Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 18

Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993 Eldhafið Eldhafið, mynd Sigurgeirs Jónassonar í Vestmannaeyjum frá upphafi eldgossins í Heklu ,í janúar 1991, var valin besta fréttamyndin ogjafnframt besta mynd samkeppninnar. Myndin var tekin af Þrælaeiði í Vestmannaeyjum skömmu eftir að fréttir bárust af gosinu og sýnir hún eldhafið vel enda var gosið þá nálægt hámarki. Fljótlega fór að élja og byrgði það sýn þannig að myndin frá Vestmanneyjum var ein af bestu myndunum af upphafi gossins. Þá sýna ljós frá bæjum í Landeyjunum vel nálægð fólksins við náttúruhamfarimar. , LÍFIÐ ILANDINU MORGUNBLAÐIÐ hefur á að skipa yflr 100 fréttariturum á landbyggðinni. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í frétta- öflun blaðsins. Flestir fréttaritararnir eru jafnframt ljósmyndarar blaðsins á við- komandi stað en á sumum stöðum skipta fréttaritari og ljósmyndari með sér verk- um. Okkar menn, félag fréttaritara Morg- unblaðsins á landsbyggðinni, efndi ný- lega til samkeppni um bestu myndir fréttaritara frá árunum 1991 og 1992 og hér á opnunni eru birtar þær myndir sem dómnefnd taldi bestar í hverjum efnis- flokki. Mjög góð þátttaka var í keppn- inni, alls bárust yfir 300 myndir frá 24 fréttariturum og hafði dómnefndin úr mörgum góðum myndum að velja. Myndirnar eru Qölbreyttar og sýna fólkið í landinu við leik og störf og marga helstu atburði í lífi þess. Þær eru þverskurður af líílnu ílandinu og verður það heiti sýningar á 28 ljósmyndum úr samkeppn- inni sem haldin verður á nokkrum stöð- um á landsbyggðinni á næstu vikum og mánuðum. Axel á Gjögri Vilmundur Hansen fréttaritari í Trékyllisvík á bestu andlitsmyndina, Axel á Gjögri. Axel Thorarensen á Gjögri er óvenjulegur maður á margan hátt og er nánast orðinn þjóðsagnapersóna. Líf hans er nátengt þeim náttúru- öflum sem ráða ríkjum í þessari harðbýlu og afskekktu sveit norður á Ströndum. í öll sín áttatíu og sex ár hefur Axel búið á Gjögri, lifað í sátt við umhverfið, sótt sjóinn og stundað veiðar. Sagt hefur verið að allt lands- lag íslands sjáist í andliti hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.