Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 HANDKNATTLEIKUR Selfyssingar brutu ísinn lögðu Hauka örugglega í Hafnarfirði 21:26 Morgunblaðið/Kristinn Einar Gunnar Sigurðsson lyftir sér hátt á loft upp fyrir framan varnarvegg Hauka og sendir knöttinn í netið. Álitlumyndinni er Gústaf Bjamason, sem skoraði flest mörk Slefyssinga, eða níu. Reynsla FH vó þungt ÚRSLIT Valur-ÍBV 24:23 Valsheimilið, íslandsmótið i handknattleik — fyrsti leikur í 8-liða úrslitum, fðstudaginn 16. april 1993. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 3:3, 5:3, 8:4, — 9:6, 11:7, 12:8, 13:8, 13:9, 14:10, 16:12, ' 18:14, 20:17, 20:19, 23:21, 24:22, 24:23. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6, Ólafur Stefánsson 5, Jón Kristjánsson 4/4, Dagur Sigurðsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Geir Sveinsson 2. Utan vallar: 2 mín. Mörk ÍBV: Zoltan Belanyi 8/1, Guðfinnur Kristmannsson 6, Gylfi Birgisson 4, Svavar Vingisson 3, Erlingur Richardsson 1, Sig- urður Friðriksson 1. Utan vallar: 4 mín. Dómaran Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Voru óöruggir til að byrja með en lagaðist er á leið. Ahorfendur: 500. FH - Víkingur 29:26 Kaplakriki: Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 3:3, 5:3, 5:5, 6:6, 9:6, 9:9, 9:10, 12:10, 12:11, 13:11, 14:13, 17:14, 17:16, 20:16, 20:19, 23:20, 24:22, 26:22, 28:23, 29:26. Mörk FH: Guðjón Ámason 8/2, Sigurður Sveinsson 7, Alexej Trúfan 4/2, Kristján Arason 3, Hálfdán Þórðarson 3, Gunnar Beinteinsson 2, Pétur J. Petersen 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1. Utan vallar: Tvær mínútur. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 5, Dagur Jónasson 4, Lárus Sigvaldason 4, Bjarki Sigurðsson 3/1, Gunnar Gunnarsson 3/1, Árni Friðleifsson 2, Hilmar Bjarnason 2, Helgi Bragason 2, Kristján Ágústsson 1. Utan vallar: Sex mínútur. Dómarar: Hákon Siguijónsson og Guðjón L. Sigurðsson. Áhorfendur: Um 400 greiddu aðgangseyri. Haukar - Selfoss 21:26 jr íþróttahúsið við Strandgötu: Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:4, 6:6, 6:9, 9:10, 9:12, 11:13, 11:15, 14:16, 15:19, 17:20, 17:22, 20:23, 21:26. Mörk Hauka: Petr Baumruk 9/6, Konráð Olavson 8, Halldór Ingólfsson 3, Sveinberg Gíslaosn 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Selfoss: Gústaf Bjarnason 10/2, Sig- uijón Bjarnason 5, Sigurður Sveinsson 5/5, Jón Þórir Jónsson 3, Einar Gunnar Sigurðs- son 3. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Komust þokkalega frá erfiðum - • leik. Stjarnan - ÍR 19:23 íþróttáhúsið Garðabæ: Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:4, 6:6, 8:6, 9:7, 10:10, 12:12. 12:15, 13:15, 13:18, 16:18, 17:19, 19:21, 19:23. Mörk Stjömunnar: Skúli Gunnsteinsson 5, Magnús Sigurðsson 3, Acel Björnsson 4/2, Einar Einarsson 4/1, Hafsteinn Braga- son 1, Hilmar Hjartarson 1. Utan vallar: 4 mín. Mörk ÍR: Róbert Þór Rafnsson 6, Matthías Matthíasson 5, Jóhann Ásgeirsson 5/3, Branilav Dimitrivi 3, Ólafur Gylfason 2, Magnús Ólafsson 1, Sigfús Orri Bollason 1. Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Áhorfendur: Um 600. UM HELGINA Handknattleikur Úrslitakeppni karla: Mánudagur: Seljaskóli: ÍR-Stjaman..........kl. 20 Vestmannaeyjar: ÍBV-Valur.......kl. 20 Víkin: Víkingur-FH..............kl. 20 Selfoss: Self. - Haukar.........20.30 Júdó íslandsmótið í júdó fer fram í íþróttahús- inu Austurbergi í dag og hefst kl. 13.00. on á meðal keppenda 15. árið í röð. Frjálsíþróttir Hið árlega víðavangshlaup UMFA fer fram í dag, laugardag, og hefst kl. 14.00 við Varmá í Mosfellsbæ. Keppt verður í 5 ald- ursflokkum karla og kvenna. Knattspyrna Litla bikarkeppnin: Laugardagur kl. 14.00: Akranes: ÍA - Haukar Grindavík: Grindavík - Stjaman Kópavogsvöllur: ÍBV - HK Keflavík: IBK - Selfoss Ásvellir: FH - Grótta Skíði Alþjóðlega bikarmóti SKÍ verður framhaldið í Bláfjöllum á morgun og á mánudag. Keppni hefst kl. 09.30 báða dagana og verður keppt í svigi karla og kvenna. Badminton Vormót TBR í badminton verður í TBR-hús- inu á morgun, sunnudag, og hefst keppni ki. 10.00. Körfuknattleikur Úrslitakeppni 2. deildar karla: Allir leikimir i Hagaskóla af* Laugardagur: ÍKÍ - Léttir...................kl. 10.00 Hörður- USVH...................kl. 11.30 Leikn./Austri - Einherji..........kl. 13 ÍK-ÍKÍ.........................kl. 14.30 USVH - Leiknir....................kl. 16 Hörður - Austri/Einheiji.......kl. 17.30 Sunnudagur: Leikur um 5. sætið................kl. 13 Leikur um 3. sætið:............kl. 14.30 Leikurum 1. sætið:.............kl. 16.00 REYNSLA FH-inga hafði mikið að segja, þegar þeir unnu Vík- inga 29:26 í Kaplakrika í gær- kvöldi. Þar gerði markvarsla Bergsveins Bergsveinssonar gæfumuninn, en lánið lék ekki við gestina, sem misstu tvo lykilmenn, Bjarka Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson, út af vegna meiðsla. Bjarki lék ekki síðustu 35 mínúturnar og Gunnar missti af mikilvægum mfnútum í byrjun seinni hálf- leiks. Heimamenn voru mun meira ógnandi í sókninni en í undan- förnum leikjum og var greinilegt að þátttaka Krist- Steinþór jáns Arasonar í Guðbjartsson sóknarleiknum hafði skrífar góð áhrif. Boltinn gekk betur manna á milli og hraðinn var meiri en oft áður, en samt gerðu reyndustu menn sig seka um kæruleysi og mistök, sem hefðu örugglega reynst Asta Halldórsdóttir frá ísafirði er ósigrandi í kvennaflokki í ai- þjóðlegumötaröðinni „Icelandair Cup“ þegar þremur af sex mótum er lokið. Hún vann þriðja mótið, stórs- vig, sem fram fór í Hlíðarfjalli í gær og var 3 sek. á undan Hörpu Hauks- dóttur frá Akureyri, sem varð önnur. Maríu Magnúsdóttur, íslandsmeistari í samhliðasvigi frá Ólafsfírði, varð þriðja. Frakkinn Franc Mougel sigraði í stórsvigi karla eftir spennandi keppni afdrifarík gegn sterkara liði. í stöðunni 9:6 misfórust næstu sjö sóknir FH og Víkingar, sem gerðu fyrsta mark leiksins, náðu forystu í fyrsta sinn eftir það. Sama var uppi á teningnum, þegar FH var 20:16 yfir, en lán heimamanna var að gestirnir voru á sömu nótum — eyðilögðu átta sóknir í röð eftir að hafa náð 10:9 forystu fyrir hlé og skoruðu ekki úr sjö sóknum í röð á mistakakafla liðanna um miðj- an seinni hálfleik. Jafnræði var með liðunum fyrir hlé, en FH-ingar voru þó ávallt skrefinu á undan. Víkingar gáfu samt ekkert eftir og með mikilli baráttu tókst þeim að halda í við heimamenn, en létu undan síðustu 10 mínútur leiksins. Bergsveinn Bergsveinsson var besti maður FH. Hann varði að vísu ekki nema fjögur skot og þaraf þtjú langskot í fyrri hálfleik, en eftir hlé gerði leikur hans gæfu- muninn. Guðjón Árnason var öflug- ur að vanda og Sigurður Sveinsson við Vilhelm Þorsteinsson frá Akur- eyri, sem náði besta tímanum í síðari umferð. Mougel fékk samanlagðan tíma 1:58.30 mín., en Vilhelm 1:58.83 mín. Gregory Lagoutte, Frakklandi, varð þriðji á 2:01.70 mín. Kristinn Bjömsson datt í fyrri umferð. Styrkleiki mótsins í kvennaflokki var 86.75 fís-stig (Alþjóðleg styrk- stig), en í karlaflokki 66.99 stig. Vil- helm hlaut 70.66 stig fyrir árangur sinn en á best 66.52 stig. gaf ekkert eftir frekar en þjálfarinn Kristján Arason. Gunnar Beinteins- son var hins vegar ekki eins og hann á að sér. Víkingar féllu fyrst og fremst á slakri markvörslu. Eins var slæmt að missa Bjarka útaf, en Dagur Jónasson fyllti vel í skarðið og hlýt- ur að vera í byrjunarliðinu í næsta leik. Birgir Sigurðsson er greinilega ekki búinn að ná sér og spurningin er hvort áhættan sé þess virði. Lár- us Sigvaldason var öflugur í fyrri hálfleik og Gunnar þjálfari Gunn- arsson sýndi að hann getur skotið fýrir utan, en var spar á langskotin sem fyrr. Eftir stendur að þrefaldir meist- arar frá fyrra ári eru með pálmann í höndunum og eygja sæti í undan- úrslitum. SELFYSSINGAR brutu svo sannarlega ísinn í íþróttahús- inu við Strandgötu í Haf narfirði í gærkvöldi. Handknattleikslið þeirra sigraði þá Hauka í fyrsta sinn á þeim stað og var sigur- inn bæði sætur og sannfær- andi, 21:26. Margir höfðu spáð Haukum áfram í keppninni en eigi sú spá að rætast verða þeir að leika betur en í gær- kvöldi. Selfyssingar höfðu undirtökin svo til allan tímann og ein- hvern vegin hafði maður á tilfinn- ingunni að Haukarn- SkúOunnar ir myndu aldrei ná Sveinsson að sigra þá. Sú varð skrifar einnig raunin og munaði ef til vill mestu um markvörsluna því Gísli Felix varði mjög vel á meðan mark- . verðir Hauka, Magnús og Leifur, voru slakir. Gústaf Bjarnason var Haukum einnig erfíður því drengur- inn fór hreinlega á kostum og það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur — allt heppnaðiét. Selfýssingar léku 3-2-1 vöm en mjög aftarlega, fóru varla fram fýr- ir punktalínu. Þetta gekk vel því sóknarleikur Haukanna var mjög einhævur. Hafnrifðingarnir virtust vera búnir að gleyma því að liðið komst í átta liða úrslitin án Konráðs Olavsonár. í gær var honum ætlað að gera allt og þrátt fyrir að hann léki vel þá réði hann ekki aleinn við Selfossliðið. Selfyssingar, sem hafa ekki leikið vel að undanförnu, virðast til alls líklegir. Þeir léku vel í gær og það er mikil stemmning sem fylgir lið- inu, innan vallar sem utan og þegar sá gállinn er á leikmönnum, og áhorfendum, getur liðið sigrað hveija sem er. Það skal því enginn afskrifa Selfyssinga. Gísli óg Gústaf voru bestir en einnig átti Siguijón mjög góðan leik og Einar Gunnar einnig þó svo hann mætti vera meira ógnandi í sóknar- leiknum í fyrri hálfleiknum. Haukar tóku Sigurð Sveinsson úr umferð frá fýrstu mínútu til þeirrar síðustu og Einar Gunnar einnig í síðari hálfleik. Það dugði ekki því Einar Guðmundsson leikstjórnandi sá um að leika félaga sína uppi án þess þó að ógna verulega sjálfur, eins og hann hefur svo oft gert. Það fáum við að sjá hjá honum í næsta leik. Selfyssingar ljölmenntu á áhorfendapallana og létu vel í sér heyra eins og þeirra er vani og hafði það ekki svo lítið að segja fyrir liðið. Þannig vörðu þeir Hér er listi yfir varin skot hjá markvörðum (innan sviga skot sem fóru aftur til mótheija): Guðmundur Hrafnkelsson, Val - 12 (2) 7 (1) langskot, 4 (1) úr homi, 1 hraðaupphlaup. Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV - 23/5 (6) 12 (4) langskot, 5 (1) víti, 4 hraðaupphlaup, 1 úr horni, 1 (1) af línu. Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 18/1 (5/1) 10 (4) langskot, 4 af línu, 2 úr horni, 1 (1) víti og 1 (1) hraðaupphlaup. Reynir Þ. Reynisson, Víkingi - 3/2 (2) 2 (1) víti, 1 af línu. Alexander Revine, Víkingi - 2 (1) 1 hraðaupphlaup og 1 (1) langskot. Ingvar Ragnarsson, Stjörnunni - 4 (2) 3 (1) langskot, 1 (1) af línu. Gunnar Erlingsson, Stjörnunni - 7 (1) 3 langskot, 2(1) gegnum- brot, 1 hraðaupphlaup, 1 úr horni. Magnús Sigmundsson, ÍR - 3 (2) 1 langskot, 1 (1) af línu, 1(1) úr horni. Sebastian Alexanderson, ÍR -14/1 (4) 9 (2) langskot, 2 (2) af línu, 1 hraðaupphlaup, 1 gegnumbrot, 1 vítakast. Magnús Arnason, Haukum - 3 2 langskot, 1 af línu. Leifur Dagfinsson, Haukum - 6/1 (2/1) 2 (1) langskot, 2 úr homi, 1 af línu, 1 (1) víti. Gísli F. Bjarnason, Selfossi- 20 (7) 7 (5) langskot, 6 (1) úr horni, 6 (1) af línu, 1 hraðaupphlaup. Einar Þorvarðarson, Selfossi - 1/1 1 vítakast. SKIÐI / ALPAGREINAR Ásta vann í þriðja sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.