveggja daga æfing Almannavarna Morgunblaðið/Ragnar Axelssson Flutningur úr Vík BJÖRGUNARMENN þurfa að hafa mörg svör á reiðum höndum þegar flylja þarf íbúa heilu þorpanna á milli svæða. Þá er eins gott að halda stillingu sinni og gæta þess vel að enginn verði eftir. Morgunblaðið/Runólfur Guðbjömsson Varnarliðið á Hvolsvelli KRAKKAR fá ekki á hverjum degi að skoða þyrlu vamarliðsins. Það fengu þó þessir snáðar sem búa á Hvolsvelli í gær, þegar þyrlan kom þar við vegna almannavarnaæfinga. vegna Kötlugoss 200 íbúar í Vík fluttir að heiman IJMFANGSMIKHjM tveggja daga almannavarnaæfíngum vegna sviðsetts Kötlugoss, sem flestir íbúar V-Skaftafelíssýslu utan Skaftártungu og Síðu urðu varir við á einn eða annan hátt, lauk í gær með því m.a. að um 200 íbúar í syðri hluta kauptúnsins í Vík voru fluttir frá heimilum og vinnu- stöðum og upp á bakkana þar sem er nyrðri hluti kauptúnsins. Meðal annarra atriða sem æfð voru var brottflutningur íbúa í Álfta- veri og Meðallandi. Að sögn Guðjóns Petersens, framkvæmdastjóra Al- mannavama ríkisins, tóku 5-600 manns virkan þátt í æfingunum og alls tengdust þeim 1.000-1.200 manns. 20 ár frá síðustu æfingu Við æfingamar var m.a. stuðst við þyrlu Landhelgisgæslunnar og tvær þyrlur frá varnarliðinu. M.a. var æfður flutningur fólks af Mýr- dalssandi og einnig flaug þyrla vam- arliðsins frá Hvolsvelli meðfram jökl- inum yfir svæði þar sem hugsanlegt þótti að hlaup hefðu brotist fram eða að ferðafólk væri í sjálfheldu. 20 ár eru liðin síðan æfing af þessu tagi var síðast haldin. Versta rekstra rafkoma Landsvirkjunar eftír 8 ára hagnað Gert ráð fyrir áfram- haldandi hallarekstri Tapið liðlega 2,1 milljarður króna og gert ráð fyrir 1,2 milljarða tapi í ár AFKOMA Landsvirkj unar hefur aldrei verið verri en á sl. ár þegar fyrirtækið var rekið með tapi upp á liðlega 2,1 millj- arð króna. Á þessu ári er gert ráð fyrir að afkoman batni en þó verði halli upp á tæplega 1,2 milljarða. Á ársfundi Lands- virkjunar sem haldinn var í gær sagði forstjóri fyrirtækisins, Halldór Jónatans- son, að hér væri um að ræða mikil um- skipti til hins verra í rekstrarafkomu Landsvirkjunar í framhaldi af rekstrar- hagnaði átta ár í röð. Dr. Jóhannes Nor- dal, stjómarformaður Landsvirkjunar, sagði að ætla mætti að orsakir hins mikla halla væm að nokkm leyti tímabundnar, svo sem óhagstæð gengisþróun og lágt verð til álbræðslunnar vegna tengingar orkuverðsins við hið lága álverð, sem nú væri ríkjandi á erlendum mörkuðum. „Mikil ónotuð afkastageta eftir gangsetn- ingu Blönduvirkjunar hvílir einnig þungt á rekstri fyrirtækisins, en úr þeim vanda mun ekki rætast, nema með aukinni raforkusölu á almennum markaði og til stóriðju," sagði Jó- hannes Nordal jafnframt. 2,8% aukning Árið 1992 námu rekstrartekjur Lánds- virkjunar alls 5.966 milljónum króna. Þar af námu tekjur af rafmagnssölu Landsvirkjunar til almenningsrafveitna um 4.383 milljónum króna og til stóriðju um 1.544 milljónum. Aðr- ar tekjur námu rúmlega 39 milljónum króna. Rekstrargjöld námu alls 8.085 milljónum króna. Vextir og afskriftir voru sem fyrr stærstu gjaldaliðirnir, alls 6.162 milljónir króna eða 76,2% af gjöldunum í heild. Rafmagnsframleiðsla Landsvirkjunar á ár- inu nam um 4.197 GWst eða 92,4% af heildar- framleiðslu landsins og jókst framleiðsla Landsvirkjunar um 2,8% frá árinu á undan. Einnig jókst rafmagnssala um 2,8% frá árinu 1991. Ekki hækkún til almennings Jóhannes lagði áherslu á þá stefnu Lands- virkjunar að láta kostnað vegna tímabundinnar umframafkastagetu ekki koma fram í hækkuðu verði til almennings. Það væri réttanlegt af tveiradr ástæðum: í fyrsta lagi væri unnt að fara hóflega í verðlagningu raforku vegna þess hve sterk flár- hagsstaða Landsvirkjunar væri þrátt fyrir erfiða rekstrarafkomu nú. í öðru lagi benti allt til þess að samkeppnis- staða íslenskra orkugjafa myndi ekki verða síðri í framtíðinni en hingað til hefði verið talið. Jóhannes sagðist vera þeirrar skoðunar að áætlanir um orkufrekan iðnaðar hér á landi myndu rætast að fáum árum liðnum, enda væru skilyrði hér á landi og undirbúningur nú betri en nokkru sinni fyrr. Þá sagði hann að hægt væri að slá því föstu að lagning sæstrengs til annarra Evrópulanda væri að verða tæknilega framkvæmanleg og yfírgnæfandi líkur væru fyrir því að orka frá Islandi seld um slíkan sæstreng yrði samkeppn- ishæf eftir einn eða tvo áratugi. í því fælust gjörbreyttar forsendur varðandi framtíðarhorf- ur um nýtingu íslenskra orkugjafa. Yfirlýsing brennra sjómannasamtaka Andstaða við fram- sal á veiðiheimildum FARMANNA- og fiskimannasamband íslands, Vélstjórafélag íslands og Sjómannasamband íslands lýsa í sameiginlegri yfírlýsingu yfir fullri andstöðu við framsal á veiðiheimildum, þ.e. sölu á óveiddum fiski inn- an gildandi kerfis um stjórn fiskveiða. Lesbók ► Erum við Herúlar að upp- runa? - Stríðsminjar í Reykjavík - Vistþorp á Jótlandi - Listiðnað- ur Sama - Fiðlusnillingurinn Basmet - Skáldið Gösta Agren. JHorcnnblnbib Menning/Listir ► Kabaretttónlist - Ég heiti ís- björg hlýtur hól - Sænskt bama- leikhús í Norræna húsinu - Jó- hann Smári stígur sín fyrstu spor í London - Tónlistartilraunir. í beinu framhaldi segir í yfirlýs- ingunni að reynsla síðustu ára hafi leitt til aukinnar andstöðu samtaka sjómanna gagnvart óheftu framsali veiðiheimilda og nú sé svo komið að mælirinn sé fullur. Sjómannasamtök- in telji að nú sé komið að vendi- punkti í þessu máli. „Frjálst framsal veiðiheimilda hefur skapað fleiri vandamá! en það hefur leyst. Kjara- samningum fískimanna, sem byggðir eru í höfuðatriðum á hlutskiptum, er ógnað vegna þess að fiskimenn eru nauðugir látnir taka þátt í kaup- um á óveiddum fiski. Óheft framsal veiðiheimilda hefur búið til nýja stétt sjómanna og útgerðarmanna, sem eru ofurseldir kjörum leiguliðans, þar sem þeim er skammtaður aðgangur að fiskimiðunum af þeim sem veiði- réttinn^ hafa. Þessari óheillaþróun verður ekki snúið við nema með al- gjörri höfnun á sölu á óveiddum fiski,“ segir í yfirlýsingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.