Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Breskir tónlistarmenn kvarta sáran Vilja ódýrari geisladiska London. Reuter. FORRÁÐAMENN breskra hljómsveita og fulltrúar neytenda héldu því fram við vitnaleiðslur hjá breskri þingnefnd að óheyrileg álagn- ing ætti sér stað á geisladiskum. Hvöttu þeir plötufyrirtæki til að lækka verðið til að auka sölu. Geisladiskar væru verðlagðir eins og þeir væru munaður en þeir geta kostað allt upp í 15 pund eða jafn- virði 1.450 króna. í kjölfar mikillar opinberrar gagnrýni á verðlagningu á geisla- diskum hefur nefnd neðri málstofu breska þingsins, þjóðararfleifðar- nefndinni, verið falið að kanna hvort eitthvað sé hæft í gagnrýninni um að diskaverðið sé óeðlilega hátt. Hátt verð á geisladiskum hefur leitt til þess að margur breskur ferðamaðurinn hefur hamstrað plötur á ferðalögum í útlöndum, einkum í Bandaríkjunum þar sem ein og sama platan getur kostað 70% minna en hún kostar í breskri plötubúð. Þannig er kunn ljósmynd af Normu Major forsætisráðherrafrú með pokafýlli af geisladiskum er hún kom nýlega úr heimsókn til Bandaríkjanna en hún er annáluð fyrir óperuáhuga sinn. Andy Dodd, umboðsmaður Simply Red, vinsælustu hljómsveit- ar Bretlands í dag, sagði við vitna- leiðslur hjá Þjóðararfleifðarnefnd- inni að verulegur hluti þess' verðs sem geisladiskur kostaði væri hreinn hagnaður plötuframleið- enda. Bæði Dodd og Ed Bicknell, umboðsmaður Dire Straits, sögðu að „þjóðsagan" um að tónlistar- mennirnir þénuðu vel á plötusölunni væri lífsseig. Þeir fengju innan við 18% af verði geisladisksins. Það væri kappsmál tónlistarmanna að verðið lækkaði til þess að fjörkippur færðist í plötusöluna sem dregist hefði saman ef eitthvað væri. Endurskoðandi hélt því fram við vitnaleiðslurnar að upplýsingar um verðmyndun í plötuútgáfu frá sam- tökum útgefenda væri „samsull af lygi“. Fulltrúi neytendasamtakanna sagði að lög um höfundarrétt kæmu í veg fýrir innflutning frá löndum þar sem hljómplötur væru ódýrari, svo sem frá Bandaríkjunum. Nauð- synlegt væri að breyta þeim til þess að auka samkeppni. Gerald Kaufman, formaður Þjóð- ararfleifðarnefndarinnar, sagði er hann dró saman í lokin að kjarni málsins væri sá að í Bandaríkjunum hefðu útgefendur neytandann og hagsmuni hans í fyrrúmi. Stöðvaðir með skothríð ÍSRAELSKIR skriðdrekar og stórskotalið hófu skothríð til að stöðva göngu um fjögur hundruð palestínskra útlaga í átt að ísraelsku landamærunum. Útlagarnir hafa hafst við í Suður-Líbanon frá því þeim var vísað úr landi frá ísrael í desember. Með göngu sinni vildu þeir mótmæla því að hugsan- lega munu friðarviðræðumar um Mið-Austurlönd hefjast að nýju. Um 20 sprengjum var skotið rétt fýrir framan útlagana og féllu sumar þeirra einungis í um 50-100 metra fjarlægð frá þeim. MJALDURINN Aydin sést nú á ný við Svartahafsstrendur Tyrklands eftir nokkurra mánaða fjarveru. Var myndin tekin í gær er hann þáði gómsæta síld hjá sjómönnum í bænum Gerze. Aydin hlaut heims- frægð í fýrra eftir að hafa strokið úr sjódýrasafni í Úkraínu. Um síðir tókst að góma hann og flytja hann aftur í safnið en þaðan strauk hann nýlega öðru sinni og leitaði aftur á sömu slóðir við Tyrklandsstrendur og í fyrra. Reuter Mjaldurinn mataður Varaforseti Rússlands ber fram alvarlegar ásakanir Æðstu ráðgjafar Jelts- íns sakaðir um spillingu Moskvu. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, varaforseti Rússlands, fullyrðir að nokkrir af æðstu mönnum í röðum umbótasinna ríkisstjórnar- innar hafi selt ríkiseignir á gjafverði til vestrænna fyrir- tækja og innlendra glæpasamtaka. Rútskoj fer fyrir nefnd sem fylgjast á með spillingu. Hann nafngreindi sérstaklega þá Jegor Gajdar, fyrrverandi forsætisráðherra, Gennadí Búrbúlís, einn nánasta ráðgjafa Borísar Jeltsíns forseta, og tvo aðstoðarforsætisráðherra, Alexander Shokhín og Vladím- ír Sjúmeikó. „Þessir menn vilja að fylgt sé áfram þeirri umbótastefnu sem auðgar þá sjálfa og fyllir vasa svartamark- aðsbraskara,“ sagði varaforsetinn í tilfinningaþrunginni ræðu á þingi. Þrátt fyrir þessar ásakanir sagði Rútskoj, sem tekið hefur afstöðu gegn mikilvægustu þáttum í stefnu Jeltsíns og stutt miðju- og aftur- haldsöfl á þingi að undanförnu, að hann væri enn trúr forsetanum er fréttastofan Itar-TASS ræddi við hann að lokinni ræðunni. Hann sagði ljóst að Jeltsín vissi ekki sjálfur um framferði áðumefndra embættismanna sinna. Jeltsín hef- ur gefið í skyn að hann muni ef til vill reyna að þvinga Rútskoj til afsagnar en þeir voru áður nánir samherjar. Jeltsín flutti ræðu á fundi um 4.000 leiðtoga í iðnaði í gær og sagði þá að greina mætta bata- merki í efnahagslífinu. Er hann sagði að verðbólga hefði minnkað frá því í janúar drukknuðu orð hans næstum í hlátrasköllum. For- setinn virtist undrandi. „Þetta skil ég ekki,“ sagði hann og sneri sér að fundarstjóra. Stjórnendur ríkis- fyrirtækja eru yfirleitt á því að verðbólgan sé ekkert á undanhaldi og segja þeir að vegna þess hve hratt sé farið í umbætur í átt til markaðshagkerfis séu mörg stór- fyrirtæki á gjaldþrotsbarmi. Vest- rænir sérfræðingar eru almennt á því að í reynd sé enginn rekstar- grundvöllur fyrir þessum risafyrir- tækjum sem eru arfleifð frá sovét- skeiðinu. Þeim er haldið á floti með taumlausri seðlaprentun er fóðrar verðbólguna. Gegn „leifturstríði" Fundarstjórinn, Arkadí Volskí, gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyr- ir að heyja efnahagslegt „leiftur- stríð.“ Þessi stefna væri óþolandi og hlaut hann mikil fagnaðarlæti að launum fyrir þau ummæli. Volskí bætti þó við að ekki væri allt á niðurleið og hann gagnrýndi þingið, sem hann situr sjálfur á, fyrir að fara sér of hægt við að setja lög um efnahagsumbætur. Réttarhöldum yfir valdaráns- mönnum í Moskvu var frestað í gær um óákveðinn tíma vegna veikinda eins af sakborningum, Vladímírs Tízjakovs. Tölvufyrirtækið Nintendo tapar dómsmáli í Bandaríkjunum Breskir bræður hagnast vel London. The Daily Telegraph. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hefur úr- skurðað að japanska tölvufyrirtækið Nint- endo hafi ekki einkarétt á sölu búnaðar fyrir samnefndar leikjatölvur í Bandaríkj- unum. Verður fyrirtækið að borga tveimur breskum bræðrum, Richard og David Darl- ing, 10 milljónir punda í skaðabætur, jafn- virði 980 milljóna króna. Talið er að foreldr- ar „tölvusjúkra" barna og unglinga græði enn meira þegar til lengri tíma er litið. Nintendo-fyrirtækið hafði reynt fyrir dómstól- um að koma í veg fyrir að Dariing-bræðumir seldu búnað sinn í Bandaríkjunum enda má með honum breyta leikjum fyrir Nintendo-tölvur en það hefði að líkindum dregið úr tekjum fyrirtæk- isins af sölu nýrra leikja. Málið fór alla leið fyr- ir hæstarétt en hann tók kröfuna um að sala búnaðarins stangaðist á við Iög um einka- og birtingarrétt ekki til greina. Með búnaði bræðr- anna getur hver og einn breytt styrkleikastigi Nintendo-leikja, gert þá ýmist auðveldari eða erfíðari og þannig lagað þá að eigin getu. Það er talið munu lengja lífdaga leikjanna verulega. Með úrskurðinum geta bræðumir selt búnað sinn, svokallaðan Game Genie, í Bandaríkjunum, en möguleikar á sölu hans þar eru taldir miklir. Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að meira en helmingur unglinga fær leið á einum og sama tölvuleiknum á innan við sex vikum eftir að hafa eignast hann. Þar sem hver leikur kostar allt að 4.000 krón- ur getur það komið við pyngju foreldra að þurfa reglulega að kaupa nýja leiki. Pýramída- ýkjur ÞÝSKUR fornleifafræðingur, Rainer Stadelmann, vísaði í gær á bug frétt í þreska blað- inu Independent um að fundist hefði grafhýsi í Keops-pýr- amídanum er gæti reynst enn stórkostlegra en hið fræga grafhýsi með múmíu Tútank- Amons faraós. Stadelmann segir að lítið vélmenni hafí ver- ið sent í rannsóknarleiðangur um örmjó göng sem lægju úr hvelfingu 60 metra leið inn í miðju byggingarinnar en þar virtust þau enda í vegg. Verkfalli aflýst VERKFALLI um 250.000 fé- laga í norska Alþýðusamband- inu var afstýrt í gær er samn- ingar tókust um að hækka kaup þeirra sem taka laun sam- kvæmt taxta um eina krónu, tíu ísl. kr., á klukkustund en þeirra sem gera sérkjarasamn- inga um 60 aura norska. Al- þýðusambandið hafði krafist þess að tímakaup hækkaði um allt að 1,32 kr. Aleinir heima BRETINN David Sharod var sektaður um 200 pund, nær tuttugu þúsund kr., fýrir að eyða tíma dómstóla að óþörfu í gær. Sharod hafði verið kærð- ur fyrir að skilja íbúa í fiska- búri sínu eftir heima dögum saman án nokkurrar umhirðu og hafði beðið réttinn um meiri tíma til að undirbúa vörn sína. Dýraverndunarstofnun kærði manninn fyrir vanræksluna og verði hann fuhdinn sekur á hann yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi eða háa sekt fýrir misþyrmingu. Fæðuskorti spáð í Asíu FÆÐUSKORTUR í Asíulönd- um er tímasprengja sem getur valdið versnandi lífskjörum á næstu öld, að sögn Klaus Lampe, forstöðumanns alþjóð- legrar stofnunar á Filippseyjum er kannar hrísgrjónafram- leiðslu í heiminum. Hann sagði að 51 milljón manna bættist við íbúafjölda álfunnar á hveiju ári og árið 2025 myndi þörfín fyrir hrísgijón hafa vaxið um 70%. Akrar hafa minnkað vegna útþenslu borganna, á stórum svæðum hefur jarðveg- ur orðið of saltur og víða hefur áveitum ekki verið haldið við. Hagnaði stolið STARFSMENN útibús franska seðlabankans í Toulon tóku þátt í bankaráni í desember sl. sem átti sinn þátt í því að hagn- aður bankans varð 24% minni en ella í fyrra, samkvæmt ár- skýrslu. Stolið var 146 milljón- um franka eða rúmum 1.500 milljónum króna. I skýrslunni segir að hagnaður hafi þó aðal- lega minnkað vegna þess að seld voru þýsk mörk, líklega til að veija gengi frankans. Járnbrauta- verkfall ENGIN járnbrautaumferð var í Bretlandi í gær vegna mót- mælaverkfalla gegn uppsögn- um og er þetta í annað skiptið á tveim vikum sem járnbarutir lamast. Ekki kom til neinna alvarlegra truflana á bílvegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.