Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. er 80 ára í dag. Genun ÖLIÐ geijast 1 svonefndum „eomhi-tönkum sem tryga'a hámarksgmði, ÖLGERÐ Egils Skallagríms- sonar er byggð á gömlum grunni en hefur fyigt tœkniþró- un drykkjarvöruiðnaðarins. Á undanförnum árum hafa nýjar framleiðsluvörur komið til sög- unnar og að sögn forráða- manna er átöppunarstöð Öl- gerðarinnar við Grjótháls í Reykjavík ein hin fullkomnasta í Evrópu. Haustið 1912 stofnaði ungur maður, Tómas Tómasson að nafni, lítið fyrirtæki í Reykjavik, Hann veðsetti allar eigur sínar, aflaði sér tækjabúnaðar og hóf ölsuðu í kjall- ara Þórshamars, þar sem nefndir Alþingis koma nú saman. Fyrstu mánuðirnir fóru í tilraunir þegar Tómas þreifaði sig áfram í leit að drykk sem mundi geðjast íslend- ingum. Það var ekki fyrr en undir vor 1913 að Tómas taldi sig hafa bruggað öl sem Reykvíkingum væri samboðið. Þann 17. apríl ók hann fyrstu flöskunum af Maltextr- akti út til verslana og miðar Ölgerð Egiis Skallagrímssonar hf. við þann dag sem stofndag, Maltölið hlaut strax miklar vinsældir og þótti sannur lífselixír, heilsudrykkur svo af bar. Það sýnir best hvern sess maltið hefur að í hörðum vinnudeil- um hafa verkalýðsfélögin veitt und- anþágur svo sjúklingar á sjúkra- húsum færu ekki á mis við heilsu- drykkinn sem „gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna", Önnur uppfínning og framleiðsla Ölgerðarinnar er Egils appelsínið. Blanda þessara tveggja rammís- lensku svaladrykkja, hinn eini sanni ,jóiakokteiIl“, er svo þriðja afbrigðið sem er jafn ómissandi á jólum og hangikjötið. Að sögn starfsmanna öigerðarinnar er það sígilt umræðuefni og jafnvel deilu- mál í hvaða hlutföllum sé best að blanda malti og appelsíni til að ná réttri hátíðarstemmningu í glösin. Örar breytingar Undanfarin fímm ár hafa verið viðburðarík í sögu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hf. Árið 1988 fluttu skrifstofurnar í stórhýsið við Gijótháls þar sem nýtískuleg verk- smiðja fyrirtækisins er einnig til húsa. í næsta nágrenni er þjónustu- miðstöð og ölsuðan er enn í gamla brugghúsinu við Frakkastíg. Þaðan er ölið flutt að Gtjóthálsi þar sem það er látið geijast í fullkomnum tönkum sem eiga að tryggja há- marksgæði. Ölgerðin hóf bruggun áfengs öls til neyslu á innanlands- markaði þegar ljóst var að sala þess yrði leyfð frá 1. mars 1989. Nú bruggar Ölgerðin þijár tegund- ir Egils öls og eina tegund undir merki Tuborg, auk þess er fram- leiddur pilsner, léttur Tuborg, hvit- öl og maltöl i ölgerðardeildinni. Af áfenga Egilsölinu er Egils Gull vin- sælast, að sögn Benedikts Hreins- sonar markaðsstjóra. Því er ýmist tappað á flöskur eða selt til veít- ingahúsa á kútum og fæst þannig ógerilsneytt. „Þegar bjórinn kom til sögunnar krafðist hann mun meiri umsvifa í sölu og þjónustu- deildum fyrirtækisins," segir Bene- dikt. „Bjórmarkaðurinn varð þó minni en margir höfðu átt von á. Þvi ræður helst verðstefna yfir- valda.“ Bjórbruggun er viðkvæmur líf- efnaiðnaður og skiptir miklu að fullkomins hreinlætis sé gætt á öllum stigum framieiðslunnar. All- Áfylling I átöppunarverksmiðjunni kemur mannshöndin hvergi nærri. Frumkvöðull TÓMAS Tómasson stofnandi Ölgerðarinnar og höfundur Maltölsins kaWar gæði framleiðslunnar. ur Egilsbjór er bruggaður sam- kvæmt þýsku hreinleikalögunum frá 1516, „Reinheitsgebot", sem hertoginn af Bayern setti til að tryggja gæði öls. í fyrra var hafin bruggun Tuborg-öls eftir uppskrift og með leyfj dönsku Tuborg-verk- smiðjanna, Tuborg-ölið er nú sölu- hæsta öltegund ölgerðarinnar. Samkvæmt reglum Tuborg varð að setja upp sérstaka efnarann- sóknastofu í húsi Ölgerðarinnar til gæðaprófana á Tuborg-ölinu. Eft- Höfuðstöðvarnar VERKSMIÐJA og skrifstofur Ölgerðarinnar eru í „flöskuhúsinu" við Grjótháls í Reykjavík. irlitsmenn koma fyrirvaralaust ( heimsókn og gera úttekt á fram- Ieiðslunni. „Danírnir gera mestu gæðakröfur sem hægt er að hugsa sér,“ segir Benedikt. „Við höfum fengið mikið lof fyrir gæðin og ég held að við getum ekki vænst betri viðurkenningar en þeir hafa gefíð okkur." Ölsuða FORSUÐA ölsins fer enn fram í brugghúsinu við Frakkastíg. Cola-drykkja hér á landi, Pepsi er annar risanna í kóladrykkjafram- leiðslu í heiminum og stefnir fyrir- tækið að öflugri markaðssókn fýrir vörumerkið, að sögn Benedikts. Ölgerðin framleíðir einnig Egils- gosdrykki og undir merkjum 7-Up, Canada-Dry, Mix, Schweppes og Sunkist, Flestir drykkirnir fást ýmist sykraðir eða með sætuefn- um, Þá er framleitt drykkjarþykkni með þremur bragðtegundum, Flestir gosdrykkimir eru fram- leíddír þannig að innfluttum bragð- efnum er bætt við sykur, eða sætu- efni, kolsýru og vatn, Blöndunni er síðan ýmist tappað á glerflösk- ur, áldósir eða plastflöskur. Heilræðavísur Nýlega varð nokkuð uppistand vegna auglýsingaherferðar sem farin var til að hefja upprunalega framleiðslu fyritækisíns, maltölíð, til fyrri vegs og virðingar. „Það var ekki ætlun okkar að lítilsvirða Hallgrím Pétursson eða kveðskap hans,“ segir Benedikt. „ÖIl umræð- an ( kjölfarið á auglýsingaherferð- inni varð þó til að vekja athygli á sálmaskáldinu. Eitt ágætt útgáfu- fyrirtæki lét loks verða af því að prenta Heilræðavísur Hallgríms á veggspjald, það hafði lengi staðið til en legið í dvala." Benedikt segir Ölgerðina hafa keypt eintök af veggspjaldinu til að senda 5 alla grunnskóla landsins, Rammíslenskt fyrirtæki Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. er fjölskyldufyrirtffiki og eiga synir Tómasar Tómassonar, þeir Jóhannes og Tómas Agnar, meiri- hluta í Ölgerðinni. Jóhannes Tóm- asson er forstjóri fyrírtækísins, framkvæmdastjórar eru Eiríkur Hannesson og Lárus Berg Sigur- bergsson. Bruggmeistari er Klaus Schmieder. Starfsmenn ölgerðar- innar eru nú nær 100 talsins, flest- ir í Reykjavík en einnig á Akureyri og einn á Reyðarfirði, Starfsfólki hefur heldur fjölgað en hitt þrátt fyrír sífellda tæknivæðingu. Á þessum tímamótum er enginn barlómur í markaðsstjóranum Benedikt Hreinssyni, „ölgerð Egils Skallagrímssonar er rammlslenskt fyrirtæki og hefur sterka markaðs- stöðu. Það er uppsveifla hjá okkur og söluaukning meiri en við áttum von á. Þessi aukning á ekki aðeins við vörumerkin sem við höfum ný- lega tekið inn, hún nær einnig til eldri og rótgrónari framleiðslu." Guðni Einarsson Fjölbreytt úrval svaladrykkja Gosdrykkir eru stærstí hluti framleiðslu ölgerðarinnar, hvort sem litið er til umfangs eða veltu. Fyrirtækið býður nú nær 20 teg- undir svaladrykkja og fást þeir í mörgum stærðum umbúða. Nýlega tók Olgerðin við framleiðslu Pepsi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.