Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 28

Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993 Auður Haralds- dóttir — Minning Fædd 28. apríl 1935 Dáin 10. april 1993 Gleði og sorg toguðust á í huga mínum, þegar ég las andlátsfréttina í Morgunblaðinu 14. apríl sl. Gleði vegna þess, að Auður fékk að fara úr þessum heimi, þar sem bati var ekki í augsýn, og sorg yfir því, að hún, þessi mikla hæfileikakona, hvarf vinum sínum allt of fljótt. Auður var yngsta dóttir hjónanna Haralds Bjömssonar, féhirðis í aðal- J*ósthúsi Reykjavíkur, ættuðum frá Sporði í Vesturhópi í Húnavatns- sýslu og Jóhönnu Sigbjömsdóttur, ættaðri frá Vík í Fáskrúðsfirði, sem var góð vinkona mín. Þau hjón era bæði látin. Kynni mín við íjölskylduna hóf- ust, er ég sem táningur réðst sem kaupakona norður í land í Húna- vatnssýslu eitt sumar. Deildi ég litlu þakherbergi með matráðskonu stór- býlisins, sem var einmitt frú Jó- hanna. Við hlógum oft að því seinna, sem mér datt í hug í fýrsta sinn, sem ég sá Jóhönnu, þegar ég var nýkomin á staðinn: „Hér er engill að skúra gólf.“ Jóhanna var 4pjög falleg og glæsileg kona, sem hélt því útliti alla tíð, fyrir utan að vera mjög vel verki farin og fjarska- lega góður kokkur. Alla þessa hæfi- leika erfði Auður frá móður sinni. Hún var einstaklega smart, vel gerð, fýrirmyndar húsmóðir og varla hef ég litið fallegri stúlku en hana. Ég man eftir á þessum áram, sem við voram báðar mikið úti að skemmta okkur, þá tók maður allt- af eftir Auði, hvar sem hún var, þótt margt væri glæsikvenna. Við fóram þó aldrei út saman, því ^ið tilheyrðum hvor sínum kunningja- hópnum. Auður var mikil hannyrðakona. Hún saumaði út, gerði við hvaða fatnað sem var og hvers konar handavinna lék í höndum hennar. Hún var líka ein af þessum konum, sem gátu allt, hvort sem það var að mála, veggfóðra, teppaleggja eða vinna minni háttar viðgerðir. Auður lauk skyldunámi og fór síðan að vinna. Hún vann í mörg ár í Von, í Dömu og herrabúðinni, þar sem hún var í góðum metum. Eldri systur hennar era Millý Birna, gift Olafi Vilhjálmssyni rafvirkja, en þau búa í Mosfellsbæ, og Sjöfn, sem er elzt, gift Guðjóni Ingvarssyni, fv. flugumferðarstjóra, og búa þau hér í borg. Bolli, eini sonurinn, sem var yngstur þessara systkina, lézt 36 ára, en hann var tvíkvæntur. Grafarvogur - Vesturfold Til sölu glæsilegt einbýlishús í Grafarvogi, 210 fm, með tvöföldum bílskúr. Upplýsingar í símum 676433 og 681144, Þorsteinn. Félagasamtök - starfsmannafélög! Höfum til sölu sex sumarbústaði og baðhús á fallegum stað við Skeljavík, Steingrímsfirði. Húsin eru mis stór en öll fullbúin. Rafmagn, heitt og kalt neysluvatn. Full- búið baðhús með gufubaði fylgir. Húsin standa við fal- lega vík við sjóinn. Mjög heillandi staður fyrir alla þá er unna íslenskri náttúrufegurð (ekki aðeins hrauni og kjarri). Kjörið tækifæri fyrir félagasamtök, jafnvel nokkur saman, að bjóða félögum sínum spennandi valkost í sumar- og vetrardvöl. Leitið upplýsinga. S: 685009-685988 _______SkjpholtiJ Auður eignaðist ung að áram dótturina Mildríði Huldu, sjúkraliða, í sambúð með Tryggva Eiríkssyni, náttúrafræðingi, með Harry Kay, bandarískum verkfræðiarkitekt, sem vann á vellinum á eftirstríðsár- unum. Var það ást við fyrstu sýn. Hann vildi eiga Auði, en einhvem veginn gat hún ekki hugsað sér að flytjast af landi brott. Varð því ekkert úr giftingu. Seinna giftist Auður Ara Pálssyni, tæknimanni hjá Sjónvarpinu og ágætis listmál- ara. Eignuðust þau tvö börn, Har- ald, sem vinnur hjá verktakafyrir- tæki í Svíþjóð, kvæntur Jennýju Björk Sigmundsdóttur og eiga þau tvö börn, og Halldóra, sem er langt komin í píanónámi í Amsterdam. Auður var sérstakleg trygg þeim, sem hún tók. Hún sá að mestu leyti um föður sinn eftir að veikindi sóttu að, en hann lézt árið 1977. Eftir það tók hún að sér móður sína, eftir að hún þurfti umönnun, en Jóhanna lézt árið 1986. Hún og móðir hennar vora nánar vinkonur. Fljótlega eftir lát Jóhönnu fór að bera á þeim vágesti, sem að lok- um dró Auði til dauða. Það af- brigði, sem þjáði hana er lítt þekkt, þrátt fýrir alla tækni læknavísind- anna. Allan þennan tíma, sem sjúk- dómurinn ágerðist, var Auður alveg andlega með á nótunum og tók mótlæti sínu af einstöku umburðar- lyndi og aldrei kvartaði hún. Hún var kona, sem hvergi tranaði sér fram, en var alltaf tilbúin að veita öllum hjálp eða góð ráð, sem á hennar fund komu, á meðan hún hafði heilsu. Mildríður Hulda og hún vora einnig nánar vinkonur og ann- aðist Mildríður hana með mestu ást og umönnun, sem nokkur dóttir getur auðsýnt móður sinni. Auðvit- að gerðu aðrir ættingjar það sem í þeirra valdi stóð, en ég hygg, að á engan sé hallað, þótt ég segi, að hlutur Mildríðar hafi verið mestur og bestur. Góð og vönduð kona er hér kvödd, sem skilur eftir sig ynd- islegar minningar. Blessuð sé minn- ing hennar. Elín K. Thorarensen. Elskuleg vinkona mín lést á Borgar- spítalanum 10. apríl, langt um ald- ur fram. Fyrir nokkram áram fór hún að finna fyrir skæðum sjúk- dómi, sem jafnt og þétt bar hana ofurliði. Mig langar að minnast hennar með nokkram orðum. Auði vinkonu minni kynntist ég í 10 ára bekk í bamaskóla, og hef- ur vinátta okkar verið mikil síðan. Er ég horfi til baka, spretta fram margar góðar minningar sem ylja mér um hjartarætur. Ein af þeim minningum sem fyrst koma í huga mér, vora ferðir okkar á Bláu stjömuna. Við voram einungis 13 ára og urðum því að spila svolítið á foreldra okkar til að fá farar- leyfi. Samverastundir okkar urðu margar upp úr þessu, hvort sem það vora heimsóknir, sameiginleg ferðalög eða eitthvað annað. Þá er minningin um vinkonu mína alltaf eins. Snyrtimennska og glaðværð vora hennar einkenni. Síðustu árin vora Auði minni erfið, en baráttuþrek hennar var með ólíkindum. Hún lét aldrei bil- bug á sér finna og alltaf tók hún á móti vinkonu sinni með brosi og hlýju. Auður átti orðið erfitt með að ferðast á milli staða vegna mátt- leysis. Hún var þó alltaf á ferðinni og gerði þá iðulega grín að aula- skapnum í sjálfri sér. Eiginmaður hennar, Ari, var iðulega tiltækur þegar Auður þurfti einhvers með, og var hann henni ómetanleg hjálp þessi síðustu ár sem önnur. Um síðustu jól lagði hún meira að segja land undir fót ásamt dóttur sinni og heimsótti son sinn í Svíþjóð. Þriðja barn hennar kom svo frá Hollandi, Þar eyddi hún jólunum ásamt bömum sínum þremur og barnabömum. Að hún vinkona mín skyldi komast þessa ferð skil ég ekki. En þar hafa hjálpast að mik- ill viljastyrkur hennar og dóttirin Milla. Minningamar era margar og söknuðurinn mikill þegar ég horfi á eftir jafnöldra minni og hugsa hve mikið gæti verið eftir. En ég er vinkonu minni þakklát fyrir tryggðina og traustið sem alla tíð ríkti á milli okkar. Elsku Ari, Milla, Halli og Dóra, megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem.) Jóna Kjartansdóttir. Pétur Sigurbjömsson frá Melabúð—Minning Fæddur 4. nóvember 1911 Dáinn 30. janúar 1993 Pétur fæddist á Malarrifi í Breiðuvíkurhreppi og fluttist á fyrsta ári að Melabúð á Hellnum. Við ólumst báðir upp á Hellnum og voram saman í bamaskóla til ferm- ingaraldurs. Við sóttum skóla að Amarstapa, en þangað var hálftíma gangur. Þá var ekki um annað að ræða en að ganga til og frá hvern- ig sem færð og veður var, en við vöndumst þessu og vorum ánægðir með lífíð ekkert síður en bömin nú. Foreldrar Péturs vora hjónin Sig- urbjörn Friðriksson og Jakobína Þorvarðardóttir. Systkini Péturs vora fjögur og era nú tvö þeirra á lífi; Magnfríður, sem var elst af systkinunum, og Páll, sem var yngstur. Dáin era Hjörtur, hann dó um tvítugt, og Una, dáin 1984. Fjölskyldan öll var indæl og elskulegt fólk. Sigurbjörn, maður Jakobínu, dó árið 1928. Þá vora börnin uppkomin. Jakobína hélt áfram að búa í Melabúð eftir frá- fall manns síns með hjálp barnanna og bjó þar lengi í tvíbýli. Pétur fór snemma heiman að í vinnu og vann hann hjá bændum hér á nesinu. Hann var bráðdugleg- ur og mjög laginn til verka, að hverju sem hann gekk. Það lék allt í hönd- unum á honum. Þá var hann hneigð- ur fyrir smíðar og smíðaði ýmsa hluti og síðan hús, bæði útihús og íbúðarhús. Hann var góður og vand- virkur smiður. Árin 1932 til 1934 byggði ég fyrst íbúðarhús að Laugarbrekku á húsalausri eyðijörð, ásamt bróður mínum. Þá hjálpaði Pétur okkur vel við að byggja húsið og bróðir hans, Páll. Pétur var þá aðalsmiðurinn. Það var gaman að vinna með þeim bræðram. Þeir vora báðir svo mikil ljúfmenni og áhugasamir við smíð- ina, Þetta var steinhús og þurftum við að hræra alla steypu með skófl- um á bretti. Pétur var glaðsinna og gaman að ræða við hann. Foreldrar hans í fáum orðum vil ég minnast frænku minnar, er lést 10. apríl sl. Fyrir nokkra var orðið ljóst, að Auður hafði lotið í lægra haldi fýr- ir illvígum sjúkdómi, sem hún háði hetjulega baráttu við um alllangt skeið. Dauði ástvina okkar birtist í ýmsum myndum, en jafnvel þótt hann boði komu sína með fyrirvara og veiti vanheilum lausn frá þján- ingum, verður aldrei hjá treganum komist. Eins og aðrir, sem Auði kynntust náið, naut ég ávallt vinsamlegs hugarþels hennar og greiðvikni. Hún sýndi vinum sínum einlæga virðingu og trúfesti og bjó yfír mikl- um mannlegum dyggðum. í hljóð- látu fari hennar var alltaf sérstök reisn. Gestrisni var henni í blóð borin, enda var mörgum kærkomið að geta tyllt sér niður á heimili hennar, skammt frá alfaraleið. Alla tíð var Auður dugmikil kona og það var henni mikil raun þegar kraftar tóku að þverra, því að sjálfstæðið var henni mikils virði. En glettnin hvarf ekki úr augum hennar. Minning hennar lifrn Ragnar Ólafsson. Látin er í Reykjavík mágkona mín, Auður Haraldsdóttir, Grettis- götu 90 hér í borg, og vil ég minn- ast hennar nökkrum orðum. Auður fæddist í Reykjavík 28. apríl 1935 og var því nær 58 ára þegar hún lést laugardaginn fyrir páska. Hún var dóttir hjónanna Haraldar Björnssonar, yfírféhirðis við Pósthúsið í Reykjavík, og Jó- hönnu Sigbjörnsdóttur, konu hans. Haraldur var ættaður frá Sporði í Línakradal, en Jóhanna frá Vík í Fáskrúðsfirði. Þau era bæði látin fýrir mörgum árum. Þau áttu fjögur börn, þijár dætur, Sjöfn, Millý og Auði, sem hér er minnst, svo og soninn Bolla, sem dó langt um ald- ur fram aðeins 36 ára að aldri. Hinn 5. september 1959 giftist Auður bróður undirritaðs, Ara, út- varpsvirkjameistara, f. 21. júlí 1934, en hann er sonur Páls Skúla- sonar, fyrrum ritstjóra Spegilsins, og konu hans, Halldóra Elísdóttur. Auður og Ari eignuðust tvö börn, Harald, verkstjóra, búsettan í Sví- þjóð, f. 24. október 1959, sem kvæntur er Jennýju Sigmundsdótt- ur og eiga þau tvö börn, Hlyn Smára 10 ára og Marín Auði 7 ára, og Halldóru, pianókennara, f. 1. marz 1962, nú við framhaldsnám í Hollandi. Fyrir átti Auður dóttur- ina Mildríði Huldu Kay, f. 11. des- ember 1956, sjúkraliða. Hennar maður er Tryggvi Eiríksson. Öll er bömin hin mannvænlegustu. Auður sleit barnsskónum í Reykjavík og gekk í Miðbæjar- bamaskólann og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Var hún skólasystir og æskuvinkona Guðlaugar systur okkar sem nú er látin. Þannig var vora bæði gestrisin og glaðvær. Ég átti mörg sporin að Melabúð um ævina og alltaf var kaffi á könn- unni hjá henni Bínu eins og hún var kölluð. Við Sigurbjörn, faðir Péturs, réram saman með Kristjáni Brandssyni í Bárðarbúð. Pétur giftist konu frá Pétursbúð á Arnarstapa. Hún heitir Ásta og lifír mann sinn. Hún er dóttir hjón- anna Jóns Sigurðssonar og Guðrún- ar Jóhannesdóttur. Þau voru sæmd- arhjón. Ásta er indæliskona og var hjónaband þeirra farsælt. Þau áttu eina dóttur sem heitir Guðrún og býr í Reykjavík. Pétur og Ásta bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík. Það var alltaf indælt að koma til þeirra. Þau tóku mér alltaf opn- um örmum. Pétur var ekki að skipta um vinnu. Hann vann alltaf hjá fyrir- tækinu Héðni í Reykjavík við renni- smíðar á meðan hann gat unnið. Nú er Pétur horfínn sjónum okk- ar. Lát hans bar brátt að. Ég þakka honum indæla samleið í lífinu, vin- áttu og tryggð. Minninguna geymi ég um góðan dreng. Nú hvílir hann í friði með englum Guðs í sólardýrð. Konu hans, systkini, dóttur og fjöl- skyldu, bið ég Guð að blessa og styrkja. Finnbogi G. Lárusson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.