Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 31

Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 31
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR AUGL YSINGAR Fóstra Fóstra, með eins árs framhaldsmenntun í stjórnun, óskar eftir starfi við leikskóla úti á landi. Svör sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „P - 3635“. Atvinna óskast 22 ára stúlka með stúdentspróf af málabraut óskar eftir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hafið samband við Unni Heiðu í síma 92-68284. TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Tónlistarskólinn á Akureyri Kennara vantar að Tónlistarskólanum á Akureyri haustið 1993 til að kenna á fiðlu, gítar, klarinett, saxófón, lægri málmblásturs- hljóðfæri, píanó og þverflautu. Laun samkvæmt kjarasamningi launanefnd- ar sveitarfélaga og STAK/Félags tónlistar- kennara. Upplýsingar veita skólastjóri og rekstrar- stjóri í síma 96-21788 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Skólastjóri. Framkvæmdastjóri Félagsstofnun stúdenta auglýsir stöðu fram- kvæmdastjóra lausa til umsóknar. Framkvæmdastjóri stjórnar daglegum rekstri stofnunarinnar og fyrirtækja hennar og fer með þau mál sem stjórn stofnunarinnar felur honum að sinna. Framkvæmdastjóri kemur fram sem talsmaður stofnunarinnar út á við. Félagsstofnun stúdenta sér um rekstur Bók- sölu stúdenta, Ferðaskrifstofu stúdenta, ein- staklings- og hjónagarða, kaffistofu og starf- ar í samráði við bygginganefnd, við skipulag og framkvæmdir nýbygginga. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 23. apríl kl. 16:00, og berist umsóknir auglýs- ingadeild Morgunblaðsins merktar FS-1993. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Nánari upplýsingar veitir Steinunn V. Óskars- dóttir í síma 32823. * FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA VHRINGBRAUT. 101 REYKJAVlK SfMI 61 S959 - Kennitala 5A0169-62A9 Hönnun og uppsetning Mann vanan hönnun og uppsetningu auglýs- inga og texta vantar vinnu. Hefur öll nauðsyn- leg tæki. Áhugasamir leggi inn nöfn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Mac-pro-3649“. Laust starf á skattstofu Vesturlands- umdæmis Frá 1. maí nk. er laust til umsóknar skrifstofu- starf á skattstofu Vesturlandsumdæmis. Starfið felst í umsjón með virðisaukaskatti, álagningu, eftirliti og annarri framkvæmd við virðisaukaskatt. Um er að ræða starf vegna afleysinga í a.m.k. átta mánuði en gæti orðiðtil frambúðar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun eða a.m.k. reynslu og kunnáttu á sviði skattafram- kvæmdar. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borist skattstjóra 26. apríl 1993. Skattstjórinn í Vesturiandsumdæmi, Kirkjubraut 28, 300Akranesi. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Reykjanesi Hefur þú metnað í starfi? Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða til starfa for- stöðumann við sambýli fatlaðra á Lyngmóum 10 í Njarðvík. Óskað er eftir þroskaþjálfa eða öðrum fag- menntuðum starfsmanni með uppeldisfræði- lega menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Forstöðumaður tekur þátt íframsæknu starfi í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrif- stofu með öflugum faglegum stuðningi í formi handleiðslu, námskeiða og víðtæku faglegu samstarfi með öðrum stjórnendum hjá Svæðisskrifstofu. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar gefa Jóna Ingvarsdóttir, forstöðumaður í síma 92-14564 og Þór Þór- arinsson, framkvæmdastjóri í síma 641822. Umsóknareyðublöð fást á Svæðisskrifstofu Digranesvegi 5 í Kópavogi. Fiskvinnslumenn Okkur vantar fiskvinnslumenn með full rétt- indi til starfa á frystitogara, sem gerður er út frá Norðurlandi. Stjórnunarreynsla og góð meðmæli eru mikils virði. Búseta á staðnum er skilyrði. Vinsamlegast sendið umsóknir sem fyrst með nauðsynlegum upplýsingum til Fiski- leiða hf., Langholtsvegi 115,104 Reykjavík. Laus staða við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri Staða endurmenntunarstjóra við búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri er laus til umsóknar. Starf endurmenntunarstjóra felst í nám- skeiðahaldi og þróun endurmenntunar við skólann, en einnig fylgir starfinu kennslu- skylda við báðar deildir skólans, búvísinda- deild og bændadeild. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Magnús B. Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, sími 93-70000. Staðan veitist frá 1. ágúst 1993, en umsókn- arfrestur er til 30. maí nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðaráðuneyt- inu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 14. apríl 1993. Varnarliðið: Tölvunarfræðing- ur/kerfisfræðingur Stofnun verklegra framkvæmda Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tölvun- ar- eða kerfisfræðing til starfa. Starfið felst í viðbótaruppsetningu tölvubún- aðar, gera tillögur um breytingar ásamt því að annast daglegan rekstur þeirra tölvu- kerfa, er undir starfið heyra. Um er að ræða Novell-nettengd kerfi. Einnig að annast kennslu og þjónustu við starfsfólk eftir því sem við á. Forritun og greining er einnig hluti starfsins. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðing- ur með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar. Þarf að geta unnið sjálfstætt og eiga gott með samskipti við annað fólk. Góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði í töluðu máli og skrifuðu. Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973 , eigi siðar en 29. aprfl nk. Umsóknareyðublöð fást á sama stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.