Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR
18. APRIL 1993
33
Tölvunarfræðing-
ur/kerfisfræðingur
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða
tölvunarfræðing eða kerfisfræðing.
Starfið, sem er í tölvuþjónustudeild fyrirtæk-
isins, felst íforritun. Starfið er laust nú þegar.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu
menntaðir tölvunar- eða ke’rfisfræðingar.
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavík - Sími 621355
Bifvélavirkjar
Höfum lausar tvær stöður fyrir bifvélavirkja.
Óskum eftir að ráða vana menn í framtíðar-
störf. Þurfa að hafa reynslu í rafmagnsverk-
efnum, sjálfskiptingum og bensíninnspraut-
un. Enskukunnátta æskileg.
Einnig viljum við ráða tvo bifvélavirkja í sum-
arafleysingar.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „B - 12101" fyrir 26. apríl.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
SUÐURLANDSBRAUT14-108 REYKiAVÍK.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Teiknarar
Námsgagnastofnun óskar eftir að komast í
samband við teiknara sem vilja teikna í náms-
efni. Um er að ræða fjölbreytt verkefni svo
sem myndir sem styðja við og skýra fræðileg-
an texta og myndskreytingar við bókmennta-
efni.
Teiknarar, sem hefðu hug á að taka að sér
verkefni fyrir stofnunina, eru vinsamlegast
beðnir að leggja inn sýnishorn af verkum
sínum, ásamt persónulegum upplýsingum,
hjá Tryggva Jakobssyni, deildarstjóra, Náms-
gagnastofnun, Nóatúni 17, 3. hæð,
105 Reykjavík.
Skattrannsóknir
Skattrannsóknarstjóri ríkisins er ný stofnun,
sem hefur með höndum skattrannsóknir,
samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignar-
skatt, virðisaukaskattalögum og lögum um
aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af skatt-
stjórum eða þeim falin framkvæmd á.
Hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins eru nú
lausar til umsóknar stöður rannsóknamanna.
í starfi rannsóknamanna felst að rannsaka
skattskil og eftir atvikum bókhald fyrirtækja,
til að upplýsa skattsvik og önnur brot á
skattalögum.
Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka þekk-
ingu á skattskilum, skattalögum og bók-
haldi. Þá þurfa umsækjendur að hafa óflekk-
að mannorð og hafa til að bera hæfni til að
tjá sig skipulega í rituðu máli. Æskilegt er
að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi í við-
skiptafræði, hagfræði, lögfræði eða séu lög-
giltir endurskoðendur.
Umsóknir, þar sem fram kemur aldur, mennt-
un, fyrri störf og önnur atriði, sem máli þykja
skipta, þurfa að hafa borist skattrannsóknar-
stjóra ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík,
eigi síðar en 19. apríl nk.
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRÍ
RÍKISINS
Innanhússarkitekt
óskar eftir starfi.
Upplýsingar í síma 625188.
Hjúkrunarfræðingar
söféy Hafnarfirði
Hjúkrunarfræðingar óskast í 50% starf,
kvöld og helgarvaktir, á hjúkrunardeild.
Ennfremur vantar hjúkrunarfræðinga í sum-
arafleysingar.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
f síma 54288.
Fóstrur - fóstrur
Krakkana á leikskólunum í Eyjum vantar
fóstrur til að vinna með sér að fjölbreyttu
og uppbyggilegu leikskólastarfi. Við leitum
að fóstrum, yfirfóstrum og leikskólastjóra,
helst í fullt starf.
Við höfum gott og skemmtilegt starfsfólk
og komum til með að taka vel á móti ykkur.
Ef þið hafið áhuga og viljið fá frekari upplýs-
ingar gefa leikskólastjórarnir, ásamt félags-
ráðgjafa, allar nánari upplýsingar.
Þið getið náð í leikskólastjórana Möggu og
Siggu í síma 98-11097, Hrönn í síma
98-11098, Ágústu í síma 98-11928 og Guð-
rúnu, félagsráðgjafa, í síma 98-11088.
LANDMÆUNGAR
ÍSLANDS
Verkfræðingur
Auglýst er starf verkfræðings á korta- og
mælingadeild Landmælinga íslands.
Menntunarkröfur: Mælingaverkfræðingur.
Launakjör: Skv. launakerfi opinberra starfs-
manna.
Skriflegar umsóknir berist Landmælingum
íslands, Laugavegi 178, 105 Reykjavík, fyrir
25. apríl nk.
Hjúkrunarfræðingar
Staða deildarstjóra á almennri deild er laus
frá 1. maí nk.
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í hluta-
störf, t.d. 4 tíma á dag.
Sjúkraliðar
Óskum eftir að ráða sjúkraliða í fullt starf á
almenna deild. Einnig óskast sjúkraliðar í
sumarafleysingar og í hlutastörf. í boði er
2ja herbergja íbúð nálægt vinnustað.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
í síma 26222.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Lyfjafræðingar
Laust starf fyrir lyfjafræðing í júní, júlí
og ágúst.
Borgarness Apótek,
Kristinn R. Gunnarsson,
sími 93-71168.
iL
ST. JÓSEFSSPlTALI
LANDAKOTI
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis á lyflækningadeild
Landakotsspítala er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. júní eða 1. júlí til 6 eða
12 mánaða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir yfirlæknir lyflækninga-
deildar í síma 604300.
Slökkvilið Hafnarfjarðar
Sumarafleysingar
Okkur vantar starfsmenn til afleysinga vegna
sumarfría í Slökkviliði Hafnarfjarðar sumar-
ieyfistímabilið 1993.
Skilyrði: Aldur innan við 30 ár - Meirapróf
bifreiðastjóra - Hreysti - Haldgóð menntun.
Umsóknir berist undirrituðum fyrir 26. apríl
nk. á umsóknareyðublöðum sem fást á varð-
stofu slökkviliðsins.
Slökkviliðsstjóri.
BORGARSPITAIINN
Öldrunardeildir
Hjúkrunarfræðingar og 3 árs hjúkrunarfræði-
nemar óskast til sumarafleysinga á öidrunar-
deildum B-4, B-5, Hvítabandi og hjúkrunar-
og endurhæfingardeild E-63 á Heilsuvernd-
arstöð.
Starfshlutfall, vaktafyrirkomulag og tímabil
samkvæmt samkomulagi.
Upplýsingar hjá Ernu Einarsdóttur, hjúkrun-
arframkvæmdastjóra starfsmannaþjónustu,
síma 696356 og deildarstjórum viðkomandi
deilda.
Matvælarannsóknir
Efnafræðingur
Laus er staða efnafræðings hjá rannsókna-
stofu Hollustuverndar ríkisins. Um er að
ræða starf sem felur í sér faglega umsjón
með efnarannsóknum á matvælum.
Helstu verkefni eru mælingar á varnarefnum
í grænmeti og ávöxtum, greining litarefna
og rotvarnarefna og uppsetning rannsókna-
aðferða vegna nýrra þjónustuverkefna á sviði
efnarannsókna á matvælum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi starfs-
reynslu við rannsóknir með gasgreini eða
gasmassagreini.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, þurfa að berast Hollustuvernd
ríkisins, Ármúla 1a, pósthólf 8080,
108 Reykjavík, fyrir 1. maí 1993.
Frekari upplýsingar veitir Franklín Georgs-
son, forstöðumaður rannsóknastofunnar,
í síma 688848.
Hollustuvernd ríkisins.