Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1993 L VÍN/Þýðir Kalifomía bara Chardonnay ogCabemet? Mirrassou í HUGUM flestra eru Kaliforníuvín nánast undantekningarlaust fram- leidd úr Cabernet Sauvignon-þrúgum, ef þau eru rauð, og Char- donnay, ef þau eru hvít enda eru það þær þrúgur, sem best hafa reynst við kalifornískar aðstæður og borið hafa hróður dalanna Napa og Sonoma um allan heim. Flestir vínframleiðendur á þessum slóðum hafa því tekið þá ákvörðun að byggja framleiðslu sína nær einvörðungu á þeim. Þau fyrirtæki eru hins vegar til sem þora að bregða út frá hinu hefðbundna og reyna eitthvað nýtt - oft með undraverðum árangri. Á síðustu vikum hefur á sérlista ÁTVR (verslanirnar í Austurstræti og Mjódd) verið boðið upp á rauðvín og hvítvín frá Mirassou í Monterey County í Kaliforníu á hóflegu verði. Rauðvínið er úr Pinot Noir-þrúgum og hvítvínið úr Riesling- þrúgum. Mirrassou-fyrirtækið á sér langa og merkilega sögu. Fjölskyldan er frönsk að uppruna og settist að í Kaliforníu um miðja síðustu öld. Mirrassou-fjölskyldan hefur löngum verið í forystu fyrir ýmsum nýjungum varðandi vín- gerð og var til að mynda fyrsta víngerðarfyrirtæki í heimi til að taka upp svokallaða „kaldgeijun“, eftir Steingrím Sigurgeirsson sem gérði víngerð- armönnum í Nýja heiminum eða sunnarlega við Miðjarðarhaf kleift að framleiða góð hvítvín jafnvel í mjög heitu lofts- lagi. Fyrirtækið er nú undir stjórn ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Hver á ad njótaforréttinda? fimmta ættliðs íjöl- skyldunnar, bræðr- anna Peters, Jims og Daniels Mirrassou. Vinsældir Mir- rassou-vínanna hafa vaxið mjög, jafnt innan Bandaríkjanna sem utan, á síðustu árum og er fyrirtækið meðal þeirra tíu bandarísku vín- framleiðenda, sem flest verðlaun hafa hlotið fyrir gæði. Þrúgan Pinot Noir er uppistaða flest allra rauð- vína frá Búrgundarhéraði sem og mikilvægur þáttur í kampavíni. Þó íjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til að gróðursetja Pinot Noir-vínvið víða um heim hefur árangurinn sjaldan verið frábær. Pinot Noir virðist vera mjög heimakær þrúga og sýnir sjaldan á sér sínar bestu hliðar íjarri heimaslóðunum og hinu hófsama loftslagi Bourgogne og Champagne. Þó eru dæmi þess að einstökum framleiðendum hafi tekist ágæt- lega upp. í Kaliforníu hafa menn brugðið á það ráð að gróðursetja Pinot Noir á köldustu svæðunum sem hægt er að finna. Átti Mi- rassou-fj'ölskyldan frumkvæði að því að hefja ræktun þessarar þrúgu í Kaliforníu. Pinot Noir-vínið frá Mirassou er gott dæmi um vel heppnaða framleiðsla úr þessu erfiða hrá- efni. Bragðið er milt og beijaríkt með sterkan keim af kirsubeijum og jafnvel jarðarbeijum. Þetta vín er um margt mjög ólíkt hinum hefðbundunu Búrgundarvín- um frá Cote d’Or og minnir ef eitthvað er frekar á betri vín frá Beaujolais. Það sem helst mætti finna að því er einum of mikil sýra sem gerir örlítið „goskennt". Það ætti að henta mjög vel með flestum kjötréttum. Riesling-þrúgan á einnig uppruna sinn að rekja til norðlægra slóða og bestu vínin úr henni erum framleidd. í kring- um Mósel og Rín, í Þýskalandi og Frakk- landi. Rétt eins og með Pinot Noir hafa marg- ir farið flatt á því að ætla að nýta hana í hlýrra loftslagi og að sama skapi hefur einstaka framleiðendum tekist listilega vel upp þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæð- ur. Riesling-vínið frá Mirassou er mun fyllra og ávaxtaríkara vín en þau sem þeir sem vanist hafa Rín- ar- og Elsassvínum eiga að venj- ast. Það er alltaf skemmtilegt að sjá hvernig þrúgur sýna á sér allt aðra hlið þegar aðstæður breytast. Það er góð fylling í bragði þessa víns og ávextir á borð við perur og epli ríkjandi ásamt blómum og kryddjurtum. Þetta vín er tilvalið sem fordrykkur eða sem fylgifisk- ur léttrar máltíðar. r A hækjum Ég gekk við hækjur um páskana og þótti það all merkileg lífsreynsla. Forsaga málsins var sú að ég hafði um nokkurt skeið orðið óeðlilega þreytt í öðrum^ fætinum við göngur og einnig ef ég steig á hælaháa skó. Loks ákvað ég að fara til læknis. Hann kvað upp þann úrskurð að hnútur á taug milli ristarbeina ylli krankleikanum. Slíkir hnútar eiga það sameigin- legt með Gordíonshnútinum fræga að þá er ekki hægt að leysa. Aðferð Alexanders mikla, að höggva á hnútinn, dugir ekki einu sinni á þá, heldur verður að nema burtu taugina sem þeir hafa tekið sér bólfestu á. Að því loknu er sjúklingurinn sendur heim á hækjum. □ eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur Fyrsta daginn eftir aðgerðina lá ég fyrir en þann næsta ákvað ég, í þeim taugaveiklun- artryllingi sem einkennir nútím- ann, að fara í verslunarleiðangur á öðrum fæti. I fylgd með hraustum manni hoppaði ég á heila fætinum og tveimur hækjum í Bónus. Þetta reyndist frómt frá sagt heimskulegt til- tæki. Þröngt var í versluninni, allir að versla fyrir páskana og alls ekki gert ráð fyrir einfættu fólki. Ég var óvön hækjunum og riðaði því til falls hvað eftir annað þegar ég rakst á önnum kafna tvífætlinga sem tíndu handfljótir niður í körfur sínar, snöggir uppá lagið. Við slíka árekstra datt ég oftar en einu sinni utan í vörustafla og mátti þakka fyrir að rotast ekki undir því sem féll niður á mig. Jafnframt var ég ákaflega hrædd um að meidda fótinn, sem ekkert mátti við koma. Þar á ofan getur manneskja, höktandi á tveimur hækjum, alls ekki ekið körfu eða tínt ofan í hana vörur, hún getur ekki einu sinni bent á það sem hún vill fá svo vel sé. Ég sá þó að allir sem á annað borð litu á mig, gerðu það með auðsærri meðaumkvun og reyndu að hliðra til fyrir mér. Eftir mikla þrautagöngu hoppaði ég út úr Bónus og stundi af feg- inleika þegar ég loks gat sest niður í bílsætið. Næst fannst mér ég endilega þurfa að fara í Hagkaup. Eftir reynsluna í Bónus kveið ég þeirri ferð mikið. Mér var orðið ljóst að ég var öldungis ófær til þess að standa í verslunarleiðöngrum, slíkar ferðir eru varla á færi veikburða fólks á hækjum. Mik- ill var þvi léttir minn þegar sam- fylgdarmaður minn fann hjóla- stól sem geymdur var hjá inn- kaupakerrunum í Hagkaupum. Ég settist í stólinn, hélt á hækj- unumog lét aka mér um verslun- ina. Ég hefði verið alsæl hefði ég ekki fundið augnaráð fólksins í kringum mig brenna á mér. Nú lýstu augnaráðin ekki aðeins samúð, heldur slíkri aumkvun að mér þótt það næstum lítils- virðandi. Ég gat ekki varist þeirri hugsun að ömurlegt hlyti að vera að búa við slíkt til langframa. Ekki bætti úr skák að þeir sem ég þekkti ráku upp hávær undr- unaróp þegar þeir sáu mig svona á mig komna. Ég var því fegin að komast í skjól bílsins á ný. Þegar heim kom lagðist ég í rúmið, með ákafa verki í blárauð- um og bólgnum veika fætinum, og þreytuverki í öxlum og hand- leggjum eftir hækjurnar. Eftir reynslu sem þessa lærir maður að meta þau forréttindi að hafa heila fætur til að ganga á og skilur betur vanda þeirra sem ekki njóta þeirra forréttinda af ýmsum orsökum. Síðast en ekki síst er verslunareigendum bent á að hjólastólar ættu að vera til í verslunum og samborgarar ættu ekki að senda þeim sem í þeim sitja augnaráð aumkvunar og lítilsvirðingar heldur augna- ráð velvildar og skilnings. LÆKNISFRÆÐI/Etti eybnimál í bibstöbu? Það gefitr á bátinn ENGINN veit hvenær eða hvernig sóttkveikja eyðninnar tók sér fyrst bólfestu í mannslíkama. Pistillinn á sunnudaginn var hreyfði þeirri kenningu sem margir vilja aðhyllast að veiran sé komin frá öpum. Aðrir svara því til að slíkt skipti litlu úr því sem kom- ið er. En hvenær fáum við vopn í hendur sem bíta á þennan erkióvin? Reynsla læknavísind- anna er sú að leiðin frá tilrauna- glasi til sjúklings sé oft löng og vonbrigðum stráð og ekki má það gleym- ast að einungis tíu ár eru liðin frá því veiran fannst. Þrátt fyrir það bíður hinn hijáði borgari óþolin- móður eftir hjálp þegar mikið liggur við og stundum sáust kröfuspjöld og heyrðist hrópað til vísindamanna á árlegum eyðniþingum: Við heimtum árangur í stað skvaldurs! Og það án tafar! í þá daga snerist umræðan mjög um bólusetningar. Bæði lærðir og leikir voru sæmilega bjartsýnir og gerðu því skóna að innan tíðar kæmi bóluefni sem reyndist vörn gegn eyðnismiti og gæti hugsanlega einnig dreg- ið burst úr nefi sóttkveikjunnar hjá þeim sem þegar hefðu smit- ast eða væru orðnir veikir. Yfir þess háttar vonum hefur dófnað að undanförnu og meira að segja þeir sem lengi vel létu engan bilbug á sér finna eru teknir að impra á villigötum. Á lyfjameðferð fremur en bólusetningu hafa svo aðrir treyst og unnið samkvæmt því. Um miðjan síðasta áratug var farið að gefa eyðnisjúklingum AZT eða zídóvúdin, sem upphaf- lega var krabbameinslyf, og þar kom að talið var rétt að mæla með almennri notkun þess meðal eyðnisjúkra. Það virtist draga úr einkennum og spáð var að það mundi létta sjúklingum lífíð þann tíma sem þeir kynnu að eiga eftir. Jafnvel lengja hann dálítið líka. í framhaldi af þessum bolla- leggingum leist mönnum væn- legt að gefa lyfið einnig þeim sem við prófun reyndust eyðn- ismitaðir en voru ennþá ein- kennalausir í von um að veikind- in yrðu við það fyrir töfum. Og raddir heyrðust sem bættu við - „eða stöðvaði framgang þeirra með öllu“. Lyfið er dýrt og aukaverkanir þess einatt töluverðar en af þeim og fleiri ástæðum þótti nauðsyn bera til að öðlast frekari vitn- eskju um kosti þess og galla. Rannsóknaráð breskra og fran- skra lækna tóku sig því til fyrir nokkrum árum og hleyptu af stokkunum viðamikilli athugun á því hvort eyðnismituðu en ein- kennalausu fólki væri fengur í að taka lyfið reglulega í langan tíma, Og gáfu rannsókninni nafn- ið Concorde. Þátttakendur í lyfjaátinu voru tæplega átján hundruð; annar helmingur hóps- ins tók AZT en hinn sýndarlyf, með öðrum orðum hylki sem litu nákvæmlega eins út og AZT- hylki en innihéldu algerlega óvirkt efni. Hvorki þeir sem gleyptu hylkin né hinir sem skömmtuðu vissu hver fengi hvað; því var stjórnað af þriðja aðila sem þagði eins og steinn en sá um bókhaldið og gætti þess að allt færi fram eftir kúnst- arinnar reglum. Fyrirkomulag af þessu tagi er nefnt tvíblind rannsókn. - Og svo biðu allir með öndina í hálsinum eftir nið- urstöðu. Nú í aprílbyijun birtust fyrstu fregnir af útkomunni. Þar stend- ur skýrum stöfum að eftir þess- ari rannsókn að dæma breyti Rúdólf Núrejev ballettdansar- inn frægi varð eitt af fórn- arlömbum eyðninnar. AZT engu um framgang sjúk- dómsins en fylgst verði með þátt- takendum framvegis og metin ný atriði sem kynnu að koma í ljós síðar. Ekki verður annað sagt en nokkurs glundroða gæti í her- búðum þeirra sem beijast gegn eyðniplágunni og varla verður Concorde-skýrslan til þess að draga úr skoðanamun og deilum. Það er ekki lengra síðan en í fyrrasumar að augljóst varð að til væru sjúklingar sem uppfylltu öll skilyrði sem þarf til þess að vera dregnir í eyðnidiikinn, nema eitt - eyðnipróf þeirra voru nei- kvæð. Það verður að teljast babb í bátnum. Og sumum árunum róa mektarmenn sem hafa ekki leng- ur neina trú á því að HlV-veir- urnar séu einu sökudólgarnir; þar séu áreiðanlega fleiri fantar að verki. eftir Þórarin Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.