Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 25. APRlL 1993 ÆSKUMYNDIN... ERAFBÖRNUMÁ GRÆNUBORG Glaðleg og saklaus ÆSKUMYNDIN að þessu sinni er af þverskurði íslenskra barna. Þau munu landið erfa og enginn veit hvaða heims- eða þjóðfélagsástand bíður þeirra. Morgunblaðið heimsótti Grænu- borg í Reykjavík, nokkur börn voru valin af handahófi og fóstrurnar voru fúsar að miðla einu og öðru um börnin sem þær umgangast nær daglega. Grænaborg er flokkuð I nokkr- ar deildir, en snar þáttur í til- veru barnanna á staðnum er hópstarf í „salnum“, en þar koma saman börn úr öllum deildum. Afjölmennustu myndinni eru nokkur barnanna í salnum. Á myndinni eru; f.v.: Guðrún fóstra, Kolfinna, Oli, Arna María, Andrea, Eydís, Dagný og Jana. Fóstrumar Guðrún og Eydís segja að hópurinn sé „mjög fjörugur og njóti þess ríkulega að vera sam- an“. Það er sitthvað brallað í saln- um og börnin fá hvert og eitt að láta ljós sitt skína og segja fóstr- urnar að þar fjúki margt óborgan- 'legt. „Þau eiga hvert sína mottu og fasti punkturinn er að setjast á mottuna og bjóða góðan dag,“ segja Guðrún og Eydís. En þau eru ekki öll saman í salnum öllum stundum, Katla og Iris voru til dæmis að sulla í vaskinum þegar ljósmyndarann bar að og Snædís var að mála. Um Kötlu og írisi er sagt að þær séu „glaðlegar og hug- myndaríkar“ stelpur sem eigi auðvelt með að skapa sína eigin veröld. Það sama megi segja um málarann Snædísi. Svipur hennar end- urspegli hins vegar að stað- festa sé ekki síður eitt af hennar einkennum og ef ein- hver misbýður henni hiki hún ekki við að mæla hann út með dimmu augnaráði og Morgunblaðið/Kristinn. Sullað Tvær í eigin heimi... segja með ískaldri stillingu: „Á ég að kýla þig?“ Börnin eru auðvitað eins ólík og þau eru mörg, en eitt á við um flest eða öll á þessu aldurs- skeiði og það er gleðin sem er fylgifiskur sak- leysisins. Ákveðin Á ég að kýla þig? * I salnum Börnin og fóstr ur þeirra á mott unum. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Bækur og tónlist Islendingar hafa með nokkru stolti fylgst með ferli Kristjáns Jó- hannssonar, sem reif sig upp frá vélaverkstæðinu norður á Akureyri, fór í söngnám tiLÍtalíu og syngur nú í virtustu óperuhöllum heims. Slík- ir menn eru ekki á hverju strái, en hæfileikarnir leynast þó víðar en marga grunar. í sumum tilvikum uppgötvast þeir aldrei og í öðrum tilvik- um leyfa aðstæður ekki að þeir fái að njóta sín. Gísli Guð- mundsson bókbindari, sem lést í hárri elli í mars 1958, er sagður hafi búið yfir miklum sönghæfileik- um og margir sem til hans þekktu fullyrtu að hann hefði orðið söngv- ari á heimsvísu, ef honum hefði auðnast að fara utan í söngnám. Gísli var einnig einn af forvígis- mönnum lúðurþeytara í Reykjavík og eitt sinn er hann var ungur maður lék hann einleik á lúður í Prestakórnum eftir Mozart á hljóm- leikum með lúðrasveit af danska eftirlitsskipinu „Heimd- alli“. Stjórnanda dönsku lúðrasveitarinnar þótti svo mikið til músíkhæfi- leika Gísla koma að hann bauð honum að koma með sér til Kaupmanna- hafnar og kosta hann þar til náms. Gísli varð að synja þessu boði sökum fátæktar. Síðar barst honum annað boð um erlenda námsdvöl í sönglist- inni, en Gísli sagði síðar svo frá að hann væri glaður og kátur að vera aðeins alþýðusöngvari hér heima á íslandi. Margir eru á því að þar hafi farið forgörðum gullið tæki- færi fyrir okkur íslendinga að eign- ast glæsilegan hetjutenór á söng- leikasviði stórborganna. Gísli Guðmundsson, lengst til hægri, ásamt samstarfs fólki, Þórði Magnússyni og Einfríði Guðjónsdóttur. ÉG HEITI... BLÓMEY STEFÁNSDÓTTIR Flest okkar hafa sjálfsagt velt því fyrir sér hvernig það sé að eiga enga nafna eða nöfnur. Að nafnið sé nokkurs konar einkaeign sem menn eru væntanlega misjafnlega tilbúnir að deila með öðrum. Ein þeirra Islendinga sem á sér ekki nöfnu er Blómey Stefánsdóttir. Nafnið er hug- mynd föður hennar og hefur enginn annar tekið það upp sem einnefni eða að fyrra nafni. Blómey er fædd á Seyðisfirði en föðuramma hennar var búsett á einni af Breiðafjarðar- eyjunum. Er faðir Blómeyjar eignaðist sitt fyrsta barn af níu, vildi hann gefa því nafn sem minnti hann á eyna. Blómey segist ekki muna lengur nafn eynnar en faðir hennar hafi sagt hana hafa verið blómum vaxna og því hafi hann valið nafnið Blómey. „Það er í raun ekkert frábrugðið nöfnum á borð við Laufey en vekur samt sem áður athygli fólks.“ Blómey segir marga hvá og að ekki fari allir rétt með nafn- ið. Hún segist ekki nenna að leggja það á minnið hvað fólk kalli sig, enda svari hún því ekki. „Eg hef hins vegar verið Blómey Stefánsdóttir. kölluð gælunafninu Eyja og þegar ég var yngri var ég gjarn- an kölluð Lóa, því mér leiddist Blómeyjarnafnið sem krakka. Auðvitað vandist ég því síðar meir og finnst það raunar ágætt að vera eini nafnberinn." Blómey er sett saman úr „blóm“ og viðliðnum „ey“. ÞANNIG.... SEMUR BJARNI ÓLAFSSON ÞRAUTIR OG KROSSGÁTUR Þrautasmiður BJARNI Ólafsson er þrautasmið- ur í frístundum. í stað þess að glíma við krossgátur á síðkvöld- um kýs hann að nota tíma sinn til að semja þrautir og gátur fyr- ir aðra. Þannig aflar hann sér aukatekna og segist auk þess hafa meira gaman af því að semja gát- ur en ráða þær. Bjarni rekur fyrirtæki á sviði silki- prentunar en á við krossgát- urnar þegar laus stund gefst. „í upphafi má segja að það hafi verið neyðin sem kenndi naktri konu að spinna, ég hafði lítið að gera og fór að semja krossgátur til að drýgja tekjurnar. Það eru ein þrjú ár síðan ég byrjaði á þessu fyrir alvöru en ég hef alltaf haft gaman af því að ráða krossgátur og þegar ég var yngri velti ég því oft fyrir mér hvern- ig þær væru gerðar. “ Bjarni semur krossgátur fyrir full- orðna og börn, þrautir, felumyndir og orðaleiki. Hann semur fyrir ýmis tímarit og tengjast krossgáturnar og þrautirnar oft efni þeirra. „Þegar ég sem krossgátur, bytja ég á því að velja málshátt eða texta sem er grunnur gátunnar og tengist oft aðalmynd hennar. Textann skrifa ég á rúðustrikuð rissblöð, 14x20 reiti, og fylli svo upp í reitina. Ég er ekki lengi að semja krossgátu, Morgunblaðið/Árni Sæberg Tölvan hefur ekki flýtt fyrir Bjarna við krossgátusmíðina en hann segir gáturnar verða læsilegri fyrir vikið. 1-2 tíma, lengstur tíminn fer í að hreinskrifa hana. Fyrst í stað hand- skrifaði ég krossgáturnar en nú vinn ég þær á tölvu. Það er að vísu sein- legra en mun snyrtilegra, svo. ég held mig við tæknina þó tímafrek sé. Með tilkomu tölvunnar fór ég að eiga við orðaleiki, felumyndir ofl. Myndirnar í bæði krossgáturnar og þrautirnar teikna ég sjálfur eða son- ur minn sem er sextán ára.“ Bjarni segir krossgátusmiði fyrst og fremst þurfa að búa yfir góðri málkennd, þeir verði að gæta þess vandlega að hvergi séu málvillur. Helstu hjálpartækin séu samheita- orðabók og íslensk orðabók, sem Bjarni segir nýtast sér vel þó að ekki séu þær tæmandi. „Hingað til hef ég ekki lent í vandræðum með að ljúka við að semja krossgátu, krossgátusmíðin gefur miklu meiri möguleika en að ráða gátumar og er auðveldari. Ég er því alveg hætt- ur að ráða krossgátur, nota tíma minn frekar til að semja þær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.