Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 41

Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 41
S€®£ Já»9A .8í£ JKft Ný frímerki 26. apríl. ________Frlmerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Ekki alls fyrir Iöngu barst mér tilkynning um fjögur ný frímerki, sem út koma mánudaginn 26. þ.m. Tvö þeirra eru svonefnd Norðurlandafrímerki, en hin tvö eru Evrópufrímerki. Norðurlandafrímerki Eins og mörgum er kunnugt, hafa póststjórnir Norðurlanda allt síðan 1956 gefið út sérstök Norð- urlandafrímerki. Lengi vel var engin ákveðin regla um úgáfutíma þessara frímerkja, en myndefnið var hið sama. Frá 1980 var fallið frá sams konar myndefni. í stað- inn var ákveðið að nota sama þema, sem svo er kallað, á þessum Norðurlandafrímerlq'um. Þannig var svonefnd nytjalist á frímerkj- , unum 1980, ferðir um Norðurlönd 1983, vinabæir á Norðurlöndum 1986, þjóðbúningar 1989, ferða- mennska (túrismi) 1991 og nú í reynd svipað myndefni. Ekki er samt tekið fram á tilkynningu póststjórnarinnar, hvert sé hið sameiginlega myndefni að þessu sinni. Þessi áhugaverða útgáfa Norðurlandanna á framvegis að koma út annað hvert ár. Með henni eiga þessi frímerki að minna safnara og umheiminn á það nána samstarf, sem er á milli landanna á mörgum sviðum, ekki sízt í póst- málum. Myndefni íslenzku frímerlq- anna að þessu sinni hlýtur að vekja allmikla athygli, bæði meðal Islendinga og þó ekki sízt meðal erlendra manna, sem heimsækja landið. Þar sem verðgildi þeirra er undir almennt burðargjald hljóta merkin að fara víða um Norðurálfu. Á lægra verðgildinu, 30 kr., er mynd af hinu fræga Bláa lóni við orkuverið í Svartsengi á Reykja- nesi, en það er orðið vel þekkt fyrir lækningamátt sinni á psor- iasis, exemi, gikt og iskías. Er það salta vatnið, sem rennur frá orkuverinu, sem myndar þetta fagurbláa lón, og saltið ásamt brennisteini vatnsins hefur í sér fólgið þennan lækningamátt. Á hærra verðgildinu, 35 kr., sem fer á almennan póst til Norð- urlanda, er mynd af hinni fögru Perlu, veitingastað, sem reistur hefur verið ofan á hitaveitugeym- ana á Öskjuhlíð. Sú framkvæmd var mjög umdeild á sínum tíma, enda kostnaður við hana geipileg- ur. Hinu munu hins vegar fáir neita, að stórfenglegra útsýnis getur ekki yfír höfuðborgarsvæðið og íjallahringinn allt um kring. Var því vel til fundið, þegar Perl- an var hönnuð, að láta veitinga- salinn snúast einn hring á klukku- stund. Frímerki þessi eru gerð annars vegar eftir ljósmynd Guðmundar Ingólfssonar (30 kr.) og Snorra Snorrason (35 kr.) Þau eru lító- grafískt offsetprentuð hjá High Wycombe í Englandi, og 50 frí- merki í örk. Evrópufrímerki Þema Evrópufrímerkja að þessu sinni eru útilistaverk. Póst- stjómin hefur hér valið tvö kunn listaverk. Annað þeirra er á 35 kr. frímerki og heitir Sigling. Var verkið unnið fyrir Akureyrarbæ á árunum 1986-87 og afhjúpað 1990. Táknar þetta verk skip á siglingu. Höfundur þess var Jón Gunnar Árnason (1931-1989). Sötti hann „yrkisefni sitt í sam- evrópska goðafræði, sem tengist táknfræði sólarinnar," svo sem segir í tilkynningu póststjórnar- innar. Á hinu frímerkinu, 55 kr. að verðgildi, er útilistaverk eftir Magnús Tómasson, sem nefnist „Þotuhreiðrið". Setur það mjög sterkan svip á umhverfí Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Er það eitt hið fyrsta, sem erlendir ferða- menn sjá, þegar þeir koma hingað til lands. Um þetta verk segir m.a. svo orðrétt í tilkynningu póstsins. „Verkið er hvorttveggja í senn, óður til flugsins og grá- glettin hugleiðing um þær hættur sem af því stafa. Út úr egginu, tákni endurfæðingar og sakleysis, flýgur fullsköpuð og ógnvekjandi vél á hraða ljóssins.“ Evrópufrímerki þessi eru prent- uð í sömu prentsmiðju í Englandi og Norðurlandafrímerkin og með sömu prentaðferð. 50 frímerki eru í hverri örk. Að venju eru sérstakir fyrsta- dagsstimplar notaðir, sem minna á tilefnið, sem liggur að baki út- gáfunni. Norðurlandameistarar í frímerkjafræðum. Unglingafrímerkjasýningin NORDJUNEX 93 var haldin í Amagerhallen í Kaupmannahöfn dagana 26.-28. marz sl. Umboðs- maður sýningarinnar hér á landi var Jón Zalewski, en Sigurður R. Pétursson var dómari. Nýju frímerkin 26. april. í sambandi við sýninguna var að venju keppt um Norðurlanda- meistaratitil um eitthvert sérsvið innan frímerkjanna. Að þessu sinni var spurningakeppni, sem nefndist Blóm í Norður-Evrópu. Af hálfu íslands kepptu þeir Pétur Ólafsson og Ólafur Kjartansson úr Klúbbi Skandinavíusafnara og Reimar Viðarsson úr Frímerkja- klúbbnum Akka á Dalvík og ná- grenni. Liðsstjóri var Kjartan Þórðarson úr K.S. Úrslit keppn- innar urðu þau, að íslenzka liðið fór með sigur af hólmi, fékk 23 stig af 30 mögulegum. Norska liðið kom næst með 21 stig og Finnar urðu í þriðja sæti með 20 stig. Þá ráku Danir og Svíar lest- ina með 16 stig hvort lið. Fimm unglingar héðan að heiman tóku þátt í þessari sýn- ingu. Fékk Björgvin Ingi Ólafsson úr Félagi frímerkjasafnara 80 stig og gyllt silfur fyrir safnið Fuglar í N.-Evrópu. Jafnframt hlaut hann heiðursverðlaun. Ólafur Kjartans- son fékk 70 stig og silfur fyrir safnið Blóm í N.-Evrópu. Líklegt má telja, að þekking hans á blóm- um N.-Evrópu hafí komið íslenzka liðinu að haldi í spurningakeppn- inni. Pétur H. Ólafsson fékk 67 stig og silfrað brons fyrir safnið Ólympíuleikar. Kári Sigurðsson fékk 66 stig og silfrað brons fyrir safnið Merkir Islendingar. Jón Þór Sigurðsson fékk 62 stig og brons fyrir safn, sem hann kallar Saga klúbbsins. Þessir fjórir safnarar eru úr K.S. Er svo sannarlega ástæða til að óska þessum ungu mönnum til hamingju með þann árangur, sem söfn þeirra náðu. En umfram allt hljóta íslenzkir safnarar að vera hreyknir af frammistöðu ung- menna okkar í spurningakeppn- inni. Færi ég þeim sérstakar árn- aðaróskir af þessu tilefni. Minning Guðný Gísladóttir, Haugi, Miðfirði Fædd 8. maí 1906 Dáin 4. apríl 1993 Lífsgöngu hjartkærrar ömmu minnar er nú lokið, hún lést 4. aprfl og var jarðsett í kyrrþey frá Hvammstangakirkju í blíðskapar- veðri. Hún var fædd á Brunngili í Bitru, dóttir Helgu Bjargar Þor- steinsdóttur og Gísla Jónssonar. Eftirlifandi systkini ömmu eru Her- dís, Gísli og Sigurður Ólafsson upp- eldisbróðir hennar. Amma giftist afa, Stefáni Davíðssyni, 23. ágúst 1930 og hófu þau þá búskap á Brunngiii. Þau áttu barnaláni að fagna og eru öll þeirra ellefu böm á lífi. Þau em: Ragnhildur, Jón Davíð, Hermann, Elsa, Jensína, Arndís, Bryndís, Haukur, Gísli og Fanney Svana. Bamabörnin eru tuttugu, og barnabarnabömin held- ur fleiri. Það hefur þurft mikinn dugnað og þrautseigju að sinna svo stóram bamahópi á þeim tíma sem tæknin var lítil og lífsbaráttan hörð. Hún sagði að börnin hefðu verið samtaka um að hjálpa hvert öðra. Amma og afí bjuggu lengst á Haugi í Mið- fírði, en síðustu árin í íbúðum fyrir aldraða á Hvammstanga. Þau vora afar samhent og studdu ávallt hvort annað. í mörg ár, er menn ráku og sóttu fé og hross fram til heiða, komu þeir við hjá þeim á Haugi og þáðu mat og kaffi og þannig hafði það líka verið á Branngili, enda gestrisni í heiðri höfð og vel tekið á móti öllum. Amma hélt sinni andlegu reisn og óbilandi starfsvilja til síðasta dags og hafði gott minni og fylgd- ist vel með fjölskyldu sinni og því sem var að gerast í kringum hana, þótt líkamlega væri hún farin að gefa sig hin síðari ár. Hún var mjög afkastamikil og vandvirk við allar hannyrðir og eftir hana liggur ógrynni mynda og fleira fallegra hluta. Mér er í fersku minni ánægjuleg ferð sem var farin er amma og afi áttu gullbrúðkaup 1980. Þá fóra þau ásamt fjölskyldu á Strandimar, að Brunngili og heimsóttu systkini ömmu. Hafi amma þökk fyrir hlýj- una og ástúðina sem hún veitti mér og fjölskyldu minni. Elsku afi, þinn missir er mikill, Guð gefí þér styrk og huggun. Minningin lifír. Vertu sæl, mér svífur yfir, sífellt blessuð minning þín. Vertu sæl, ég veit þú lifir, veit þú hugsar enn til mín._ (Ól. Andrésd.) Guðrún Jósafatsdóttir. Myndbandsklippi- tæki í Reykholtsskóia í VETUR fékk framhaldsskólinn í Reykholti klippitæki til þess að klippa myndbönd, en mynd- bandagerð hefur verið ein af þeim valgreinum sem nemendum í Reykholtsskóla gefst kostur á að veya. Eru tækin Super VHS með tímakóta og auðvelda því mjög alla klippivinnu við myndbands- gerðina. Hefur reynslan af þessu tæki verið góð og hafa ekki einungis nemendur í Reykholtsskóla notið góðs af þessu tæki heldur hafa námskeið verið haldin fyr- ir aðra utan skóla undir stjórn skólastjórans, Odds Albertssonar, sem koma til starfa við skólann sl. Morgunblaðið/PÞ Oddur Albertsson, skólastjóri Reykholtsskóla, leið- beinir Marinó Björnssyni, kennara. NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin • réttindakennarar • flestar greinar • öll skólastig Innritun í síma 79233 frá kl. 14.30 til 18.30 virka daga Nemenáaþjómistan sf. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN F H I. A C, S S T A R F HFIMDAI.IUK Fiskveiðistjórnun til framtíðar Sjávarútvegsnefnd Heimdallar efnir til fund- "ar um fiskveiðistjórnun nk. þriðjudag kl. 21.00 í Valhöll. Frummælandi veröur Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Að framsögu lokinni verða umræður og fyrirspurnir. Nýverið skilaði tvíhöfðanefndin drögum til ráðherra, sem hafa verið og munu liklega verða umdeild. Áhugavert verður að vita hvort ráðherrann vill tjá sig um þau. Fundurinn er öllum opinn. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.