Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRIL 1993 B 3 fjölskyldur sem greiða mánaðarlega upphæð fyrir skólagönguna og halda sambandi við börnin. Kostn- aður fjölskyldna hér nemur frá 400 krónum og upp í 1.200 kr. á mán- uði. Börnin og íslensku stuðnings- fjölskyldurnar geta skipst á mynd- um og bréfum, auk þess sem hing- að berast upplýsingar um skóla- gönguna. Á Filippseyjum hefur ABC-hjálparstarf tekið að sér að kpsta 422 börn í skóla en enn vant- ar stuðningsfjölskyldur fyrir um 50 börn úr þeim hópi. ABC-hjálparstarf hefur einnig tekið upp samstarf við Mission of Mercy-samtökin, en þau hafa lengi starfað í Kalkútta á Indlandi, svo og í Kampútseu, Laos og Bangla- desh. Við styrkjum 152 börn til skólagöngu í þessum löndum og í Kampútseu er verið að byggja nokkur hús fyrir munaðarlaus börn. Þar af kostum við eitt hús sem er fyrir 32 munaðarlaus börn og á það að vera tilbúið í lok maí. Því til viðbótar er íslensk stúlka á okkar vegum í Úganda. Þar vinnum við í samstarfi við ágæta aðila, Uganda- Australia Foundation, styrkjum um 100 börn í Norður-Úganda. Þar er ætlunin að taka þátt í byggingu húsa fyrir ekkjur með ung börn, svo og byggingu forskóla, barna- skóla og sjúkrahúss. Ekkjurnar munu þá taka að sér umönnun nokkurra munaðarlausra barna til viðbótar. Þeim verður í staðinn séð fyrir húsaskjóli, menntun og starfs- þjálfun, en börnin ganga í skóla og verða styrkt til áframhaldandi náms. í Úganda er mjög mikið um munaðarlaus börn, þar hefur verið barist frá árinu 1979 og margir hafa einnig látist af völdum eyðnij sem heijar á um 20% íbúanna. I öllum þessum löndum er verðlagið svo lágt að fjármunir okkar nýtast margfalt á við það sem þeir myndu gera á íslandi." Styrkjum yfir 700 börn til náms Hjálparstarfið, sem byggt er á hugsjón sem kviknaði í hnattferð, hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu fimm árum. Lengi vel var allt unn- ið í sjálfboðavinnu, en í fyrra var umfang starfseminnar orðið svo mikið að ráðinn var starfsmaður í hálft starf og nú sinnir hann fullu starfi. Verkefni hans er meðal ann- ars fólgið í því að sjá um upplýs- ingaflæði milli stuðningsaðila og barna, þýða upplýsingar um ný börn, halda utan um fjármál, bók- hald og vinna við mánaðarlegar útsendingar gíróseðla og frétta- bréfs. Þegar verkefnið í Úganda verður komið af stað eru börnin sem ABC-hjálparstarf styrkir komin á áttunda hundrað. Um 500 manns styrkja nú börn til skólagöngu, en framlögin renna óskipt til þeirra. Til að afla rekstrarfjár eru seldir pennar ofl. „Við höfum lítið aug- lýst, flestir þeir sem styrkja börnin hafa frétt af okkur í gegnum aðra. Þetta er oft mikil barátta, það tek- ur á að afla fjár. Við verðum að reyna að hafa augu og eyru opin til að missa ekki af möguleika á fjárstuðningi, við þyrftum að fá fyrirtæki sem vildu standa að þessu starfi með okkur. Það verður ekki aftur snúið héðan af, við höfum skuldbundið okkur til að sjá þessum börnum fyrir menntun, hvað svo sem stuðningsfjölskyldurnar gera.“ Guðrún Margrét hefur aldrei ferðast á vegum hjálparstarfsins og ekki komið á þá staði sem ABC- hjálparstarf styrkir. Þeir sem farið hafa á vegum hjálparstarfsins greiða ferðirnar sjálfir. Það er ekk- ert bruðlað á þessum bæ. „Mér hefur margoft verið boðið að koma og skoða það sem verið er að gera og ég bíð spennt eftir því að geta komist. Þyrfti að gera það til að fylgjast betur með.“ Trúin En hvernig var unga konan sem lagði upp í heimsreisu fyrir tæpum átta árum? „Trúuð. Foreldrar mínir voru í hvítasunnusöfnuðinum, en framan af aldri hafði ég ekki áhuga á því. Þegar ég var þrettán ára var mér boðið á samkomu í Fíladelfíu, sem breytti þeirri skoðun minni, ég Filippseyjar Á Filippseyjum hefur ABC-hjálparstarf tekið að sér að kosta 422 börn í skóla. lét skíra mig og gekk í söfnuðinn. Síðar gekk ég i Veginn, trúfélag mannsins míns. Ég hef líka alltaf haft mjög gam- an af því að ferðast, og það á frem- ur óhefðbundinn hátt. Þegar jafn- aldrar mínir fóru í bíó og á böll, langaði mig miklu frekar að ganga á fjöll. Ég fór snemma að hjóla um landið og ferðast á puttanum. Ég átti yndislegt heimili en samt sem áður leið mér aldrei betur en á ferðalögum og því_ lengra sem ég komst, því betra. Ég hef komið til um 35 landa og aldrei fundið fyrir af heimþrá." — Hefur þú haft löngun til að skera þig úr hópnum? „Þó ég hafi kannski skorið mig nokkuð úr hópnum á mínum yngri árum, er ég bara venjuleg húsmóð- ir í dag.“ Engar tilviljanir Guðrún Margrét er hjúkrunar- fræðingur að mennt, segir valið hafa staðið um spænsku eða hjúkr- unarfræði. „Ef til vill blundaði löng- unin að hjálpa öðrum undir niðri þegar ég valdi síðarnefnda fagið. Ég gef allt sem ég kemst upp með að gefa,“ segir hún. Guðrún vinnur í Hlaðgerðarkoti, heimili fyrir alkóhólista, tvisvar í viku en ABC-hjálparstarf er engu að síður lífsstarfíð hennar. Hún segist vera svo lánsöm að geta unnið mikið S sjálfboðavinnu. Líf sitt sé vissulega flókið fyrir vikið en hún hafi aldrei efast um að hún sé að gera rétt. „Það hafa oft orðið straumhvörf í lífi mínu, fyrir tilvilj- un að mörgum finnst. Én ég sé þau ekki sem tilviljanir, ég trúi því að Guð hafi áætlun fyrir líf allra manna og þetta sé hans leið til að benda mér á hvaða veg ég á að fara. Allar þessar „tilviljanir" eru mér staðfesting á því að Guð stend- ur á bak við þetta allt saman." VORTILBOO VORTILBOÐVORTilBOB VORTIIBOO VORTIUBOO VORTUBOÖ VORTlLBOB VORTILBOÐ VORTiLBOO Gleðilegt sumar I SYNiNO UM HCÍO/NA ÞVOTTAVEL ÖKO LAVAMAT VERÐ ÁÐUR 99.381,- 79.900, ■ STGR. AEG ORB YLGJUOFN MICROMAT VERÐ ÁÐUR 34.180,- Samlokugrill, brauöristar og pönnur 15% afsláttur af pottum og pönnum frá TEFAL og leirvöru frá EMILE HENRY AEG Vortilboð á handverkfærum Góður afsláttur Heimilistæki AEG KÆLISKAPUR SANTO VERÐ ÁÐUR 73.303,- 6 7.900,- STGR. Heitt kaffi á könnunni j Opi&: iaugardag kl. 10-17 sunnudag kl. 13-17 og konfekt með O VORTitBOÖ VORTIIBOÐ VORTILBOÐ VORTILBOÐ VORTILBOÖ VORTILBOÖ VORTILBOÖ VORTILBOÖ VORTiLBOÖ Heimilistæki og handverkfæri BRÆÐURNIR m ÖRMSSONHF Lágmúla 8, Slmi 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.