Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 42
•42 'MÖRGUNBLAMÐ LÁUtíARDAGUR 1Í7. APRÍL'. 1993 t félk í fréttum Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Frá árshátíðarskemmtun Reykhólaskóla. Kristbjörg Björnsdóttir syngur verðlaunalag sitt Maí- stjörnuna. FR AMH ALD S SKÓLAR Hátíska á Reykhólum Arshátíð Reykhólaskóla með leikfimisýningu sem var haldin 2. april sl. tókst ágætlega. Kristín að Vogalandi í Króksfjarð- Bjarnadóttir stjórnaði upp- arnesi og var dagskráin setningur skemmtiatriða fjölbreytt. Þótt ekki sé ætl- og kynnir var Aðalgeir un fréttaritara að gera upp Halldórsson. á milli atriða fannst honum Nokkur verðlaun voru veitt og í skákhópi yngri nemenda fékk 1. verðlaun Hlynur Stefánsson, Reyk- hólum. í eldri hóp fékk fyrstu verðlaun Sigurður Rúnar Hafliðason, Garpsd- al, og hann var einnig kos- inn íþróttamaður Reyk- hólaskóla. sjaitum atar gaman aö hlusta á Kristbjörgu Björnsdóttur, Mýrartungu, syngja verðlaunalag sitt Maístjörnuna en sú ný- breytni var tekin upp í Reykhólaskóla að láta keppa um titilinn besti söngvarinn. Stór hópur barna var Madeleine Stowe féll fyrir Daniel Day Lewis á meðan upptökum stóð. STJÖRNUR Viskíið réð úrslitum Leikkonan Madeleine Stowe, sem hefur verið ástkona Kevins Costners, Ric- hards Dreyfuss og Kurts Russels í hinum ýmsu kvik- myndum, féll gjörsamlega fyrir Daniel Day Lewis við upptökur á kvikmyndinni.Síð- asti móhíkaninn. Daniel vakti strax ákveðnar kenndir hjá henni, en það sem réði úrslit- um var atriðið undir fossinum þegar skötuhjúin áttu í inni- legu kossaatriði. Atriðið varð að taka nokkr- _ um sinnum og þar sem vatnið var að sjálfsögðu ískalt fékk Madeleine sér viskíslurk milli hverrar töku til að halda á sér hita. Hún var að lokum orðin svo drukkin, að tilfinningarn- ar beindust allar í eina átt, það er að manninum, sem hún átti kossaatriðið með. Hún hefur lýst þvi yfir, að Daniel sé bæði fallegur og vel vaxinn og ekkert skrítið að kvenfólki falli fyrir honum. Ekki höfum við þó fregnir af því, hvort ástarblossinn slokknaði þegar myndatökum lauk. TEIKNIMYNDASAMKEPPNI LISTRÆNIR KRAKKAR Á KLAUSTRI Morgunblaðið/HSH Börnin á Kirkjubæjarklaustri sem unnu til verðlauna í teiknimyndasamkeppn- inni. Guðlaug M. Dagbjartsdóttir er í aftari röð lengst til vinstri og Pála H. Magn- úsdóttir lengst til hægri. Nokkra athygli vakti þegar nöfn vinnings- hafa í teiknimyndasam- keppni Ólympíunefndar ís- lands voru birt að af þeim 30 myndum sem verðlaun- aðar voru og sendar verða á sýningu í ólympíusafnið í Lausanne í Sviss í sumar, voru 9 eftir nemendur úr Kirkjubæjarskóla. Sam- keppnin var fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. Af því tilefni ræddi fréttaritari Mbl. við tvo verðlaunahafanna, forvitn- aðist um hvort svona mik- ill áhugi væri á ólympíu- hreyfmgunni eða hvað ann- að lægi að baki þessum myndverkum. Það kom á daginn að myndmenntakennarinn þeirra, Ragnhildur Ragn- arsdóttir, kynnti þeim sam- keppnina og hvatti til þátt- töku. Guðlaug M. Dagbjarts- dóttur sem er í 7. bekk var spurð af hveiju hún hefði tekið þátt í samkeppninni? „Ja, það er alltaf mögu- leiki á að fá verðlaun. Myndmenntakennarinn okkar hvatti okkur líka til þess að vera með. — Teiknarðu kannski mikið heima? „Nei, ekki mikið en mér finnst mjög gaman að föndra. 1 skólanum fáum við meðal annars að vera í leirmótun þegar skyldu- verkefnum er lokið, það finnst mér allra skemmti- legast." — Geturðu ímyndað þér hvers vegna svona margir krakkar úr Kirkjubæjar- skóla fá verðlaun? „Við erum svo listræn. Svo var aðferðin líka svo skemmtileg, það er blönduð tækni þar sem við notum olíukrít og blek, fitan í olíu- krítinni hrindir frá sér vætu og þetta kemur svo vel út.“ — Hvernig tilfinning er það svo að eiga listaverk úti í Sviss í sumar? „Skrítin. Það er svo skrítið að hugsa til þess að menn frá ýmsum þjóðum, kannski aðallega frá Sviss, séu að horfa á mynd eftir einhverja Guðlaugu frá ís- landi.“ Guðlaug vill hvetja alla krakka til að taka þátt í svona verkefnum, því eins og hún orðaði það „þetta hressir upp á listina hjá manni". Kennarinn gaf okkur hugmyndir Pála H. Magnúsdóttir sem er einnig í 7. bekk var spurð hvort ólympíumerkið höfðaði sérstaklega til hennar. „Já, merkið er fallegt og tákn um olympíuleikana." — Hvernig útfærðir þú þína mynd? „Ég var með allskonar fólk í forgrunni. Fólk af ýmsu þjóðerni og því mis- munandi á lit, svo var auð- vitað merkið líka og bak- grunnurinn var rauðleit- ur.“ — Af hveiju heldur þú að svona mörg skólasystk- ini þín hafi fengið verð- laun? „Kannski vegna þess að kennarinn okkar er svo hugmyndaríkur. Við fáum mjög mismunandi verkefni og þá verðum við líka hug- myndarík og finnst gaman að þessu.“ — Hvort er nú meira um vert að fá verðlaunin hér heima eða að myndin verð- ur sett á sýningu í Sviss? „Ja, ég veit ekki, mér fínnst auðvitað bæði gott. Eftir þetta hef ég líka enn meiri áhuga á myndlist, a.m.k. fýrst á eftir.“ — Nú voruð þið 5 stelp- ur af 7 í bekknum sem fenguð verðlaun, finnst þér það ekki athyglisvert? „Jú, mér finnst bara leið- inglegt að hinar tvær skyldu ekki vinna líka, en þær gátu ekki lokið við sín- ar myndir á tilskyldum tíma vegna veikinda o.fl. — Annars hefðu þær örugg- lega fengið verðlaun líka! Morgunblaðið/Þorkell í fremri röð frá vinstri sitja Valgerður Þóra Benediktsson, Bergljót Sveinsdóttir, Ragna Halidórsdóttir Hooks, Dóra Georgs og Sóley Tómasdóttir. Efri röð frá vinstri: Guðrún Dagbjartsdóttir, Herdís Hergeirsdóttir, Anna R. Einarsdóttir, Nanna Þorláksdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Guðbjörg Egilsdóttir, Rósa Lúðvíksdóttir og María Bergmann. UPPRIFJUN Kúabjöllunni var hringt þegar stigið var yfir strikið Konurnar á myndinni kvöddu Landakots- skóla vorið 1948 og höfðu ekki hist sem hópur fyrr en þær tóku sig til núna fyrir skömmu. Eftir Landakots- árin fóru sumar í Miðbæjar- skóla til að taka fullnaðar- próf en aðrar í Melaskóla. Ein kvennanna, Ragna Halldórsdóttir Hooks býr í Bandaríkjunum og þegar Bergljót Sveinsdóttir frétti að hennar væri von til landsins hófst hún handa um að safna saman nokkr- um konum, sem endaði með að þær ákváðu að hóa sam- an liði. Þar sem fæstar höfðu hist síðastliðin 45 ár var margt að rifja upp. Systir Klemenzía og systir Henrí- etta voru meðal kennara og meðal umræðuefnis var kúabjölluhringingin. Þannig var að skólalóðinni var skipt í tvö svæði, annars vegar fyrir stúlkur og hins vegar fyrir pilta. Ef einhver svo mikið sem steig fæti yfir strikið hringdu systurnar bjöllunni kröftuglega, þann- ig að viðkomandi varð að snúa til baka. Svo vel skemmtu konurnar sér, að þær voru ákveðnar í að hitt- ast aftur með reglulegu millibili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.