Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 31 Ágreiningur um afstöðu alþýðu- bandalagsmanna til öryggismála JÓN Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra og Björn Bjarnason (S-Rv) formaður utanríkismálanefndar fagna vísbendingum frá Ólafi Ragnari Grímssyni (Ab-Rn) formanni Alþýðubandalagsins um hugsanlega við- horfsbreytingu þess flokks til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og her- stöðvarinnar í Keflavík. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) varaformaður Alþýðubandalagsins segir afstöðu síns flokks óbreytta. Alþýðubandalag- ið sé á móti her í landinu og hernaðarbandalögum. í gær var til umræðu skýrsla utan- ríkisráðherra til Alþingis um utanrík- ismál 1993. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra benti á í upp- hafi ræðu sinnar að skilin milli ein- stakra þátta utanríkismála væru ekki jafn skýr og áður. Nú væru öryggis- mál samþætt efnahags- viðskipta-, mannréttinda-' og umhverfismálum sem aldrei fyrr. Þjóðleg en sveigjan- leg utanríkisstefna krefðist því full- nægjandi heildarsýnar yfir marga og ólíka þætti alþjóðamála samtímis. Utanríkisráðherra sagði að á tímum umróts væri ekki síður brýnt en á tímum kyrrstöðu kalda stríðsins að Alþingi og ríkisstjóm stæðu saman um meginmarkmið utanríkisstefn- unnar. Utanríkisráðherra taldi ástæðu til að fagna vísbendingum sem nýlega hefðu komið fram á Alþingi af hálfu eins forystumanns stjórnarandstöð- unnar, þ.e. Ólafs Ragnars Grímsson- ar formanns Alþýðubandalagsins, um að hans flokkur kunni e.t.v., við hin- ar breyttu aðstæður í alþjóðamálum, Ólafur Ragnar Grímsson gagn- rýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lát- ið aðila vinnumarkaðarins bíða í margar vikur eftir svörum við tiltölu- lega einföldum spumingum sem til hennar var beint. Sagði hann að rík- isstjóminni hefði verið ljóst fyrir löngu hvaða ákvarðanir þyrfti að taka til að greiða fyrir gerð kjara- samninga til langs tíma. Þegar yfir- lýsingin barst hafi því svo ekki verið svarað hvrnig ætti að fjármagna lækkun virðisaukaskaatts af matvæl- um, lækka kostnað heimila af heil- brigðisþjónustu eða standa að vaxta- lækkun. Þingmaðurinn sagði ríkis- stjórnina stefna þjóðfélaginu út í óvissuna og skoraði á forsætisráð- herra að endurskoða ákvarðanir rík- isstjómarinnar yfir helgina þannig að fullnægjandi grundvöllur fyrir gerð kjarasamninga lægi fyrir á mánudag. Atbeini ríkisstjórnar nauðsynlegur Davíð Oddsson sagði að tvenns- konar sjónarmið hefðu verið uppi innan ASÍ og VSÍ um hvort aðstaðan í þjóðfélaginu væri slík að skynsam- legast væri að gera samninga til skamms tíma eða langs tíma. Þær raddir hefðu svo orðið ofan á að leita leiða til að gera samninga sem tækju til lengri tíma og ríkisstjórnin hefði viljað stuðla að slíku enda hefði at- beini ríkisstjórnarinnar verið for- senda þess að slíkt tækist. Það væri hins vegar mikill skaði að nú hefði sú orðið niðurstaðan innan ASÍ að fara ekki þá leið sem áður hefði ver- ið talað um. ; Páll Pétursson þingflokksformað- að vilja leggja þeirri samstöðu lið sem öðru fremur hafi gert íslendingum kleift á undanfömum áratugum að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og ná fram mikilvægum markmiðum í samskiptum við aðrar þjóðir. Jón Baldvin Hannibalsson vonaði að slík viðhorfsbreyting, ef hugur fylgdi máli, myndi skapa rökræðum um ís- lensk utanríkismál vinsamlegra um- hverfi en verið hefði. Jón Baldvin Hannibalsson fór í nokkra máli gegnum helstu efnisat- riði í skýrslu sinni, s.s. það að á sviði öryggis- og vamarmála hefði ríkis- stjórnin ákveðið að ísland gerðist aukaaðili að Vestur-Evrópusamband- inu til að tryggja íslendingum hlut- deild í samráði Evrópuríkja Atlants- hafsbandalagsins. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir þeim erfiðleikum sem orðið hafa í samrunaferli Evrópubandalagsins, EB, og svo gæti farið að umsækjend- ur um aðild úr röðum EFTA-ríkjanna gætu þurft að treysta á EES-samn- inginn lengur en þeir ætluðu. Hann ur Framsóknarflokks sagði að sumt væri skrumkennt í yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar og kvaðst telja að ríkis- stjómin hefði vitað að tilboðið væri ekki raunhæft. í tilboð ríkisstjórnar- innar vanti kjarajöfnun, þar vanti raunhæfa vaxtalækkun og benti Páll á að BSRB hefði ekki verið þátttak- andi í þessum umræðum heldur hefðu samtökin verið hunsuð af ríkis- stjóminni. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að það væra sameiginlegir hagsmun- sagði vangaveltur um mögulega aðild íslands að EB vera fjarlægari nú en fyrir ári. Breytt viðhorf Ólafur Ragnar Grimsson (Ab- Rn) þótti Iíkt og Steingrími Her- mannssyni heldur þröngt horft yfir sviðið í skýrslunni. Hann tók undir þau orð sem stæðu í upphafi skýrsl- unnar um mikilvægi þess á tímum umróts í alþjóðastjórnmálum að Al- þingi og ríkisstjórn stæðu saman um meginmarkmið utanríkisstefnunnar. Þess vegna væri það undrunarefni að á eftir kæmu svo yfirlýsingar um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, m.a. um aukaaðild að VES. Ræðumaður lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að skapa skilyrði fyrir umræðu um hina breyttu heimsmynd sem nú blasti við áður en þær ákvarðanir væra teknar sem leiddu af hinni breyttu heimsmynd. Olafur Ragnar gagnrýndi það að skýrslan væri líka stíluð með orðfæri liðins tíma og miðaði við aðstæður sem ekki væru lengur fyrir hendi. í skýrslunni væri t.d. talað um og árétt- að að vamarsamstarfíð við Bandarík- in og þátttaka í samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins séu og verði „hin bjargfasta undirstaða öryggis landsins". Þarna væri líka sérkenni- ir launþega, forsvarsmanna atvinnu- lífs og þjóðarheildarinnar að tækist að gera samningar til langs tíma. Jón Baldvin sagði það alrangt að samningamir hefðu strandað á því að ríkisstjórnin hefði verið ófús til að leggja sitt af mörkum. „Nú liggur fyrir að af hálfu ríkis- stjórnarinnar var í boði að greiða fyrir þessum samningum með veru- lega auknum framlögum til atvinnu- skapandi aðgerða, breytingum á skattakerfinu, fyrst og fremst til að koma til móts við kröfur Alþýðusam- bandsins. Teflt var á tæpasta vað um stöðuna í ríkisfjármálum," sagði hann. Fálmkennd vinnubrögð Fimm aðrir stjórnarandstöðuþing- menn tóku þátt í umræðunni og sagði Þórhildur Þorleifsdóttir þingmaður Kvennalistans að fátt væri fast í hendi í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar. Ríkisstjómin yrði að setja fram fast- mótaðar tillögur um áþreifanlegar kjarabætur og um aðgerðir til að bæta atvinnuástandið. Jón Kristjánsson þingmaður Framsóknarflokks gagnrýndi fálm- kennd og sein vinnubrögð ríkisstjóm- legur kafli um „óbreytt hlutverk vamarliðsins". Þar segði að eftirlits- og vamarhlutverk vamarliðsins væri óbreytt. Ólafur Ragnar taldi fráleitt að hlutverk herstöðvarinnar væri óbreytt. Það mætti hins vegar ræða að hve miklu leyti það kynni að breyt- ast og hvernig þær breytingar ættu að verða. Ólafur Ragnar sagði að vandamál- in í umhverfis- og öryggismálum og útbreiddari þekking á smíði kjam- orkuvopna knýðu á um nýtt alþjóð- legt öryggiskerfi. Umræða um slíkt færi fram frá mánuði til mánaðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ólaf- ur Ragnar minnti á að hann hefði sagt að ræða yrði málin með nýjum hætti. Hann gerði sér grein fyrir því að ekki væra allir ánægðir með þær yfirlýsingar, þ. á m. menn í hans eig- in flokki. Hann lagði áherslu á að krafan um að menn endurmætu for- sendur og afstöðu sína næði til alla, líka þeirra sem hefðu talið sitt helsta skjól og traust vera í hinu gamla öryggiskerfi. Nú á næstu mánuðum myndi reyna á það hvort ríkisstjórnin væri reiðbúinn til að opna fyrir mál- efnalega umræðu. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) sagði engan neita því að tímarn- ir hefðu breyst. Ógnin af Rússum hefði lengi verið helsta eða eina rétt- ar og tók undir með öðrum stjórnar- andstöðuþingmönnum um að yfírlýs- ingin væri almennt orðuð og líkti henni við kosningastefnuskrá. Sagði þingmaðurinn að ríkisstjómin hefði með þessu stórskaðað efnahagslífíð og valdið mikilli óvissu. Anna Ólafsdóttir Björnsson þing- maður Kvennalistans sagði ríkis- stjómina hafa létt álögum af fyrir- tækjum með aðgerðum sem nýttust síst þeim sem mest þyrftu á aðstoð að halda. Sagði hún ríkisstjórnina hafa hunsað BSRB í viðræðunum og að sér sýndist að ásetningur ríkis- stjómar væri að kljúfa launþega- hreyfinguna. Guðmundur Bjamason Framsókn- arflokki sagði úrræðaleysi ríkis- stjórnarinnar augljóst og yfirlýsingin væri svo loðin og máttlaus að laun- þegasamtökin gætu ekki tekið mikið mark á því plaggi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalista sagði að sjaldan hefði ríkisstjórn á íslandi verið jafn stór crlagavaldur í kjara- málum og efnahagsmálum og núver- andi ríkisstjórn. Aðgerðir hennar og aðgerðaleysi hefðu einkum beinst gegn launafólki. lætingin fyrir vera bandarísks herliðs í Keflavíkurstöðinni. Nú sýndist hon- um menn vera famir að leita annarra raka. Það var auðheyrt að Steingrím- ur taldi þau ekki finnast. Það gæti svo farið að það yrði hinn erlendi her sem tæki ákvörðun um að fara; segði: „good bye“. Steingrímur sagði að það væri miklu ánægjulegra ef Islending- . ar tælq'u sjálfir ákvörðunina. í ljósi hinna breyttu aðstæðna ætti að leita samstöðu um brottför hersins. Stein- grímur taldi það ekki lausn að Banda- ríkin eða NATO tækju að sér ein- hvers konar alþjóðlegt lögregluhlut- verk. „Djúpstæður ágreiningur“ Björn Bjarnason (S-Rv) sagði kominn fram „djúpstæðan ágreining" milli Steingríms J. Sigfússonar og Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Alþýðubandalagsins um hlutverk NATO og til vamarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hann vitnaði til þess að Ólafur Ragnar Grímsson hefði m.a sagt í þingræðu um VES: „þess vegna kann það vel að vera að þeir sem hafa áhuga á að starf- rækja þá herstöð sem hér hefur verið geti velt því fyrir sér hvort hún eigi kannski vænlegri framtíð, ef ég má nota það orðalag, sem hluti af nýju öryggiskerfi tengdu Sameinuðu þjóð- unum og byggt á breiðri samvinnu milli vesturheims Evrópu og annarra heimshluta frekar en sem skipulags- bundinn hluti af því stofnanaveldi sem Evrópubandalagið hefur komið sér upp.“ Bimi þótti Steingrímur J. Sigfússon vera gjörsamlega fastur í gamla tímanum og ágreiningur milli hans og Ólafs Ragnars hefði endur- ' speglast greinilega í ræðu hans. Það væra greinilega enn til innan Alþýðu- bandalagsins öflugir talsmenn óbreyttrar atstöðu í utanríkis- og öryggismálum þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hefðu. Stein- grímur J. Sigfússon sagðist ekki halda að Björn Bjarnason þyrfti að hafa áhyggjur af ágreiningi í Alþýðu- bandalaginu. Afstaða Alþýðubanda- lagsins í þessum grandvallarmálum lægi skýr fyrir; það væri á móti er- lendum her í landinu og það væri á 4 . móti hemaðarbandalögum. Björn Bjarnason taldi að Steingrímur myndi komast að annarri niðurstöðu ef hann ræddi við Ólaf Ragnar Gríms- son um þessi mál en sá hefði sagt í umræðunum um VES: „Ég tel ekki, að það sé hægt fyrir nokkurn ábyrg- an stjórnmálamann að gefa sér það fyrirfram áður en slík umræða fer fram, um hvað ágreiningur yrði.“ Bjöm sagðist ekki vera í nokkram vafa um hvað yrði ágreiningsefni þegar Ólafur Ragnar og Steingrímur settust niður til að ræða málin. Kom- inn væri fram djúpstæður ágreining- ur um afstöðuna til utanríkis- og öryggismála. Umræðu um skýrslu utanríkisráð- herra lauk um kvöldmatarleytið. < STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Tréklossar Verð kr. 1.995 Stærðir: 36-41 Litir: Hvítur, svartur, blár, rauður og gulur Ath.: Mikið úrval af klossum! Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Krlnglunnl, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi Akur- eyrar Apóteks. Dánarbú fráfarandi lyfsala óskar eftir því að viðtakandi lyfsali kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í, sbr. 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. ágúst 1993. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 10. maí nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. apríl 1993. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra við umræður um kjaramál •• > Ofl innan ASI urðu ofaná sem vildu semja til skamms tíma ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnlna harðlega fyrir hlut hennar í viðræðum aðila vinnumarkaðarins við utandagskrár- umræður sem fram fóru að beiðni Ólafs Ragnars Grímssonar á Alþingi í gær. Sögðu þingmenn yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til aðila vinnu- markaðar almennt orðaða og lítið mark á henni takandi. Davíð Odds- son forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði teygt sig lengra en dæmi væru um til að stuðla að gerð kjarasamninga til langs tíma en því miður hefðu þau öfl orðið ofan á innan Alþýðusambandsins sem vildu leita eftir gerð bráðabrigðasamninga og það væri Ijóst að til slíkra samninga þyrfti ekki atbeina ríkisvaldsins. Sagðist hann vonast til að aðilar vinnumarkaðarins myndu hugsa sinn gang á nýjan leik og leita eftir færum til að gera samninga til lengri tíma og við það borð sæti ríkissíjórnin. „Sú staðreynd að samningar tókust ekki er ekki ríkis- stjórninni að kenna, heldur, eins og fram kom þjá forsætisráðherra, urðu þau öfl sem vildu af pólitiskum ástæðum ekki standa að slíkum langtímasamningum, einfaldlega ofan á,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra við umræðurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.