Morgunblaðið - 18.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRIL 1993 VMtBBRÉFMl íwallstiÉt Gudmundur Franklin Jónsson meó f jórmólahverfió i New York bak vió sig; lengst til vinstri er Oppenheimer-byggingin þar sem hann starfar og World Trade Center, Twin Towers, fyrir mióju. Viðtal og myndir: Einar Falur Ingólfsson Á TÖLVUSKJÁNUM fyrir fram- an hann birtast nöfn fyrirtækja og tölur. Mikið af tölum, og þær breytast reglulega; verð hluta- bréfa hækkar eða lækkar og mikl- ir fjármunir færast milli eigenda. Hann skoðar hvað er að gerast hjá ákveðnum fyrirtækjum, hringir þá í nokkra viðskiptavini og greinir þeim frá stöðunni, gef- ur ráð um að kaupa eða selja. Og ef þeim líst á áætlanimar gengur hann frá málunum og sér til þess að enn fleiri hlutabréf skipti um eigendur. Guðmundur Franklín Jónsson starfa sem verð- bréfasali hjá Oppenheimer & Co., einu af stóru fjármálafyrirtækj- unum við Wall Street í New York, og þar færast peningarnir ört milli manna og í ennþá meira magni síðustu vikur en endranær. Þrátt fyrir hryðjuverk í World Trade Center, næsta húsi við Oppenheimer,, þá er fjármagns- markaðurinn í sókn um þessar mundir og meira en nóg að gera við að ávaxta peninga, selja og kaupa skulda- og hlutabréf. Að koma inn á „markaðsgólf' í stóru fjármála- fyrirtæki, er eins og ganga inn í kvikmynd. Tölv- uskjáir um allt, hver ofan á öðr- um, og alls staðar menn í hvítum skyrtum - sumir stara á skjáinn og punkta eitthvað hjá sér, aðrir með eyrun límd við símtólin og finguma á lyklaborðinu. Heldur er þó rólegra í skrifstofunum þar innaf, þar sem verðbréfasalamir hafa skrifstofur og em í sambandi við viðskiptavini. Herbergisfélagar Guðmundar Franklíns Jónssonar em nokkrir Norðurlandabúar og einn Grikki að auki; borðin sitja þétt og engin skil- rúm svo upplýsingar gangi greiðlega milli manna. Guðmundur segir að í þessu starfi skipti samskiptin öllu, menn verða að vita hvað er að ger- ast á markaðnum og hvað er helst í fréttum. Enda eru það ekki bara hreyfingar í fjármáiaheiminum sem birtast á tölvuskjánum, heldur hefur Guðmundur þar aðgang að helstu fréttamiðlum og sér jafnóðum hvað er á seyði í heiminum. Guðmundur Franklín er 29 ára gamall og hóf störf hjá Oppenhei- mer haustið 1991. Þá hafði hann bak við sig verslunarpróf úr Verslun- arskóla íslands, stú3entspróf úr Fjöl- brautaskólanum við Ármúla, gráðu í stjórnun fyrirtækja úr háskóla í Providance, Rhode Island, þar sem hann sérhæfði sig í fjármögnun og fjárfestingum, og loks árs starf hjá litlu fjármálafyrirtæki í New York, sem um leið aflaði honum fullra rétt- inda sem fullgildur verðbréfasali. Það lítur út fyrir að Guðmundur hafi stefnt markvisst að því að kom- ast að sem verðbréfasali í New York, á stærsta fjármagnsmarkaði heims í dag, og hann neitar því ekki. „Eg hef lengi haft áhuga á viðskiptum," segir hann. „Eg var að snúast í matvöruverslun frá blautu bams- beini og þar lærði ég að þjóná við- skiptavinum. Áhuginn fyrir Banda- ríkjunum kviknaði hinsvegar þegar ég var í tæpt ár í Flórída eftir að ég lauk verslunarprófi. Þar var ég að vinna í gardínuverksmiðju og tók nokkra kúrsa að auki.“ Ráðinn sem íslendingur Þegar Guðmundur hóf síðan störf hjá Oppenheimer & Co., eftir að vera kominn með atvinnuleyfi og öll tilskilin réttindi, var hann fyrst sett- ur í stóran sal með fjöldanum öllum af öðrum sölumönnum og kom sér smám saman inn í hlutina þar. „Síð- ustu árin hefur fyrirtækið verið að ráða menn frá hinum og þessum þjóðlöndum, til þess að sjá um heimamarkaði sína og ég var ráðinn sem íslendingur. Aðalatriðið er þó að flestir skilja ensku í heiminum og maður getur í raun hringt hvert sem er. Ef ég hef sambönd í fjarlæg- um löndum er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég noti mér þau - þvert á móti. Ég vissi náttúrlega að mark- aður fyrir viðskipti myndi opnast á íslandi, hvort sem það væru eitt eða fjögur ár í það, og þá vildi ég vera undirbúinn. En í dag eru 99 prósent af mínum viðskiptavinum í öðrum þjóðlöndum en íslandi - og stærsti markaðurinn hér í Bandaríkjunum." Guðmundur segir að starfi verð- bréfasalans fylgi endalaus lærdómur og nauðsynlegt sé að fylgjast vel með. „Á skjánum mínum er ég með fréttaþjónustu Reuter og Dow Jones og get séð hvað er að gerast í heimin- um, auk þess að öll þessi fyrirtæki sem eru í almenningseign eru með stanslausar fréttir um sinn gang. Maður horfir á viðskiptafréttir í sjón- varpinu og helgarnar fara í lestur blaða og tímarita. Þannig kynnist maður smám sama starfs- og iðn- greinum, fyrirtækjum, vörum og þjónustu, alveg ofan í kjölinn. Það er stórkostlegt að vera svona í miðri hringiðunni." - Þannig að starfið er skemmti- legt? „Skemmtilegt og líflegt, enginn dagur eins. En óneitanlega er þetta mikil vinna, maður er í símanum allan daginn - líka eftir að heim kemur." - En hvaða kostum þarf verð- bréfasali að vera búinn, öðrum en þeim að geta farið með tölur? „Ég held að góður verðbréfasali þurfi að fylgjast vel með,“ svarar Guðmundur að bragði. „Auðvitað þarf hann að geta fylgt sínum mál- um eftir, getað talað við fólk og sýnt því fram á að hann hafi þekk- ingu á því sem hann er að gera. Og hann þarf að geta stappað stál- inu í viðskiptavinina og líka bremsað þá'af. Þá eru reynsla og þekking mikilvæg, að geta greint hlutina eins og þeir hafa gerst áður; fortíðin er eini mælikvarðinn sem við höfum og með því að skoða hana er oft hægt að ráða í framtíðina. Loks er mikilvægt að fylgjast með hræring- um í þjóðlífinu, sá verðbréfasali sem ekki heldur athyglinni vakandi hlýt- ur að draga úr afköstum. Verðbréfa- salinn er sérfræðingur í markaðin- um, nauðsynlegur milliliður og ráð- gjafi fyrir kaupandann sem hefur um nóg annað að hugsa og þarf að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.