Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 15 FAEIN ORÐ UM APRÍLGABB eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Aprílgabb, ein af þjóðlegum íþróttum íslenskra fjölmiðla, getur verið með margvíslegu móti. Þannig voru hlustendur Ríkisútvarpsins hinn 1. apríl sl. ekki 'á eitt sáttir um, hvort gabbið væri frétt um stór- kostleg neðanjarðar eldsumbrot suður af landinu — eða önnur frétt, frá Vestmannaeyjum, um fyrirtæki þar, sem gengju nú hart fram í sparnaði og hagræðingu með því m.a. að lækka laun starfsfólks yfir alla línuna. Yrði lækkunin mest hjá toppunum: forstjórum, íjármála- stjórum, verkstjórum — allt að 15%. Hinir með lægri launin slyppu mun betur. Þetta þóttu firn mikil, sem jafna mætti við náttúruhamfarir. Hagræðing og sparnaður Þetta eru lykilorðin í umræðu um íslensk efnahagsmál um þessar mundir. Skal engan undra það, svo mjög sem nú kreppir að þjóðarbú- inu. Þar kemur margt til: óráðsía og sukk í opinberri fjármálastjórn, rekstri fyrirtækja og einkaneyslu á liðnum árum að viðbættum áföllum í sjávarútvegi, höfuðatvinnugrein okkar vegna takmarkana á veiði- heimildum, aflabrests og lækkandi afurðaverðs. Hvað alvarlegasta hliðin á þess- ari óáran er svo vaxandi atvinnu- leysi, sem um langt skeið hefir ver- ið svo til óþekkt fyrirbæri á íslandi en er nú hlutskipti þúsunda íslend- inga. Hvernig verður sá draugur kveðinn niður? — og hvað gerist þegar Atvinnuleysistryggingasjóð- ur verður þurrausinn og galtómur ríkissjóður verður að taka við? Hvað er þá annað til ráða en að spara meira, skera meira niður, herða betur ólina? Tilburðir stjórnvalda Reyndar hefir það ekki farið fram hjá neinum, að stjórnvöld hafa þeg- ar sýnt nokkra tilburði í þá veru. Aðallega á sviði heilbrigðis- og menntamála, þurftafrekustu þátt- anna í ríkisútgjöldum til velferðar- kerfisins svokallaða. Það er lýðum ljóst, að þar hefir ekki verið gætt sem skyldi að veija áföllum þá sem verst eru settir t.d. sjúka og aldr- aða. Það hefði m.a. mátt tengja þær ráðstafanir í meira mæli en gert hefur verið tekjum og greiðslugetu fólks. Vilji ráðamenn, að tekið sé eitt- hvert mark á síbylju þeirra um neyðarástand í efnahagsmálum okkar, jafnvel yfirvofandi þjóðar- gjaldþrot, sbr. frændur okkar í Færeyjum, þá verða þeir að sýna í verki að þeir vilji jafna byrðunum niður á alla landsmenn af réttsýni og raunsæi þannig, að björgunarað- gerðir (vonandi tímabundnar) verði ekki þeim sem minnst mega sín ofviða. Aprílgabbið 1991 Það þýðir ekkert fyrir markaðs- hyggjukórinn innan Sjálfstæðis- flokksins í slagtogi með afdönkuð- um jafnaðarmönnum að þverskall- ast lengur við þjóðarkröfu um kjarajöfnun í landinu, þótt úr litlu sé að spila þessa stundina. Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn að fella svo rækilega á sig heitstrengingar fyrir síðustu kosningar (apríl 1991) um að hann myndi ekki hækka skatta (fékk ugglaust slatta af at- kvæðum út á það), að hann ætti að sjá sóma sinn í að koma nú, þegar að kreppir, til móts við þarf- ir láglaunafólksins á sultarlaunum, sem lækkuð skattleysismörk og hækkun tekjuskatts upp á fjóra miljarða um síðustu áramót kom hvað verst við. Sigurlaug Bjarnadóttir „Það þýðir ekkert fyrir markaðshyggjukórinn innan Sjálfstæðis- flokksins í slagtogi með afdönkuðum jafnaðar- mönnum að þverskall- ast lengur við þjóðar- kröfu um kjarajöfnun í landinu, þótt úr litlu sé að spila þessa stund- ina.“ Haldlaus rök Það eru haldlaus rök, við núver- andi aðstæður, þetta gamla væl um að ekki megi refsa mönnum fyrir dugnað og eljusemi með sköttum. Ég veit ekki betur en að skatta- kóngurinn okkar, dugnaðar- og eljumaðurinn, Þorvaldur í Síld og fiski, hafi árum saman greitt sínar stóru skattfúlgur með bros á vör, stoltur af því að geta innt af hendi svo myndarlegt framlag til samfé- lagsins. — Engin harmakvein úr þeirri átt. Það er haft fyrir satt, að 30 millj- arðar króna séu á sveimi á gráum íslenskum peningamarkaði og árleg skattsvik nemi allt að 20 miljörðum. í DV var nýlega greint frá því, að í síðasta mánuði hafi alls verið verslað með verðbréf fyrir 11,6 miljarða á Verðbréfaþingi íslands. Viðskiptin hafi ekki fyrr verið svo blómleg. Þetta er hin óhugnanlega felumynd af íslensku efnahagslífi í dag. Mönnum blöskrar getuleysi ís- lenska skattkerfisins til að hafa hendur í hári hinna harðsvíruðu atvinnumanna í skattsvikum og um leið getuleysi löggjafans, hins háa Alþingis til að búa svo um hnútana í skattalögum, að skorður verði reistar við ósómanum. Hugsanlega af hlífð við blessaða „dugnaðar- og eljumennina" sem hér eiga hlut að máli? Krafa í kjarasamningum Engan þarf að undra, eins og allt er hér í pottinn búið nú, að krafa um hátekjuskatt og skatt af fjármagnstekjum hafi komið fram í samningaviðræðum ríkisins og aðila vinnumarkaðarins.sem staðið hafa í þófi undanfamar vikur og hanga enn á bláþræði, þegar þetta er skrifað. Enn sem fyrr loðin svör ríkisstjórnar, farið undan í flæmingi — eða eins og köttur í kringum heitan graut. Allt tal um öfund, jafnvel mann- vonsku þeirra sem hlynntir em slíkri stjórnvaldsaðgerð til kjara- jöfnunar er auðvitað út í hött. Veik- burða tilraun til að slá ryki í augu almennings með hagfræðilegum útlistunum og pólitískum slagorð- um. Að sjálfsögðu ímyndar sér eng- inn, að sú aðgerð ein og sér yrði nein töfralausn á aðsteðjandi efna- hagsvanda. Málið er stærra og flóknara en svo. Það er hinsvegar ömggt mál, að íslenskir launþegar almennt myndu meta hana sem vott um, að æðstu ráðamenn þjóðarinnar æm ekki firrtir öllum tengslum við venjulegt fólk í landinu né heldur skilningi á því sem raunvemlega er að gerast í þjóðfélaginu. Gæti jafnvel fært okkur feti nær enn einni þjóðarsátt. Samtaka nú! Og hér eiga fleiri hlut að máli en stjórnmálamenn, þótt þeirra sé ábyrgðin mest. Væri ekki hugsan- legt, að hið misskilda aprílgabb um forstjórana í Eyjum, sem ætla að byija á sjálfum sér, lækka sín laun um 15% til sparnaðar og hagræð- ingar í erfiðum rekstri — væri ekki hugsanlegt, að allir hinir „toppam- ir“ vítt og breitt um landið, sumir hveijir með allt að tuttugföld laun miðað við þá launalægstu, færu nú að dæmi Eyjamanna? Það væri eitt- hvert bragð að því — og þeir myndu komast bærilega af samt. Höfundur er menntaskólakennari. HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 SYHING Sjón er sögu rikcari Sýnum í dag og næstu daga í Skútahrauni 9, Hafnarfirði, heilsárs- sumarhús, sem eru til sölu. Húsin em Fífa Sól, 52 m2, alveg full- búið með innréttingum, tækjum og húsgögnum og Fífa Sól, 40 m2, og er það hús í smíðum. Við framleiðum fleiri stærðir af þessum húsum á ýmsum byggingarstigum. Gott verð og greiðsluskilmálar. Skútahrauni 9, Hafnarfirði, simi 53755. HANIRAVERK HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.