Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1993
B 15
FEGURÐARSAMKEPPNI íslands 1993 verð-
ur haldin á Hótel íslandi föstudaginn 30. apríl
nk. Að þessu sinni taka 18 stúlkur þátt í
keppninni og koma þær víðs vegar að af land-
inu. Boðið er upp á glæsilegan kvöldverð og
skemmtiatriði. Stúlkurnar koma fram þrisvar;
í baðfötum, pelsum og samkvæmiskjólum. Sjö
manna dómnefnd velur fegurðardrottninguna,
en nefndina skipa: Ólafur Laufdal veitinga-
maður, formaður, Sigtryggur Sigtryggsson
fréttastjóri, Kristjana Geirsdóttir veitingamað-
ur, Bryndís Ólafsdóttir fyrirsæta, Gróa Ás-
geirsdóttir kaupmaður, Ari Singh stórkaup-
maður og Rúnar Júlíusson tónlistarmaður.
Framkvæmdastjóri keppninnar er Esther
Finnbogadóttir. Hér á opnunni eru 9 stúlkur
kynntar en hinar 9 voru kynntar í gær.
MYNDIR: ÞORKELL ÞORKELSSON
María Guöjónsdóttir
er 19 ára og býr í Reykjavík. Foreldrar henn-
ar eru Erlín Linda Sigurðardóttir og Guðjón
Sigurbjömsson. Hún hefur stundað nám í
Hótel- og veitingaskóla íslands og starfar við
framreiðslu á Café Óperu. Áhugamál hennar
eru útivist, hundar, myndlist, sígild tónlist og
starfið. María er í kjól úrgullofnu polyester-
efni, skreyttum skeljum og semalíusteinum,
sem Filippía Elísdóttir hannaði og saumaði.
er 18 ára og býr í Reykjavík. Foreldrar henn-
ar eru Þóra Guðrún Benediktsdóttir og Krist-
ján Ólafur Kristjánsson. Hún hefur lokið námi
í tækniteiknun við Iðnskólann. Helstu áhuga-
mál eru útivera, skíði, vélsieðar, hesta-
mennska og ferðalög. Ólöf er í dökkrauðum
flauelskjól sem Elínborg Jóhanna Þorsteins-
dóttir hannaði og saumaði.
Sigríður Eraa Geirmundsdóttir
er 19 ára og býr í Keflavík. Foreldrar hennar
eru Guðbjörg Garðarsdóttir og Geirmundur
Sigvaldason. Hún hefur numið hárgreiðslu í
FS og unnið við afgreiðslustörf. Helstu áhuga-
mál eru útivist, ferðalög, dýr og skíði. Sigríð-
ur er í hvítum kjól úr blúndu og shiffonefni,
sem Hulda Geirsdóttir hannaði og Guðný
Jónasdóttir saumaði.
Thelma Guðmundsdóttir
er 18 ára og býr í Reykjavík. Foreldrar henn-
ar eru Þórey Jóhanna Pétursdóttir og Guð-
mundur Gunnar Pétursson. Hún er nemi í
Fjölbrautaskólanum við Ármúla og starfar
einnig sem fyrirsæta. Helstu áhugamál henn-
ar eru listir og dulspeki. Thelma er í kjól úr
blátónuðu pallíettuefni og shiffoni, sem Jór-
unn Karlsdóttir hannaði og saumaði.
Þðrunn Guðmundsdóttir
er 18 ára og býr á Selfossi. Foreldrar hennar
eru Anna Hjaltadóttir og Guðmundur Þor-
steinsson. Hún er við nám í hárgreiðslu í
Hveragerði. Helstu áhugamál hennar eru sýn-
ingarstörf, útivera og líkamsrækt. Þórunn er
í blágrænum pallíettukjól sem Jórunn Karls-
dóttir hannaði og saumaði.