Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Dómsmálaráðherra kynnir frumvarp Mannréttinda- sáttmáli Evrópu verði staðfestur DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti ríkisstjórninni í gær frum- varp um lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu. Helstu röksemdir ráðherra fyrir Jögfestingunni eru m.a. þær, að með því fái réttindi einstaklinga aukna vernd og réttarör- yggi aukist. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að gera tillögur til ráðuneytisins um viðbrögð við dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar í júní í fyrra. Nefndin varð sammála um að staðfesta bæri sáttmálann, eins og í flestum öðrum ríkjum Evrópuráðs- ins, og verður frumvarp þar um iagt fyrir alþingi á næstunni. Aukin vernd Helstu röksemdir sem dómsmála- ráðherra færir fyrir lögfestingu Mannréttindasáttmálans eru þær að réttindi einstaklinga fái aukna vernda og réttaröryggi aukist. Þá yrði lögtakan til þess að fylla upp í eyður í íslenskri löggjöf. Sem dæmi um það megi nefna, að 72. grein stjómarskrárinnar kveði ein- vörðungu á um prentfrelsi, en 10. grein samningsins taki til tjáningar- frelsins almennt. Eftir lögfestinguna geti einstaklingur borið ákvæði sáttmáians fyrir sig sem beina rétt- arreglu fyrir dómi eða stjórnvöldum, en ekki aðeins sem leiðbeining- argögn við lögskýringar, eins og nú sé. Þá auðveldi lögfesting dóms- úrlausnir og ákvarðanir stjórnvalda um mannréttindamál og einstakl- ingar geti fengið úrlausn hér á landi með kæruefni, sem þeir hefðu ella þurft að leita með til stofnana Evr- ópuráðsins í Strassborg. Þá veki lögfestingin menn til frek- ari vitundar um mannréttindi og þá virðingu, sem verði að ætlast til að þeim verði sýnd í réttarríki. Lögfest- ing sáttmálans sé og í samræmi við almenna stefnu í flestum Evrópuríkj- Morgunblaðið/Ámi Sæberg í söðli við Austurvöll VEÐURBLÍÐAN í höfuðborginni varð ekki til að spilla gær. Að ofan er heldur ekki hægt að sjá annað en ánægju nokkurra þingmanna sem þáðu boð norð- Salome Þorkelsdóttir kunni vel við sig þar sem hún lenskra hestamanna um útreiðartúr við Austurvöll í að fomum sið situr reiðhest sinn í söðli. Atvinnuástandið hefur aldrei verið verra en í síðasta mánuði Atvinnuleysi jókst um 8 prósent milli mánaða Mest aukning* atvinnulausra hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu ALDREI hefur jafnmikið atvinnuleysi í einum mánuði ver- ið skráð hér á landi og í marsmánuði, og jókst það um 8% frá fyrri mánuði, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Skráðir voru um 145 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem jafngildir 5,4% atvinnuleysi. Fjölgaði atvinnuleys- isdögum um 1.100 frá febrúar, en 63 þúsund frá mars 1992. Skráðir atvinnuleysisdagar í mars jafngilda því að 6.700 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum og fjölgaði þeim að meðaltali um 500 frá fyrri mánuði. Þar af eru 3.600 karlar og 3.100 konur. Ekki kemur til álita að selja Háskólabíó MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá forráðamönnum Háskólabíós: „Forráðamönnum Háskólabíós hefur verið tjáð að verið sé að gera þátt á vegum ríkissjón- varpsins um kaup samtaka á vegum kvikmyndagerðarmanna á bíóum eða leigu á rekstri án þess að nokkur formleg beiðni hafi borist þar um. Þess hefur jafnframt verið óskað að forráða- menn Háskólabíós kæmu fram í slíkum þætti. Þeir telja þátt með þessu efni með öllu óviðeigandi og geti skaðað hagsmuni bíósins. Þeir hafna þátttöku þar sem Háskólabíó er hvorki til sölu né leigu. Stjóm Háskólabíós telur ástæðu til að koma því á fram- færi að Háskólabíó er að öllu leyti í eigu Sáttmálasjóðs sem er sjálfseignarstofnun í umsjá Háskóla Islands en sjóðurinn var stofnaður með sambandsslitalög- unum frá 1918. Eins og kunnugt er hefur bíó- rekstur verið á vegum sjóðsins allt frá árinu 1942 er Tjarnarbíó var stofnað að fmmkvæði Alex- anders Jóhannessonar, rekstor. Arið 1961 var reksturinn fluttur í nýtt húsnæði sem fékk heitið Háskólabíó. Viðbygging var tek- in í notkun árið 1990, bíórekstur- inn aukinn og salir bíósins teknir til háskólakennslu og ráðstefnu- halds. Ennfremur eru Lands- banki íslands og Sinfóníuhljóm- sveit Islands leigutakar í húsinu. Stjórn Háskólabíós og há- skólayfirvöld eru staðráðin í því að halda þessum rekstri áfram svo sem verið hefur. Ekki kemur til álita að selja bíóið eða afhenda það með öðrum hætti. Háskólabíó munu nú sem fyrr kappkostá að veita íslenskum kvikmyndagerðarmönnum alla þá þjónustu sem í þess valdi stendur og minnir á að fjórar af sex íslenskum kvikmyndum á síðasta ári voru sýndar í bíóinu." (Fréttatilkynning) Nokkuð dró úr atvinnuleysi á Suðurnesjum í marsmánuði, og fór það úr 8,6% í febrúar í 6,8%, sem er 21% minnkun á milli mánaða. Hlutfallslegt atvinnuleysi er engu að síður mest á Suðurnesjum. Þar var atvinnuleysi meðal kvenna 9,5%, sem var hið mesta á landinu. Meðalfjöldi atvinnulausra á Norð- urlandi eystra er næst mestur, eða 6,6% og versnaði um tæp 7% frá febrúar. Um 70% af þessu atvinnu- leysi eru bundin við Akureyri. 96% aukning milli ára Atvinnuástandið hefur versnað á öllu höfuðborgarsvæðinu. Meðal- fjöldi atvinnulausra er 3.781, sem er um 5,2% af áætluðu vinnuafli. Atvinnulausum hefur fjölgað um 560 frá fyrri mánuði og um 96% frá mars 1992. Atvinnuleysið í Reykja- vík jókst um 16% milli mánaða, 25% í Hafnarfirði og 23% í Kópavogi. 66% atvinnulausra á höfuðborgarsvæð- inu eru skráðir í Reykjavík. Skást á Vestfjörðum Skást er atvinnuástandið á Vest- fjörðum en þar var meðalhlutfall atvinnulausra um 3,7%. 71% at- vinnuleysis á svæðinu var í Bolung- arvík, en nánast ekkert atvinnuleysi var þar í janúar. Atvinnuleysið á svæðinu hefur aukist í heild um 51% frá febrúar, en rúmlega áttfaldast frá mars 1992. Batamerki Gunnar Sigurðsson, hjá vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins, segir að mikill samdráttur sé í verslun og iðnaði og auk þess gæti áhrifa frá lokum loðnuvertíðar. „Það sem kannski er jákvæðast er að atvinnulausum í loic mars hefur fækkað um 496 frá febrúar og þeim fækkar alls staðar, líka á höfuðborg- arsvæðinu. Það hefur sýnt sig að þegar fjöldinn í lok mánaðar er minni en meðalfjöldinn í mánuðinum dreg- ur úr atvinnuleysi í mánuðinum á eftir,“ sagði Gunnar. Ætluðu að brjót- ast inn í bjórbíl ÞRÍR menn reyndu í fyrrinétt að bijótast inn í flutningabíl fullan af bjór ætluðum Norðlendingum. Þeim tókst ekki ætlunar- verkið en komust á braut á bO, sem sjónarvottar sáu skráningarmerkin á. Nýlegur flutningabíllinn stóð við Brimborgarhúsið á Bíldshöfða, fullhlaðinn bjór sem flytja átti norður yfir heiðar til sölu í áfengisverslun- um þar. Tveir mannanna reyndu að brjóta upp lása á geymsluhúsi bflsins en tókst eklri. Á meðan beið sá þriðji átekta í bílnum. Vitni urðu vör við athafnir mannanna og var lögreglu gert viðvart, auk þess sem öryggisvörður frá Securitas kom á staðinn. Þá voru menn- imir á bak og burt en vitneskju um skráningamúmer á bíl þeirra og lýsingu var komið til lögreglu. Töf á lagabreytingu hindrar frjálsan blómainnflutning TÖF sem orðið hefur á nauðsynlegri breytingu á búvörulögunum hefur komiö í veg fyrir að hægt sé að uppfylla hluta landbúnaðark- afla EES samningsins, en það veldur því að ekki verður úr frjálsurn innflutningi á 5 tegundum afskorinna blóma, sem átti að hefja til bráðabirgða frá 15. apríl til næstu áramóta hafi EES samningurinn ekki öðlast gildi þá. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að þegar gengið hafí verið að samningnum um evrópska efna- hagssvæðið hefði legið fyrir að nauðsynlegt væri að breyta lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvömm, og fmmvarp þess efnis verið lagt fram í ríkisstjóm- inni fyrir síðustu jól. „Þar náðist hins vegar ekki sam- komulag um að leggja það fram fyrr en um síðustu mánaðamót, þrátt fyrir að ég ræki mjög mikið á eftir því,“ sagði hann. Halldór sagði blómainnflytjendur og blómaframleiðendur hafa hist að venju síðastliðinn mánudag og rætt um fyrirkomulag innflutnings þeirrar viku sem nú er að ljúka, en enginn blómainnflytjandi hefði ósk- að eftir viðræðum við sig um þessi mál. „Þessi mál eru því í venjubundn- um farvegi, en þingtæknileg atriði valda því að umræddar lagabreyt- ingar eru ekki komnar fram. Það er síður en svo að verið sé að gera einhveija tilraun til að tefja fyrir þessu máli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.