Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRIL 1993 ■ ■ ■;ttrr-rt.. ; 1 ■■;A.jV.■'J— Guðjón Gunnars- son - Minning Fæddur 9. maí 1975 Dáinn 10. apríl 1993 Enn er ungur maður hrifinn á brott í umferðarslysi. Mótorhjóla- slysi. Að þessu sinni 17 ára gamall unglingur frá Fáskrúðsfirði, Guðjón Gunnarsson. Hann var sonur hjónanna Gunnars J. Jónssonar og Bryndísar Guðjóns- dóttur, þar í bæ; en systkini hans eru Jósep Freyr og Selma Ósk. Ég var í tvö ár aðalkennari Guð- jóns við Grunnskólann á Fáskrúðs- firði, og þótti vænt um hann. Ég fylgdist með honum þriðja árið með- an ég enn bjó þar, - og hitti hann og spurði af honum oft síðan. Og auðvitað fjarri mér að búast við slík- um tíðindum, því þrátt fyrir allt telur maður einatt sjálfgefið að ungir menn eigi sitt líf fyrir höndum. Og ég get ekki að því gert, að eykst nú æ andúð mín á notkun vélknúinna tveggja hjóla farartækja, og beini ég því til annarra nemenda minna sem mér er hlýtt til austur þar, - en það hef ég sagt þeim áður. Nemendur manns eru ólíkir. Og gjaman eru kennara minnisstæðastir þeir óþægustu jafnt sem hinir þæg- ustu. Guðjón var hvorki meðal hinna fyrmefndu né hinna síðamefndu, en þó í huga mér eins og hann hafi verið hvort tveggja í senn. Og reynd- ar gat hann verið það: stundum öllum öðmm prúðari, stundum hrókur alls fagnaðar nemendanna í ólátum. Að vísu bara endrum og sinnum, eins og títt er um vel gefna drengi. Eri það er ekki hegðun sem mér verður hugsað til þegar ég minnist þessa drengs, heldur þeir eiginleikar hans sem ekki eru öllum gefnir og ég man svo vel: Einlægni og fallegt augnaráð; og fer gjama saman. Vandamál er orð, sem aldrei átti við Guðjón. Það er of sterkt. Aftur á móti hafði hann í sínu lífi einhver próblem, svo sem kallað er á ýmsum úlienskum tungum, - rétt eins og liver annar sem stendur á mörkum barnæsku og fullorðinsára; en það var um það leyti sem ég hafði mest af Guðjóni að segja. Og stundum angraði hann eitthvert slíkt smá- vandamál, og braust út; kannski með offorsi, - og það er á slíkum augna- blikum sem reynir mest á samband nemanda og kennara. En frá þeim tilvikum á ég ekki nema góðar sögur af Guðjóni að segja: þá sjaldan ég tók hann á eintal fór ávallt ailt á sömu leið - hann þuldi upp vand- kvæði sín óðamála, og starði á mig um leið, og stöðugt, sínum einlægu augum. Og kvaddi svo eins og ekk- ert hefði í skorist, og við vorum vinir. Guðjón hafði líka góða hæfileika til náms og stóð sig vel. En eins og svo margir aðrir - og undirritaður ekki undanskilinn - einkum þegar hann nennti. En um námsgetu hans þarf reyndar ekki mörg orð, heldur lýsir henni best sú staðreynd að stærðfræðikennarinn taldi hann mann á sínu sviði og var ánægður, en íslenskukennarinn sá í honum stoltur góðan húmanista. Ég sagði við hann oft að einhvern tíma yrði hann prófessor í íslensku, og það var af því honum leiddist ekki málfræði, og af því hann hafði tilfinningu fyrir góðu máli, og hann gat búið til bestu sögur. Hátterni Guðjóns var sannarlega í samræmi við gott heimili og ástúð foreldra hans. Það fór ekki framhjá kennara að í þeim samskiptum ríkti bara trúnaður; þar var allt einsog maður getur helst hugsað sér um sín eigin böm. Hann átti móður og föður sem studdu hann, sem báru svo hæfiiega mikinn metnað fyrir hans hönd, en sem settu ofaní við hann þegar við átti. Og það var auðvitað þess vegna sem hann sendi þeim líka blik sinna fögru augna. Eftir grunnskólapróf hóf Guðjón nám við Alþýðuskólann á Eiðum, en undi þar ekki, heldur tók sér leyfi og vann fyrir sér í rúmt ár. Um síð- ustu áramót tók hann upp nám að nýju, og þá við Verkmenntaskóla Austurlands, á bóknámsbraut, - en reyndar óráðinn um framhaldið. Það framhald hefði óefað orðið öllum til ánægju og stolts. Við erum mörg sem sjáum á bak ungum manni með söknuði, þó mest- ur sé auðvitað harmur fjölskyldu hans. En skólafélagar og vinir; allt þetta unga fólk áttar sig nú á þeirri staðreynd, að það er skammt milli lífs og dauða; það sér nú svo augljós- lega að hin ýmsu vamaðarorð full- orðna fólksins eru ekki alveg útí blá- inn. 0g ég vil láta í Ijósi þá von að þetta hörmulega slys leiði þó af sér, að þeir sem brunað hafa með Guð- jóni um götumar taki hér eftir væg- ar í bensíngjöfina. Því allt er í raun- inni auðveldara fyrir þann sem deyr, en fyrir hina sem eftir lifa. Amþóri, félaga Guðjóns og bekkj- arbróður, og fjölskyldu hans, sendum við Edda okkar hlýjustu óskir, og biðjum þeim styrks á erfiðri stundu. Gunnari og Bryndísi, og systkinum Guðjóns, sem og öðrum ættingjum, sendum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Og þetta líka að lokum, sem ég hef sjálfur lært: Það eru til í íslensku máli margir fallegir máls- hættir, en aðrir rangir. Einn segir að tíminn lækni öll sár. Það er ekki rétt. Það er komið sár sem grær ekki. Það grær aldrei. En það er hægt að læra að lifa með því - og það má bera á það smyrsl góðra minninga, til að draga úr sársauka. Það vona ég að ykkur takist. » Gunnar Þorsteinn Halldórsson Lífið er lánið, lán þess er stopult. Dauðinn oft nær en vér hyggjum hér. Vinimir bestu verða að fara og dapur heimur eftir er. (K.H.) Hver er hann þessi dauði, sem vogar sér að taka þá frá okkur sem við elskum og þykir vænt um? Að taka frá okkur góðan dreng í blóma lífsins sem á alla framtíðina fyrir sér? Spurningum sem þessum skaut upp í huga mér þegar ég fékk fregn- ir af dauðsfalli Guðjóns frænda míns. Sorgin verður nístandi köld, allt eitthvað svo tilgangslítið þegar við verðum svo áþreifanlega vör við þann dómara sem ekki verður áfrýj- að hjá. En þegar frá líður og erfið- asti hjallinn er að baki á seinfarinni slóð sorgarinnar kemur upp í hug- ann mynd af glaðlegum dreng með glettið blik á auga. Og þannig mun Guðjón lifa í minningu okkar sem eftir erum. Elsku Gunnar, Bryndís, Jósep og Selma Ósk, megi allt verða ykkur til hjálpar í þeim mikla missi sem þið hafið orðið fyrir. Jón Finnbogason og fjölskylda. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst, og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru Ijóð, sem lifna og deyja í senn og lítil böm, sem aldrei verða menn. Ég vil hér í nokkrum orðum minn- ast ástkærs frænda míns. Guðjóns Gunnarssonar, sem fórst af slýsför- um aðfaranótt laugardagsins 10. apríl. Að horfa á eftir svona ungum dreng í blóma lífsins er stór biti að kyngja. Fyrst neitar maður að svona nokkuð geti gerst, en á endanum verður maður að horfast í augu við sannleikann og kyngja bitanum. Hann Guji er farinn. Eftir situr minn- ing um góðan dreng. Við Guji vorum bræðraböm. Á milli okkar var aðeins eitt ár og sam- gangur mikill, þannig að ég kynntist honum snemma. Við lékum okkur oft saman og þær voru ófáar fjall- göngurnar og hjólreiðatúrarnir sem við fórum í ásamt Jósepi bróður hans og oft fleirum og var Guðjón að jafn- aði fremstur í flokki. Hann var ákveðinn og stóð fast á sínu og var því oftast ósjálfrátt valið foringja- hlutverkið. Guðjón var mikill dundari í sér og ég þykist vita að þær séu margar sem sjálfseignarbílstjóri á Vörubíla- stöð Vestmannaeyja. Það starf stundaði hann í hartnær fjörutíu ár. Var hann farsæll í starfí, enda sam- einaðist þar vinna og áhugamál, og flestar viðgerðir á bifreiðum sínum stundirnar sem hann hefur eytt í kjallaranum heima hjá sér við að smíða eitthvað eða lagfæra. Hann vr mjög handlaginn við hvað sem hann gerði, hvort sem það var að smíða einhvem grip eða lagfæra og betrumbæta reiðhjólin sín. Ég man til dæmis eftir því einu sinni að hann tók eitt af hjólunum sínum og reif það allt í sundur, þreif það og setti saman aftur. Þetta litla dæmi lýsir því vel hversu iðinn og duglegur Guji var þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur sem hann hafði áhuga á. Guji stundaði mikið íþróttir, bæði fijálsar, fótbolta og skíði á veturna. Hann stóð sig mjög vel í öllu og vann til fjölda verðlauna. Að loknum grunnskóla lá leið Guðjón sína í Alþýðuskólann á Eið- um. Þar fann hann sig ekki nógu vel og eftir eina önn tók hann sér frí frá námi í eitt ár. í byijun þessa árs hóf hann svo nám við Verk- menntaskóla Austurlands í Neskaup- stað. Að lokum langar mig að fara fáum orðum um fjölskyldu Guðjóns. Hann var elstur þriggja bama hjónanna Bryndísar Guðjónsdóttur og Gunnars Jóseps Jónssonar. Bróðir hans heitir Jósep Freyr, fæddur 1977, og systir Selma Ósk, fædd 1987. Bryndís og Gunni eru einstakir foreldrar og sam- heldni fjölskyldunnar er alveg sér- stök. Það var sama hvað gert var, skíðaferðir eða útilega. Alltaf fylgd- ust þau að. Það sama gilti um þá bræður Guðjón og Jósep. Oftast var það þannig að þegar annar var nefndur fylgdi hinn á eftir. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að segja að Jósep er nú ekki einungis búinn að missa yndislegan bróður, heldur líka góðan félaga og vin. Litla systir Guðjóns, hún Selma Ósk, er aðeins á sínu sjötta aldursári og á eflaust erfitt með að átta sig á þessu öllu saman, en ég óska þess að í huga sínum varðveiti hún minningu um elskulegan bróður. Við andlát þessa unga frænda míns er komið stórt skarð í frænd- systkinahópinn sem aldrei verður fyllt. Guðjón er nú kominn á annan stað, okkur ókunnugan. Við vonum bara að hann sé ekki síðri en sá heimur sem hann hefur nú yfirgefið. Elsku Bryndís, Gunni, Jósep, Selma Ósk, afar og amma. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg og gefí ykkur styrk til að komast í gegnum þessa erfiðu raun í lífi ykkar. Ég vil fyrir hönd foreldra minna og systkina votta ykkur okkar dýpstu samúð. Helga F. Finnbogadóttir. Með fáum orðum viljum við minnast Guðjóns, bekkjarfélaga okkar, er lést í umferðarslysi laugardaginn fyrir páska. Við vorum rúmlega 20 í ár- ganginum og flest fædd og uppalin á Fáskrúðsfírði. Við þekktumst því vel frá upphafi og héldum vel hóp- inn. Þoldum við saman súrt og sætt 10 vetur í grunnskólanum og er því að vonum að minningar frá skólaár- unum streymi fram er eitt okkar er kallað brott svo skyndilega og alltof fljótt. En okkur skortir orð á sorgar- stund og því verður hinsta kveðjan til Guðjóns vinar okkar fátæklegri en vert væri. Guðjón var einstaklega góður og skemmtilegur félagi sem gaman var annaðist hann sjálfur, enda verklag- inn og fróður um allt er að bflum sneri. Sumarið 1938 urðu kaflaskil í lífi Hauks, en þá kynntist hann ungri stúlku frá Siglufírði, Jóhönnu Jósefs- dóttur, sem kom til vinnu hingað til Vestmannaeyja og felldu þau hugi saman og stofnuðu heimili er þau héldu saman allt til þess er Jóhanna lést árið 1982. Eignuðust þau þijú börn, en þau eru Svala Guðný, gift undirrituðum og eiga saman þijú böm; Oliver Guðni, ókvæntur; og Sigurður Högni, kvæntur Fanneyju Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur. Þau Haukur og Jóhanna áttu lengst af heima í austurbænum í Vestmannaeyjum í einbýlishúsi, sem hann reisti í túnjaðrinum á æsku- heimili sinu og þar bjuggu þau hjón er ég kynntist þeim fyrst og fór að venja komur mínar þangað í heim- sókn til einkadótturinnar. Var mér strax tekið sem einum af fjölskyld- unni og þar kynntist ég fjölskyldulífi eins og það gerist best hjá stórfjöl- skyldunni hér á landi, en er því mið- ur líklega á undanhaldi í sívaxandi streitusamfélagi. Síðan áttum við Minning Haukur Högnason, Vestxnannaeyjum Fæddur 7. júlí 1912 Dáinn 13. apríl 1993 A milli viná þörnin geymir þelið hlýtt. Það yrði tjáð með orðagjálfri einskis nýtt. Hjartans þökk. Guð fýlgi þér. (Gömul þýðing.) í dag, laugardaginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Landakirkju tengafaðir minn, Haukur Högnason frá Vatnsdal i Vestmannaeyjum. Haukur fæddist í Vestmannaeyj- um hinn 7. júlí 1912. foreldrar hans voru hjónin Sgiríður Brynjólfsdóttir, ættuð úr Reykjavík, og Högni Sig- urðsson, hreppstjóra Sigurfinnsonar frá Heiði i Vestmannaeyjum. Haukur var því af merku fólki kominn, 7. maður frá Högna Sigurðssyni, presti á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Haukur var næstyngstur sex al- systkina og ólst upp hjá foreldrum sínum í föðurgarði, en ungur missti hann móður sína sem lést árið 1921. En hann og þau systkinin áttu því láni að fagna að faðir hans kvæntist aftur, Guðnýju Magnúsdóttur úr Landeyjum, og hlaut hann því gott uppeldi á sæmdarheimili. Þá bættist í hópinn hálfbróðir, þannig að oft hefur líklega verið annasamt á þvi stóra heimili. Á sínum yngri árum lagði Haukur stund á alla algenga landvinnu, jafn- framt því sem hann lagði hönd á plóginn við búskap föður síns. En aðalstarf Hauks varð akstur bifreiðar að umgangast. Jafnan brosmildur og upplífgandi svo að sjaldan var hægt að vera fúll í návist hans. Hann var í eðli sínu æringi og hafði gaman af að bregða á leik við ólíklegustu tækifæri. Fóru kennarar okkar ekki varhluta af uppátækjum hans í skól- anum, enda var oft gaman í tímum og mikið fjör sem við tókum öll þátt í. Það voru frábærar stundir sem geymast en gleymast ekki þótt árin líði. En Guðjón var ekki bara gleði- gjafi. Hann var einnig mjög góður námsmaður, einkum var stærðfræðin honum Iétt. Þar var hann fremstur meðal jafningja og virtist stundum ekkert þurfa fyrir henni að hafa. Því var hann oft kallaður til svars er við hin máttum játa okkur sigruð. Þá má ekki gleyma leikhæfileikum Guð- jóns sem birtust í frábærri ræðu- mennsku. í 10. bekk var ræðu- mennska sett á í nokkrar vikur í stað samfélagsfræði. Þar naut hann sín vel og flutti ræður með tilþrifum svo að unun var á að hlýða. Guðjóni voru því allir vegir færir er hann lauk námi við Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar vorið 1991. Leið hans lá í Éiðaskóla um haustið eins og margra okkar hinna og frá síðustu áramótum var hann nemandi við Verkmennta- skóla Austurlands og lagði þar stund á vélvirkjanám. Þótt leiðir okkar bekkjarsystkin- anna hafí vitanlega legið í ýmsar áttir eftir að grunnskóla lauk höfum við flest komið heim í leyfum. Svo var einnig um þessa páskahelgi. Frí- ið hafði verið frábært, vor í lofti og skammt til sumars, enda farfuglarn- ir sem óðast að koma til árlegrar hreiðurgerðar. Það var einnig vor í hugum okkar og tilhlökkun er geng- ið var til náða á föstudaginn langa. Harmafregn laugardagsins stöðvaði vorkomuna um sinn. Allir dijúpa höfði og spyija: Hver er tilgangur iífsins? Hvers vegna eru sumir kall- aðir til annars heims í blóma lífsins en aðrir lifa til hárrar elli jafnvel sjúkir á sál og líkama? Von er að spurt sé, en svar fæst ekki. Við vilj- um trúa því að til sé líf eftir þetta og að Guðjón vinur okkar dvelji nú þar og hafí verk að vinna. Við þökk- um honum samfylgdina og geymum minningu um góðan dreng í hugum okkar. Foreldrum hans, systkinum og öðrum ástvinum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Bekkjarsystkini úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Til minningar um góðan, hæversk- an og vel gerðan frænda minn. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Elsku Bryndís, Gunni, Jósep, Selma Ósk, amma og afí, Kotmúla, og Jón afí, Fáskrúðsfírði, megi góður Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning elsku Guja frænda míns. Valdís. hjónin, og þá sérstaklega börn okk- ar, því láni að fagna að búa í ná- grenni við afa og ömmu og þar voru þau ætíð velkomin og áttu lengst af sitt annað heimili og griðastað. Voru enda ófáar ferðimar til afa og ömmu, þar sem börnin nutu hins trausta og hlýlega viðmóts, er einkenndi Hauk alla tíð. Settust hinir fullorðnu þá gjarnan í eldhúsið og fengu sér kaffi- bolla og ræddu um landsins gagn og nauðsynjar enda fylgdist Haukur vel með því sem var að gerast í þjóð- lífínu og hafði sínar skoðanir þar á, auk þess sem hann var fjölfróður um menn og málefni frá liðnum tíma og hafði góða frásagnargáfu og gat því teygst nokkuð úr viðverustundunum í eldhúsinu hjá tengdaforeldrum mín- um. Á þessari stundu erum við hrygg og sorgmædd, en í hjörtum okkar búa bjartar og hreinar minningar, sem munu ylja okkur um ókomin ár. Vil ég nú að leiðarlokum þakka góð- um tengdaföður samfýlgdina og böm mín, þau Haukur, Bjarki og Jóhanna Inga, kveðja yndislegan afa. Blessuð sé minning hans. Jón Hauksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.