Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 27

Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 27
MOKGUNBLAÐIÐ MlNNINGÁR SUNNUDAGUR 18. APRÍL-1993 27 Sigríður Jóns- dóttir — Kveðjuorð Fædd 21.maí 1924 Dáin 12. april 1993 Sigríður var fædd á Siglufirði, dóttir hjónanna Jóns Friðrikssonar og Sigríðar Friðbjarnardóttur. „Mínir vinir fara fjöld,“ kvað Bólu-Hjálmar og þannig er lífíð, ófrávílqanlegt er kallið kemur á sín- um tíma til okkar allra dauðlegra manna og á efri árum sér maður æ fleiri og fleiri samferðamenn halda inn í eilífðina stóru, þar sem hjúpa- skiptin, sem við nefnum dauða, draga markalínu milli þess sem við sjáum og sjáum ekki, með takmörk- uðum skilningarvitum okkar. Sigríður var hörkudugleg til allr- ar vinnu. í 13 ár vann hún við hin ýmsu störf á Sjúkrahúsi Sigluíjarð- ar. Til Hafnarfjarðar flyst hún 1961 og fer að vinna á Vífilsstaðaspítala, en fljótlega kynnist hún Árna Helgasyni leigubflstjóra, sem átti eftir að verða eiginmaður hennar og lífsförunautur. Þau voru gefín saman í hjónaband 22. ágúst 1964. Mestallan sinn búskap hafa þau búið í Suðurgötu 85 í Hafnarfírði. Einn son eiga þau, Ragnar, indælan dreng, sem er trúrækinn og verður nú stoð og stytta föður síns. Árið 1975 fer Sigríður að vinna í físk- vinnsluhúsum hér í bæ og vann óslitið við þá iðju til ársins 1989, þá orðin slitin og lasburða, en ekki var hægt að sjá á henni að hún hefði orðið fyrir svona miklum veik- indum, hún virtist alltaf hressast svo vel og náði sér alltaf svo vel upp. Hún hafði þessa indælis léttu lund, sem alltaf gat horft fram hjá öllum vandræðum. Mér þótti hún slíkur vinur, að mér fannst hún hluti af tilverunni og vera svo sjálfsögð á lífsbraut- inni, og nær óhugsandi að nú sé hún farin. í minningunni verður Sigríður ávallt hýr og brosmild, þrátt fyrir að erfiðir sjúkdómar hijáðu hana. Alltaf geislaði hún af elsku og æskufjöri, sem hún varð- veitti til hinstu stundar með að- dáunarverðum hætti og hlaut að hrífa alla í nærveru hennar. Blíð- lyndis hennar og glaðværðar nýtur nú við á öðrum stað, þar sem engir sjúkdómar þrífast. Ámi eiginmaður Sigríðar hefur boðið okkur oftsinnis í ferðalög á sumrin og á kaffihús og hafa það verið dýrðlegar ferðir. „Margt er það og margt er það sem minning- arnar vekur og þær eru það eina sem enginn frá þér tekur," yrkir Davíð frá Fagraskógi og víst er um það að góðar minningar era mikið dýrmæti, sem ekki fölna þótt árin líði, þær era auðlegð sem ekki rýma í tímans rás og að eiga í hugskoti fagra mynd liðinna stunda í nálægð góðra vina er eitthvað sem mölur og ryð fær ekki grandað. Jákvætt viðhorf hennar til lífsins hefur orðið henni og þeim sem hana umgengust lyftistöng í lífsbarátt- unni og á hún þakkir margra fyrir góða og gefandi viðkynningu. Hún var svo greiðvikin að ég gerði mér ekki grein fyrir hversu fársjúk hún var orðin. Ég lá veik heima hjá mér og hringdi í Sigríði og spurði hana hvort hún treysti sér til að koma til mín, hún sagði að vanda já, já og var komin að vörmu spori en þear hún kom sá ég hversu sjúk hún var. Þetta var laugardag fyrir páska. Um kvöldið var hún lögð inn á St. Jósefsspítala í Hafnarfírði og var látin kl. 12.00 á annan dag páska. Ég ákalla þig, drottinn, og bið þig að heyra orð mín. Hjarta mitt er svo stórt og fullt af ljósi að ég bið þig um að umvefja Sigríði vin- konu mína í þeim geislum, sem hjarta mitt býr yfír, þeim geislum og hamingju sem þú kenndir mér að rækta. Hvert okkar hefur sinn tilgang hér á jörðinni, ýmist til að læra eða til að kenna öðram að elska og fyrirgefa. Við eigum sam- leið í tíma og rúmi og komum til með að skilja eftir okkur spor þeg- ar við förum héðan af jörðinni, en þau spor era eins og fótspor meist- arans, sporið sem sýnir okkur að við getum stigið skrefíð fram á við í áttina að Guði. Guð er kærleikur, þetta stóra ljós og sú mikla viska sem býr í hjarta okkar allra. Ef okkur tekst að rækta þetta ljós, þá ættum við að vita hver tilgangur lífsins er og það er ekkert til sem heitir dauði. Því bið ég þig, drott- inn, að taka á móti kærleiksgeislum mínum og endurvarpa þeim marg- falt til allra þeirra sem þekktu Sig- ríði, umvefja þá ljósi óg veita þeim styrk og bjarta von á framtíðina. Eftirlifandi maka, syni, bræðram og öðram ættingjum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur. Þuríður Jóhannesdóttir. Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kismskreytingar Opið alia daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins í Kringiunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu biaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. HÓPFERÐIR VEGNA JARÐARFARA Mujm gæða hópbifrhbI FRÁ12 TIl 65 FARÞEGA LF.ITIÐ IJFFLÝSINGA )PFERÐAM1ÐST( Bíldshöfða 2a, sfmi 685055, Fax 674969 Tökum að okkur erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BJÖRNSSON húsasmfðameistari, Tómasarhaga 41, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 13.30. Helga Magnúsdóttir, Sigurður Sævar Sígurðsson, Björn Sigurðsson, Sigurbjörg Ingimundardóttir, Signhildur Sigurðardóttir, Úlfur Oskarsson og barnabörn. Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR fyrrverandi lögregluvarðstjóra. Sérstakar þakkir til Lögreglukórs Reykjávíkur. Kristín Guðmundsdóttir, Valsteinn V. Guðjónsson, Ólafur V. Guðmundsson, Guðný Steingrímsdóttir, Guðmundur M. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Jónas Hvannberg. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, LÁRA JÓH ANNESDÓTTIR, Framnesvegi 16, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Guðmundur A. Jóhannsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Lilja Sólrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Helga Jónsdóttir. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU M. KJARTANSDÓTTUR, Heiðargerði 9, Reykjavfk, fer fram frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 20. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Frímann Árnason, Grétar Árnason, Elísabet Jónsdóttir, Steinunn Erla Árnadóttir, Hermann Lúðviksson, Hulda Árnadóttir, Margrét I. Ásgeirsdóttir, og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, ARNDÍS HARALDSDÓTTIR, Hraunbæ 160, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 13.30. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Haraldur Sigurðsson, Dagrún Erla Ólafsdóttir, Ólafur Haraldsson, Þórarinn Haraldsson, Steinunn Kjartansdóttir. + Innilegar þakkri til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför AÐALSTEINS V. ÞÓRÐARSONAR, Fjóluhvammi 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala og eldri og yngri félaga úr karlakórnum Þrestir. Laufey Andrésdóttir, Sigurþór Aðalsteinsson, Ragnheiður Friðjónsdóttir, Gunnar Aðalsteinsson, Herdfs Óskarsdóttir, Sigríður H. Aðalsteinsdóttir, Sveinn Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRIS SÆMUNDSSONAR, Álfatúni 27, Kópavogi. Guðrún Jónsdóttir, Þórir Örn Þórisson, Sæmundur Rúnar Þórisson, Arna Vignisdóttir, Jóhann J. Þórisson, Elsa Jónsdóttir, Steinar Þór Þórisson, Bryndfs Harðardóttir, Hugrún Hrönn Þórisdóttir, Hörður I. Guðmundsson, Guðrún J.M. Þórisdóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR B. ÞÓRÐARDÓTTUR, Hringbraut 52, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þórður Valdimarsson, Svanhildur ísleifsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Gunnar Gfsiason, Ragna Valdimarsdóttir, Eðvald Karl Eðvalds, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.