Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 37 Minning Ida G. Þorgeirs- dóttir, Laxárbakka Fædd 15. febrúar 1929 Dáin 10. apríl 1993 Stundum kemur dauðinn sem líknsamur gjafari, leysir frá þraut- um og þjáning, þegar lífsþróttur e[ þorrinn og hörð örlög hafa lengi hijáð. Nú hefur hann lokað brám okkar kæru og mætu vinkonu, Idu Þor- geirsdóttur, sem hafði undangengin ár átt við þann óvin að stríða er við Alzheimer er kenndur og enginn fær þar vörnum við komið. Það er hart og sárt til þess að hugsa, þeg- ar svo skjótt sól bregður sumri í lífi fólks og enginn mannlegur mátt- ur fær rönd við reist. Þessi harðduglega, lífsglaða kona hlaut þessi örlög enn á bezta aldri í fullu lífsstarfi erils og anna á sínu mikla myndarheimili. Hjá henni fóru saman þeir mannkostir, er mætastir teljast: Bjartsýni vongleð- innar, hlýja umhyggjunnar og elja lífsorkunnar ásamt afar góðri greind og skarpskyggni á menn og málefni. Okkur hjónum er hún minnis- stæðust fyrir þann gefandi hlýleika, sem umvafði okkur allt frá fyrstu kynnum, þá einlægni alúðarinnar sem allt einkenndi, ekki sízt anna- söm störf hennar, glettnin góð og hlý, hláturinn geislandi léttur. Að leiðarlokum er svo vörm vin- átta dýrmæt í bjartri endurminn- ingu um góða og sanna konu. Kynni okkar spanna hálfan ann- an áratug, aldur sonardóttur okkar, Jóhönnu og dótturdóttur Idu. Við komum fyrst að Laxárbakka, heim- ili þeirra Idu og Áma manns henn- ar, við skím Jóhönnu og fengum þar hinar elskulegustu móttökur hjá heimilisfólkinu öllu, en Idu þó allra helzt. Það var eins og við væmm að gista góðvini kæra um árafjöld og nafnið á sonardótturinni gladdi ömmuna alveg sérstaklega. Sú nafngift var í góðu samræmi við þann hlýja hug er okkur mætti og við nutum svo vel og njótum hjá þessu mæta vinafólki okkar. Sonur okkar og dóttir Idu áttu þessa litlu stúlku saman en síðan ekki meir varðandi samband þeirra. En mikil og góð vinátta hefur verið á milli þeirra og fjölskyldna þeirra. Jóhanna — eða Hanna svo sem hún er jafnan kölluð — ólst svo upp á Laxárbakka hjá ömmu sinni og afa og varð þeim lýsandi sólar- geisli sem lífið snerist um, bæði hjá þeim og Gísla, móðurbróður hennar. Uppeldi Hönnu bar mannkostum Idu og kærleiksríkri fómarlund hennar fagurt vitni. Aldrei höfum við kynnst konu sem gladdist svo gestakomum, ekki sízt góðs frændfólks og vina, enda þótt um hreina gestanauð væri oft að ræða. Tekið var á mót öllum af ein- lægni hjartans og ekki voru veiting- arnar við nögl skornar. Þar giltu rausn og reisn hinna samvöldu hjóna og þess nutum við og okkar fólk ríkulega. Laxárbakki er í þjóðbraut og þegar samdráttur hefðbundins bú- skapar bitnaði á þeim hjónum sem öðrum var brugðið á ráð bændagist- ingar, enda húsakynni góð og hjartarúm ekki síðra. í miðjum þeim önnum veiktist Ida og varð frá að hverfa sínum dag- legu störfum og gefandi lífsorku og á sjúkrahúsinu á Húsavík dvaldi hún hin síðustu ár. Ida verður okkur afar minnis- stæð og um hana ljómar og lýsir í merlandi minning mikillar sæmdar- konu. Ida Guðríður, eins og hún hét fullu nafni, var austfírzkrar ættar. Hún fæddist á Vopnafírði 15. febr- úar 1929, dóttir hjónanna Ingiríðar Sigurðardóttur og Þorgeirs Lúð- víkssonar smiðs. Móðir hennar dó er Ida var á öðru ári og ólst hún upp hjá móðursystur sinni á Vopna- fírði, Margréti Sigurðardóttur, fram til 17 ára aldurs, en þá dó Mar- grét. Þá fer Ida norður til Húsavík- ur og er þar í vinnu og í Mývatns- sveit næstu árin. Á Húsmæðraskól- anum á Laugum er hún svo vetur- inn 1949-50, en svo liggur leiðin aftur í Mývatnssveitina. Þáttaskil urðu þar í lífi hennar þegar hún kynntist þeim mikla sæmdardreng, Árna Gíslasyni frá Helluvaði í Mývatnssveit. Þau gengu í hjónaband 26. októ- ber 1950, bjuggu fyrstu árin á Helluvaði, en reistu sér svo nýbýlið Laxárbakka í landi Helluvaðs og bjuggu þar góðu búi og heimilið annálað fyrir gestrisni og myndar- skap. Þau hjónin eignuðust tvö börn; Gísla, sem býr með föður sín- um að Laxárbakka og er starfsmað- ur sparisjóðsins i sveitinni og Ingu Margréti bókasafnsfræðing, sem býr nú að Þórisstöðum á Svalbarðs- strönd með manni sínum, Stefáni Tryggvasyni frá Skrauthólum á Kjalarnesi og eiga þau þijá syni, en áður átti Inga Margrét Jóhönnu með Þóroddi syni okkar. Barnalán þeirra Idu og Áma er því ótvírætt, svo ágætlega gerð sem þau systkinin eru bæði tvö. Komið er að kveðjustund og svo ótalmargt sem okkur ber að þakka á þeirri samleið sem þó var alltof stutt. Kvödd er mikil höfðingskona í sjón og raun, sem veitti hlýju hjarta síns óspart til samferðafólks- ins, sem gaf af kærleik sínum allt sem hún mátti. Við hinztu lífshvörf er í huga mikill söknuður. Við hjónin sendum þeim góðu vinum okkar, Árna, Gísla, Ingu Margréti og hennar fólki og ekki sízt Hönnu okkar, sem elskaði ömmu sína svo undurheitt, okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Við von- um að hinar björtu, fögru minning- ar um svo góða konu eigi eftir að létta þeim öllum sáran harm. í einlægni hjartans er hún Ida kvödd með alúðarþökk fyrir ógleymanleg kynni, sem bregða skærri birtu á brautina fram. Megi hún yndis njóta á því ódá- inslandi eilífðarinnar sem hún trúði svo staðfastlega á. Blessuð sé mæt minning Idu Þorgeirsdóttur. Jóhanna Þóroddsdóttir, Helgi Seljan. Það var sumarið 1984, sem við komum fyrst að Laxárbakka. Við gengum inn í bæinn með hálfum huga. Aldrei áður höfðum við þegið ferðaþjónustu bænda og því vorum við efins um að það myndi henta okkur að búa inni á heimili hjá ókunnugu fólki. En Ida og Árni urðu aldrei í huga okkar ókunnugt fólk. Þau tóku okkur opnum örmum eins og þau væru að taka á móti börnunum sínum. Okkur var vísað á norður- kvistinn og þar áttum við vísan stað næstu sumur í yndislegu yfírlæti. Ekkert heyrðist nema árniðurinn og fuglasöngurinn, einstaka jarmn kvað þó við af og til. Nokkrum sinn- um átti Laxárbakki eftir að verða fundarstaður fjölskyldna okkar, enda var öllum alltaf tekið opnum örmum. Ida var þessi fullkomna húsmóð- ir, sem hjartahlýjan og kærleikurinn skein af alveg sama hver það var, sem að garði bar. Útlendingar komu mikið að Laxárbakka og gengu samskipti þeirra og ídu ótrúlega vel þrátt fyrir það að hún talaði ekki mál þeirra. Hún tók eins á móti frönsku bakpokafólki og ensk- um lávörðum og gerði engan grein- armun á fullorðnum og börnum. Allir áttu sinn rétt og bar að sýna sömu virðingu. Oft komu í ljós á þessum ferðum okkar norður í Mývatnssveit ein- stakir mannkostir Idu. Mér er sér- staklega í fersku minni, þegar frönsk hjón, sem hjá þeim dvöldust fengu andlátsfrétt að heiman. Hlýj- an og umhyggjan sem hún bar fyr- ir þeim var engu lík, þrátt fyrir að ekki talaði hún orð í máli þeirra, enda eru það ekki alltaf hin töluðu orð, sem hugga best þann, er syrgir. Margir þeirra sem dvöldust hjá henni sendu henni árlega bréf og komu aftur og aftur, því að þeir fundu hvern mann hún hafði að geyma. Einnig áttu náttúrufræð- ingar og aðrir vísindamenn við Mývatn vísan samastað í eldhúsinu hjá ídu og naut hún mikillar virð- ingar þeirra. Stundum gat ída líka sagt mér ótal sögur, þegar ég sat klukkutím- um saman í eldhúskróknum hjá henni meðan feðgarnir voru úti við á að glíma við grimman urriðann. Þá hlógum við stundum svo að undir tók í eldhúsveggjunum, enda hafði ída sérstaka kímnigáfu og laðaði fram í viðstöddum gleði og gott skap. Komum mínum að Laxárbakka fór að fækka eftir að heilsu ídu hrakaði, enda var hún síðustu æviárin í sjúkrahúsinu á Húsavík. Samt sem áður var áfram tekið á móti feðgunum, sem komu til veiða. í liuga mínum eru þessi sumur á Laxárbakka okkar bestu sumur og þar stendur minningin um ídu upp úr og mynd hennar ber mikla reisn. Nú þegar ída hefur kvatt okkur bið ég algóðan Guð að vernda og styrkja Árna, Gísla og Ingu og síð- ast en ekki síst hana Hönnu okkar, sem átti nú alltaf sinn þátt i að gera stundirnar á Laxárbakka ógleymanlegar. Solveig Lára Guðmunds- dóttir og fjölskylda. Jón Þorsteins- son - Minning Fæddur 27. apríl 1921 Dáinn 10. apríl 1993 Foreldrar Jóns voru þau Jóna Aðalbjörnsdóttir og Þorsteinn Gott- skálksson, sem bjuggu allan sinn búskap í Siglufirði og var Jón næst- elstur átta barna þeirra. Á yngri árum var Jón fyrirmynd annarra ungra manna sökum af- reka sinna í skíðaíþróttinni. Aðeins 16 ára að aldri var hann í fremstu röð, bæði í göngu og stökki. Jón var fjölhæfur skíðamaður og haft var á orði hversu góðan íþróttaanda hann sýndi í allri framgöngu, hvort heldur hann hrósaði sigri eða ekki. Jón bar hróður Skíðafélags Siglu- fjarðar hvar sem hann kom, sökum prúðmennsku og drengilegrar framgöngu og var hann vel á sig kominn, jafnt til sálar og líkama, hvar sem á var litið. Snemma fór Jón að vinna fyrir sér, bæði við síldarsöltun og einnig mörg sumur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í Siglufirði. Mesta gæfuspor Jóns í lífinu steig hann hinn 17. maí 1941, en þann dag kvæntist hann Ingibjörgu Jónasdóttur, sem fædd er á Nef- stöðum í Fljótum 2. september 1920. Stofnuðu þau heimili á Hverf- isgötu 3 í Siglufirði og bjuggu þar alla tið síðan. Ingibjörg er dóttir Jónasar Jónassonar og Jóhönnu Jónsdóttur sem þá bjuggu á Nef- stöðum, en fluttust 1924 til Siglu- fjarðar. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, sem eru í aldursröð: Jónas, Jónsteinn, Ari og Jóhanna. Öll hafa þau stofnað sín eigin heimili og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Ingibjörg bjó manni sínum gott og hlýlegt heimili og fylgdi honum vel eftir að settu marki beggja; að hlúa sem best að heimilinu og böm- unum. Jón var í mörg ár vörubifreiðar- stjóri, en síðustu árin starfaði hann hjá Þormóði ramma hér í Siglufirði. Jón var maður dulur í skapi, en góðul' viðræðu, glettinn og gaman- samur á góðri stundu. Það skal ekki dylja, að Jón var skapmaður mikill, en fór vel með það. Árið 1947 fór Jón, ásamt Jónasi Ásgeirssyni, til Holmenkollen í Nor- egi og tók þar þátt í skíðastökk- keppni og bar þar hróður íslands og þá ekki síður Siglufjarðar, á stór- móti. Jón var sæmdur gullmerki ÍSÍ á sjötugsafmæli hans og þótti honum vænt um þann heiður. Eftir að Jón tók þann sjúkdóm sem lagði hann að velli 10. þ.m., þá áttum við nokkrum sinnum tal saman. Þá fór það ekki fram hjá mér, hversu sterkur persónuleiki Jón var. Aldrei æðruorð, en sá hið jákvæða við alla hluti. Á fundum okkar var ég und- antekningalítið þiggjandi. Að lokum skulu bornar fram þakkir fyrir samfylgd liðinna ára. Nú þegar vistaskipti hafa orðið hjá Jóni, þá er það vissa mín að það bíða vinir í varpa, því von er á gesti. Að endingu vil ég senda eftirlif- andi eiginkonu, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum, samúðarkveðjur. Hvíl í friðarfaðmi. Olafur •Jóhannsson. Gleðin er léttvæg og lánið er valt. Lífið er spuming sem enginn má svara. Vinirnir koma kynnast og fara. Kvaðning til brottfarar, lífið er allt. Kvæði þetta kom í huga minn er ég settist niður til að minnast kærs vinar, það er eftir Freystein Gunn- arsson. Hann Jón mágur minn er búinn að fá hvíldina eftir langa og erfiða baráttu við sjúkdóm sinn. En á erf- iðum tímum veikinda kynnumst við oft nýrri hlið á okkar nánustu og svo var um mig. Frá því að veikinda- ferill Jóns, sem ég kýs hér eftir að kalla Nonna, hófst, kynntumst við hvort öðru upp á nýtt og styrktist hálfrar aldar gamalt samband meir og meir. í upphafi minntist ég á að Nonni væri mágur minn, en hann var meira en það, því að í æsku missti ég móður mína og heimili mitt leystist upp. Á þeim erfiðu árum eignuðumst við faðir minn öruggt skjól á Hverfisgötunni hjá Öbbu og Nonna. Nonni fæddist í Siglufirði 27. apríl 1921, sonur hjónanna Jónu Aðal- björnsdóttur og Þorsteins Gott- skálkssonar sem látin eru fyrir nokkrum árum. Hann var elstur í stórum systkinahópi og þar sem hann bjó alla tíð í húsi sem faðir hans byggði í sambýli við foreldrana var hann þeirra stoð og stytta alla tíð. Nonni gekk að eiga systur mína Ingibjörgu 17. maí 1941, og má segja að þau hafí styrkt hvort annað og verið samtaka í allri sambúðinni. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn. Elstur er Jónas bifvélavirki Rvk., kvæntur Ólöfu Steingrímsdóttur, Jónsteinn trésmíðameistari Rvk., kvæntur Þórönnu Jósafatsdóttur, Ari bifvélavirki Rvk., kvæntur Lilju Jónsdóttur og yngst er Jóhanna hár- greiðslukona Sigluf., gift Hirti Hjartarsyni. Barnabörn Öbbu og Nonna eru ellefu og barnabarna- börnin sjö. „Já vinirnir koma kynn- ast og fara“ en viðkoman á jörðinni er minninganna virði. Við minnumst Nonna hins snjalla skíðamanns og glæsilegs feriis hans á skíðunum. 1 um tuttugu ár keppti hann fyrir heimabæ sinn Siglufjörð og færði heim marga sigra. Oft varð hann „Skíðakóngur Islands" en svo voru þeir nefndir er unnu samanlagt stökk og göngu á Skíðalandsmótinu. Ég man frá því ég var krakki hvað það var mikill viðburður í bæn- um ef haldið var stökkmót hvort sem það var í Hvanneyrarskál eða á „stóra bola“; allir sem vettlingi gátu valdið vildu ekki missa af svo ein- stökum atburði sem skíðastökkið var. Árið 1947 fór Nonni ásamt fleir- um í skíðaferðalag til Noregs og minntist oft þessarar ferðar, sérstak- lega að fá að stökkva á hinum fræga „Holmenkollen" stökkpalli. Frægur skíðamaður, Birgir Rut, kom hingar til lands og var svo hrifinn af að sjá Nonna stökkva að hann gaf honum stökkskíðin sín að skilnaði. Þegar Nonni varð sjötugur var hann sæmd- ur gullmerki ÍSI fyrir afrek sín. Auk skíðaáhugans hafði hann mörg áhugamál, svo sem stanga- veiði, skotveiði og útiveru almennt, hann unni náttúrunni, þekkti fugl- ana af hljóðinu svo að eitthvað sé nefnt. Starfsaldur Nonna var langur og farsæll. Lengst af stundaði hann bifreiðaakstur, bæði vörubíla og fólksflutningaakstur. Hann gerði sér far um að kynnast landinu sem best og íbúum þess og var hinn snjallasti leiðsögumaður þeirra sem ferðuðust með honum. Um tíma réri hann á trillubátnum Kristjáni með Valtý mági sínum en þeir áttu bátinn saman. Nonni var gæddur einstaklega góðum frásagn- arhæfíleika og léttir kímni og sagði oft skemmtilegar sögur af atburðum sem skeðu á sjónum og víðar. Sein- ustu starfsárin vann hann hjá Þor- móði ramma og þótti lagtækur við hin ýmsu störf. Allt virtist leika í höndum hans, vélar, trésmíði svo að eitthvað sé nefnt. Nonni var sérstakt snyrtimenni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Börn þeirra Öbbu og Nonna fluttu öll til Rvk. í fyrstu, en það var þeim mikið gleðiefni þegar einkadóttirin Jóhanna flutti heim til Siglufjarðar með sína fjölskyldu. Það var ánægju- legt að sjá Nonna með barnabörnun- um sem hann fékk nú loks að kynn- ast. Nú var oft gripið í harmonikk- una og spilað aðallega fyrir börnin sem höfðu ómælt gaman af. Elsku Abba mín, nú eru kaflaskil í lífínu og eins og segir í kvæðinu sem ég byijaði á: Liðin að sinni er vor samverustund síðustu kveðjur með andblænum líða. Velkomin aftur, er sjáumst vér síðar sólanna drottinn, oss blessi þann fund. Ég og fjölskylda mín sendum þér og allri fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Góður guð blessi ykkur öll. Valey Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.