Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL Í993
25
Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Fer þorskurinn
sömu leið og síldin?
Eimmta apríl 1993 voru fjörutíu
og fimm ár liðin frá setningu
, um vísindalega verndun
fiskimiðanna, Iandgrunnslaganna.
Útfærslur fiskveiðilögsögunnar í
§órar mílur 1952, 12 mílur 1958,
50 mflur 1972 og 200 mílur 1975
voru byggðar á þessari löggjöf. Sem
og málflutningur íslendinga á al-
þjóðavettvangi, en hann hafði ríku-
leg áhrif á hafréttarsáttmálann.
Það var staðföst trú íslendinga
árið 1948, að þessi merka löggjöf
um vísindalega vemdun fiskimið-
anna væri stórt skref að því marki
að tryggja efnahagslegt fullveldi
þjóðarinnar til frambúðar. Spum-
ingin er, hvort okkur hafí vaxið físk-
ur um hrygg, hvort við höfum geng-
ið til góðs í nýtingu þessarar auð-
lindar, fiskimiðanna, frá þeim tím-
um er landgrannslögin vora sett
og landhelgin og veiðistýringin
komst alfarið í hendur þjóðarinnar?
Fyrsta útfærsluskrefið var stigið
með reglugerð árið 1952. Dregin
var grunnlína umhverfis landið frá
yztu annesjum, eyjum og skerjum
og þvert fyrir mynni flóa og fjarða,
en síðan.sjálf markalínan dregin
fjórum mílum utar. Árin á eftir var
þorskgengd mikil við Iandið. Árið
1953 var heildarþorskveiðin á ís-
landsmiðum 526.000 lestir og árið
1954 547.000 lestir. Hlutur okkar
af þessum heildarafla var aðeins
um það bil helmingur, en þó dijúg-
um meiri en heildarafrakstur af
miðunum í dag. Morgunblaðið hefur
í fyrradag eftir sjávarútvegsráð-
herra að búast megi við að Hafrann-
sóknastofnun haldi við fýrri tillögu
sína um 175.000 þorskveiðitonn á
fiskveiðiárinu 1993-94. Það er ékki
þriðjungur heildaraflans árið 1954!
Heimsstyijöldin 1939-1945
leiddi miklar hörmungar yfir flestar
Evrópuþjóðir. Hún hélt hins vegar
erlendum fískveiðiflotum frá ís-
landsmiðum. Ekki er ólíklegt að
fiskstofnar hafí náð að byggja sig
upp á þessum ófriðaráram, vegna
minni veiðisóknar, að því marki sem
lífsskilyrði í sjónum hafa Ieyft, en
þau era breytileg frá einum tíma
til annars.
Lögsaga okkar yfir 200 mflna
fískveiðilandhelgi heldur og erlend-
um veiðiflotum utan íslandsmiða,
eins og ófriðurinn gerði á sínum
tíma. Veiðigeta heimaflotans hefur
á hinn bóginn vaxið með ólíkindum
síðustu áratugi, bæði með stærri
skipum og nýrri veiðitækni. Það er
ekki út í hött að stundum er talað
um „ryksugur" á miðunum.
Fiskifræðingar, sem gerst þekkja
til stærðar og stöðu þorskstofnins,
hafa lengi haldið því fram, að við
tökum mun meira úr honum en
fiskifræðileg rök standi til. Sú sé
höfuðástæða minnkandi hrygning-
arstofns og slakrar nýliðunar. Rétt
er að vísu að fleira hefur áhrif á
viðgang fiskstofna en veiðisóknin
ein, fyrst og fremst breytilegar að-
stæður í lífríki sjávar, en í Ijósi
reynslunnar höfum við ekki efni á
að taka þá áhættu að þorskstofninn
hrynji eins og sfldarstofninn. Þorsk-
urinn er þungavigtarfyrirbæri í
þjóðarbúskapnum og sjávarvörar
gefa, þegar bezt lætur, þijár af
hveijum fjóram krónum í útflutn-
ingstekjum landsmanna.
Aflafréttir líðandi veiðiárs benda
ekki til þess að við höfum dregið
rétta lærdóma af niðurstöðum fiski-
fræðilegra rannsókna. Fiskifræð-
ingar lögðu til að þorskveiði væri
haldið innan 190.000 lesta á fisk-
veiðiárinu. Stjómvöld, sem horfa til
þjóðhagslegra raka sem fiskifræði-
legra, ákváðu síðan 205.000 tonna
afla. Fréttir síðustu daga benda á
hinn bóginn til þess að þorskaflinn
fari í reynd 25.000 tonnum fram
úr ákvörðun stjómvalda og 40.000
tonnum fram úr tillögum Hafrann-
sóknastofnunar. Harma ber að svo
válega hefur til tekizt sem hér um
ræðir. Ofveiði af þessu tagi getur
leitt til þess að enn frekari veiðitak-
mörkunum verði að beita næstu
fiskveiðiárin, svo þorskurinn nálgist
á ný eðliiega stofiistærð, miðað við
aðstæður í lífríki sjávar.
Niðurstöður fiskifræðinga era að
sjálfsögðu ekki hafnar yfír gagn-
rýni fremur en önnur mannanna
verk. Þeir hafa á hinn bóginn meiri
þekkingu og betri aðstæður en aðr-
ir til að nálgast þær fískifræðilegu
staðreyndir, sem við verðum að
byggja framtíðarstefnu okkar um
fiskvemd og hagnýtingu fiskimið-
anna á. Við megum aldrei gleyma
því að lífskjör í landinu og efna-
hagslegt fullveldi þjóðarinnar hvfla
öðra fremur á auðlindum sjávar.
Án þeirra væri landið vart byggi-
legt. Við höfum einfaldlega ekki
efni á að hunza rannsóknir, niður-
stöður og ráðleggingar fiskifræð-
inga okkar.
En hvaðsem þessu líður er auð-
velt að taka undir þau orð Ustinovs
að leiklist sé íþrótt, ekki trúar-
brögð. Hún sé töfrar. Og það eigi
að kappkosta að framkalla þessa
töfra, þess vegna sé ekki nauðsyn-
legt að leikhúsin hafi fullbúinn út-
búnað. Áhorfendur eigi að leggja
sitt af mörkum, innlifun sína og
ímyndunarafl.
Þessi að sumu leyti grátbroslega
gagnrýnendafælni á sér langa sögu
og þeir höfundar sem ég nefndi era
svo sannarlega ekki einir um að
eiga um sárt að binda vegna fjöl-
miðla. Ég hef lesið mér til furðu
og skemmtunar enska bók með fár-
ánlegum yfirlýsingum gagnrýnenda
gegnum tíðina um verk sem orðið
hafa fræg og sígild, og raunar með
ólíkindum hvað gagnrýnendum get-
ur skotizt þegar þeir era í ham.
En þá verðum við líka að muna að
góðar bókmenntir, ekkisízt leikbók-
menntir, eiga það erindi við okkur
m.a. - að lifa af vonda gagnrýni.
Hafðu engar áhyggjur af listinni,
elsku vinur, sagði Eggert Stefáns-
son, hún sér um sig. Það hefði ekk-
ert þýtt fyrir guð almáttugan, hélt
hann áfram, að stíga niður af himn-
um og fara að syngja í Gamla bíói
ef hann hefði ekki þekkt einhvem
Pétur eða Pál. Hér era allir einsog
kötturinn, halda að heimurinn hafi
orðið til þegar hann opnaði augun.
Og Eggert vildi afskandinavísera
þjóðina!
Eggert Stefánsson vissi hvað
hann söng, hann var sérfræðingur
í menningartengslum. Nú era arf-
takar hans ein fjölmennasta stétt
þjóðfélagsins.
M
(meira. næsta sunnudag)
Hlynur kóngsson
1 .ÞAÐ HLÆGIR
nig að hugsa um
samskipti leikhúss og
jölmiðla. Ástæðan er
sú tortryggni sem ríkir milli þessara
HELGI
spjall
il not af að lesa gagn-
rýni vegna þess hve
gagnrýnendur hefðu
yfírleitt lítinn áhuga á
að fræða lesendur
sína. Þeir legðu sig
aðila. Leikhúsfólk er þó emkum
þekkt að því að grana fjölmiðla um
græsku en fjölmiðlarnir era ávallt
á verði að vera ekki misnotaðir í
auglýsingaskyni. Fjölmiðlarnir
gætu vel án leikhúsanna verið en
mér er til efs það sama gildi um
leikhúsin. Samt er mér sagt að
ungum leikuram sé uppálagt að
taka ekkert mark á gagnrýnendum,
þeir skrifi að jafnaði af kunnáttu-
leysi og fordómum. Einhver rök era
vafalaust fyrir því, og sjaldnast era
gagniýnendur að hafa fyrir því að
gera grein fyrir sér og markmiðum
sínum. En leikhúsfólk getur margt
lært af sanngjömum, vel menntuð-
um og merkum gagnrýnendum, ég
sagði merkum. Og slflca á að taka
alvarlega enda era til fordómalaus-
ir gagnrýnendur, vel menntaðir í
bókmenntum og leikhúsfræðum og
smekkmenn að auki.
2.LEIKARAR OG LEIKSKÁLD
hafa tilhneigingu til að setja alla
gagnrýnendur undir sama hatt.
Engir minni spámenn en Albee og
Arthur Miller hafa að mér viðstödd-
um orðið sammála um það eitt, að
vara við gagnrýnendum. Það var
hálfhallærislegt að horfa upp á svo
fræga höfunda bindast samtökum
gegn mannvonzku gagnrýnenda.
Svo allnokkram áram síðar gekk
Ustinov einnig í þessi samtök og
kom það í minn hlut að skýra frá
því í samtali við hann þegar hann
sótti ísland heim.
Albee kvaðst m.a. ekki hafa mik-
aftur á móti alla fram um að koma
persónulegum skoðunum sínum á
framfæri einsog þær væra eitthvert
sáluhjálparatriði. Það er alltaf verið
að tönnlast á ábyrgð höfunda, sagði
hann, en aldrei minnzt á ábyrgð
þeirra sem hafa tekið að sér að
móta afstöðu almennings. Hann
sagðist alls ekki vera bitur í garð
gagnrýnenda því hann hefði fengið
sinn skerf af góðum dómum, ekki-
síður en vondum. í hæsta lagi væra
tveir góðir gagnrýnendur í New
York, annar skrifaði um tónlist og
gerði það af viti “enda er hann sjálf-
ur tónskáld". Það gerir gæfumun-
inn, sagði Albee.
•USTINOV KALLAÐI AT
vinnugagnrýnandann sjúkleika nú-
tímans. Hann þjónaði hvorki höf-
undinum né lesandanum, einungis
sjálfum sér. Og hann bætti við,
Vilji svo til að hann sé ritsnjall er
hann enn hættulegri og jafnvel enn
meiri sóun á hæfileikum. Það era
forréttindi flóarinnar að ferðast á
baki hundsins - henni er jafnvel
heimilt að álíta hundinn farartæki
sitt - en of langt gengur þegar hún
segir hundinum fyrir hvert hún ósk-
ar eftir að fara og lætur síðan fara
vel um sig til að njóta ferðarinnar.
Atvinnugagnrýnandi ætti að gefa
mönnum hugmynd um verkið, án
fordóma. Segja fólki um hvað það
fyallaði og hverrar tegundar það
væri. Hann ætti ekki að vera gagn-
rýnandi, heldur ritskýrandi. Gagn-
fyni á ekki að vera flóabit, sagði
Ustinov.
REYKJAVÍKURBRÉF
ÚMUR MÁNUÐUR ER
nú liðinn frá því
Lindbecknefndin í Sví-
þjóð kynnti tillögur sín-
ar, sem er að fínna í
skýrslunni „Ný skilyrði
fyrir efnahags- og
stjórnmál". Tillögumar,
sem era 113 talsins og ná til flestra sviða
þjóðlífsins, hafa vakið mikla umræður og
deilur í Svíþjóð um hvemig móta beri
sænskt samfélag í framtíðinni.
Nefndin var undir forsæti hins virta
hagfræðings Assars Lindbecks og áttu
sæti í henni margir af þekktustu fræði-
mönnum Norðurlanda á sviði hagfræði og
stjómmálafræði. Hún var skipuð í nóvem-
ber á síðasta ári af ríkisstjórn Svíþjóðar
til að gera úttekt á langtímavanda sænsks
þjóðfélags.
Þessu verkefni Lindbecknefndarinnar
má í grófum dráttum skipta í þrennt.
Henni bar að greina helstu veikleika
sænsks efnahagslífs og koma með tillögur
um úrbætur í þeim efnum, ekki síst hvað
varðar þær reglur og stofnanir sem eru á
valdsviði hins opinbera. Segir í skýrslu
nefndarinnar að hún hafi gengið út frá
að henni bæri að koma með tillögur sem
myndu stuðla að auknum efnahagslegum
stöðugleika, hagkvæmni og hagvexti en
einnig virða almennt viðurkennd markmið
um efnahagslegt öryggi og réttláta skipt-
ingu þjóðartekna.
Nefndinni var einnig falið að vinna að
tillögum um breytingar á starfsháttum
hins pólitíska kerfis sem myndu bæta að-
stöðu fyrirtækja og heimila.
Þá bað ríkisstjórnin nefndina um að
kanna hvaða leiðir væra færar úr þeirri
efnahagskreppu sem þjáð hefur Svíþjóð
undanfarin ár.
Nefndinni bar að gera tillögur til „með-
allangs" tíma, sem hún túlkaði sem tíu
ár fram í tímann. Tillögumar eiga þó einn-
ig að standast til lengri tíma litið hvað
eitt varðar: „Það má ekki velta kostnaðin-
um fram í tímann þannig að hann tak-
marki möguleika komandi kynslóða. Við
teljum að okkar kynslóð eigi ekki að skilja
eftir handa næstu kynslóð veralegar skuld-
ir ríkisins, íþyngjandi lífeyrisskuldbinding-
ar eða umhverfisástand sem dregur úr
velmegun", segir í skýrslunni.
Nefndin hafði það einnig að markmiði
að þær breytingar, sem hún legði til, yrðu
í senn hefðbundnar og róttækar. Þær yrðu
hefðbundnar í þeim skilningi að gengið
yrði út frá grundvallarhugmyndum vest-
rænna samfélaga um lýðræði og markaðs-
hagkerfi. Hins vegar yrðu þær róttækar
að því leyti að lagðar yrðu til umfangsmikl-
ar breytingar á hinu efnahagslega og póli-
tíska kerfí Svíþjóðar. Tillögur nefndarinnar
ganga í raun út á að hverfa frá því þjóðfé-
lagskerfí sem verið hefur við lýði í Svfþjóð
á síðustu áratugum.
Þó að hugmyndir nefndarinnar fjalli um
Svíþjóð gæti mjög margt í skýrslunni átt
við ísland í meira eða minna mæli og
gæti því orðið athyglisvert innlegg í um-
ræður hér á landi. Eins og nefndarmenn
benda sjálfir á í upphafi skýrslunnar þá
er reynsla annarra ríkja mjög mikilvæg
og getur hjálpað mönnum að forðast fnis-
tök þéirra.
Sænska
kreppan
■ SÆNSKT EFNA-
hagslíf eftir stríð,
sem vakið hefur
mikla aðdáun um-
heimsins, hefur
undanfarin ár þjáðst af djúpstæðri kreppu
og samdrætti. Aðdáun umheimsins beind-
ist ekki síst að þeirri staðreynd að atvinnu-
leysi var mjög lítið í Svíþjóð, tekjur vora
háar og skiptust tiltölulega jafnt, almenn-
ingur bjó við verulegt efnahagslegt öryggi
og framboð opinberrar þjónustu var mjög
fjölbreytt.
Þegar á áttunda og níunda áratugnum
mátti hins vegar sjá fyrstu merki þess að
ekki var allt sem skyldi í sænsku efnahags-
lífí. Langtíma framleiðniaukning var lítil,
fjárlagahalli fór vaxandi og verðbólga jókst
sem leiddi til kostnaðarkreppu og endur-
tekinna gengisfellinga. Aukin alþjóðleg
samkeppni leiddi einnig til þess að sænsk-
ur samkeppnisiðnaður lenti í erfiðleikum.
Ríkið ákvað þá veralegar niðurgreiðslur,
ekki síst vegna krafna um að halda uppi
atvinnu. „Það var vissulega hægt að slá
endurskipulagningu sænsks iðnaðar á frest
en það var ekki hægt að koma í veg fyrir
hana“, segir í skýrslunni.
Efnahagsástandið einkenndist lengi vel
af viðleitni til að halda gengi stöðugu af
pólitískum ástæðum á sama tíma og verð-
bólga var veraleg. Á síðustu áram hefur
ástandið versnað mjög. Iðnaðarframleiðsla
hefur dregist saman um 10% og atvinnu-
leysi aukist gífurlega. Það er nú í kringum
7% og um 5% vinnufærra manna taka að
auki þátt í einhvers konar atvinnuskap-
andi verkefnum. Raunveralegt atvinnu-
leysi er því í kringum 12%.
SÆNSKA KREPP-
Ti* „ _'i; an er hins vegar,
Hinnpoh- að mati yndbeck.
tiskl þattur nefndarinnar, ekki
einvörðungu efna-
hagslegs eðlis. Hún er ekki síst pólitísk
kreppa þar sem mörg hinna efnahagslegu
vandamála eiga rætur sínar að rekja til
úreltra stofnana og reglna. Það er því
ekki nóg að breyta efnahagskerfínu til að
leysa vandann. Einnig verður að taka á
hinu pólitíska kerfí til að stuðla að því að
stjómmálamenn, fyrirtæki og stofnanir
taki ábyrgari afstöðu, sem þjóni almenn-
ingshagsmunum til lengri tíma litið.
Áhersla á langtímasjónarmið í stað
skammtímasjónarmiða er rauður þráður í
skýrslunni. Ef fyrirtæki eiga að sjá sér
hag í að fjárfesta í Svíþjóð verða þau að
hafa ákveðna vissu fyrir því að þeim regl-
um sem í gildi eru, hvort sem þær fjalla
um skatta, viðskiptamál eða eittvað ann-
að, verði ekki gjörbreytt. Einstaklingar
verða líka að hafa einhveija hugmynd um
hve mikið þeir þurfí að leggja fyrir og hve
vel þeir verði að tryggja sig til að þurfa
ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Þá
segir nefndin að langtímasjónarmið séu
ekki síst mikilvæg vegna markmiðsins um
stöðugleika: „Skammtímaaðgerðir hafa oft
langtímaáhrif á jafnt verðbólgu sem at-
vinnuleysi. Þing og ríkisstjóm forðuðust á
áttunda og níunda áratugnum mikið at-
vinnuleysi með því að fjölga störfum hjá
hinu opinbera og lækka kaupmátt með
gengisfellingum og mikilli verðbólgu. Þar
með var hins vegar nauðsynlegri aðlögun
opinberra útgjalda og launaþróunar slegið
á frest sem leiddi til ört hækkandi verð-
bólgu. Þegar ríkisvaldið vildi hverfa frá
þessum aðferðum á tíunda áratugnum
hrandi atvinnustigið vegna kostnaðar-
kreppunnar, sem skollin var á.“
En það eru ekki bara skammtímaað-
gerðir, sem hafa áhrif til langs tíma. Kerf-
isbreytingar sem taka mið af langtímasjón-
armiðum hafa einnig efnahagsleg áhrif til
skamms tíma. „Það er því mikilvægt að
fara varlega í langtíma kerfisbreytingar,
ekki bara til að komast hjá að kollvarpa
skipulagningu einstaklinga á lífí sínu, held-
ur einnig til að forðast að steypa efnahags-
lífínu niður í enn dýpri kreppu en við er
að etja nú.“
Til að hægt sé að ná fram æskilegum
breytingum telur nefndin nauðsynlegt að
breyta uppbyggingu stjórnkerfísins. Það
verði að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í
stjómskipulaginu til að menn taki í aukn-
um mæli mið af langtímasjónarmiðum. Því
er lagt til að tekið verði upp svipað kerfí
og í Þýskalandi varðandi vantrauststillögur
á ríkisstjórnir. Þar í landi er við lýði regl-
an um „uppbyggilegt vantraust" sem felur
í sér að ríkisstjóm situr áfram við völd
þar til annar stjómarkostur liggur fyrir.
Er þetta að mati nefndarinnar nauðsyn-
leg aðlögun sænsks stjómkerfis að þing-
ræðishugmyndinni en segja má að tvö
meginform stjórnskipunar séu til í lýðræð-
isríkjum, annars vegar valdskiptingarregl'-
an og hins vegar þingræðisreglan.
í valdskiptingarreglunni felst að ríkis-
valdið greinist í afmörkuð svið sem fara
með afmörkuð völd. Löggjafarvaldið og
Laugardagur 17. apríl
framkvæmdavaldið deila valdinu á milli
sín. í þingræðisreglunni felst hins vegar
að stærsti hluti valdsins færist til ríkis-
stjómarinnar. Hún situr við völd á meðan
þingið veitir henni stuðning. Þetta má
skilgreina sem svo að þingið sé æðsti full-
trúi þjóðarinnar en að ríkisstjómin stjómi
ríkinu. Segir nefndin að þó þingræðisregl-
an hafí verið tekin upp með nýjum stjóm-
skipunarlögum árið 1974 þá eimi enn tölu-
vert eftir af gamla valdskiptingarhugsun-
arhættinum og þegar ríkisstjóm hafi ekki
mjög afgerandi meirihluta í þinginu eigi
hún erfítt með að uppfylla þær kröfur sem
þingræðið gerir.
Þetta kom greinilega í ljós í febrúar
árið 1990 er ríkisstjóm Ingvars Carlssons,
formanns Jafnaðarmannaflokksins, lagði
fram í þinginu tillögu um algjöra.frystingu
launa og sagði forsætisráðherrann að hann
myndi segja af sér næði hún ekki fram
að ganga. Tillagan var felld en þeir flokk-
ar sem höfðu hafnað tillögunni (borgara-
legu flokkamir og kommúnistar) vildu
ekki mynda nýja ríkisstjóm. í lok síðasta
mánaðar, skömmu eftir að tillögur nefnd-
arinnar vora kynntar, lenti ríkisstjórn
Carls Bildts í svipuðum erfíðleikum er
flokkurinn Nýtt lýðræði hótaði að greiða
atkvæði gegn efnahagstillögum frá henni.
Þá er í skýrslunni lagt til að ráðuneytum
verði fækkað til að breikka valdsvið hvers
ráðuneytis en þar með ætti að draga úr
hættunni á að þröngir sérhagsmunir ráði
ferðinni. Einnig er sagt nauðsynlegt að
ríkisstjómin ákveði heildarramma opin-
berra útgjalda áður en teknar eru ákvarð-
anir um einstök útgjöld.
Mikilvægasta hlutverk þingsins er, að
mati nefndarinnar, að standa vörð um al-
menningshagsmuni og hafa eftirlit með
störfum ríkisstjómarinnar. Það yrði til að
efla almenningshagsmuni að fækka þing-
mönnum, til dæmis um helming, og lengja
kjörtímabil þeirra, ef til vill í fimm ár.
Kjörtímabil sænska þingsins er nú ári
styttra en þess íslenska, eða einungis þijú
ár.
Markmið breytinga af þessu tagi yrði
ekki síst að draga úr áhrifum sérhags-
munahópa sem skýrsluhöfundar telji að
hafí nú allt of mikil áhrif. Þingið sé í raun
hætt að sinna kalli hinna almennu samfé-
lagshagsmuna og er í staðinn orðið að
farvegi fyrir sérhagsmuni af mismunandi
tagi, líkt og einn nefndarmanna orðaði það
er skýrsla þeirra var kynnt á sínum tíma.
Ástæða þessa er margþætt. Það virðist
vera svo að eftir því sem fleiri silja á þingi
telji þingmenn eðlilegra að vera fulltrúar
ákveðinna hagsmuna, hvort sem um er
að ræða hagsmuni einstakra landshluta,
atvinnugreina eða fyrirtækja. Þá er það
einkenni á nefndum flestra þjóðþinga að
bændur raða sér í landbúnaðamefndina,
kennarar í menntamálanefndina og svo
framvegis. Ekki er hægt að setja reglur
sem banna mönnum að sitja í nefndum á
þeirra sérsviði og reyndar er mjög æski-
legt að sérþekking þeirra nýtist við nefnd-
arstörf. Hins vegar telur Lindbecknefndin
að gera eigi starfssvið nefnda yfírgrips-
meira. Landbúnaðamefnd mætti til að
mynda vera hluti af almennri atvinnulífs-
nefnd.
Til að efla aðhaldið í fjármálum ríkisins
telur nefndin rétt að í fjárlagameðferð
þingsins beri að virða sömu reglu og við
fj árlagaundirbúning ríkisstjórnarinnar,
nefnilega að taka fyrst ákvörðun um heild-
arrammann. Nefndarmenn vilja einnig tak-
marka mjög áhrif þingmanna til að breyta
Ijárlögunum til að koma í veg fyrir að
heildarramminn verði sprengdur. Þannig
leggja þeir til að þingmenn geti einungis
lagt fram breytingartillögur, sem horfa til
aukinna útgjalda, ef þeir á sama tíma
leggja til spamað á öðru sviði. Þá er lagt
til að þegar meðferð íjárlagafrumvarpsins
lýkur verði það borið upp til atkvæða í
heild sinni í einni atkvæðagreiðslu sem
yrði jafnframt traustsyfírlýsing á stjórn-
ina.
Hvað efnahagsmálin varðar leggur
nefndin fjögur meginmarkmið til grund-
vallar: Að lækka útgjöld ríkisins; að hanna
skilvirkara og traustara félagslegt kerfi;
að bæta skilyrði atvinnuveganna, auka
samkeppni og valfrelsi jafnt í einkageiran-
um sem hinum opinbera og bæta starfsskil-
yrði og starfshætti fjármálamarkaðarins;
og að búa til skilyrði sem stuðla að upp-
söfnun peningalegs og mannlegs auðs.
Nefndin telur mannlega auðinn, mennt-
un og verkþekkingu þjóðarinnar, vera eina
mikilvægustu forsenduna fyrir hagvexti í
framtíðinni. Bendir hún á að Svíar veiti
hvað mest fjármagn til menntamála af
öllum OECD-þjóðum. Gæði menntunar í
Svíþjóð virðast hins vegar ekki skara fram
úr að sama skapi. Það er mikilvægt að
auka menntunarstigið í landinu að mati
nefndarinnar sem segir einnig að umræðan
um menntamál sé á röngum forsendum í
Svíþjóð hvað margt varðar. Þannig virðist
flestir ganga út frá því að fjöldi kennslu-
stunda sé gefin stærð, þrátt fyrir að sú
stærð sé mjög lítil í alþjóðlegum saman-
burði. Þá sé heimavinna nemenda ófull-
nægjandi. Einmitt þessi tvö atriði, fjöldi
kennslustunda og heimavinna, séu hins
vegar alþjóðlega talin ráða úrslitum um
þekkingu nemenda og ættu því frekar að
vera í miðpunkti umræðunnar í stað þeirra
mála sem einkenna hana nú.
Gagnrýni
sérhags-
munahópa
Á ÞEIM MÁNUÐI
sem liðinn er frá því
að þessar hug-
myndir voru kynnt-
ar hafa miklar um-
ræður farið fram í
Svíþjóð um ágæti þeirra. Daginn eftir að
skýrslan var kynnt ritaði Carl Bildt, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, blaðagrein þar
sem hann sagði niðurstöðuna af starfí
nefndarinnar vera framar björtustu vonum
og sagði að hann hefði gefið ríkisstjórn-
inni skipun um að gera úttekt á hvað yrði
að gera til að hrinda þeim tillögum í fram-
kvæmd, sem væru á verksviði ríkisstjórn-
arinnar. Flestir aðrir stjómmálamenn voru
einnig mjög jákvæðir í garð Lindbeck-
nefndarinnar fyrstu vikuna og töldu sig
fínna stuðning við sína stefnu í henni.
Jafnaðarmenn vora þar ekki undanskildir
og vísuðu mjög til þess að Lindbecknefnd-
in teldi atvinnuleysi vera „alvarlegasta
vandamál“ Svíþjóðar þó svo að í raun segi
í skýrslunni að atvinnuleysi sé alvarlegasta
tákn þeirra vandamála sem við sé að etja
í landinu.
Eftir því sem fleiri dagar liðu fór hins
vegar að bera meira á gagnrýni á skýrsl-
una, ekki síst frá sérhagsmunahópum, en
skýrsluhöfundar töldu einmitt nauðsynlegt
að draga úr áhrifum þeirra. Stærstu verka-
lýðsfélög Svíþjóðar hafa lýst sig andvíg
Lindbecktillögunum. Það sama má segja
um fjölmörg samtök afmarkaðra hags-
munahópa, s.s. leigjendasamtök og samtök
ellilífeyrisþega. Hugmyndir nefndarmanna
hafa verið kallaðar „afturhvarf til fjórða
áratugarins" og sagt að þeir vilji „Pino-
chetisera" sænskt samfélag. Þegar nefnd-
armenn sátu fyrir svörum í sænska þing-
inu var líka greinilegt að margir stjórn-
málamenn höfðu mestan áhuga á að nýta
sér þetta mál sem vopn í hinni dægurpóli-
tísku umræðu.
Enn er of snemmt að spá fyrir um hver
hin endanlegu áhrif Lindbecknefndarinnar
verða en ljóst er að hugmyndir hennar
eiga eftir að verða grandvöllur efnahags-
legra og pólitískra umræðna í Svíþjóð
næstu misserin. Engar tillögur hafa enn
sem komið er verið lagðar fram af ríkis-
stjóminni en á fimmtudag mun hún kynna
viðamiklar efnahagstillögur í þinginu og
er búist við að ýmislegt í þeim verði sótt
í smiðju Lindbecknefndarinnar.
„Enn er of
snemmt að spá
fyrir um hver hin
endanlegu áhrif
Lindbecknefndar-
innar verða en
ljóst er að hug-
myndir hennar
eiga eftir að
verða grundvöll-
ur efnahagslegra
og- pólitískra um-
ræðna í Svíþjóð
næstu misserin.“