Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRlL 1993 Athafnasvæði fyrir alþjóð- leg efnaiðnaðarfyrirtæki Athafnasvæði fyrir alþjóðleg efnaiðnaðarfyrirtæki eftir Jón Hjaltalín Magnússon Inngangur Á undanfömum áratugum hefur verið unnið að nýtingu þess vatns- afls sem rennur að mestu leyti óbeizlað frá hálendinu til sjávar svo og jarðhita á háhitasvæðum lands- ins. Markmiðið er að breyta þessum orkulindum í auðlindir með því að nýta þær til orkuframleiðslu. Skapa þannig ný störf í framleiðslu og útflutningi á orkufrekum iðnaðar- vörum og bæta efnahag þjóðarinn- ar. í þeim skorti á nýjum atvinnu- tækifærum sem nú ríkir má spyija hvort nógu markvisst hafi verið unnið að nýtingu þessara orkulinda. Orkulindir íslands Samkvæmt ársskýrslu Lands- virkjunar er talið að það vatnsafl sem unnt er að nýta á fjárhagslega hagkvæman hátt til rafmagnsfram- leiðslu hérlendis svari til um 30 TWst á ári að teknu tilliti til um- hverfissjónarmiða. Núna hefur um 13% þessa vatnsafls verið virkjað. Þá hefur óverulegur hluti jarðhita landsins verið nýttur, en ef hann væri virkjaður til rafmagnsfram- leiðslu gæti það orðið viðbót sem næmi um 20 TWst á ári. Núver- andi heildarnýting beggja þessara orkulinda þjóðarinnar er samtals um 4.2 TWst eða um 8% af þeim 50 TWst sem virkja má með góðu móti til rafmagnsframleiðslu. Stefnumótun Öllum er ljóst að þessar orkulind- ir bæta ekki efnahag þjóðarinnar og skapa ekki ný störf fyrr en þær hafa verið beizlaðar og nýttar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Nauðsynlegt er því að fulltrúar at- vinnulífsins í samvinnu við fulltrúa allra stjómmálaflokka samræmi sem fyrst stefnu í nýtingu innlendra orkugjafa næstu fímmtíu árin og komi sér saman um ákveðnar leiðir til að ná settum markmiðum miðað við ríkjandi efnahagsástand í heim- inum og framfarir í tækni og vísind- um. Eitt af atriðum þessarar stefnu- mótunar gæti til að mynda verið hversu mörg álver sé æskilegt að risu hér á landi á næstu fímmtíu árum og forgangsröð um staðsetn- ingu þeirra. Leiðir að markmiðinu Reynslan undanfama áratugi segir okkur, að erlendir aðilar standa ekki í röðum til að byggja álver eða önnur orkufrek fyrirtæki hérlendis. Þvert á móti. Nú þegar eru til haldgóðar upplýsingar um orkulindir landsins og nýtingar- möguleika þeirra. Einnnig hafa ver- ið framkvæmdar fjölmargar rann- sóknir og hagkvæmnisathuganir á áhugaverðum orkufrekum iðnaði. Því er mikilvægt að móta ákveðna, samræmda og raunhæfa stefnu í nýtingu orkulinda landsins og marka ákveðnar leiðir að settu marki. Sérstök athafnasvæði Virkjun vatnsafls og jarðhita- svæða er kostnaðarsöm. Einnig kostar verulegar upphæðir að draga rafleiðslur og gufulagnir að fram- leiðslufyrirtækjum. Söluverð á ork- unni til fyrirtækjanna þarf að ákvarðast af sanngjömum endur- greiðslutíma á kostnaði við bygg- ingu virkjana og orkuleiðsla, svo og rekstri þeirra, en einnig af mögu- leikum framleiðslufyrirtækjanna á að greiða uppsett orkuverð til að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum með vörur sínar. Þó að áhugavert sé, að hér rísi á hveijum áratug eitt eða fleiri stór orkufrek framleiðslufyrirtæki, sem hvert um sig skapi nokkur hundmð ný störf þá er ekki síður áhugavert að stefna að uppbyggingu margra smárra og meðalstórra framleiðslu- fyrirtækja sem þurfa verulega orku til framleiðslu. Meðfýlgjandi mynd sýnir tillögu að sérstöku athafnasvæði fýrir smá og meðalstór fyrirtæki sem þurfa vemlega orku í formi raforku og jarðgufu til framleiðslunnar. Kostn- urinn við slíkt athafnasvæði er að lækka verulega orkuverð til fyrir- tækja með spamaði í virkjun og lagningu orkuleiðsla og vatnslagna til þessa svæðis í stað þess að leggja margar leiðslur til einstakra fyrir- tækja hér og þar. Æskileg staðsetn- ing slíkra athafnasvæða er í nálægð háhitasvæða eins og á Suðurnesj- um. Gert er ráð fyrir að sérstakur rekstaraðili sjái um orkuveitu svæð- isins, almennan rekstur þess og útleigu á lóðum. Þá gæti þessi að- ili séð um ýmsa þjónustu eins og byggingu og rekstur sameiginlegs skrifstofuhúsnæðis fyrir fram- Ieiðslufyrirtækin svo og ýmis þjón- ustufyrirtæki, eins og auglýsinga- stofu, endurskoðunarstofu, lög- fræðistofu, verkfræðistofu, veit- ingarekstur o.fl. Athafnasvæðið byggist upp í áföngum á nokkuð löngum tíma og möguleikar þurfa að vera á stækk- un þess. Fjöldi starfsmanna hvers fyrirtækis á svæðinu gæti verið á bilinu 10 til 100 manns. Tuttugu slík fyrirtæki mundu sennilega geta skapað sjálf samtals um 600 ný störf eða eins og eitt álver. Hins vegar mundu þau leggja fjárhags- legan grunn að um þijú þúsund nýjum þjónustustörfum í nærliggj- andi byggðarlögum. Starfsskilyrði Mikilvægt er að starfsskilyrði fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra á athafnasvæðinu séu vel skilgreind og skýr ákvæði um verð á orku, skattamál, umhverfismál o.s.frv. Við getum með góðri sam- visku sett fram marga aðlaðandi kosti fyrir jafnt innlenda og erlenda aðila á sviði orkufreks iðnaðar: * Nægt landrými og tiltölulega ódýrt að undirbúa byggingar- svæði. * Ódýr og umhverfisvæn raforka, jarðhiti og jarðgufa. * Vel menntað og nægt vinnuafl með góða almenna tækniþekk- ingu. * Þjónustufyrirtæki á flestum svið- um og gott síma- og póstsam- band. * Nálægð við alþjóðlegan flugvöll og flutningahafnir. * Ýmis innlend hráefni fáanleg til efna- og lífefnaiðnaðar. * Mitt á milli efnahagssvæða Evr- ópu og Ameríku. Alþjóðleg markaðssetning Margt bendir til þess að hug- myndin um sérstök efnaiðnaðar- svæði sé áhugaverð. Skynsamlegt væri að stofna undirbúningsfélag með áhugasömum hagsmunaaðilum til að vinna fyrstu tillögur að svæð- inu, skipulagi þess og staðsetningu, tengingu orkugjafa, starfsskilyrð- um fyrirtækja og starfsmanna þeirra, reglur um umhverfísmál, tímaáætlun framkvæmda og fjár- mögnun þeirra, rekstur svæðisins o.s.frv. Félagið myndi gera vönduð kynningargögn um öll þessi atriði. Kannar síðan áhuga innlendra aðila á því að stofnsetja fyrirtæki á svæð- inu, t.d. með samningi um fram- leiðsluleyfi á efnum og efnasam- böndum, málmblöndum og mörgu öðru og þá helst í samstarfi við erlenda markaðs- og framleiðsluað- ila. Síðan myndi félagið vinna að markvissri kynningu svæðisins er- lendis hjá þröngum markhópi fyrir- tækja í Bandaríkjunum og Asíu sem hafa áhuga á að selja framleiðslu- vörur sínar til Evrópu og framleiða þær með ódýrum og umhverfisvæn- um orkugjöfum. Senda þeim vönduð Jón Hjaltalín Magnússon „Tuttugu slík fyrirtæki mundu sennilega geta skapað sjálf samtals um 600 ný störf eða eins og eitt álver. Hins veg- ar mundu þau leggja fjárhagslegan grunn að um þrjú þúsund nýjum þjónustustörfum í nær- liggjandi byggðarlög- um.“ kynningargögn og heimsækja síðan ákveðinn hóp þessara fyrirtækja og bjóða þeim að koma til íslands á sérstaka kynningarráðstefnu. Framkvæmd Þegar áhugi á efnaiðnaðarsvæð- inu hefur verið kannaður til hlítar og fengin er staðfesting á rekstrar- grundvelli þess mætti stofna form- legt fyrirtæki um rekstur þess með þátttöku sem flestra áhugaaðila. Fyrirtæki þetta myndi sjá um að ljúka skipulagningu svæðisins og samningum um leigu eða kaup á því. Ákveða rekstrarfyrirkomulag þess og starfsskilyrði fyrirtækjanna á svæðinu og vinna að alþjóðlegri markaðssetningu þess. Lokaorð Samræmd stefnumótun um nýt- ingu orkulinda landsins og aukið samstarf allra hagsmunaaðila um að ná settum markmiðum mun skapa mörg ný störf í gjaldeyris- skapandi iðnfyrirtækjum. Sérstök athafnasvæði fyrir smá og meðal- stór orkufrek iðnfyrirtæki er án efa ein af leiðunum til að ná árangri. Höfundur vill að lokum þakka arkitektum á Teiknistofunni Ár- múla 6 í Reyjavík fyrir veitta að- stoð við að útfæra hugmynd að athafnasvæði fyrir orkufrek fyrir- tæki og meðfylgjandi teikningu. Höfundur er yerkfræðingur og einn af skipuðum talsmönnum Vcrkfræðingafélags íslands á sviði iðnaðar og þjónustu. REYKVIKINGAR! NÚ ERKOMINN NAGLADEKKIN FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.