Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 27
MORGUNPLAÐIÐ SU.NNUDAftUR 25. APKÍL 1993 c-P ;&7 SÉMi 3207S <;ii vrn\ Aðalhlv.: ROBERT DOWIMEY JR. DAN AYKROYD, ANTH- ONY HOPKINS, KEVIN KLINE. Tónlist: JOHN BARRY (Dansar við úlfa). Sýnd kl. 5 og 9. MEÐ ISLENSKU TALI NEMÓ LITLI ★ ★★ AIMbl. Frábœr teiknimynd m/íslensku tali. Sýnd 3 og 5. Verð kr. 350 SVALA VERÖLD Mynd í svipuðum dúr og Roger Rabbit. Aðalhlv.: Kim Basinger. Sýnd kl. 7,9og11. Bönnuð innan 10 ára. VM*JM Sýnd kl. 3,5 og 7 (SýndíA-sal kl.3) HÖRKUTÓL Handrit og leikstjórn Larry Ferugson sem færði okkur Beverly Hills Cop 2 og Highlander. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. ■ VÍSNAKVÖLD verður haldið á Blúsbarnum við Laugaveg á vegum Vísna- vina í Reykjavík mánudags- kvöldið 26. apríl. Fram munu koma Haraldur Reynisson sem getið hefur sér gott orð sem trúbador, Una Margrét Jónsdóttir og Kristinn Ní- elsson, en þau munu flytja franskar vísur og Hreiðar Gíslason og Einar Einars- son sem flytja heimagerð lög og ljóð. Allir eru velkomnir á þetta síðasta vísnakvöld vetr- arins. Ráðstefna um atvinnumál ATVINNUMÁLANEFND og Iðnþróunarfélag Kópa- vogs gangast fyrir ráð- stefnu miðvikudaginn 28. apríl kl. 13-17 í félags- heimili Kópavogs, Fann- borg 2. Á ráðstefnunni verður fjall- að um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í rekstrar- umhverfi fyrirtækja. Á ráð- stefnunni flytur Tryggvi Páls- son, bankastjóri íslands- banka, erindi um nýja mögu- leika í fjármálastýringu fyrir- tækja og fjallar um ný við- horf til að minnka gjaldeyris- og vaxtakostnað fyrirtækja, hvaða breytinga megi vænta á íslenskum fjármagnsmark- aði næstu ár og hvernig skyn- samlegt er að nýta fengið frelsi í fjármálum. Páll Gísla- son, framkvæmdastjóri Ice- con, fjallar m.a. um útflutning vöru og verkefna. Hann ræðir um hvað forráðamenn fyrir- tækja eiga að hafa í huga þegar þeir undirbúa sókn á erlenda markaði. Hvaða við- skiptaform henti íslenskum fyrirtækjum i sölu á vöru og þjónustu erlendis og getur um helstu mistök í markaðssetn- ingu og nefnir dæmi um vel- heppnaða markaðssókn. Reynir Kristinsson rekstr- arráðgjafi hjá Hagvangi segir m.a. frá nýjum viðhorfum í rekstri fyrirtækja, hvernig fyrirtæki skipuleggja starf- semi sína í síbreytilegu um- hverfi og getur um helstu vandamál lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Dr. Þor- steinn Gunnarsson, deildar- sérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu ræðir um aðgang íslendinga að rannsóknum og þróun innan EB. Skýrir frá því, hvaða sjóði um er að ræða, hvert senda skuli um- sóknir, hvaða verkefni geti hlotið styrkveitingu og hvetjir ijalli um þær. Erindi Magnúsar Pálssonar nefnist aukin gæði, aukin verðmæti. Þar útskýrir Magn- ús hvað felist í gæðahugtak- inu, hvernig er staðið að gæðaátaki. Hvort aðferð gæðastjórnunar henti öllum fyrirtækjum og nefnir dæmi um verkefni sem vel hefur tekist með aðferðum gæða- stjórnunar. Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi fjallar um samstarf sveitarfélaga í atvinnumálum. Hann svarar spurningunum, Hvernig vinna sveitarfélög að atvinnumál- um, Hver eiga afskipti sveit- arfélaga af atvinnumálum að vera, Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér margvísleg tengsl sveitarfélaga innanlands sem utan? Geta sveitarstjórnir komið á viðskipatengslum milli fyrirtækja? Heimir Pálsson, form. skólanefndar MK og Hótels- og veitingaskóla íslands, ijall- ar um skóla og nýsköpun í atvinnumálum. I erindinu verður fjallað um hvort hægt sé að tengja skóla og fyrir- tæki betur saman en nú er gert og nefnir Heimir dæmi um verkefni þar sem samstarf skóla og atvinnulífs hefur tek- ist vel. Jón Erleridsson, yfir- verkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskóla íslands, út- skýrir starfshætti upplýsinga- þjónustunnar og segir frá vel- heppnuðum árangri í starfi upplýsingaþjónustunnar. Ráðstefnustjóri er Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræð- ingur LÍÚ. Ráðstefnan er öll- um opin. Fréttatilkynning. SÍMI: 19000 DAMAGE - SIÐLEYSI SIÐLEYSI FJALLAR UM ATBURÐI SEM EIGA EKKIAÐ GERAST EN GERAST ÞÓ SAMT. MYNDIN SEM HNEYKSLAÐ HEFUR FÓLK UM ALLAN HEIM. Aðahlv. Jeremy Irons (Dead Ringers, Reversal of Fortune), Juliette Binoche (Óbæranleg- ur léttleiki tilverunnar) og Miranda Richardsson (The Crying Game). Leikstjóri: Louise Malle (Pretty Baby, Atlantic City o.fl). Myndin er byggð á metsölubók Josephine Hart sem var t.d. á toppnum í Bandaríkjunum í 19 vikur. Sýnd kl. 5,7,9 og11.10. FLISSI LÆKNIR Larry Drake (L.A. Law) fer með aðalhlutverkið í þessum spennutrylli um Evan Rendell, sem þráði að verða læknir en endar sem sjúkiingur á geðdeild. Eftir að hafa losað nokkra lækna við hvítu sloppana, svörtu pokana og lífið, strýkur hann af geðdeiidinni og hefur „lækningastörf". HÖRKUTRYLLIR FYRIR FÓLK MEÐ STERKAR TAUGAR! Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - Stranglega bönnuð innan 16 ára. £^| LEIKFEL. AKUREYRAR s. 96-24073 • LEÐURBLAKAN óperetta eftir Johann Strauss Kl. 20.30: Fös. 30/4 uppselt, lau. l/5 örfá sæti laus, sun. 2/5, fös. 7/5, lau. 8/5 uppselt, fös. 14/5, lau. 15/5, mið. 19/5. Miðasala opin alla virka daga kl. 14-18 og sýningardaga frá kl. 14 og fram að sýningu. Hin nýja síjórn, frá vinstri: Alfred Wolfgang Gunnars- son, Lára Magnúsdóttir, Leifur Jónsson, Ragnhildur Sif Reynisdóttir og Símon Ragnarsson. Aðalfundur gull- smíðafélagsins ÞANN 13. mars sl. var haldinn aðalfundur Félags íslenskra gullsmiða í Þing- holti á Hótel Holti. Ný stjórn var kjörin og eru eftirtaldir gullsmiðir í hinni nýju stjóm: Formaður: Leif- ur Jónsson, varaformaður: Símon Ragnarson, ritari: Alfred Wolfgang Gunnars- son, gjaldkeri: Lára Magnús- dóttir, meðstjórnandi: Ragn- hildur Sif Reynisdóttir. Þess má geta að 14 er- lendir gestir sátu fundinn, en þeir höfðu verið með nám- skeið og sýningu fyrir ís- lenska gullsmiði. Félag íslenskra gullsmiða var stofnað 19. október 1924 og verður því 70 ára á næsta ári. í dag eru félagsmenn 78 og er félagið með skrif- stofu á Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík, og er síma- númer þar 15502. FERÐIN TIL VEGAS HONEYMOON IN VEGAS ENGLASETRIÐ ★ ★★ MBL. Ein besta gamanmynd allra tíma sem gerði allt vitlaust i Bandaríkjunum. Nicolas Cage (Wiid at Heart, Raising Arizona), James Caan (Guð- faðirinn og ótal fleiri) og Sara Jessica Parker (L.A. Story). Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11. ★ ★★ Mbl. Mynd sem sió öll aðsóknarmet i Sviþjóð. - Sæbjörn Mbl. ★ ★ ★ „Englesetrið kemur hressilega á óvart.“ Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. MIÐJARÐARHAFIÐ MEDITERRANEO Stórkostleg Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 9 og 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.