Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Páskaveisla í MS-heimilinu. Þátttakendur í Norðurlandamóti MS-félaga, sem haldið var í Reykjavík. MS-félag Islands 25 ára eftir Oddnýju Lárusdóttur, Gyðu Ólafsdóttur og Sigurbjörgu Armannsdóttur MS-félag íslands er félag fólks með sjúkdóminn Multiple Sclerosis, aðstandenda þeirra og annarra vel- unnara. Markmið félagsins er að styrkja rannsóknarstörf, kynna sjúk- dóminn og stuðla að velferð MS- sjúklinga. Aðalhvatamaður að stofn- un félagsins 20. september 1968 var Kjartan R. Guðmundsson yfirlæknir og fyrsti formaðurinn var Haukur Kristjánsson yfírlæknir. Núverandi stjóm félagsins skipa: Gyða Ólafs- dóttir formaður, Oddný Lárusdóttir varaformaður, Elín Þorkelsdóttir gjaldkeri, Sigurbjörg Ármannsdóttir ritari, John E.G. Benediktz með- stjórnandi. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfí. Hann leggst einkum á yngra fólk, sem gjaman er í námi eða er í þann veginn að stofna fjöl- skyldu, fátítt er að sjúkdómurinn byiji innan fímmtán ára aldurs eða eftir fimmtugt. Einkenni sjúkdóms- ins eru afar mismunandi og má þar nefna sjóntruflanir, óeðlilega mikla þreytu, skerðingu á samhæfðum hreyfíngum, jafnvægisleysi og stundum lömun. Gangur sjúkdóms- ins er mjög breytilegur og erfítt að segja fyrir um þróun hans. Dagvist MS-félagsins Hinn 4. apríl 1986 var sett á stofn MS-félag íslands á 25 ára afmæli á þessu ári. Alþjóðasamband MS- félaga, IFMSS, er einn- ig 25 ára á þessu ári og er afníælisárið hugs- að til fjáröflunar og kynningar á MS-sjúk- dómnum um heim allan, þessum dularfulla sjúk- dómi sem enn hefur ekki fundist skýring eða lækning á. dagvist fyrir MS-sjúklinga. Starf- semi dagvistarinnar felst í sjúkra- þjálfun, sundi, iðjuþjálfun, féiags- ráðgjöf og aðstoð við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Dagvistin veit- ir fólki ekki aðeins líkamlega þjálf- un, heldur er félagslegum þörfum sinnt, m.a. með stuttum ferðalögum, heimsóknum á listasöfn, leikhúsferð- um o.fl. Daglega njóta u.þ.b. 25 manns þessarar þjónustu, aðsókn hefur farið ört vaxandi og er svo Greinarhöfundar og stjórnarmenn MS-félagsins: Sigurbjörg Ármanns- dóttir, ritari, Oddný Lárusdóttir, varaformaður, og Gyða Olafsdóttir, formaður. Fjórða konan er Elín Þorkelsdóttir, gjaldkeri. komið að núverandi húsnæði er orð- ið allt of lítið. Þess vegna ráðgerir félagið að byggja nýja dagvist á Sléttuvegi 5, og er hönnunar- og undirbúningsvinna á lokastigi. í september nk. á félagið 25 ára afmæli og verður þess minnst með ýmsum hætti, sérstakt afmælisblað kemur út, opið hús verður í dagvist- inni og fyrirhuguð er fjáröflun vegna nýbyggingar félagsins. Á þeim tímamótum væri því ákaf- lega ánægjulegt ef okkur tækist að ýta óskaverkefninu úr vör, þ.e. bygg- ingu nýs og stærra húsnæðis sem gjörbreyta myndi aðstöðu MS-sjúkl- inga. HUNDASNYRTIM - SÝMNG Margrét Kjartansdóttir, hundasnyrtir, mun sýna klippingu og snyrtingu hunda i verslun okkar á morgun, sunnudaginn 18. apríl, kl 10.00, 13.00 og 16.00. Sýnd verdur snyrting smáhunda, STORRA hunda og allt þar á milli. Stutthœrðra, siðhœrðra, stríðhœrðra og annarra. T.d. Irish Setter, Sheffer, Dalmation, silki-Terrier og dverg-Schnauzer. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. DÝRARÍKIÐ Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Félagsstörf og fræðsla Félagsstarf er með ágætum hjá MS-félaginu, fréttablað kemur út einu sinni til tvisvar á ári, auk þess sem gefnir hafa verið út bæklingar og fræðsluefni um sjúkdóminn. Fundir eru haldnir ijórum sinnum á ári, auk aðalfundar, á þeim er ýmist eitthvað til skemmtunar eða fræðslu, og eru fundir vel sóttir. Til fjáröflunar selja félagsmenn jóla- kort, minningarkort eru líka seld í apótekum og á skrifstofu félagsins. Á vegum félagsins er starfandi stuðningshópur, tilgangur hans er að fræða og veita stuðning þeim, sem nýlega hafa fengið úrskurð um MS-sjúkdóminn. Fundir þessa hóps eru haldnir í húsi dagvistarinnar í Álandi 13, þar sem skrifstofa félags- ins er til húsa. MS-félagið er eitt af 19 aðildarfé- lögum Öryrkjabandalags íslands, tekur virkan þátt í starfsemi þess og leggur sitt af mörkum í baráttu fatlaðra til betra lífs. Norrænt samstarf Innan MS-félaga á Norðurlöndum er mikii og góð samvinna en íslenska félagið er aðili að norræna MS-ráð- inu, fundir eru haldnir árlega og nú í mars var fundurinn haldinn hér á landi. Með samböndum okkar við erlend félög höfum við fengið að- gang að miðstöðvum til endurhæf- ingar fyrir félagsmenn okkar og hafa nokkrir sjúklingar getað nýtt sér það. Danska MS-félagið (Sclerosefor- eningen) hefur komið sér upp skemmtilegum sumarhúsum á Jót- landi, sem þeir hafa verið svo vin- samlegir að bjóða okkur afnot af. Alþjóðafélagið og rannsóknarstörf MS-félagið er einnig aðili að IFMSS sem er alþjóðasamband MS- félaga en alls eiga 35 lönd aðild að sambandinu. í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá stofnun alþjóðasam- bandsins er árið í ár alþjóðlegt MS- ár. Eitt af meginverkefnum þeirra er að ijármagna og stuðla að rannsókn- arvinnu á MS-sjúkdómnum. Árið 1992 var unnið að 850 verkefnum í 23 aðildarlöndum, og til rannsókn- anna var varið 5,2 milljörðum króna. Árlega er haldið þing IFMSS þar sem niðurstöður nýjustu rannsókna eru kynntar og áhersluatriði í fé- lags- og fjáröflunarmálum eru rædd. Þessi þing eru sérstæð að því leyti að þau sækja vísindamenn, sjúkling- ar og heilbrigðisstarfsfólk og miðla hvert öðru af reynslu sinni. Fjölmörg stór alþjóðleg fyrirda- tæki, svo sem Esso, Goodyear og fleiri, greiða árlega háar íjárhæðir til rannsóknarverkefna, og forstjórar þeirra sitja gjarnan í stjórn IFMSS. Þá er algengt erlendis að þjóðhöfð- ingjar og frammámenn séu verndar- . ar MS-félaga, og taki virkan þátt í starfsemi þeirra. „Við göngum svo aðrir geti gengið“ Sem dæmi um fjáröflunarleiðir til rannsóknarstarfa má nefna áheita- göngu tveggja Englendinga, þeirra Sir Ranulph Fiennes og dr. Michael Strouder, sem er nýlokið og getið var um í fjölmiðlum, en Karl Breta- prins var verndari átaksins. Englendingarnir lögðu upp í göngu þvert yfír Suðurskautslandið, u.þ.b. '2.400 km leið, undir kjörorð- inu: „Við göngum svo aðrir geti gengið“. Þeir drógu allar nauðsyn- legar vistir á sleðum, hvor maður um 250 kg. Þetta var mikil þolraun og eftir 95 daga þegar aðeins voru eftir 200 kílómetrar í áfangastað, voru þeir orðnir svo kalnir fótum og illa haldnir að nauðsynlegt reyndist að sækja þá. Dugnaður þeirra félaga skilaði alls um tvö hundruð milljón- um króna í áheitum og gjöfum. Afmælisárið er hugsað til tjáröfl- unar og kynningar á MS-sjúkdómn- um um heim allan, þessum dular- fulla sjúkdómi sem enn hefur ekki fundist skýring eða lækning á. Höfundar eru sijórnarmenn í MS-félagi íslnnds. Fjárfestar mótmæla eignatekjuskatti Vafasöm kjarabót sem hækkar vexti „ÁLAGNING 10% eignatekjuskatts sem stjórnvöld hafa nú til umfjöllun- ar að lagður verði á, mun koma hart niður á launþegum í landinu. Þessi skattur mun leggjast á heimilin af tvöföldum þunga, fyrst sem skattur á sparnað þeirra, en einnig sem hækkun vaxta af skuldum heimilanna, sem sljórnvöld hafa marglofað lækkandi vaxtabyrði," seg- ir í ályktun frá Samtökum fjárfesta en þau skora á stjórnvöld og að- ila vinnumarkaðarins að hverfa þegar í stað frá öllum áformum um skattlagningu eignatekna ti! fjármögnunar yfirstandandi kjarasamn- inga. í fréttatilkynningu samtakanna eru stjómvöld vöruð við því að láta kjarabaráttu aðila vinnumarkaðarins hafa áhrif á stjórn efnahagsmála. Bent er á, að ákvarðanir af þessu tagi feli í sér beina skattahækkun, sem hafi í för með sér ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar á fjármagns- og pen- ingamarkaði, þar sem ekki hafi verið tekið tillit til annarra eigna- og eignatekjuskatta. í þessum tillögum felist vafasöm kjarabót og þær muni leiða til almennra vaxtahækkana. Tillögumar eru sagðar geta leitt til neikvæðra raunvaxta í aukinni verðbólgu og þar með valdið hruni almenns sparnaðar, þvert á þá stað- reynd að verulega þurfi að örva inn- lendan sparnað og koma í veg fyrir hugsanlegan fjármagnsflótta, sem verði raunhæfur kostur við væntan- lega aðild íslands að EES.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.