Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 25. APRÍL 1993 Áflugi ÞAÐ er ekkert grín að hafa verið meðlimur Bítlanna, þ.e. ef ætlunin er að starfa áfram í tón- iist. Þannig hefur Paul McCartney, að John Lennon gengnum, einum tekist að marka sér sér- stöðu sem tónlistarmað- ur og halda velli sem sólóstjarna. Goð- sögn Paul McCartn- ey- Paul MacCartney hefur sent frá sér fjölmarg- ar sólóskífur og plötur með sveit hans Wings, alls má skrifa hann fyrir 22 plötum á 23 árum, og fyrir stuttu kom svo út 23. platan. Það gefur augaleið að Paul McCartney, sem varð fímmtugur á síðasta ári, þarf ekki á plötusölu að halda til að komast af, en hann hefur oft lýst því í viðtölum að hann sé ekki á þeim buxunum að hætta og reyndar kom fram í við- tölum í kjölfar plötunnar nýju, Off the Ground, að hann þyrsti í að byija nýja heimsreisu til að fylgja plötunni eftir. Off the Ground hefur verið misjafnlega tekið, allt frá því að menn hafa valið henni hin verstu orð í að lofa hana sem bestu McCartney-plötuna síðan snemma á áttunda ára- tugnum, en McCartney tekur öllu jóssi létt. Hann segist hafa gert nýju plöt- una líkt og þeir félagar frá Liverpool voru vanir að vinna, allt tekið upp beint og síðan valin besta upp- takan. Hvort það dugi til að reka af honum það slyðruorð að hann eyði of miklum tíma í umbúðir og of litlum í innihald verður hver að meta fyrir sig. SIMIGLAKABARETT SNIGLABANDIÐ er sveit sem hefur þann ánægjulega kost að taka ekki of mikið mark á sjálfri sér. Þannig hafa Snigl- arnir haldið velli í stórsjó rokksins með græskulausu gamni í bland við alvarlegri spretti. A næstunni kemur út breiðskífa sveitarinnar, Þetta stóra svarta. Tveir Sniglar gáfu sér tíma frá undirbúningi fyrir þétta tónleikaferð til að spjallá eilítið um plötuna nýju, en á henni eru tíu frumsamin lög, þar áf 'eifct sem tekið er upp á Gauknum. Þeir Sniglar segja að hljórn- sveitin sé meðal annars fræg fyrir tónleika sína sem réttara væri kannski að kalla kabarett, þó enginn geti séð fyrir1 hvert stefni á hverri skemmtun. „Við höfum okkar grind og síðan spinnum við í hana eftir því sem stemmningin býður. Við höfum viljað flytja þessa kabarett- stemmningu út á land og reyna að setja upp þannig skemmtanir sem víðast." Þeir játa að líklega sé ógjörningur að ná þessari stemmningu á plötu, en þar komi svo margt í staðinn. „Það má segja að platan nýja sýni að mörgu leýti hvað í hljómsveitina er spunnlð; það er á henni mikil músík og margar stefnur — eitt- hvað fyrir alla.“ Eins og fram kom í upphafi eru svcit armenn að undirbúa tónleikahald sem standa á fram eftir ári, en að þeirra sögn eru þeir búnir að bóka sveitina fram í desember. „Okkur þyrstir líka í að spila, því það er það skemmtilegasta sem við gerum." DÆGURTÓNLIST Borgar sig að gefa út íFcereyjumf MÖNNUM er gjarnt að bera sig illa yfir því hvað ís- landsmarkaður sé lítill; plötukaupendur séu í raun of fáir og varla taki því að halda tónleika. I Færeyjum selst metsöluplata í 2.000 eintökum og hægt er að fara í tónleikferð um eyjarnar allar á hálfum mánuði. Það letur Kára P. ekki frá því að gefa þar út plötur og fara í tónleikaferðir. Kári P. hefur búið utan Færeyja mikinn hluta ævinnar, þar á meðal hér á landi síðustu ár, en hann er um margt braut- ryðjandi í færeyskri tónlist og geysivin- sæll þar í landi. Kári kom fyrst til íslands með ís- lenskri konu sinni „í ævin- týraferð" 1978. Hér vakn- aði snögglega sú hugmynd að taka upp nokkur lög og hann fór upp í Hljóðrita og kynnti sig sem færeysk- an tónlistarmann sem langaði að gera plötu. Sig- urjón Sighvatsson, sem þá rak Hljóðrita, tók honum vel og fyrir tilstilli hans og fleiri góðra manna tók Kári upp_ plötuna Velferð- arvísur. Á þeim tíma tíðk- aðist ekki að færeyskar plötur væru á færeysku máli og plata Kára varð geysivinsæl, seldist í um 3.000 eintökum og selst enn, nú í geisladisksút- gáfu. Þrátt fyrir velgengn- ina var Kári ekkert að flýta sér að gera aðra plötu þar til fyrir stuttu, því í Fær- eyjum eru ekki stórfyrir- tæki sem gera við menn samning og leggja síðan Kárl fúlgur í að auglýsa þá upp; menn verða að gera allt sjálfir, en nýju plötunni, Hinumegin hringveginn, hefur ekki verið síður tek- ið. Kári segir að íslenskur markaður gangi mikið út á að menn þurfi að vera frægir til að geta orðið frægir. „Sóknin eftir frægð er hápunktur heimsku," hlær. Kári og vitnar í Kris- namurti, „en í Færeyjum eru allir frægir sem ekki eru beint hlédrægir. Sá sem hefur tekið mér hvað best hér er Bubbi Morthens og hann bauð að fara með sér í tónleikaferð um land- ið í haust.“ Kári hefur mik- ið dálæti á Bubba og nefn- ir líka Megas og Hörð Torfason, en bætir við að sér finnist skrítið að í „skáldalandinu" íslandi séu svo fá skáld í tónlistar- heiminum. lögum. Eitt nýju laganna er reyndar þegar komið fyrir hlustir landsmanna, á Grimmum dúndrum. Þeir Grétar, Örvar og Friðrik segja að þessi plata sé að nokkru til marks um það hvernig Stjómin hafi þróast síðustu misseri, því áður hafí hljómsveitin verið nánast „glymskratti“ sem hafði allar stefnur á tak- teinum og lék þær allar. „Nú er kominn smá stíll yfír sveitina; það er meiri samfella í tónlistinni.“ Vægi frumsaminna laga hefur sífellt aukist í tón- leikadagskrá Stjórnarinn- ar, enda segja þeir félagar að fólk vilji helst heyra ís- lensk lög. „Við erum því í góðri stöðu með tuttugu eigin lög á dagskránni." Þeir félagar vilja ekki meina að verið sé að tala um litla plötu, þó ekki séu nema á henni átta lög, „enda láta margir sér nægja að setja átta lög á breiðskífur. Köllum þetta frekar stóra litla plötu á litlu verði“. Stjómarstefna STJÓRNIN hefur tekið ýmsum breytingum á ferli sínum og hagur hennar hefur verið breytilegur, þó jafnan hafí hún siglt næiri toppnum. Sljómarliðar ætla sér drjúgan skerf af sumarkökunni og liður í því er útgáfa á plötu, „maximinilp" að þeirra sögn, sem sveitin er að leggja síðustu hönd á. Stjórnarliðar, þeir Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson og Jóhann Ámundsson, sögðu að á plötunni yrðu sex ný lög, þar á meðal lagið Stór orð, en að auki verða „kassa- útgáfur" af tveimur eldri DRAUMSTOMLEIKAR Lokasprettur S/H Draumur. Morgunbiaðið/Sverrir EIN fremsta sveit ís- lenskrar rokksögu er S/H Draumur. Nokkuð er liðið síðan hún lagði upp laupana á hátindin- um, en í tilefni af því að nyútkomið er heildarsafn laga sveitarinnar heldur hún eina tónleika 30. apríl í Tunglinu. S/H Draumur var í framlínu neðansjávar- rokks á níunda áratugnum, en sveitin sendi frá sér eina 7“, Drap mann með skóflu, eina 10“, Bensínskrímslið skríður, eina 12“, Bless, og eina breiðskífu, Goð, aukin- heldur sem hún átti lög á safnsnældum og kassett- um. Eina breiðskífan, Goð, fékk lofsamlega dóma jafn hér á landi sem erlendis og var ofarlega í vali á breið- skífu áratugarins á Rás 2 á sínum tíma. Hún hefur ekki verið fáanleg í árarað- ir og ekki heldur nein önn- ur plata Draumsins. Á safndisknum, sem Erðanú- músík gefur út, eru öll lög sem sveitin gaf út á plötum og þrjú að auki, alls 76 mínútur af tónlist. Tónleikarnir í Tunglinu verða með þeirri útgáfu Draumsins sem langlífust var og gerði Goð, en þá gerð Draumsins skipuðu Gunnar Lárus Hjálmarsson bassaleikari og söngvari, Steingrímur Birgisson gít- arleikari og Birgir Baldurs- son trommuleikari. Þetta verða einu tónleikar S/H Draums og til þess eins haldnir að vekja athygli á útkomu disksins, enda forðum Draumsmenn allir teknir til við annað. Stíll Stjómarliðar í Hljóðrita. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.