Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLÁÐIÐ IjAUGARDAGUR III?/. APRÍL'.mS 11 Ályktað um aukaatríði eftir Erlend Jónsson Það er sjálfsagt almenn regla, sem allir fallast á, að ekki eigi að reka hníf í kviðinn á öðrum manni. En sé af þessu dregin sú ályktun, að þess vegna eigi skurðlæknir ekki að reka skurðhníf sinn í kviðinn á manni til að taka úr honum botn- langann, þá gerum við okkur sek um rökvillu, sem þekkt hefur verið í meira en tvö þúsund ár, og kölluð er á íslensku ályktun um aukaat- riði. Ágúst H. Bjarnason lýsir henni svo: „Ályktun um aukaatriði sprett- ur af því, að menn hlaupa úr þvi, sem máli skiptir, út í aukaatriði.“ Nýtt frumvarp til lyfjalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er reist á þessari rökvillu. Sú ályktun er dregin, að þar sem aukin sam- keppni og frelsi hafi á mörgum sviðum leitt til lægra verðlags og betri þjónustu, þá hljóti aukin sam- keppni og frelsi að leiða til lægra verðlags og betri þjónustu á smá- sölu lyfja. Rökstuðningur við frumvarpið byggist einnig á ýmsum öðrum hugsanavillum. Þannig hefur lyfja- sölu verið líkt við sölu á almennri matvöru og þá sérstaklega mjólkur- sölu: hér er komin rökskekkjan óleyfileg samlíking, sem Ágúst seg- ir í því fólgna, „að menn fara úr einu í annað og dæma eitt eftir öðru án þess að fullvissa sig um, hvort það sé eins, líkt eða svipað“. Þegar teknar eru ákvarðanir um jafn mikilvægt mál og fyrirkomulag á smásölu lyíja og umbylta á þraut- reyndu kerfi, sem ekki aðeins við, heldur líka frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, hafa ekki enn séð ástæðu til að breyta í grundvajlar- atriðum, þarf að gæta ítrustu var- úðar og láta ekki einföldustu rök- skekkjur glepja okkur sýn. Nauð- synlegt er að beita skynsemi. Gervifrj álshy ggj a Ég vil taka það strax fram, að ég er eindreginn stuðningsmaður ftjálsrar samkeppni á sem flestum sviðum, en að sjálfsögðu þar sem það á við og leiðir raunverulega til hagsbóta fýrir þjóðina í heild. Þegar hugtaki er beitt blint og gagnrýnis- laust er hætt við að það missi gildi sitt og verði tómt orðagjálfur. Ef barn kallar öll dýr „fugla", sýnir það að „fugl“ hjá barninu þarf hvorki að vera fugl né fiskur. Ef við köllum allt „frelsi", glatar þetta orð merkingu sinni og verður að innantómu slagorði. Trúin á „frels- ið“ verður að trúarbrögðum eða gervivísindum, sem firrt eru tengsl- um við raunheiminn, svipað og Marxismi eða stjörnuspeki. Slíkt „frelsi" er hvorki fugl né fiskur. Og þá er hætta á ferðum. Þessi trú mætti kalla gervifrjáls- hyggju, sem er í rauninni alls ekki frjálshyggja, heldur kredda, frjáls- hyggja snúið upp í andhverfu sína. Gervifijálshyggjumaður gæti t.d. haldið því fram, að ekki eigi að setja nein skilyrði fyrir því, hvetjir mega kalla sig lækna og að allir ættu að geta reynt að lækna fólk með hvaða aðferðum sem þeim dyttu í hug. Við getum ímyndað okkur, að eftir svo sem tuttugu 'ár myndi sá sem þá er heilbrigðisráð- herra segja: „Einu sinni voru menn á móti því, að mjólkursala yrði gef- in fijáls. Af hveiju á ekki hver sem er að geta stundað lækningar? Af hveiju skyldum við ekki gefa lækn- ingar fijálsar?" Mikilvægur þáttur í því að standa vörð um frelsið og samkeppnina er því einmitt að beita þessum húgtökum með gætni og af skynsemi, beita gagnrýnni fijáls- hyggju. Mjólkursala ekki sambærileg við lyfjasölu Fjölmörg rök hníga að því að smásala lyfja sé langt frá því að vera sambærileg við sölu á t.d. matvöru, þ. á m. mjólk. Þar er fyrst til að taka, að lyfjadreifing er hluti af heilbrigðisþjónustu, eins og við- urkennt er í 1. gr. frumvarpsins. í þessu felst m.a., að gerðar eru ákveðnar öryggiskröfur og faglegar kröfur til þeirra, sem annast dreif- inguna, hluti þjónustunnar er greiddur niður af almannatrygging- um, afgreiðsla lyfja ræðst af lyf- seðlum lækna, o.s.frv. Sala lyfja er einnig frábrugðin annarri sölu að því leyti, að hún á ekki að vera neysluhvetjandi. Það á ekki að vera markmið lyfsala að selja sem mest af lyfjum, að auka neysluna eða skapa þarfir fyrir ný lyf. Hans hlutverk er eingöngu að sjá til þess að afgreiðsla lyíja sé örugg og lúti ákveðnum faglegum kröfum, og veita viðskiptavinum sem besta þjónustu. I rauninni væri því raunhæfara að tala um lyfjaafgi-eiðslu (þar sem lyfsalinn fær ákveðna þóknun, sem ákveðin er af stjórnvöldum) fremur en lyijasölu, vegna þess að lyfjasal- inn ræður engu um það, hvaða lyf eru seld, heldur læknarnir, sem lyf- seðlana skrifa. Er þörf á meiri miðstýringu og ríkisrekstri? Auk þeirra rökvillna, sem bént „Það á ekki að vera markmið lyfsala að selja sem mest af lyfj- um, að auka neysluna eða skapa þarfir fyrir ný lyf.“ hefur verið á að ofan, leynist í frum- varpinu ýmiss konar ósamkvæmni. Það er til dæmis yfirlýst stefna núverandi ríkisstjórnar, að draga úr ríkisafskiptum og miðstýringu. En samt sem áður leiðir frumvarpið af sér enn meiri ríkisafskipti og miðstýringu í lyijadreifingarkerfinu en er nú þegar, Þannig er gert ráð fyrir „lyfjanefnd nkisins“, sem fær töluverð völd, og skipuð er fímm mönnum, og á heilbrigðisráðherra að skipa alla fimm nefndarmenn til fjögurra ára. Sömuleiðis er gert ráð fyrir því, að heilsugæslustöðvum verði heimilt að dreifa lyfjum og að sjúkrahúsapótek megi selja lyf. í upphaflegri gerð frumvarpsins var m.a.s. gert ráð fyrir, að sjúkrahús mættu selja lyf á almennum mark- aði. Ríkið er þá farið að reka lyfja- sölu í samkeppni við einkafyrir- tæki. Jafnvel þótt slik lyfsala sé rekin sem sjálfstætt fyrirtæki breytir það engu um það að ríkið er orðið rekstraraðili lyíjabúðar. Hér er því aftur komið dæmí um gervifrjálshyggju og sá grunur læð- ist að manni að frumvarpið sé alls ekki samið í anda fijálshyggju og runverulegrar samkeppni, heldur dulbúinnar miðstýringarstefnu, sem ekki getur stuðlað að sparnaði. Hugmyndafræðilegt viðrini Það staðfestir þennan grun enn frekar, að Framsóknarmenn hafa eignað sjálfum sér hugmyndir frumvarpsins, en það frumvaip til lyfjalaga, sem fyrrverandi heil- brigðisráðherra lagði fram fyrir u.þ.b. tveimur árum, byggðist á ein- okun og miðstýringu lyfjadreifingar að sænskri fýrinnynd. Framsóknar- menn segjast hafa boðið upp á „frelsi" og „samkeppni" í sínu frum- varpi eins og gert er í þessu: já, það er alveg rétt, í frumvarpi núver- andi heilbrigðisráðherra birtist „frelsi" og „samkeppni", sem tölu- vert er í ætt við það, sem Framsókn- arflokkurinn hefur hingað til boðað. „Frelsi“ það, sem í frumvarpinu felst, er I raun aðeins rýmkun á úthlutunarreglum um lyfsöluleyfi og á reglum um verðlagningu lyfja, er þó á að vera háð ákveðnu há- marksverði, sem miðstýrt ef af l;eil- brigðisráðuneytinu. Það er nefni- lega „lyfjagreiðslunefnd" sem á að ákvarða hámarksverðið, og heil- brigðisráðherra á að skipa alla fimm menn, sem í henni eiga að sitja, til fjögurra ára í senn. Frumvarpið er þannig hug- myndafræðilegt viðrini, hvorki fugl né fiskur, leiðir hvorki til sanns frelsis né virkrar samkeppni, Skýr- ingin á því, að ekki hefur tekist betur til með „fi-elsi“ og „sam- keppni" í frumvarpinu en raun ber vitni, er m.a. sú, að um er að ræða ályktun um aukaatriði: þessi hugtök eiga einfaldlega ekki eða illa við um smásöludreifíngu lyfja. Skynsamlegar ákvarðanir Þegar taka á skynsamlegar ákvarðanir um mikilvæg málefni má skýra málin með því að setja ákvarðanirnar, afleiðingar þeirra, gildi og líkur upp í ákvarðanatré. Einfalt ákvarðanatré um þau mál- efni, sem hér eru til umræðu, gæti litið svo út: Afleiðingar Likur og gildi g1=lyfjaverð lækkar (+100) g2=lyfjaverð stendur í stað (-100) Nyfjaverð (-200) g4=ly!javerð tækkar (+200) g5=lyfjaverð stendur i stað (0) g6=lyfjaverð hækkar (-100) Hér hef ég sett inn ákveðnar tölur fýrir líkur og gildi. Aðeins er tekið tillit til gilda, sem meta má til fjár, svo sem lyfjakostnaðar eða kostnaðar við breytingar á kerfínu. Setjum sem svo að þjóðin hafi 1.000 kr. til umráða, sem nota eigi til að greiða lyfjakostnað, og standi frammi fyrir vali á milli tveggja kosta: að koma á lyfjadrefingarfyr- irkomulagi í samræmi við hið nýja frumvarp, eða láta núverandi fýrir- komulag vera við lýði áfram. Þá gæti lyfjaverð hækkað, staðið í stað eða lækkað, og ákveðnar líkur eru á hverri þessara afleiðinga. Kostn- aður við breytingarnar gæti þá ver- ið um 100 kr.; það þarf að stofna og innrétta fleiri lyfjabúðir, veita nýjar upplýsingar, margir verða gjaldþrota, setja nýjar reglugerðir, o.s.frv. Flestir eru sammmála um, að verð á lyfjum muni ekki lækka veru- lega ef frumvarpið verður samþykkt á Alþingi og að líkurnar á því að það muni lækka séu heldur ekki mjög háar. Þessu til stuðnings má benda á, að meira að segja stuðn- ingsmenn frumvarpsins hafa ekki þorað að kveða sterkara orði nema með því að setja eitthvað á borð við „ef að líkum lætur“, eða „von- ast er til“, Ennfremur má benda á, að sérfræðingar þeir, sem heil- brigðisráðuneytið vísar til, mæla hvergi beint með „frelsi" í lyfja- dreifingu. Samt getum við látið líkurnar á lyfjaverðlækkun í kjölfar „frelsis“ jafnvel vera 40%, og verðlækkunina nema t.d. 200 kr., sem er mun meira en menn búast almennt við. í núverandi keifi er hins vegar auðvelt að lækka lyfjaverð, eins og margi hafa þegar bent á, t.d. með því að láta stóru apótekin veita af- slátt til Tryggingastofnunar. Lík- urnar á því, að lyfjaverð muni lækka í núverandi kerfi, eru því a.m.k. 60%, ef ekki mun meiri. Þá segir reglan um skynsamlega ákvarðana- tekt (regla Bayes), að margfalda eigi saman gildi og líkur fyrir hvorn kost og leggja saman: 1) Lyfjadreifing skv. frumvarpi: Íf*100-Ti-*100-Tif*200=-60; 2) Lyfjadreifmg skv. núv. kerfi: 60 100^UUT100 u'100 *200+t^* 0- Tff* 100=-90; Skýr ábending Ábendingin er skýr: valkostur nr. 2, að láta núverandi kerfi ríkja áfram er mun skynsamlegri, sá valkostur hefur 150 vegin gildi umfram þann fyrri. Um þau gildi og líkur; sem hér hafa verið sett inn, má sjálfsagt deila, en kjarni málsins er þessi: til þess að það borgi sig fyrir þjóðina að umbylta núverandi kerfi þurfa líkurnar á verðlækkun í kjölfar „frelsis“ að vera mjög háar, og sú verðlækkun sem þá yrði, þarf að vera mjög mikil. En hvorugt þessara skilyrða er fýrir hendi, um það eru jafnvel hörðustu stuðningsmenn frum- varpsins sammála. Kostnaður við breytingu kerfisins er hins vegar umtalsverður. Því er mjög vafa- samt, að jafnvel á þessum forsend- um sé rétt að umbylta núverandi kerfi. Það stríðir einfaldlega gegn öllum reglum skynsamlegrar hugs- unar. Höfundur er dósent í rökfræði og aðferðafræði vísinda við Háskóla íslands. Núer vorið Kynnum nýja vor-matseðilinn með girnilegum suður-amerískum réttum, sem gæla við bragðlaukana. Starf smannaf élög - saumaklúbbar - vinir og kunningjar Sértilboð fyrir hópa (minnst 8 manns) Sækjum og fylgjum ykkur heim að skemmtun iokinni. Þríréttaður kvöldverður af vormatseðlinum að eigin vali kr. 2.950 (Akstur innifalinn) *Gildir ekki laugardaga stemmng Hinir frábæru LOS PARACAYOS skemmta matargestum öll kvöld vikunnar og í síðdegiskaffi- tímanum laugardag og sunnudag. HÓTEL Cm . HVERAGERÐI • SlMl 98-34700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.