Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1993 B 23 him Railoun, sem eru rétt liðlega tvítug, búa í Höfðaborg í Suður- Afríku. Gahiru fannst meðgangan einkennileg vegna þess að hún fann spörk út um allan kvið. Hún sagðist þó ekki hafa talað um þetta nema við systur sína, sem hélt því fram að hún gengi með tvíbura. Læknar og ljósmæður trúðu því varla sínum eigin augum þegar þau sáu í fæðingunni fyrst birtast höfuð, síðan axlir, hendur og tíu fingur en síðan fjóra fætur. Starfsfólkið bjóst ekki við að móðirin gæti afborið að sjá dreng- inn og því var teppi vafið utan um hann. Ghairu segir að viðbrögð sín þegar hún sá dreginn hafí verið grátur, þó ekki af vorkunn né hræðslu heldur af gleði yfir því hversu fallegur hann var. Eftir fyrstu aðgerðina, sem tók tíu klukkustundir, bjuggust for- eldrarnir við að sjá drenginn mjög veikan. Þegar þau komu á spítal- ann lá hann þar hins vegar bros- andi og furðu hress. Hann hefur gengist undir fjölda aðgerða, en nú verður gert hlé á þeim í bili, líklegast þar til hann er kominn á fullorðinsaldur. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir hefur fjölskyldan ekki ennþá átt áhyggjulausan dag. Heimilisfaðirinn missti fljótlega vinnuna vegna þess að datt niður í þunglyndi. Sjúkrahúskostnaður hefur verið hár, en fljótlega eftir fæðinguna var þó stofnaður sjóður til styrktar fjölskyldunni og hefur hann geta staðið undir læknis- kostnaði. Nú hlakka foreldrar bara til að geta hafið eðlilegt líf og jafnvel bætt við fleiri börnum. HUNDASNYRTIR Hundar eru liennar ær og kýr Margrét Kjartansdóttir á ekki langt að sækja áhuga sinn á hundum, því móðir hennar; Sigríður Pétursdóttir, sem býr á Olafsvölll- um á Skeiðum, er þekkt fyrir að rækta íslenska hunda. Margrét, sem er um þrítugt, hefur þó ekki fetað í fótspor móður sinnar hvað viðkemur ræktuninni, heldur fór hún síðastliðið haust til Svíþjóðar til að læra að klippa, snyrta og meðhöndla hunda. Hún kom heim í febrúar og segist vera að þreifa fyrir sér með markaðinn. Hún hefur aðstöðu á heimili sínu við Urðarstíg; segir hana að vísu ekki orðna nógu góða, en það standi vonandi til bóta. Þarna klippir hún til dæmis terrier- og spaniel-hunda, baðar hunda þeirra eigenda sem vilja losna við umstangið og snyrtir hunda af öllum gerðum og stærð- um. Sjálf á Margrét þijá hunda, einn íslenskan og tvo írska settera. Má því búast við að hundaáhuginn haldist enn áfram í ættinni, því börnin hennar tvö, eins og fjögurra ára, vita ekki enn að á sumum heim- ilum fyrirfinnast ekki hundar. Hirðing fer eftir tegundum Umhirða hunda er mjög misjöfn eftir tegundum. Suma þarf að klippa á nokkurra mánaða fresti, öðrum tegundum hentar betur að láta hárið vaxa, einhveija þarf að sápuþvo einu sinni í viku á meðan aðra nægir að þvo á tveggja mán- aða fresti. Margrét bendir hins veg- ar á að gott sé að skola hundana Morgunblaðið/Sverrir Margrét Kjartansdóttir hundasnyrtir sýnir feldhirðu daimatian-hunds. „Þeir eru með hvað sneggstan feld og þurfa því ekki klippingu, en það þarf að snyrta hjá eyrunum og klippa klærnar," segir hún. oft, til dæmis á vetuma þegar selta og slabb er á götunum. „Fólk kvart- ar undan því að seltan setjist á skóna þess og skemmi þá, en hugs- ar kannski ekki út í að seltan sest á þófa hundanna." Hvað varðar umhirðu á einstök- um tegundum tekur Margrét teg- undina dalmatian sem dæmi. Segir hún að á þessum árstíma sé einna best að stijúka yfir feldinn tvisvar á dag, vilji fólk forðast að hafa hár út um alla íbúð. Feldurinn er það snöggur, að gott er að nota vaska- skinn eftir að hafa burstað hann með gúmmíbursta. Samlíkingin hljómar í eyrum leikmanns ekki ólíkt því að þvo og bóna bíl. „Ja, það er nokkuð til í því,“ segir Mar- grét, „því þegar ég hef burstað feld- inn ber ég stundum á hann minkaol- íu til að fá betri glans. Það er reynd- ar smekksatriði hvort fólk vill að feldurinn glansi eða ekki.“ DANS Hlutu silfurskó Helga Þóra Björgvinsdóttir 8 ára og Daði Runólfsson 13 ára hlutu hvort um sig Silfurskó- inn fýrir fallegasta fótaburð í dansi í innanskólakeppni Dans- skóla Hermanns Ragnars. Dóm- ari í keppninni að þessu sinni var Sigurður Hákonarson dans- kennari. Silfurskórinn er farandgrip- ur, sem keppt verður um ár- lega meðal nemenda skólans og segist Hermann Ragnar vilja hvetja nemendur á þennan hátt til að leggja sig fram um að bæta tækni í dansinum. Verðlaunaafhendingin fór fram á lokadansleik skólans, sem haldinn var laugardaginn 17. apríl. Sigurður G. Steinþórsson í versluninni Gulli og silfri hannaði skóna, sem eru örsmáir, en nákvæm eftirlíking af dömu- og herraskó. Morgunblaðið/Kristinn Hermann Ragnar ásamt nemendum sín- um, Daða Runólfssyni 13 ára, sem hlaut herraskóinn og Helgu Þóru Björgvins- dóttur 8 ára, sem hlaut kvenskóinn. Húsib og garburmn Laugardagsblaði Morgunblaðsins, 1. maí nk. fylgir blaðauki sem heitir Húsib og garðurinn. í þessu blaði verður fjallað um endurbætur heima viö, jafnt innan húss sem utan. Einnig verður greint frá ýmsum leiðum við fegrun garða, breytingar og skipulag, gróðursetningu og val á trjám og plöntum. Þá verður fjallað um garðyrkjusýningu, sem verður haldin fyrstu vikuna í maí. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 26. apríl. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eðasímbréf 69 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.