Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18, APRÍL 1993
Börnin í
Tékklnndi nlost
upp í sótmekki
endn búa þau í
skammarkrók
Evrópu
Eftir Rune Bech í Most, Tékklandi.
Jana Maninova er tólf ára og man ekki hvenær
hún sá síðast sól á lofti á heiðum himni. A hverj-
um morgni þegar hún vaknar og lítur út um
gluggann er loftið mengað af dökkri þoku kola-
ryks og reyks sem liggur yfir bænum eins og
kæfandi teppi.
*
Aður en Jana leggur af stað
í skólann ofar í hæðinni
kveikir hún á útvarpstæk-
inu til að heyra brenni-
steinsdíoxíðtölu morguns-
ins. Fyrir stuttu komst
hún upp í 1.900, og bílum
með hátalara var ekið um göturnar
til að vara íbúana við að opna dyr
eða glugga. Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin, WHO, telur að fari magn-
ið yfir 150 sé það skaðlegt mönnum.
Skólum var lokað í sjö daga, götur
voru mannlausar og íbúamir héldu
sig innandyra. Þungaðar konur voru
fluttar burt frá svæðinu.
I dag er brennisteinsdíoxíðmagnið
komið niður í 450 millígrömm í
hveijum rúmmetra lofts. Þegar
magnið fer yfir 250 er bömum bæj-
arins ráðlagt að setja upp öndunar-
grímur þegar þau fara í skólann.
Þetta þráláta reykský yfir norð-
urhluta Tékklands er ekkert nýmæli
fyrir ríflega milljón manns, sem anda
að sér þessu mengaða lofti á einu
spilltasta Iandsvæði Evrópu. Óþefur-
inn af surtarbrandsreyk berst um
allt, og ferskt loft er framandi mun-
aður sem íbúamir spara til að geta
veitt sér í viku sumarleyfi í Tatra-
Qöllunum.
Við emm í Mezibori. Smábæ í
bæheimsku hlíðunum fyrir norðan
tékknesku iðnaðarborgina Most. Eitt
sinn var dalurinn meðfram bökkum
Elbu eitt fegursta svæði Evrópu þar
sem sólin skein á græna skóga og
skrautlegar hallir barokktímabilsins.
í dag líkist dalurinn ijúkandi eyði-
mörk á tunglinu þar sem orkuver
og verksmiðjur með hrærigraut af
leiðslum, spennistöðvum og reykháf-
um teygja sig kílómetra eftir kíló-
metra. Mitt í þessu misþyrmda
landslagi, hjá risastóm efnaverk-
smiðjunni Chemopetrol, er sjö hekt-
ara tilbúin tjörn með gulleitu af-
rennslisvatni og efnaúrgangi, sem
smátt og smátt seytlar niður í vatns-
bólin neðanjarðar. Flest trén á svæð-
inu em dauð. Tíunda hver þungun
leiðir til ótímabærrar fæðingar.
Þriðja hvert bam er komið með of-
næmi innan tíu ára aldurs, og íbú-
amir deyja tíu ámm yngri en al-
mennt gerist í Evrópu. Á hveiju ári
sáldrast milljónir tonna af ösku með
kadmíni og blýi niður yfir svæðið
og leggur svart lag af sóti yfii allt.
Húsveggir og þök hafa sortnað og
á grasinu er eyðilegur, gráleitur
blær.
I skrifstofu bamaskólans í Mezi-
bori fær Milan Stovicek skólastjóri
oft á dag upplýsingar símleiðis um
í skrifstofu barnaskólans í Mezibori skráir Milan Stovicek skóla-
stjóri tölur um brennisteinsdíoxíðmagnið á gult aðvörunarskilti með
teikningu af gasgrímu, sem hangir við glerhurðina inn í hátíðasal
skólans. Þannig geta bömin séð það í öllum frímínútum hvort þau
þurfi að nota öndunargrímur við leik úti á skólalóðinni.
brennisteinsdíoxíðmagnið. Hann
skráir tölurnar á gult aðvörunar-
skilti með teikningu af gasgrímu,
sem hangir við glerhurðina inn í
hátíðasal skólans. Þannig geta böm-
in séð það í öllum frímínútum hvort
þau þurfi að nota öndunargrímur
við leik úti á skólalóðinni. Þá daga
þegar talan er óvenju há er bömun-
um einnig ráðlagt að bera grímurnar
innandyra. En það er ekki auðvelt
að halda börnunum inni, segir
Stovicek. Jafnvel þegar reykskýið
er svo þétt að ekki sést yfir skólalóð-
ina vilja þau helzt vera úti að hjóla
eða leika sér. Á venjulegum degi
jafngildir mengunin því að börnin
reyki 10-12 sígarettur bara með því
að draga andann.
„Ég get vart lýst því hve mikið
ég vorkenni bömunum að þurfa að
alast upp við þessi skilyrði,“ segir
Milan Stovicek í viðtali við Morgun-
blaðið. „Þau eiga ekki annarra kosta
völ því þau eru fædd inn í þennan
heim. Flesta daga er loftið svo
heilsuspillandi að þau þyrftu að vera
með grímur þegar þau em á ferli
utandyra. Mengun í þessu magni
heftir vöxt þeirra og dregur úr virkni
ensíma i blóði. Með mælingum höf-
um við staðfest að öndunargrímum-
ar sía burtu svo til allt kolarykið og
þá þungamálma, sem líkaminn getur
ekki unnið úr. Grímurnar gefa þeim
tækifæri til að halda í lágmarki þeirri
hættu sem þeim stafar af að búa í
þessum skammarkróki Evrópu,"
segir Stovicek, sem auk þess að vera
stjórnandi skólans kennir bömunum
líffræði.
Þegar skólinn úthlutaði börnunum
öndumargrímum fyrir nokkru, voru
flest þeirra andvíg þessum vand-
ræðalegu og óviðfelldnu grímum.
Þau fóm fyrst að sætta sig við grím-
urnar eftir ítarlega fræðslu um þau
efni sem hætta stafar af í þessu