Morgunblaðið - 18.04.1993, Blaðsíða 6
& FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ABRÍL 1993
Reykjavíkurborg’ býður út endurbætur á Arnarhóli í næsta mánuði
Hóllinn er
skoðaður
með jarðsjá
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða
út annan áfanga endurbóta á
Arnarhóli í byrjun maí og er gert
ráð fyrir að framkvæmdir hefjist
í lok mánaðarins að lokinni jarð-
vegsrannsókn með jarðsjá. Að
sögn Stefáns Hermannssonar
borgarverkfræðings er það gert
til að kanna hvort fornleifar sé
að finna í og við hólinn.
Gert er ráð fyrir að veita 20 millj-
ónir til verksins í sumar og þar af
greiðir Seðlabankinn 10 milljónir.
„Fyrsti áfangi var unninn fyrir
nokkrum árum og nú verður lokið
við breytingamar milli Ingólfsstræt-
is og Lækjargötu og Seðlabanka-
lóðarinnar og Hverfísgötu," sagði
Stefán.
Grassvörður verður sléttaður, hiti
lagður í bratta gangstíga og gengið
snyrtilega frá umhverfi styttunnar
af Ingólfi Amarsyni.
Framtíðarskipulag Arnarhóls
ENDANLEG útfærsla á verðlaunatillögu Birnu Björnsdóttur innanhússarkitekts og Hihnars Þórs Björnsson-
ar arkitekts að breytingum á Arnarhóli. Þar er gert ráð fyrir að gamla tröðin yfir hólinn, sem stefndi beint
á Traðarkot, verði gerð sýnilegri, en það var gömul leið um bæinn.
Afkoma Tryggingar hf. góð á síðasta ári að sögn forstjóra fyrirtækisins
Hagnaður nam 13 milljónum
HAGNAÐUR Tryggingar hf. nam alls um 13 milljónum króna á sl.
ári samanborið við tæplega 10 milljóna hagnað árið 1991. Iðgjöld
ársins voru alls um 807 milljónir og höfðu þau aukist um 16,7% frá
árinu á undan. Af heildariðgjöldum runnu 258 milljónir til endur-
tryggjenda þannig að eigin iðgjöld nema 549 milljónum sem er um
20% hækkun frá fyrra ári.
Tónlistarskólinn í Reykjavík
------------------------• /r——i
Fyrirlestur/tónleikar um
bandaríska píanótónlist
WESTLEY True, píanóleikari og prófessor við Central Missouri State
University í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur/tónleika um bandaríska
píanótónlist í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, mánudag-
mn 19. apnl. kl. 17.
Prófessor True, sem er íslenskur
í móðurætt, er hér í heimsókn ásamt
systur sinni, prófessor Nelita True,
sem heldur hér námskeið og píanó-
tónleika á vegum Tónlistarskólans í
Reykjavík, Tónlistarskóla Garðabæj-
ar og Tónlistarskóla Kópavogs. Að-
gangur að fyrirlestri prófessors True
er ókeypis og öllum heimill.
Tjón ársins námu hins vegar 704
milljónum eftir að tekið hefur verið
tillit til breytinga á bótasjóði og
jukust um 17,3%. Þar af námu eig-
in tjón 539 milljónum.
Skrifstofu- og stjómunarkostn-
aður nam alls 136 milljónum á sl.
ári sem er um 13% hækkun milli
ára. Alls nam tryggingasjóður
1.188 milljónum í árslok og var
hluti endurtryggjenda um 235 millj-
ónir. Eigið fé í árslok nam alls um
163 milljónum.
Ágúst Karlsson, forstjóri Trygg-
ingar hf., sagðist í samtali við
Morgunblaðið telja afkomuna góða
og vísaði hann þar tii þess að trygg-
ingasjóður hefði hækkað úr 905
milljónum í 1.188 milljónir. Enn-
fremur væri hlutfall eigin trygg-
ingasjóðs af eigin iðgjöldum 174%
sem teldist sterk staða. Ágúst sagði
að afkoma einstakra greina væri
viðunandi að frátöldum ökutækja-
tryggingum sem voru reknar með
tapi. Hefði afkoman af þeim lítið
batnað á sl. ári. „Við lækkuðum
iðgjöld í bflatryggingum til að
mæta samkeppninni en einnig erum
við viðkvæmari fyrir stórtjónum
vegna þess hversu hlutur okkar er
lítill af markaðnum."
Markaðshlutdeild Tryggingar hf.
er um 7% á tryggingamarkaðnum
og er það svipuð hlutdeild og verið
hefur undanfarin ár. Aðspurður um
afkomuna á þessu ári sagði Ágúst
að hún væri í jafnvægi á fyrsta
ársfjórðungi en bílatjónin hefðu
hins vegar aukist frá sama tíma í
fyrra vegna tíðarfarins.
Á aðalfundi Tryggingar hf. í gær
var samþykkt að greiða 10% arð
af hlutafé. í stjórn voru endurkjöm-
ir Geir Zoega, Stefán Pálsson, Ámi
Jónsson, Árni Þorvaldsson og Oskar
Sveinbjömsson.
Húnavaka
að hefjast
Blönduósi.
HÚNAVAKA, hin árlega menning-
arvaka Ungmennasambands Aust-
ur-Húnvetninga, hefst i dag með
yfírlitssýningu á málverkum Guð-
ráðs Jóhannssonar frá Beinakeldu
og lýkur laugardaginn 24. apríl
með dansleik í félagsheimilinu
Guðráður Jóhannsson mun sýna
verk sín á Hótel Blönduós og lýkur
sýningunni 25. apríl. Húsbændavak-
an verður á sínum stað síðasta vetr-
ardag og verður aðalræðumaður
kvöldsins Bryndís Schram. Auk
Bryndísar mun fjöldi annarra lista-
manna koma fram á Húsbændavök-
unni. Gmnnskólinn verður með sína
árlegu sumarskemmtun sumardag-
inn fyrsta og kórakvöld verður í fé-
lagsheimilinu á föstudagskvöldið.
Auk þess mun leikfélag Blönduóss
sýna Leikritið Indíánaleik tvisvar á
Húnavökunni. Dansleikir á Húna-
vöku verða þrír þ.e. unglingadans-
leikur á miðvikudag og tveir almenn-
ir dansleikir á föstudags- og laugar-
dagskvöldið.
Jón Sig.
Bridslands-
liðið valið
LANDSLIÐ íslands í bríds,
fyrir Evrópumót í sumar, hef-
ur verið valið. Það skipa Aðal-
steinn Jörgensen, Björn Ey-
steinsson, Guðmundur Páll
Arnarson, Jón Baldursson,
Sævar Þorbjörnsson og Þor-
lákur Jónsson. Fyrirliði og
þjálfari er Karl Sigurhjartar-
son.
Á Evrópumótinu, sem haldið
verður í Frakklandi í júní, ræðst
hvort ísland fær tækifæri til að
veija heimsmeistararatitil sinn
í brids. Heimsmeistaratitillinn
gefur ekki þátttökurétt á heims-
meistaramótinu í haust, heldur
komast fjórar efstu þjóðirnar
af Evrópumótinu á heimsmeist-
aramótið.
í íslenska landsliðinu nú eru
fjórir af spilurunum sem unnu
heimsmeistaratitilinn í Japan
fyrir tveimur árum, auk landsl-
iðsfyrirliðans þá, Björns Ey-
steinssonar, sem nú hefur feng-
ið annað hlutverk.
ÍSAL er skuldbundið til raforkukaupa þrátt fyrir að álverinu í Straumsvík verði lokað
Greiðslur gætu fallið niður í verkfaUi
ÞEGAR kjarasamningar voru undirrit-
aðir af fulltrúum verkalýðsfélaga starfs-
manna álversins í Straumsvík og samn-
inganefndar VSÍ og ÍSAL aðfaranótt
fimmtudags höfðu álversstarfsmenn
verið með lausa samninga í um 19 mán-
uði. Mikil stífni einkenndi þessa löngu
kjaradeilu, sem var orðin forsenda þess
að samningar tækjust á almenna vinnu-
markaðinum. Starfsmenn álversins
kröfðust afturvirkrar launahækkunar í
samræmi við miðlunartillögu ríkissátta-
semjara en sljórnendur ISAL stóðu
fastir gegn því. Yfir baksviði átakanna
vofðu viðvaranir um að AIusuisse-Lonza
(A-L) samsteypan, hið erlenda móður-
fyrirtæki álversins, kynni að grípa til
samdráttar eða jafnvel Iokunar álversins
ef starfsemi verksmiðjunnar lamaðist
vegna verkfalls starfsmanna. í raforku-
samningi Alusuisse við Landsvirkjun frá
árinu 1966 eru ákvæði sem skuldbinda
eigendur álversins til að greiða fyrir
raforku ef þeir ákveða að loka verk-
smiðjunni eða alls 90% af allri forgangs-
orku. Slíkar skyldur falla þó niður ef
óviðráðanleg öfl valda lokuninni (force
major-reglan). Verkföll eru talin til
óviðráðanlegra orsaka sem leitt gætu
til þess að álverið losnaði undan kvöðum
um raforkukaup á meðan lokun verk-
smiðjunnar stæði en þó ekki í öllum til-
vikum.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÓMAR FRIÐRIKSSON
Skuldbindingar um raforkugreiðslur falla
niður ef óviðráðanleg öfl valda því að verk-
smiðjunni er lokað. Lokun vegna allsheijar-
verkfalls í landinu er talin falia hér ótví-
rætt undir en hins vegar er talið álitamál
hvort eigendum álsversins yrði stætt á því
að standa gegn kjarasamningum, sem
kynni að leiða til staðbundins verkfalls og
lokunar og komast þannig undan raforku-
greiðslum. Af hálfu ÍSAL hafa þau sjónar-
mið komið fram að verkfallslokun afnemi
kaupskylduna en Landsvirkjun er hins veg-
ar á öðru máli og af máli viðmælenda
Morgunblaðsins má ráða að þetta yrði lög-
fræðiiegt túlkunaratriði og álitamál sem
gæti orðið að deilumáli milli íslenskra
stjórnvalda og ÍSAL ef slíkar aðstæður
sköpuðust.
Orkugreiðslur um 1,2 miHjarðar
Sem kunnugt er hefur Alusuisse-Lonza
samsteypan dregið úr framleiðslu eða
ákveðið að loka álverum í Sviss, Þýska-
landi og Austurríki. Alusuisse var rekið
með 5,2 milljarða króna hagnaði á síðasta
ári en ýmis dótturfyrirtæki voru hins vegar
rekin með tapi og þ. á m. ÍSAL, en halli
þess nam 645 millj. kr. Hins vegar hefur
komið fram af hálfu stjómenda Alusuisse
að álverið í Straumsvík sé meðal samkeppn-
isfærustu álvera þess og orkuverð hér hag-
stætt en það er bundið heimsmarkaðsverði
aðfanga.
Tekjur Landsvirkjunar vegna raforkusölu
til stóriðju á síðasta ári námu um 1,5 millj-
örðum kr. og þar af nam raforkusala til
ÍSAL í kringum 1,2 milljarða en orkunotk-
un álversins hefur verið óvenju mikil að
undanfömu vegna sérsamninga sem gerðir
hafa verið um afhendingu á svokallaðri
ótryggri orku á sérkjömm.
Morgunblaðið bar þessi mál undir Jóhann-
es Nordal, stjómarformann Landsvirkjunar,
sem sagði engan vafa leika á að álverið
yrði að greiða áfram fyrir raforkuafhendingu
ef eigendur ákvæðu sjálfir lokun verksmiðj-
unnar en hitt gæti orðið álitamál ef lokunin
stafaði af verkfallsátökum.
Óviðráðanleg öfl
í samningunum segir að óviðráðanleg
öfl, sem geti valdið lokun verksmiðjunnar
o g sem felli niður raforkukaupskylduna, séu
m.a. ófriður, bylting, uppreisn ög uppþot,
fjöldauppnám, múgæsing, sprengingar, eld-
gos, stormar, eldsvoðar, flóð, eldingar,
flutningsbönn, almenn stöðvun á flutning-
um eða siglingum eða hverskyns ámóta
atvik sem ekki er unnt að koma í veg fyr-
ir eða hafa stjórn á með eðlilegum ráðum
af hálfu samningsaðila. Tekið er fram að
í þessu tilfelli skuli óviðráðanleg öfl einnig
taka til allsheijarverkfalla, staðbundinna
verkfalla eða ámóta vinnutruflana á ís-
landi, sem aðili sá er fyrir slíku verður
hefur ekki getað komið í veg fyrir eða
haft stjóm á enda þótt hann hafi beitt öllum
eðlilegum ráðum sem honum voru tiltæk.
Kaupskyldan
Samningsákvæði um kaupskyldu ÍSAL á
lágmarksmagni raforku segja að fyrirtækið
skuli greiða fyrir lágmarksorkumagn samn-
ingsbundins rafmagns á samningsbundnu
verði, sem við eigi, enda þótt orkuneysla
ÍSAL á því ári kunni að hafa verið minni,
eða alls 1.110 gígavattstundir á ári. Skuld-
bindingar ÍSAL til greiðslu á lágmarksorku-
magni lækka þó ef álverið getur ekki fært
sér í nyt samningsbundið rafmagn af völd-
um óviðráðanlegra afla.