Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1993
Guðrún Margrét er ein
þeirra sem fer eigin
leiðir. Allt frá því að
hún var krakki hefur
hún ekki hikað við að vera á ólíkum
nótum og samferðamenn hennar.
Þegar hún var unglingur lét hún
skírast og gekk í söfnuð hvíta-
sunnumanna, ein skólafélaganna.
Þá hefur hún ferðast mikið innan-
lands og utan, og hvorki farið
troðnar slóðir við val á löndum né
ferðamáta. Hnattferðin var eitt
dæmi um það.
Guðrún Margrét hélt til Banda-
ríkjanna árið 1985 og ferðaðist vítt
og breitt um landið, allt til Alaska
og Kanada. Hún hafði lítið lesið
sér til um áfangastaðina, ætlaði sér
að kynnast þeim af eigin raun, án
þess að hafa myndað sér skoðun á
því sem fyrir augu bæri. Áður en
halda skyldi yfir Kyrrahafið til
Tahiti, ákvað hún að bregða sér
yfir landamærin til Mexíkó. Sá
skottúr varð afdrifaríkari en Guð-
rún hugði. „Ég var ekki fyrr komin
að landamærunum en mér var boð-
ið á kristniboðssamkomu. Ég sló
til og kynntist á þessari samkomu
fólki sem vann að hjálparstarfi í
Mexíkóborg, en mikill jarðskjálfti
hafði riðið yfir borgina þremur
mánuðum áður. Fjölmargir bjuggu
enn í tjöldum, jafnvel á umferðar-
eyjum þrátt fyrir næturfrost, enda
komið fram í desember. Hópurinn
sem ég vann með, ferðaðist um
með stórt tjald, þar sem haldnar
voru kristilegar samkomur og fólki
gefinn matur. Sjálf sváfum við í
tjöldum í afar vafasömu hverfi.
Mýs og rottur voru um allt og
stundum varla svefnsamt fyrir
óaldaflokkum. Næturnar voru
ískaldar og eymdin mikil, svo að
jólin þetta árið stóðu tæpast undir
nafni.“
Ertu íslensk?
Eftir tæpa tvo mánuði hélt Guð-
rún svo suður á bóginn, til Belize,
Guatemala, E1 Salvador, Ník-
aragúa og Hondúras. „Það var»
tvennt sem sló mig og varð til þess
að ferðaáætlunin breyttist. Það
voru börnin sem ég sá sofa á götum
úti, en það var sjón sem stakk mig
í hjartastað, og sú staðreynd hversu
margir-voru ólæsir. Ég komst að
því þegar ég ætlaði að gefa fólkinu
biblíurpg nýja testamenti sem ég
keypti á staðnum. Þá greip mig
löngun- til að hjálpa enn frekar,
ljúka ferðinni, fara heim og vinna
mér inn smá pening og koma svo
aftur til Mið-Ameríku.“
Þegar þarna var komið var langt
liðið á ferðina og farareyririnn af
skornum skammti. Auraleysið setti
svip sinn á ferðina, þar sem Guðrún
þurfti sífellt að velja á milli þess
að fara á puttanum og sofa úti eða
vera matarlaus, þar sem aðeins var
hægt að nota greiðslukort í höfuð-
borgunum. „Þessi ferð var mikið
ævintýri, aðstæður erfiðar og ekki
alltaf ljóst hvert næsta skref yrði.
Ég var í því að koma mér í vand-
ræði en Guð bjargaði mér ævinlega
úr þeim. Frá Belize fór ég til dæm-
is sjóleiðis til Guatemala og lenti í
litlu þorpi inni í miðjum frum-
skógi. Næsta dag voru allir pening-
ar búnir og enginn vegur frá þorp-
inu svo puttaleiðin var ófær. Þar
sem ég sat og sá enga leið úr úr
ógöngunum, gekk stúlka til mín
og spurði hvort ég væri íslensk.
Ég rak upp stór augu, enda var
hún eini Islendingurinn sem ég
rakst á alla hnattferðina. Hún lán-
aði mér fyrir farinu til höfuðborgar-
innar, þar sem ég gat endurgreitt
henni. Ég hafði lagt upp með tak-
markaðan farareyri, sem dugði þó
býsna lengi í Mið-Ameríku vegna
þess hversu allt er ódýrt þar. í
Níkaragúa keypti ég til dæmis 128
nýja testamenti og biblíur, 200
barnabækur, ferðir og uppihald í
17 daga fyrir 50 dollara, eða um
3.000 kr.“
Níkaragúa var á þessum tíma í
viðskiptabanni vegna stríðsins milli
stjórnarhers sandínista og kontra-
skæruliða sem höfðu bækistöðvar
í Hondúras. Af þessum sökum gat
ég ekki notað greiðslukortið þar.
Fjölskyldan
Guðrún Margrét og Hannes ásamt börnunum Kristínu og Kristófer Páli.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
færi ég út, annars yrði ég um kyrrt
hér heima. Ég lokaði augunum og
henti peningunum sex upp eftir að
hafa hrist þá vandlega. Ég ætlaði
ekki að trúa mínum eigin augum
þegar ég sá að enginn fiskur hafði
komið upp. Mér var ekki ætlað að
fara. Ég opnaði biblíuna mína og
fyrsta versið sem ég las studdi
þetta enn frekar.“
Brennandi hugsjón á íslandi
„Skömmu eftir heimkomuna gift-
um við okkur. Ári seinna fæddist
dóttir okkar, Kristína, og tveimur
árum síðar sonurinn Kristófer Páll.
Þrátt fyrir það að ég væri ánægð
með að hafa eignast yndislega fjöl-
skyldu var ég ekki tilbúin að gefa
það upp á bátinn að hjálpa fólki í
þessum fátæku löndum. En hvað
átti ég að gera með þessa brenn-
andi hugsjón hér á íslandi? Ég
ræddi þetta fram og aftur við mína
nánustu og að endingu datt bróður
mínum í hug að koma á fót starf-
semi, sem fékk heitið ABC-hjálpar-
starf. Það hófst formlega árið 1988,
einu og hálfu ári eftir að ég kom
úr _hnattferðinni.“
í stjórn ABC-hjálparstarfs eru
nú sex manns; auk Guðrúnar Mar-
Síðasta daginn lenti ég í algjörum
hremmingum þar sem ég þurfti að
ferðast mörg hundruð kílómetra á
puttanum að landamærum Hondúr-
as í steikjandi hita og gat hvorki
keypt mér mat né drykk, að undan-
skildum fjórum appeisínum sem
kostuðu sama og ekkert. Þegar ég
náði loks að landamærunum var
búið að loka þeim, en einnig í þetta
skiptið varð ég vitni að því hvernig
Guð greiddi götu mína.“
Bakpokafylli af biblíum
Flugmiðinn sem gilti í eitt ár var
nærri útrunninn og því ekki um
annað að ræða en gerast venjuleg-
ur ferðamaður á ný. „Ég veit nú
ekki hvort hægt'er að tala um að
ég hafi nokkurn tíma verið venju-
legur ferðamaður. En ég hélt áfram
ferðinni eins og ekkert hefði í skor-
ist. Ég flaug til Tahítí, Ástralíu,
Hong Kong, Kóreu og Kína. í Hong
Kong náði ég mér í bakpokafylli
af biblíum sem ég fór með inn í
Kína, en þar sem biblíur eru bann-
aðar í landinu er geysilegur skortur
á þeim. Ég ferðaðist í 32 tíma með
biblíurnar með lest og þar sem ég
átti nær engan pening eftir keypti
ég „hart sæti“, sem var ódýrast.
Fæturnir dofnuðu upp til skiptis
og ekki var hægt að ganga um þar
sem fólk lá um alla ganga. Biblíurn-
ar skildi ég svo eftir í tösku í af-
greiðslu hótels samkvæmt beiðni
þeirra sem afhentu þær og sá því
aldrei viðtakendurna í þessari leyni-
Iegu aðgerð. Frá Kína hélt ég svo
heim.“
Áætlanir raskast
Áður en Guðrún Margrét kom
heim hafði hún skrifað fólkinu sínu
að hún kæmi til þess eins að und-
irbúa brottför að nýju og að vonum
var ættingjunum brugðið, enda
hafði Guðrún Margrét ekki áður
látið áhuga á hjálparstarfi í ljós.
„Þegar ég kom heim, losaði ég mig
við mínar veraldlegu eigur. Þær
voru hvorki margar né verðmætar,
stærst var orgelið mitt. Ég fór að
vinna til að eiga fyrir farareyri
aftur út og sköttunum mínum. En
ég hafði ekki verið hér á lándi nema
í fimm daga þegar ég kynntist
manninum mínum, Hannesi Lentz.
Fyrst í stað fannst mér fjarstæða
að setjast hér að, ég ætlaði mér
aftur út. En ég varð smám saman
efins um að utanferðin væri hið
eina rétta. Ég áttaði mig á því að
ég hafði aldrei spurt Guð neitt sér-
staklega um hvort ég ætti að fara
ti! Mið-Ameríku, mér fannst það
bara svo sjálfsagt. Nú tók við erfið-
ur tími, þar sem ég reyndi að gera
mér grein fyrir því hvort ég ætti
að gera; fara til Mið-Ameríku og
vinna við hjálparstörf, eða giftast
Hannesi. Á endanum fannst mér
ég verða að fá ákveðið svar, kast-
aði 3 tíköllum og 3 krónum upp í
loft og bað Guð með því að gefa
mér svar. Ef fiskarnir kæmu upp,
Uganda
Fimmtíu manna kennslustund í Úganda, en ABC-hjálparstarf styrkir skólagöngu barna þar.
Mexíkó
Þessi litli drengur var meðal þeirra fjölmörgu sem þáðu matargjafir
í kjölfar jarðskjálftanna í Mexíkó 1985 en Guðrún Margrét tók þátt
í hjálparstarfinu er hún var á ferð þar um.
grétar þau Sigurður S. Wium, Nils
Gíslason, Sigurlín Þ. Siguijónsdótt-
ir, sem er í Úganda, Jón Gunnar
Sigurðsson og Kristín Magnúsdótt-
ir.
Ákveðið var að um kristilegt og
samkirkjulegt hjálparstarf yrði að
ræða. Ekki neyðarhjálp, heldur var
lögð áhersla á hjálp sem kæmi að
varanlegu gagni. I nafninu ABC-
hjálparstarf endurspeglast hvers
konar starf er um að ræða. „Okkar
litla framlag hefði haft lítið að segja
í hið gríðarlega umfangsmikla starfi
sem neyðarhjálp er. Þar þarf stærri
og öflugri samtök til. Við viljum
gefa fólki tækifæri til að læra að
lesa og börnum að ganga í skóla.
Lestrarkennsla er einföld og ódýr
en áhrifarík aðgerð. Hún breytir
stöðu fólks í þjóðfélaginu og er því
leið til sjálfsbjargar."
ABC-hjálparstarf
Fyrsta verkefni ABC-hjálpar-
starfs var unnið í samvinnu við
Wycliffe-stofnunina, en hún vinnur
að því að þýða biblíuna yfir á öll
tungumál. Þar starfa um 6.000
starfsmenn, m.a. við að læra talmál
ýmissa þjóðflokka svo búa megi til
ritmál í þeim tilfellum sem það er
ekki til og þýða biblíuna yfir á
málið „Þess er einnig gætt að halda
þjóðsögum þessara þjóðflokka til
haga, það er mjög mikilvægt, þar
sem hætta er á að mörg málanna
muni ella deyja út. Við kostuðum
prentun á lestrarkennslubókum á
þremur málum, tveimur indíána-
málum í Mexíkó og einu máli á
Fílabeinsströndinni. Síðar hófum
við samstarf við Norrænu barna-
hjálpina á Filippseyjum. Þau börn
sem fá aðstoð eiga sér stuðnings-