Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 20
20 B■ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1993 Á ÁRIFRUMBYGGJANS Sléttuindíáni á vísundaveiðum. Olíumálverk eftir C.M. Russel frá 1894. DRJUKIN SEM DO Þættir úr sögu sléttuindiána Noróur-Amerílcu eftir Christof Wehmeier Kvikmyndin „Dansar við úlfa“ sem Kevin Costner leikstýrði og sópaði að sér fjölmörgum Óskarsverð- launum, sýndi okkur frum- byggja Norður-Ameríku í öðru ljósi en við eigum að venjast. Kvikmyndin sýndi okkur villta vestrið út frá sjónarhóli Súindíána og er raunar ekki eina kvikmynd- in sem framleidd hefur verið á undanförnum árum, sem vekur menn til umhugsunar um meðferð hvítra manna á frumbyggjum Ameríku. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 1993 málefn- um frumbyggja og því er ekki úr vegi að rifja örlítið upp sögu sléttuindíána í Norður -Ameríku, sem eins og margir aðrir ættbálkar indíána, hafa mátt þola illa meðferð og niðurlægingu af hálfu hvítra manna, en margir telja meðferðina á indíánum í Ameríku ein- hvern svartasta blett í sögu vestrænnar menningar. Hveijir voru þessir sléttu- indíánar? Hvaða þættir ein- kenndu flestalla ættflokka sléttuindíána? Hverjir voru helstu ættflokkarnir? Hvar voru heimkynni þeirra? Hvað með sérkenni, búskaparhætti, stríð og hörmuleg endalok? Eða eins og einn Súhöfðinginn sagði: „Vinir, það hef- ur verið ógæfa okkar að taka á móti hvíta manninum méð opnum örmum. Við höfum verið sviknir." Aldrei lengi á sama stað Það sem einkenndi sléttuindíána var einkum að þeir stunduðu al- mennt ekki jarðyrku eða akuryrkju eins og forfeður þeirra á austur- strönd Norður-Ameríku. Þeir voru aldrei lengi á sama stað. Þess vegna bjuggu þeir í tjöldum sem auðvelt var að slá upp og taka niður. Ástæð- an fyrir þessu var, að þeir fylgdu vísundunum en þeir fluttu sig um set eftir árstíðum jrétt eins og myndin „Dansar við Ulfa“ sýnir svo glöggt); Það voru vísundaveiðar sem héldu lífínu í sléttuindíánum framan af þar til hvíti maðurinn útrýmdi dýrunum með öllu um 1885. Sléttuindíánar voru miklir veiði- menn. Þeir veiddu eins og áður seg- ir aðallega vísunda en auk þess antilópur, dádýr og villilömb. Veiði villidýra var mikilvæg iðja og þarf- leg í hugum sléttuindíána. Þeir borð- uðu ekki bara kjötið af veiðidýrun- um, heldur bjuggu þeir líka til klæði úr skinnum þeirra. Bein veiðidýr- anna notuðu þeir í verkfæri. Áður en þeir lærðu að fara með byssu hvíta mannsins höfðu þeir eingöngu hnífa, spjót, boga og örvar til veiðanna. Þeir beittu ýmsum að- ferðum til að veiða dýr. Þeir ráku veiðdýrin annaðhvort út í djúpar ár eða vötn og náðu þeim þannig, eða dulbjuggu sig sem dýr og komust þannig í námunda við bráðina. Sléttuindíánar lærðu síðan af hvítum mönnum að nota hesta. Með tilkomu hestsins var auðveldara fyr- ir þá að veiða sér til matar. Þeir veiddu fleiri dýr og voru fljótari að afla sér matar en á tveimur jafnfljót- um. Þeir gátu líka ferðast fljótar og meira milli svæða en áður., Góðir stríðsmenn Sléttuindíánar voru góðir stríðs- menn. Þeir litu þó öðruvísi á stríð en við gerum í dag. Eða eins og sagnfræðingurinn William T. Hagan orðaði það: „Stríð var meira hugsað sem Ieikur en tækni til að útrýma öðru fólki.“ Sléttuindíánar litu sem sagt á stríð sem íþrótt. Helsta íþróttin hjá þeim var að snerta óvin með sér- stöku priki án þess þó að meiða hann. Þeir urðu miklar hetjur ef þeim tókst þetta. Þeir fóru líka í stríð af öðrum ástæðum, til dæmis til að vinna ný veiðilönd. Þeir fóru ennfremur í stríð til að leita hefnda. Sléttuindíánar voru skyldugir að hefna sín ef óvinir höfðu drepið ein- hvern úr fjölskyldu þeirra eða ætt- bálki. Sléttuindíánar voru hugmynda- ríkir og þeir fundu til dæmis upp á því að senda reykmerki þegar þeir vildu senda öðrum indíánaættbálk- um boð um langan veg. Samhjálp og samvinna Sléttuindíánar voru framagjarnir og stundum dálítið hégómlegir. Þeim þótti gaman að klæða sig upp og stæra sig af hestaeign sinni. En þeir voru ekki eigingjarnir. Þeir trúðu á samvinnu og sameign. Þeir deildu mat og hjálpuðu hver öðrum. Allir höfðu sama rétt til að yrkja jörðina. Og þegar enginh matur var til, sultu þeir saman. Þegar nógur matur var til, neyttu þeir hans sam- eiginlega. Þeir voru ánægðir ef þeir gátu veitt sér til matar og séð fjöl- skyldu sinni farboða. En þá kom hvíti maðurinn. Á nítjándu öld fjölgaði hvítum landnemum mjög í Norður-Amer- íku. Landnemar þessir ágimdust lönd indíána. Þeir ráku indíána í burtu og fóru ennfremur að veiða vísunda sem indíánar höfðu einir gert fram að þeim tíma. Landnem- arnir veiddu mun fleiri vísunda en þeir þurftu, unz þeir höfðu útrýmt þeim með öllu. Auk þess báru þess- ir landnemar með sér sjúkdóma sem frumbyggjar þoldu illa. Frumbyggj- ar höfðu aldrei kynnst þessum sjúk- dómum áður og því voru þeir mjög næmir og viðkvæmir gagnvart þeim. Indíánastríðin Loks var sléttuindíánum nóg boð- ið. Þeim gramdist yfirgangur hinna hvítu. Margir voru bardagamir gegn blástakkahermönnum amerísku rík- isstjórnarinnar, sem ekki verða tí- undaðir hér.; Sigursælasta orrasta frambyggjanna var þegar sameigin- legir indíánaættbálkar Arapahóa, Sjeyenna og Súa sigraðu blástakka- hersveit Custers hershöfðingja við Little Big Hom í júní árið 1876. Um 264 blástakkar lágu í valnum. En eftir þennan glæsta sigur rauð- skinna var sótt að þeim úr öllum áttum. Little Big Horn var þeirra eftirminnilegasti bardagi. Sléttuindíánar gerðu þó eina úr- slitatilraun árið 1890 til að losna undan valdi hvíta mannsins. Indíán- aspámann einn hafði dreymt eða séð fyrir að allir indíánar sem drepnir höfðu verið af hvíta manninum myndu rísa upp frá dauðum. Með hjálp þessara kvikdauðu indíána og sérstakra „draugatreyja“ sem byssukúlur hvíta mannsins gætu ekki unnið á (áttu að vera einhvers- konar skotvesti í nútímaskilningi) myndi þeim takast að hrekja hvíta menn úr löndum sínum. En draum- sýn þessi varð að engu, þegar her- sveitir blástakka sölluðu niður um 300 indíána sem gripið höfðu til vopna vegna þess að þeir lögðu trún- að á draumsýn spámannsins. Þetta var lokakaflinn í baráttu indíána. Verndarsvæði Sléttuindíánum var komið fyrir á verndarsvæðum. Vemdarsvæði vora sérstök landsvæði sem indíán- um var úthlutað af ríkisstjórn Bandaríkjanna. Börn sléttuindíána fóra þó ekki með foreldram sínum á verndarsvæðin. Þau vora tekin af foreldrunum og send í heimavistar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.