Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRIL 1993 GRASAGARÐURINN KLÆÐIST VQRSKRÚÐA Texti: Elín Pálmadóttir Myndir: Kristinn Ingvarsson í Grasagarðinum í Laugardal vex þyrnirós ein, vaxin þar upp af fræi fyrir 20 árum. A undan- förnum árum hefur tölu- vert verið alið upp af henni í ræktunarstöðinni og er þessi fallega rós nú orðin íslensk og farin að hasla sér völl í skrúðgörð- um borgarinnar. A sum- ardaginn fyrsta var þess- ari fyrstu plöntu í Grasa- garðinum, sem skráð er þar sem yrki, gefið nafn við hátíðlega athöfn um- hverfismálaráðs í garð- skálanum. Hún var skírð Rosa pimpineilifolia ‘Katrín Viðar’ til heiðurs aðalhvatamanni Grasa- garðsins. En 1961 gáfu hjónin Jón Sigurðsson og Katrín Viðar Reykjavík- urborg safn um 200 ís- lenskra jurta, sem þau höfðu viðað að sér á ferð- um sínum víðs vegar um landið. Varð grasagarðs- hornið þeirra í Laugar- dalsgarðinum upphafið að Grasagarði Reykjavík- ur. Með hækkandi sól og vori er aht að lifna í Grasagarðinum í Laugardal. Gróður- skálinn er kominn í fullan vorskrúða. Þar ilma út- sprungnir og fagurlitir sóparnir og lyngrósirnar eru að byija að springa út. Úti stinga upp kollin- um fyrstu vorlaukarnir eins og krókusar í mörgum Iitum og vetr- argosar. Og síðan koma áður en langt um líður túlipanar og páska- liljur. Þá er vorið komið fyrir al- vöru. Það er yndislegt að ganga þarna um í góða veðrinu. í garðinum eru að jafnaði 300 tegundir íslenskra jurta. Ekki þó allar íslenskar plönt- ur, sem munu vera á fimmta hundrað. Jóhann Pálsson garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar segir að sumar þeirra séu svo sér- hæfðar að aðstæðum að erfitt sé að halda þeim öllum þar við í einu. Aðalatriðið sé að búa vel um þær sem kunna við sig á þessum stað. Það geti gefið gestum bakgrunn í nestið þegar'farið er út í náttúr- una til að skoða gróðurinn. En grasgarðurinn verður æ vinsælli og nú orðið er hann opinn allan ársins hring, virka daga sem helga. Erlendir gestir koma þar Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, í garðskálanum. Bláregn eða Wisteria Sinensis. Fjallabergsóley eða Clematais Montana. Trillium Grandiflorium heitir hún þessi. Margt er nú sem augað gleður í Grasa- garðinum Alpaklukka eða Soldanella Carpatica. nú þegar og munu koma í enn ríkari mæli, enda eru tjaldstæðin í Laugardal þarna rétt hjá og inn- an skamms verður komin göngu- leið á milli. Aðsóknin að Grasagarðinum hefur aukist gífurlega á undan- förnum árum. Laugardalurinn sjálfur er orðinn svo aðlaðandi með allri þeirri starfsemi sem þar er og æ fleiri kynnast þessum yndisreit. Þar styrkir hvað annað. Meðan börnin una sér í Húsdýra- garðinum koma foreldramir gjarn- an í gönguferð um Grasagarðinn. Við röltum um garðinn með Jóhanni Pálssyni. Á þessum 32 árum síðan hann var stofnaður hefur hann vaxið og tekið stakka- skiptum. Fjórum sinnum hefur Grasagarðurinn verið stækkaður. Nýjasti hlutinn er með tjörnum og göngubrúm og var opnaður um ! gróðurhúsinu bíða ýmsar jurtir eftir að fara út. Þar skartar þessi rós með útlenda nafnið Pouls Scarlet Climber innan um önnur blóm. Krókusarnir eru með þeim fyrstu til að stinga upp kollinum úti í garðinum. leið og Húsdýragarðurinn. Við miðstöðina er nú verið að gera upp síðustu gróðurhús Eiríks Hjartar- sonar, sem á að nýta fyrir starf- semina. Gamli trágarðurinn, sem hann ræktaði á sínum tíma, hefur verið grisjaður, sem gefur tæki- færi til að rækta undirgróður og mynda skógarbotn, en lítið hefur verið til af skógabotnsplöntum í íslenskri flóru. Jóhann bendir mér á sérkennilegu gömlu seljumar hans Eiríks, sem eru foreldrar langflestra seljutijáa á landinu. Megnið af seljufræinu kemur úr Grasagarðinum. Þessir sveru gömlu stofnar eru ekki síður augnayndi á vetrum, eins og raun- ar mörg hinna tijánna. AIls staðar sér maður eitthvað nýtt sem ekki er ástæða til að telja upp hér. Sjón er sögu ríkari. En grasgarður í þeim skilningi sem við leggjum í það hugtak, er safn lifandi plantna. I venjulegum skrúðgarði er gróðri komið fyrir með það fyr- ir augum að vera til augnayndis og auka útivistargildi garðsins. Gróður í grasgarði er valinn með tilliti til vísinda- og fræðslugildis, þótt einnig sé leitast við að gera garðinn eins aðlaðandi og kostur er. í þessum grasgarði eru venju- lega prófaðar árlega um 1.000 tegundir eða afbrigði. Alltaf þarf að sá og ala upp nýjar tegundir til endurnýjunar og viðhalds og safna fræi til alþjóðlegra fræ- skipta. Tilraunasáning fer fram í gróðurhúsunum, þar sem plöntu- uppeldið er. og síðan eru þær próf- aðar úti. I gróðurhúsinu eru nú nokkrar tegundir um það bil að fara út, svo sem soldanellan eða alpaklukkan, eins og hún kallast á íslensku. Þarna í gróðurhúsinu má sjá lyngrósir, sem eru komnar í fullan blóma nú þegar sumarið gengur í garð. Rósirnar eru kapítuli út af fyrir sig. „Við erum að rækta mikið af rósum núna og fljótlega eiga eftir að koma á markaðinn hér harðgerar rósir,“ segir garð- yrkjustjóri. Víkjum við þá aftur að rósum, sem voru í raun tilefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.