Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1993 „7/ae Tyrcu... Qú-fctrv.. fn/ernig hejar&u þo&, elskarv ? " ©1988 Universal Press Syndicete Með morgnnkaffíjiu i' (|M ^ ---—----sS^j Þetta var flott, en vildirðu vera Ég get ekki fyrirgefið þér að svo vænn að þurrka af fótunum hafa ekki viljað vera á 1. far- áður en þú kemur um borð rými BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Athafnir við borgaralegar nafn- gjafir, hinn félagslegi þáttur Athugasemd frá Siðmennt, félagi um borgaralegar athafnir Frá Helga Sigurðssyni: AÐ GEFA nýfæddu barni nafn er stór atburður og hefur alltaf verið. Fram á þessa öld fór nafngjöf nær undantekningarlaust fram á vegum kirkjunnar. Nafngjöfin hafði með öðrum orðum trúarlegt inntak, var skírt, hreinsun af erfðasyndinni, og innganga í samfélag trúaðra. Á tutt- ugustu öldinni hafa trúarbrögð veikst hérlendis sem annars staðar í Evr- ópu. Upp er runninn tími efasemda og vísindahyggju. Samt sem áður telja margir sig vera kristna, að minnsta kosti trúa á sinn hátt. Þessi hópur lætur yfirleitt skíra börn sín hjá presti. En einnig hefur talsvert tíðkast að gefa ungbörnum nafn án atbeina prests, þ.e. borgaralega. Eru foreldrarnir þá flestir fríhyggju- menn, trúlausir, eða efahyggjumenn. Borgaralegar nafngjafír hafa yfir- leitt farið fram á óformlegan hátt, með því einungis að tilkynna nafnið til Hagstofu íslands. Trúarlegum nafngjöfum hafa hins vegar fylgt veisluhöld innan íjölskyldunnar með gjöfum tii bamsins. Hér er einmitt komið að tilefni þessara lína, þ.e. hinum félagslega þætti í nafngjöf- inni. Hvort sem hún er trúarleg eða borgaraleg er hún stór stund í lífi barnsins, verið er að bjóða það vel- komið í fjölskylduna og ættmenna- hópinn. Þetta atriði ættu þeir að hafa í huga sem velja borgaralega nafngjöf fyrir barnið sitt. Það er engu minni ástæða til að halda upp á borgaralega nafngjöf heldur en trúarlega. Einnig er rétt að athuga að borgaralega nafngjöf, engu síður en skím, getur farið fram með form- legri athöfn. Slíkt hefur tíðkast all- nokkuð í nágrannalöndunum og er einnig byijað að ryðja sér til rúms hérlendis. Fyrr á þessum vetri fór fram borgaraleg nafngjafarathöfn í Reykjavík í samráð við Siðmennt. Fór hún fram í heimahúsi að við- stöddum um 40 aðstandendum. Var hún með þeim hætti að vinur foreldr- anna hélt fyrst stutta ræðu, bauð barnið velkomið í heiminn, færði því árnaðaróskir og gerði nafn þess heyr- inkunnugt. Síðan var sungið viðeig- andi lag og foreldrum afhent nafn- gjafarbréf, skrautritað skjal sem var staðfesting á nafngjöfinni. Athöfnin þótti mjög nýstárleg en persónuleg og sérlega viðkunnanleg. Nokkuð hefur skort á upplýs- ingamiðlun í þessum efnum, þ.e. hvernig fólk getur á auðveldan og aðgengilegan hátt hagað nafngjöfum og nafngjafarathöfnum eftir sann- færingu sinni. Hyggst Siðmennt, fé- lag áhugafólks um borgaralegar at- hafnir, gefa út bækling til að bæta úr því. Mun hann koma út síðar á þessu ári. Um Siðmennt Markmið Siðmenntar er að leggja áherslu á mikilvægi þess lífs sem við lifum. Maðurinn sjálfur, umhverfi hans hér á jörðinni og menning eru þeir fjársjóðir sem ber að varðveita og hlúa að. Trúarsetningar, hversu aðlaðandi og skynsamlegar sem þær virðast, koma ekki í stað þekkingar. Á stefnuskrá Siðmenntar er enn- fremur lögð áhersla á ábyrgð hvers einstaklings gagnvart náunga sínum, hann skuli temja sér lýðræðisleg við- horf til samfélagsins, virða mann- réttindi í hvívetna o.s.frv. Félagið er andvígt forræðishyggju af öllu tagi, arvöldum" eða „yfírburðarmönnum". Við teljum að trúfrelsi skuli virt í öllum atriðum, í grunnskólum jafnt sem annars staðar, afnema beri trú- arleg forréttindi Þjóðkirkjunnar og að ríki og kirkja eigi að vera aðskilin. Siðmennt hefur til þessa fyrst og fremst starfað á sviði borgaralega athafna og almennrar fræðslu. Á hennar vegum hafa fímm hópar ungl- inga sótt borgaralegt fermingamá- mskeið, um 15 talsins í hvert sinn þar til á þessu ári, þegar þeir eru 27. Einnig hefur Siðmennt starfað að borgaralegri útför og er nýlega búin að gefa út bækling þar um. Að áliti Siðmenntar er sjálfsagt og eðlilegt að fólk haldi upp á ýmis tímamót á mannsævinni án tillits til þess hvort það er trúhneigt eða ekki. Félagið vill gera fólki kleift að gefa þessum athöfnum nýtt inptak í stað þess að fella þær niður. Ástæðan er sú að þær þjóna ekki fyrst og fremst trúarlegum tilgangi, heldur félags- legum. Við nafngjöf til að mynda er einstaklingurinn boðinn velkominn í heiminn. Með fermingunni er ung- mennið tekið inn í samfélag fullorð- inna. Við útför er síðan einstakling- urinn kvaddur í hinsta sinn. F.h. stjómar Siðmenntar, HELGI SIGURÐSSON. hvort sem hún byggist á „æðri mátt- Fnykur frá Kletti Frá Sigurði Ragnarssyni: MIG LANGAR að kvarta yfir loðnu- bræðslunni Kletti í Reykjavík. Hvernig í ósköpunum stendur á því að þessi loðnubræðsla fær að spúa yfir okkur þessum ófögnuði úr skor- steini sínum ár eftir ár? Af hvetju komast stjórnendur bræðslunnar upp með það ár eftir ár að setja ekki síur og aðrar mengunarvarnir á þennan skorstein? Þetta er ekkert annað en mengun. Enginn skal fá mig til að trúa því að þetta sé heilnæmt. Það er sagt að verksmiðjan fái undan- þágu út aprílmánuð. En ég yrði ekki hissa þó hún fengi undanþágu enn eitt árið. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum fnyk sem fí- fellt er yfir borginni. Nú er árið 1993 og maður hefði haldið að til væri tækni til að stöðva þennan ófögnuð. Og ég vorkenni þessum mönnum ekkert að fjárfesta í mengunarvörn- um, varla er verið að reka þessa bræðslu ef ekkert er upp úr því að hafa. Og eitt að lokum: Er ég sá eini hér í_ bæ sem fínnst þessi lykt til vansa? Ég hef hvergi séð neinn kvarta yfir þessu. Varla getur þetta aukið á vegsemd Íslands í huga erlendra ferðamanna. Allavega er þetta ekki mín hugmynd um hreint og heilnæmt loft á Islandi. SIGURÐUR RAGNARSSON, Blómvallagötu 11, Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI ...06 H/eTTO fiÐ BOfíbfi þESSfiR. UFAHOt p/gzo/e." Víkveiji skrifar Fyrir nokkrum vikum skýrði Morgunblaðið frá því að út- gerðarfélaginu Óðni hf. hafi verið „stolið". Sá gjömingur, þegar ein- hveijir tilkynntu til firmaskrár að ný stjórn hefði verið kjörin og nafni félagsins breytt, hefur nú verið ógilt- ur, enda vissi enginn af hluthöfum Óðins um breytingarnar, fyrr en þeir uppgötvuðu það í hlutafélagaskrá. . Nú er verið að endurvekja Óðin af margra áratuga svefni. Eigendur félagsins ætla að freista þess að endurreisa atvinnulíf á Eyrarbakka öðru sinni með félaginu, en félagið stóð á sínum tíma að eflingu bátaút- gerðar á Eyrarbakka. Þannig hefur þetta mál fengið farsælan endi og vonandi verður Óðinn lyftistöng fyrir Eyrbekkinga í nýju hlutverki og end- urnýjuðu. xxx Sumardagurinn fyrsti var i vik- unni og svo sém margir aðrir garðeigendur fór Víkveiji út í garð- holuna sína og tók til eftir veturinn, hreinsaði lauf og visinn gróður frá í fyrra, enda veðrið með eindæmum gott þennan dag. Víkveiji fyllti tvo stóra svarta ruslapoka, sem hann síðan hugðist fara með í Sorpu. En viti menn, þegar í gámastöð Sorpu kom var þar allt harðlæst og meira en það, daginn eftir, föstudag var ekki opnað fyrr en klukkan 13. Á meðan Víkveiji stöðvaði framan við hliðið að Sorpu til þess að lesa á skilti með upplýsingum um af- greiðslutíma stöðvarinnar, komu a.m.k. fjórir bílar sem allir fóru sömu fýluferðina og Víkveiji. Þegar vorar ætti þetta fyrirtæki, Sorpa, að hafa opið um frídaga, því að það er einmitt sá tími, sem allt venjulegt fólk notar til þess að gera vorhreingerningar í görðum sínum og þetta fyrirtæki getur ekki ætlazt til þess að menn séu með bíla sína alla fulla af garðaúrgangi dögum saman. Þetta fyrirtæki verður að sýna borgurunum meiri þjónustu en það gerir og hafa a.m.k. opna gáma, þar sem fólk getur losað sig við úr- gang á dögum sem þessum. xxx Kunningi Víkveija sagðist hafa hlustað á pistil Bjarna Sig- tryggssonar í útvarpinu á föstudag. Hann gerði að umtalsefni svokallaða McDonald’s-vísitölu, sem er sérstök vísitala, sem menn hafa búið sér til erlendis. Bera menn saman verð á McDonald’s-hamborgara víða í heim- inum og kanna hlutfall af gengis- skráningu. Kemur þá í Ijós, hvort gjaldmiðill viðkomandi lands er of- skráður eða vanskráður. Nú er McDonald’s-hamborgari enn ekki til á íslandi, og fyrsti hamborg- arastaðurinn með því nafni opnar ekki fyrr en í ágústmánuði. Hins vegar skýrði Bjarni frá athugun í áðurnefndum útvarpsþætti, þar sem þessi sama aðferð var notuð með því að nota verð á pylsu í pylsubrauði til samanburðarins. Kom þá í ljós skekkja sem sýndi að íslenzka krónan var rangt skráð sem nam á annað hundrað prósentum. Annars verður forvitnilegt að skoða hver áhrif tilkoma McDonald’s hefur á hamborgaraverð á íslandi. Nýlega keypti kunningi Víkveija sér hamborgara með frönskum kartöfl- um í miðborg Reykjavíkur og með Coke-glasi kostaði þessi máltíð hátt í eitt þúsund krónur. Þetta eru auð- vitað slíkir frekjuprísar að engu tali tekur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.