Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRIL 1993 B 21 skóla hvíta mannsins í átta ár. Allan þennan tíma máttu þau ekki sjá eða hitta foreldra sína. Kenna átti þeim siði og lífshætti hvítra manna. í Hollywood hafa verið framleidd- ar margar kvikmyndir sem fjalla um villta vestrið og viðureign hvítra manna og indíána. í þessum mynd- um var til skamms tíma stunduð svívirðileg sögufölsun í þeim skiln- ingi, að indíánum var þar lýst sem blóðþyrstum villimönnum, óalandi og ófeijandi. Ekkert er fjær sann- leikanum því í rauninni var þessu öfugt farið. f vestrum þessum var lögð áhersla á að indíánar einir tækju höfuðleður af hvítum mönn- um. Þetta er ekki alveg rétt, því þótt indíánar gerðu sig vissulega seka um þennan verknað voru hvít- ir menn iðnari við þessa iðju. Ennfremur var því haldið fram í kvikmyndum og vestraskáldsögum að hinir rauðu villimenn hefðu haft gaman af því að kvelja hvíta land- nema og blástakkahermenn, þeir hefðu murkað úr þeim lífið hægt og bítandi. Þetta á ekki við rök að styðjast. Sléttuindíánar höfðu það fyrir sið að drepa snögglega en ekki taka fanga, og þeir litu svo á að hengingar hvíta mannsins væru grimmúðlegar og viðbjóðslegar. Sjeyennar Sjeyennar, (Cheyennes), áttu sér fyrst heimkynni í skóglendi Minne- sota og Dakota en fluttu sig á slétt- urnar eftir að þeir kynntust hesta- notkun Spánveija á 18. öld. Hestur- inn var einmitt það sem þá vanhag- aði um, því nóg var til af vísundum og auðveldara að veiða þá af hest- baki. Sjeyennindíánar lögðu af hið búfasta forna þorpslíf og hófu nú flökkulíf með búsetu í skinntjöldum, sem auðvelt var að taka niður, enda þurftu þeir nú að taka mið af ví- sundahjörðunum að færa sig um set eftir árstíðum. Um leið færðu þeir sig út á sléttumar og teljast orðnir sléttuindíánar um aldamótin 1800. Sjeyennar komu á hjá sér flokka- skiptingu, eða eins konar stéttskipt- ingu, sem miðaðist við stighækk- andi hreysti stríðsmanna. Þeir allra hraustustu tóku jafnan þátt í bar- dögum gegn óvinveittum indíána- ættbálkum eða hvítum mönnum. Aðrir sem ekki vora taldir eins hraustir tóku þátt í vísundaveiðum eða tóku að sér að vakta tjaldbúðirn- ar. Mannfræðingurinn Peter Farb telur að Sjeyennar hafi ekki getað án stríðs verið, vegna þess að stríðs- iðkun hafí verið hluti af lífsmynstri þeirra. Hestum þurfti til dæmis að stela frá öðrum indíánaættbálkum eða hvítum mönnum, svo hægt væri að fá byssur hvíta mannsins í skiptum. Hann vill þó leggja áherslu á, að hinir hvítu kaupmenn hefðu ýtt enn frekar undir stríðsvilja Sjey- enna. Fyrstu alvarlegu átök Sjeyenna gegn hvítum mönnum urðu þegar hópur þjóðvarðliða Colorado réðust á tjaldbúðir þeirra árið 1864. Þetta var hin svokallaða Sand Creek-árás. Þjóðvarðliðamir höfðu fengið þau fyrirmæli að drepa hvern einasta rauðskinna sem fyrirfindist í tjald- búðunum. Um 150 Sjeyennar vora drepnir. Tveir þriðju hlutar þessara Sjeyenna vora konur og börn. Höfuðleður var tekið af 100 indíán- um og þau höfð til sýnis í leikhléi í leikhúsi einu í Denver. Nú var Sjeyennum nóg boðið. Þeir börðust linnulaust gegn her- sveitum Bandaríkjastjórnar frá 1864-1879. Þeir börðust ekki bara vegna Sand Creek-atviksins heldur líka vegna þess, að þeir voru að verja vísundalendur sínar gegn ágangi hvítra manna sem veiddu vísunda bara skinnanna vegna. En Sjeyennar og fleiri sléttuindíánar nýttu allt af dýrunum. Sameiginlegir indíánaættbálkar Sjeyenna og Súa unnu glæstan sig- ur á blástakkahersveit Custers í júní 1876. Alls létu 264 blástakka- hermenn lífið í árásinni um Little Big Horn. En þetta var skammvinn- ur sigur. Blástakkahersveitir Bandaríkjastjórnar voru miklu fjöl- mennari, og árið 1879 gáfust flest- allir Sjeyennar upp. Leið þeirra lá síðan til verndarsvæða í Montana. Heimkynni Sjeyenna voru þar sem Suður- og Norður-Dakotaríki eru í dag. Kíovar og Kómansjar Á 16. öld voru heimkynni Kíova og Kómansja austur af Klettafjöll- um. Síðan kynntust þeir hestanotk- un Spánveija um 1700 og fluttu sig til slétta Oklahoma, Colorado, Wy- oming og Vestur-Kansas. Fengu þeir viðumefnið „hestaindíánar". En þeir stöldruðu stutt við, því fljót- lega á 18. öld sölsuðu þeir undir sig landsvæðið frá Denver (Colorado) til Amarillo (Texas). Talið er að sameinaðir indíánaættflokkar Kíova og Kómansja hafi verið um 10.000. Þetta voru frábærir vísundaveiði- menn. Kíóvar og Kómansjar voru miklir bandamenn og stóðu þeir því oft saman gegn öðrum indíánaætt- bálkum og hvítum mönnum. Þegar Kíóvar og Kómasjar fóru að sölsa undir sig landsvæði í Texas kom til átaka við hvíta landnema. Texasbúar veittu þeim mikið við- nám. Bandaríkjastjórn fór ekki að skipta sér af málefnum Texas fyrr en eftir mexíkóska stríðið 1848. En þá misstu Spánveijar Nýju-Mexíkó og Texas til Bandaríkjanna. Banda- ríkjastjórn fór að senda blástakka- liðsveitir til Texas til að liðsinna þarlendum íbúum í baráttu þeirra gegn þessum tveimur voldugu ætt- bálkum. Árið 1874 létu Kíóvar og Kómansjar undan síga og lögðu nið- ur vopn. Þar á eftir lá leiðin til verndarsvæðis í Oklahoma. Ekki voru þó allir Kíóvaindíánar fúsir til að fara til þessara vemdar- svæða. Einn frægasti indíánahöfð- ingi Kíóva, Satanta, hafði þetta að segja um yfirgang og ráðríki hvítra manna: „Eg hef fregnað að þið ætlið að setja okkur á verndarsvæði nærri fjöllunum. Þar vil ég ekki búa. Ég kýs að flakka um slétturnar. Þar er ég frjáls og ánægður, en þegar við setjumst um kyrrt sölnum við og deyjum. Ég hef lagt spjót mitt, boga og skjöld til hliðar og samt finn ég til öryggis í návist ^ykkar. Ég hef sagt sannleikann. Eg ber hvergi á mér litlar lygar en ég veit ekki hvernig því er farið með nefnd- armennina. Eru þeir jafntærir og ég? Fyrir löngu var þetta land feðra vorra, en er ég fer nú upp með ánni sé ég búðir hermanna á bökk- um hennar. Þessir hermenn höggva trén mín, þeir drepa vísundana mína og þegar ég sé það ætlar hjarta mitt að bresta. Ég finn til meðaumk- unar ... Er hvíti maðurinn slíkt barn að hann drepi miskunnarlaust og éti ekki? Þegar rauðir menn drepa bráð er það til að lifa og verða ekki hungurmorða." Kíóvar frekar en stríðsbræður þeirra, Kómansjar, lærðu að skapa og meta auð. Byssur og hestar voru þeirra megin fjárfestingar í nútíma- skilningi. I augum Kíóva var þessi veraldlegi auður þó ekki talinn merkilegur, en hann gat orðið tákn- rænn, þ.e. hann var stöðutákn. Fjölkvæni viðgekkst hjá Kíóvum eins og hjá öðrum indíánaættbálk- um. Þeir þurftu á mörgum konum að halda tii að verka vísundakjötið. Hjónaband hafði þvi efnahagslegt gildi hjá þeim frekar en kynferðis- legt. Auk þess þótti verkun vísunda- kjöts kvenmannsverk. Störf indí- ánakarlmanna fólust í veiðunum sjálfum og stríðsþátttöku. Apasjar Heimkynni Apasja voru þar sem nú er Nýja-Mexíkó og Árizona. Ættkvíslir Ápasja vora átta. Tungu- málið var sviplíkt hjá öllum ættkvísl- unum. Apasjar vora geysilega fljótir að tileinka sér skotvopnatækni og hestanotkun Spánveija um 1650. Apasjar háðu þegar í stað stríð við Spánveija þegar þeir síðarnefndu námu land í Nýju-Mexíkó. Banda- ríkjamönnum og Apösjum lenti fyrst saman árið 1864, en þá ákváðu Mexíkóstjórn og Bandaríkjastjórn sameiginlega að beijast gegn þess- um skæða óvini. Þetta hræddi Apajsa ekki vitund. Eftir 250 ára baráttu gegn Spánveijum og Mexík- önum vora þeir ýmsu vanir. Héldu þeir áfram fyrri iðju sinni til ársins 1873, þegar sameiginlegum herafla Bandaríkjamanna og Mexíkómanna tókst að taka 3.000 Apasja til fanga (en þeir voru taldir vera um 6.000) og komu þeim fyrir á verndarsvæði. Nokkur ár liðu og ekkert mark- vert gerðist í málum Apasja. En þeir voru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Hópur Aspasja flúði frá verndarsvæðinu og hóf þegar mik- inn skæruhernað en fyrir það voru Apasjar nafntogaðir. Ápasjar sendu oft út litla árásarhópa en í veiga- meiri stríðum tók einn höfðingi að sér sameiginlega stjórn margra indí- ánahópa. Vora þessir höfðingjar kallaðir „ríkir menn“ og eiginkonur þeirra „ríkar konur“. Frægasti Apasjahöfðinginn var Geronimo. Hann fæddist árið 1829 í Arizona. Hann barðist við heri Mexíkós og Bandaríkjastjórnar á víxl. Árið 1883 tókst blástökkum að taka hann til fanga og setja á verndarsvæði. Dugði það ráð skammt. Hann slapp þaðan skömmu síðar auk annarra stríðsmanna. Það þurfti 5.000 blástakka til að halda í við hann. Árið 1886 gafst Geron- imo upp af sjálfsdáðum ásamt nokkrum stríðsmönnum, en þeir voru alls 36. Nú var honum ekki sýnd nein linkind. Var hann dæmd- ur í margra ára hegningarvinnu. Fyrst var hann sendur til Flórída og svo Fort Still i Oklahoma. Þó furðulegt sé, gerðist hann kristinn árið 1903. Hann dó um áttrætt árið 1909. Hafði hann þá barist í sam- tals 40 ár ýmist við mexíkanskar eða bandarískar liðsveitir. Trúarbrögð Apasja einkenndust af mikilli hjátrú. Trúðu þeir á fjalla- anda sem ekki er skrýtið þar sem þeir bjuggu í harðbýlu klettabelti. Þeir kölluðu fjallaanda þessa Gans sem réðu yfir örlögum þeirra með illu eða góðu afli. Eins og áður sagði vora Apasjar mjög hjátrúafullir. Þeir hræddust hina dauðu. Þeir trúðu því að dauðir risu upp aftur og gætu síðar heimsótt hina lifandi og hrellt þá. Þess vegna gripu Apa- sjar oft til þess ráðs að kveikja í heimili dauðra til að eyða verksum- merkjum. í dag lifa um 10.000 Apasjar í suðvestur Oklahoma, á verndar- svæðum í Arizona og Nýju-Mexíkó. Súar (Sioux) Ættbálkar Súa vora þeir öflug- ustu í Norður-Ameríku. Mest hefur verið skrifað um þá og tvær kvik- myndir hafa fjallað um Súindíána. Það era kvikmyndimar Little Big Man með Dustin Hoffman og Dans- ar við úlfa með Kevin Costner. Kvik- myndin Little Big Man greindi ein- mitt frá glæstum sigri indíána yfir liðsveitum hvíta mannsins við Little Big Horn sumarið 1876. Heimkynni Súa voru þar sem Norður- og Suður-Dakota og Minn- esota eru í dag. Ættbálkar Súa samanstóðu af mörgum indíánahópum sem höfðu sína eigin höfðingja. Þessir hóphöfð- ingjar höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Þeirra hlutverk var að vernda ættfiokkinn, halda vörð um siðvenjur, lífshætti og trúarbrögð. Súar litu á stríð sem hina æðstu athöfn. Stríðsþátttaka átti að skera úr um það, hvort stríðsmenn sýndu dirfsku og hugprýði. Stríð var próf- steinn allra Sústríðsmanna. Ef þeir stóðu sig vel, voru þeir verðlaunaðir og fyrir þeim borin hin hæsta virð- ing. Ungum og þróttmiklum stríðs- manni, sem átti velgengni að fagna í stríði, voru allir vegir færir. Virð- ing, auður, metorð og samsöfnun höfuðleðra voru í augum Súa eins og heiðursmerki era í augum hvítra hermanna. Auk þess hrifust Súkon- ur mjög af Sústríðsmönnunum. Tilhugalíf Súa var ekki flókið atferli. Ef stríðsmaður leit indíána- konu hýru auga gaf hann fjölskyldu stúlkunnar nokkra hesta. Hann beið síðan eftir svari frá fjölskyldu stúlk- unnar. Ef gjöfin þótti verðug fékk hinn góði þiðill stúlkuna í tjald sitt og þar með var sambúðin innsigluð. Engin vígsla, ekkert umstang. Súar höfðu sína guði eins og aðr- ir sléttuindíánar. Þeir tilbáðu guði sína á eftirfarandi hátt: Guðirnir eða andar voru beðnir um að veita Súum aukinn styrk. Helsti guð þeirra eða andi hét Wakan Tanka. Til að skilja . þennan Súanda var tekið viðtai við Súindíána að nafni Chased by Bears (Eltur af björnum) árið 1911 og útskýrði hann fyrirbærið Wakan Tanka á eftirfarandi hátt: „Við tölum við Wakan Tanka (andann) og við eram viss um að hann heyri til okkar, og þó er erfitt að útskýra hvers vegna við trúum þessu. Það er almenn trú indíána að eftir að jarðvist þessari lýkur muni mannsandinn faratil skýjanna eða sveima um jörðina. Við vitum ekki nákvæmlega hvar, en við erum viss um að andinn lifi áfram. Við trúum að andinn Wakan Tanka tali við okkur þegar okkur dreymir. Við trúum að hann sé í raun alstaðar.“ Súar vora frábærir stríðsmenn og unnu oft sigur á liðsveitum blá- stakka. Frægasta afrek þeirra er þó án efa þegar þeir ásamt Arapa- hó- og Sjeyennaindíánum sigruðu hershöfðingjann Custer við Little Big Horn í júní 1876. Lokabardag- inn, ef um lokabardaga var að ræða, var háður við Wounded Knee eða Undað hné síðla desembermánaðar árið 1890. Blástakkahersveitir myrtu um 300 Súa, meira en helm- ingur voru konur og böm. Súar voru niðurlægðir eins og aðrir indíánar Norður-Ameríku. Mörgum höfðingjum gramdist hin illa meðferð hvítra á indíánum. Við skulum enda grein þessa á því að vitna í orð eins frægasta indíána- höfðingja Norður-Ameríku, sjálfs Tatanka Yotanka eða Sitjandi tarfs (Sitting Bull): „Týni maður einhveiju og snúi við til að leita þess vandlega mun hann finna það. Það gera indíánarn- ir nú er þeir biðja um að fá það sem þeim var lofað í fortíðinni og ég álít að það eigi ekki að meðhöndla þá eins og skepnur. Þessi er ástæð- an fyrir að ég ólst upp með þær tilfinningar sem ég ber . .. Mér virð- ist iand mitt hafa fengið á sig slæmt orð og ég vil að gott orð fari af því. Aður fyrr fór af því gott orð og ég vil að gott orð fari af því . Stundum sit ég og velti fyrir mér. hver hefur komið á það slæmu orði.“ Höfundur er sagnfræðingur og kvikmyndafræðingur. Stríðsflokkur sléttuindíána búinn til bardaga, með fjaðraskrautið, hinn dæmigerða höfuðbúnað sléttuindí- ána í vígahug. Ljósmynd eftir Edward Curtis. Satanta, öðru nafni Sitjandi Tarfur af Geronimo, frægasti Hvíti Björn, einn ættbálki Súindíána höfðingi Apasjaindí- þekktasti höfðingi var einn þekktasti ána. Ljósmynd eftir Kíova-ættbálksins. indíánahöfðingi A. Frank Randall frá Ljósmynd eftir Will- Norður-Ameríku. árinu 1886. iam S. Soule um 1870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.