Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 10
10 MORG;UNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR Ilí7/. ARRÍL 1998 Aldrei meiri ástæða til að erlendri hersetu linni eftir Ragnar Arnalds Er Alþýðubandalagið að hverfa frá andstöðu sinni við erlenda her- setu á íslandi og þátttöku þjóðar- innar í hernaðarbandalagi? Ýmsir fjölmiðlamenn hafa haft sérstakt yndi af því undanfama daga að gæla við þessa spurningu í fram- haldi af ummælum sem Ólafur Ragnar Grímsson lét falla á Alþingi og menn hafa teygt og togað hver eftir eigin óskhyggju. Ólafur Ragnar benti réttilega á, að nú blasa við gerbreytt viðhorf í alþjóðmálum frá því sem verið hef- ur um áratuga skeið og sannarlega er tími til kominn, að mótuð sé ný íslensk utanríkisstefna í betra sam- ræmi við breytta heimsmynd. Hins vegar kom það að sjálfsögðu hvergi fram hjá Ólafi Ragnari að Alþýðu- bandalagið ætti að breyta um af- stöðu til erlendrar hersetu í landinu. Herstöðvaandstæðingar hafa barist gegn þrásetu Bandaríkja- manna á Islandi í bráðum hálfa öld eða allt frá stríðslokum, þegar Bandaríkjastjóm bar fyrst fram óskir sínar um herstöðvar á íslandi til 99 ára. Allan þennan tíma hefur stór hluti þjóðarinnar, stundum meiri hluti og stundum minni hluti samkvæmt skoðanakönnunum, ver- ið eindregið andvígur veru erlendra hersveita hér á landi, og tvívegis hefur það verið á stefnuskrá ríkis- stjórna sem studdust við meiri hluta á Alþingi, að bandaríski herinn hyrfi af landi brott. Til höfunda greina Töluverður fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morg- unblaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgunblaðsins til greinahöf- unda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með venju- legu línubili. Yfirleitt geta höfundar komjð sjónarmiðum sínum á framfæri í texta, sem er ekki lengri en þessu nemur, þótt auðvitað geti verið undantekningar á því. Hins vegar kostar það meiri vinnu fyrir grein- arhöfund að setja fram skoðanir og sjónarmið í samþjöppuðu máli en um leið má gera ráð fyrir, að lesendahópur verði stærri, auk þess sem búast má við skjótari birtingu eins og að framan greinir. Morgunblaðið leggur áherzlu á að að verða við óskum höfunda um birtingu greina. Blaðið er orð- ið helzti vettvangur slíkra um- ræðna í þjóðfélaginu og vill vera það. Stærð blaðsins er hins vegar háð takmörkunum frá degi til dags. Morgunblaðið vill bæta þjónustu sína við þá sem skrifa í blaðið með skjótari birtingu, en forsenda þess er, að höfundar stytti mál sitt. Jafnframt áskilur blaðið sér rétt til að birta að- sendar greinar í einstökum sér- blöðum Morgunblaðsins, ef efni þeirra gefur tilefni til. Ritslj. 120 fm íbúðir til sölu Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru til sölu íbúðir með 2-3 svefnherb., stórum stofum, sérþvotta- húsi stórum svölum á móti suðri og bílskúr. íbúðirnar eru til sýnis fullbúnar Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: Glæsileg íbúð á góðum stað 4ra herb. kjíb. 108 fm nettó v. Hjarðarhaga í suðurenda. 3 góð svefn- herb., innbyggðir skápar. Nýtt parket. Sérhiti. Ágæt sameign. Langtlán kr. 4,0 millj. Glæsilegt sérbýli - hagkvæm skipti Á vinsælum stað í Mosbæ nýl. raðhús. Suðurendi. Um 65x2 fm m. rúmg. 3ja herb. íb. á hæð og í kj. Ágæt innr. Sólverönd. Trjágarður. Skipti æskil. á 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð í borginni. Fyrir smið eða laghentan timburhús ein hæð v. Langholtsveg um 80 fm. Ræktuð lóð 580 fm. Þarfn. endurbóta. Laust strax. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Ennfremur 3ja herb. íb. í reisul. steinh. v. Hverfisgötu og Njálsg. Þarfn. nokkurra endurb. Mjög gott verð. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Efri hæð við Miklubraut Mjög góð 4ra herb. efri hæð um 100 fm í þríbhúsi. Nýl. gler. Tvennar svalir. Sérhiti. Mikið rými fylgir í risi. Skipti æskil. á 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð helst í nágrenni. í gamla, góða vesturbænum 5 herb. 2. hæð tæpir 120 fm. Mikið endurn. 3 rúmg. svefnherb. Svalir á suðurhlið. Gott verð. Nýtt og vandað stein- og stálgrindahús grunnfl. um 300 fm v. Kaplahraun, Hafnarf. Vegghæð 7 m. Glæsilegt ris 145 fm íb./skrifst. Húsið má stækka. Mögul. á margs konar nýtingu. Elgnaskipti koma til greina. Húseign - 2 íbúðir óskast á söluskrá. Æskil. stærð: Tvær 3ja-4ra herb. íb. Fleira kemur til greina. Margs konar eignaskipti möguleg. • • • Opið í dag kl. 10-16. FJöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Andstæðinga erlendrar hersetu hefur verið að finna í öllum stjórn- málafiokkum og fyrir þann fjöl- menna hóp breytir það engu, þótt Varsjárbandalagið sé horfið úr sög- unni. Þegar ekki verður lengur bent á hernaðarógn úr austri, verða reyndar rökin fyrir brottför hins bandaríska hers enn augljósari og sterkari. Umræðan sem nú er í gangi um breytt viðhorf í öryggismálum byggir einmitt á því, að hernaðar- bandalagið NATO hefur misst glæpinn og algert tilgangsleysi þess blasir við öllum. Þegar nætur- myrkri kaldastríðsins er lokið og vitfirring vígbúnaðarkapphlaupsins er loksins á enda, hlýtur NATO að daga uppi eins og hvert annað nátt- tröll. Hvað tekur við er önnur saga. Við Alþýðubandalagsmenn höf- um lengi mælt með því, að samtök Sameinuðu þjóðanna yrðu styrkt eins og nokkur kostur er til eflingar friði. Oþarfi er að minna á, að þótt samtök SÞ hafi heimild til beitingar hervalds eru samtökin ekki hernað- arbandalag. Hlutverk þeirra, upp- þygging og eðli er allt annað en t.d. NATO, eins og best sést á því, að fjöldamargar þjóðir sem valið hafa sér hlutleysi í hernaði hafa átt aðild að SÞ. Við Alþýðubandalagsmenn höf- um alla tíð stefnt að því, að ísland yrði hlutlaust í hernaði og einmitt þess vegna höfum við mælt með því að kannað yrði, hvort ekki kæmi til greina, að um leið og hinn banda- ríski her hyrfi af landi brott, breytt- Ragnar Arnalds „Nýir tímar og breytt viðhorf í alþjóðamálum valda þvíj að krafan um herlaust Island óháð hernaðarbandalögum mun örugglega njóta vaxandi fylgis á kom- andi árum.“ ist herstöðin á Miðnesheiði í eftir- litsstöð á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Hafsvæðið umhverfis ísland er mjög víðáttumikið og því er nauð- synlegt að fylgst sé gannt með ferð- um herflugvéla, kafbáta og her- skipa um Norður-Atlantshaf' af óháðum aðila. Vafalaust dreymir forráðamenn NATO um að bandalagið fái ný verkefni og eignist nýtt hlutverk. Það er eðli allra samtaka sem tfminn dæmir úr leik að vilja þrauka áfram þrátt fýrir breytta tíma. Það er þeirra höfuðverkur en ekki okk- ar. Ef myndað verður svæðisbundið bandalag SÞ á norðurhveli jarðar sem lýtur stjórn Öryggisráðs SÞ sem sannarlega er óskandi að verði, þá er um allt önnur samtök að ræða en NATO-með annað eðli, aðra uppbyggingu, annað hlutverk. Kannski kjósa forystumenn NATO- ríkjanna þegar þar að kemur að leggja NATO niður og ganga inn í ný samtök af þessu tagi sem ættu það eitt sameiginlegt með NATO að ná að hluta yfir sömu land- svæði. En eftir sem áður mun stór hluti þjóðarinnar — og vonandi yfir- gnæfandi meirihuti — krefjast þess, að hér á landi sitji ekki erlendur her. Hver á þá að gæta eftirlitsstöðv- arinnar á Miðnesheiði? í umræðum um öryggismál verður að gera greinarmun á löggæslu og her- mennsku. Lögreglustörf og land- helgisgæsla eru dæmi um öryggis- gæslu sem ekki flokkast undir hern- aðarstörf. Þar drögum við mörkin. Tengsl íslands við nýtt hernaðar- bandalag, Vestureverópusamband- ið, sem nú er efst á dagskrá ríkis- stjórnarinnar í utanríkismálum er furðuleg tímaskekkja, þegar haft er í huga, að bandalagið er hernað- ararmur Evrópubandalagsins sem við íslendingar erum þó enn ekki orðnir aðilar að sem betur fer og verðum vonandi aldrei. Nýir tímar og breytt viðhorf í alþjóðamálum valda því, að krafan um herlaust ísland óháð hernaðar- bandalögum mun örugglega njóta vaxandi fylgis á komandi árum. Höfundur er formnður þingflokks Alþýðubnndnlngsins. lifaiEÍM oaáfl Umsjónarmaöur Gísli Jónsson Ég vík þá fyrst fáeinum orð- um að bréfi Jakobs Bjömssonar, sbr. síðasta þátt. Við erum ekki alltaf á einu máli, og ekki til þess að taka, en ég held að við séum sammála um grundvallar- atriði. Hann er á móti því að fara með offorsi að málinu, og það er ég líka. Ég hef oft lýst því, að ég væri talsmaður um- burðarlyndis og sveigjanleika. Stundum er hins vegar svo að manni sorfið, að skorts á þessu kann að gæta. Stundum finnst umsjónarmanni að með illu skuli illt út reka. Hinu man umsjónar- maður vel eftir að ekki ber að deila um smekkinn (De gustibus non disputandum, sögðu þeir gömlu í Róm), sbr. og ágætt bréf frá Halldóri Ármanni Sig- urðssyni hér í blaðinu ekki fyrir löngu. Það var um mannanöfn. Mestu máli skiptir þó, að ég held, að við Jakob Björnsson erum sammála um að fjöl- breytni, en ekki einhæfni, sé góður málkostur. Er þá enn vitn- að til hins sígilda dæmis um bíl- inn og bifreiðina. Orðið sukkull dó hins vegar í bernsku, þegar menn tóku að nota reiðhjól að marki. Ég ítreka svo þakkir mínar til Jakobs skólabróður míns Bjömssonar fyrir góð bréf fyrr og síðar. Gömul matarvísa. Umsjónar- maður er Svarfdælingur og skil- ur vel upphafið, en endinn miður: Ó, döndull, döndull, dreymir mig þig oft. Ó, vöndull, vöndull, vafinn upp i hvoft. Ó, huppur, huppur, hjartað andvarpar upp úr, upp úr ykkur kotungar. (Heimildarmaður Steindór Steindórsson frá Hlöðum.) Ólafur bóndi Stefánsson, Syðrireykjum, skrifar mér svo: „Kæri Gísli. Alltaf kemur eitt- hvað skemmtilegt fram í þáttun- um þínum, sem ekki er hægt að ganga framhjá. í þetta sinn er spurt um „tilvitnun í þau fræði, þar sem talað væri um að smíða byssur úr plógjárni". Tilvitnunin, sem þú nefndir úr Biblíunni, Jes. 2.4, er mörgum kunn, en gagnstæða ritningar- grein er líka að finna í hinni helgu bók. í Jóel, 3.14-15, stendur þetta: „Búið yður í heil- agt stríð. Kveðjið upp kappana! Allir herfærir menn komi fram og fari í leiðangur. Sníðið sverð úr plógjárnum yðar og lensur úr sniðlum yðar.“ Þessa ritningargrein mun Guðmundur Böðvarsson háfa haft í huga þegar hann yrkir í Smiðjuljóði (Hin hvítu skip 1939): Og þá rís úr munans myrkri magni þrungin sögn: Berið hingað allir yðar akuryrkjugögn. Smíðið sverð úr sigð og plógi, - sett skal dómsins mót, hinum biturbjarta sniðli breyta skal í spjót. Þannig virðist það hafa verið frá örófi alda, að ýmist hafi menn verið að breyta búmanns- þingi í hergögn eða öfugt. Alltaf vantaði málma þegar farið var í stríð og hver man ekki örlög klukkunnar á Þingvöllum? Það stílbragð kennaranna, að tala um byssur í stað sverða, sýnir í hnotskurn endurnýjunar- vilja nútímans gagnvart tung- unni og líkingamálinu. Þeir myndu líklega ekki taka undir með Harry Martinson sem sagði í ljóðinu Bréf smyijarans (þýð. Jón úr Vör): En þeir eru fastheldnir við þær líkingar og hugtök, sem eiga sér langan aldur, tala um sigðina á öld kornsláttuvélanna, 688. þáttur á tíð hríðskotabyssunnar kenna þeir dauðann við Ijá. Með góðúm kveðjum." Umsjónarmaður hefur engu við þetta fróðlega bréf að bæta nema einlægu þakklæti. Þá er hér síðari hluti bréfs frá Jóni Á. Gissurarsyni, sbr. næst- síðasta þátt: „Föðurafí og föðuramma eru í hugum nútímamanna afi þeirra og amma í föðurætt og — að breyttum breytanda — í móður- ætt, enda svo skýrt sem aðal- merking í Orðabók Menningar- sjóðs. Þetta tel ég rangt, föður- afi er afi föður þess sem hlut á að máli, enda sú merking í OM sem nr. 2. Þessi tvískinnungur um merkingu þessara orða er hvimleiður. Nú eigum við forn heiti yfir þessi tengsl, þ.e. föður- faðir, föðurmóðir, móðurfaðir, móðurmóðir. Þau gætu orðið hverju barni munntöm og auð- skilin. Njáll var föðurfaðir Ámunda blinda. Enginn velkist í vafa að Njáll var afi Ámunda í föðurætt, þótt ekki væri öðrum heimildum til að dreifa. Þér ætti að veitast auðvelt að vinna þess- um orðum á ný þegnrétt í máli voru. Með bestu kveðju.“ Þótt umsjónarmaður telji mál- vöndunarþætti sem þennan ijarri því gagnslausa, heldur hann að sér veitist ekki auðvelt að breyta málfari manna, jafn- vel þó allt væri það til bóta, að smekk okkar Jóns Á. Gissurar- sonar. Að svo mæltu þakka ég Jóni tryggð við þáttinn og langa varðstöðu um móðurmálið. Auk þess legg ég til að sögnin að giska verði fremur notuð en „tippa“ og komi þá giskarar í stað hins bjálfalega orðs „tippar- ar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.