Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 23
23 GEÐVERND 1. T6tuM»d 1M2 Pemaheftí um kvíöa Tímaritið „Geðvernd“ komið út Þema blaðs- ins er kvíði TÍMARITIÐ Geðvernd, 23. ár- gangur, 1992 er komið út en þema þessa heftis er kvíði. Fjallað er um kvíða, kvíðarösk- un, orsakir og afleiðingar og meðferð við þessum kvillum. Dr. Eiríkur Örn Arnarson yfir- sálfræðingur á Geðdeild Land- spítalans er ritstjóri tímarits- ins. Hann segir að fjallað sé um efnið á þann hátt að bæði lærð- ir og leikir geti nýtt sér fróð- leikinn. Að sögn Eiríks hefur tímaritið haft þá stefnu undir stjórn hans að hver árgangur hafi ákveðið þema en blaðið kemur út einu sinni á ári. Árið 1989 var þemað streita, 1990 var það þunglyndi og 1991 var það svefnleysi. „Þetta fyrirkomulag hefur fallið í góðan jarðveg og tímaritin hafa verið notuð við kennslu," segir Eiríkur. „Hvað þemað nú varðar má segja að kvíði snerti okkur öll á einhvern hátt og þetta er með algegnustu sálrænu sjúkdómum okkar. I tímaritinu er farið í ýms- ar meðferðir við kvíða en lyfja- notkun gegn honum er algeng. Einnig eru til meðferðir, þar sem ekki er notast við lýf og fjallað er um þær.“ Tímaritið Geðvernd fæst á skrif- stofu Geðverndarfélags íslands og í helstu bókaverslunum. _______MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993_ Endurhæfingaríbúð í Sjálfsbjargarhúsinu ENDURHÆFINGARÍBÚÐ búin sérstökum búnaði var vígð í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12 í gær. Unnið hefur verið að frá- gangi íbúðarinnar um nokkurt skeið en framkvæmdir hafa að verulegu leyti verið kostaðar með fé er safnaðist í árið 1&91 í sérstöku átaki. í íbúðinni mun fara fram endurhæfing og þjálfun sem meðal annars miðar að því að gera hreyfihömluðum einstakl- ingum kleift að búa einir án aðstoðar. íbúðin er ætluð hreyfihömluðu fólki, sem nú býr á stofnun, eða fólki sem nýlega hefur fatlast af völdum slyss eða sjúkdóms, að sögn Jóhanns Péturs Sveinssonar, formanns Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðrá. Markmið dvalar Markmiðið er að eftir 8 til 12 vikna endurhæfingu og þjálfun í íbúðinni geti viðkomandi lifað sjálfstæðu lífi á eigin heimili. Hann þekki eigin getu til athafna daglegs lífs og ráði við þær að- stæður að vera einn. Hann geti notið félagslegra samskipta á svipaðan hátt og aðrir í samfélag- inu og læri jafnframt að skipu- legga fjármál sín þannig að endar nái saman í heimilisbókhaldinu. Einnig gerir íbúðin fagaðilum mögulegt að meta líkamlega, sál- fræðilega og félagslega þætti og þar með þörfina á stuðningi, hjálpartækjum og hvaða íbúðartil- högun henti best til frambúðar. Hollvinir Sjálfsbjargar Forsögu þess að Sjálfsbjörg hefur nú eignast þessa endurhæf- ingaríbúð má rekja til ársins 1989 en þá um haustið voru lögð drög að því að safna fé til verksins. I mars 1991 var sent bréf til 37 þúsund manna en þar var hug- myndin um endurhæfingaríbúð kynnt og farið fram á þúsund króna fjárframlag. Sjö þúsund manns brugðust vel við og söfnuð- ust því sjö milljónir króna. Að sögn Jóhanns Péturs þótti þetta stórkostleg útkoma. Vill sjálfs- bjargarfólk kalla þá sem þarna veittu málinu lið og þá sem styrkt hafa það síðar hollvini Sjálfsbjarg- ar. Sérbúnaður Endurhæfingaríbúðin er búin margs konar sérhönnuðum bún- aði. Inngangur er opnanlegur með fjarstýringu og með henni má jafnframt kveikja og slökkva öll ljós í íbúðinni. Veggur milli svefn- og baðherbergis var rofinn og komið fyrir braut í loftinu. Eftir henn gengur lyfta sem íbúinn getur stjórnað sjálfur og valið um hvort lyftan flytur hann í sturtuna eða á salernið. Rúm er rafstýrt með fjarstýringu og fyrirhugað er að koma fyrir sjálfvirkum bún- aði til að opna og loka glugga með fjarstýringu. Á baðherbergi er vaskur stillan- legur í hæð og hægt að halla honum fram eftir þörfum. Blönd- unartæki eru valin sérstaklega með tilliti til hreyfihamlaðra svo og allur búnaður í baðherbergi. Skynjari kveikir ljós þegar komið er inn í baðherbergið og logar það meðan einhver er inni. Elhúsinnréttingar í íbúðinni eru færanlegar upp og niður. Borð í kringum helluborð er færanlegt og óháð efri skápum. Öllu er þannig fyrir komið í elhúsi að það nýtist sem best fólki í hjólastól og þar eru fjölmörg hjálpartæki sem auðvelda eldhússtörfin fyrir þá sem skortir handstyrk. Þá er auðvelt að komast út á svalir í hjólastól. Umsóknir Einstaklingur sem sækir um dvöl í íbúðinni þarf að hafa tekjur sem ekki eru lægri en örorkulíf- eyrir frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Húsaleiga er sú sama og aðr- ir greiða í Sjálfsbjargarhúsinu fyrir íbúðir af sömu stærð eða tæplega 19 þúsund krónur á mán- uði. Umsóknir skulu berast til félagsráðgjafa Vinnu- og dvalar- heimilis Sjálfsbjargar. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsti íbúinn FYRSTI íbúinn í endurhæfingaríbúðinni, Stefanía Antoníusdóttir, litast um í eldhúsinu ásamt Valerie Harris, iðjuþjálfa. Verð kr. 4.320 TorraTeam gervigrasskór ÚTILÍFw GLÆSIBÆ • S/Aff 812922 Menntamálaráðherra um bréf til Norræna kvikmyndasjóðsins Vissi ekki um bréfíð þegar það var sent ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra segist ekki hafa vitað um bréf sem Knútur Hallsson þáverandi ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu sendi Norræna kvikmynda- sjóðnum fyrir hönd ráðherra síðastliðið haust fyrr en eftir að bréfið hafi verið sent. í bréfinu var þess farið á leit að sjóðurinn veitti styrk til gerðar kvikmyndar Hrafns Gunn- laugssonar, Hin helgu vé. Hrafn Gunnlaugsson sendi menntamálaráðherra bréf í sept- ember þar sem hann fór þess á leit við hann að fulltrúi íslands í stjórn Norræna kvikmyndasjóðs- ins gerði þá kröfu innan stjórnar sjóðsins að veitt yrði 2,1 milljón sænskra króna til að ljúka við Hin helgu vé. Ólafur G. Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki séð þetta bréf Hrafns fyrr en eftir að Knútur sendi stjórn sjóðsins umrætt bréf. „Það er pínulítið óvenjulegt því yfirleitt fæ ég öll bréf og skrifa á þau hvert þau fari í afgreiðslu innan ráðuneytisins, en á þetta bréf ritar fyrrverandi ráðuneytis- stjóri,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að tvennskonar bréf færu út úr ráðu- neytinu. Annars vegar þau bréf sem ráðherra skrifar undir, og þá venjulega með ráðuneytisstjóra eða einhveijum skrifstofustjór- anna, en hins vegar þau bréf sem starfsmenn skrifa undir. „Það er alveg undantekninga- laus regla að öll bréf sem þannig fara út eru skrifuð F.h.r., eða P.m.v. á skandinavísku, sem menn geta lagt út hvort heldur sem er fyrir hönd ráðherra eða fyrir hönd ráðuneytis. Það sem hins vegar er óvenjulegt er að ráðherrann sjái ekki slík bréf ef þau skipta máli. Þetta eru hin venjubundnu vinnubrögð, en þetta tiltekna mál afgreiddi Knútur og það er ekkert við því að segja. Hann sá um öll málefni varðandi kvikmyndamál yfirleitt, það var hans viðfangsefni í ráðuneytinu í áraraðir. Það er hans mat í þessu tilviki að þetta mál afgreiði hann, og ég ætla ekkert að segja frekar um það, en eftir á að hyggja hefði verið betra að ég hefði fengið að fylgj- ast með þessu,“ sagði hann. Þegar Ólafur var spurður hvort hann hefði heimilað að bréfið yrði sent ef það hefði verið borið undir hann sagðist hann ekki telja það. „Það er kannski auðvelt að vera vitur eftir á en ég held ég hefði ekki gert það. Ég hafnaði þeirri ábendingu ráðuneytisstjóra að taka málið upp á fundi mennta- málaráðherra Norðurlanda í byij- un desember, en þá var búið að kynna mér þetta. Ég taldi þetta mál alls ekki eiga heima þar og vildi því ekki taka það upp.“ Ekki náðist tal af Knúti Halls- syni, sem er erlendis. GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.