Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTIIM SUNNUDAGUR. 25. APRÍL 1993
MICRA
MEO SIG
OG SÍIMA
Þykkir stálbitar
eru í hurðum
Enda vonu
fullkomnustu
prófunar- og
hönnunarferli
notuð til að þróa
sterkan og öruggan
bíl með sérstakri
styrkingu í þaki og
hliðarbitum.
NISSAN MICRA
BILL ÁRSINS
1993
VERÐ AÐEINS STGR.
Kr. 799-000.-
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföi 2,112 Reykjavík
P.O. Box 8036, Sími 674000
tzrnm
Þessi glaðlyndi
drengnr ræður sér
nú vart fyrir kæti
þegar kveikt er á
útvarpinu og tónlist
fyllir herbergið.
KONGAFOLK
Skíðaferð Díönu
og prinsanna
LÆKNING
Kraftaverkið
í Höfðaborg
-
Foreldrarnir kalla hann
Rambo, því drengurinn
hefur frá því hann fæddist
verið ótrúlega sterkur og
glaður, þrátt fyrir að hafa geng-
ið í gegnum langar og erfiðar
skurðaðgerðir vegna vanskapnað-
ar síns. Aziz Railoun fæddist að
hálfu leyti síamskur tvíburi,
þ.e.a.s. efri hluti líkamans var
nærri því eðlilegur, en hann var
meðal annars með fjóra fætur,
tvær þvagblöðrur og tvenn kyn-
Aziz litli fæddist fyrir einu og
hálfu ári í Höfðaborg.
færi. Þegar hann var fimm mán-
aða gekk hann í gegnum fyrstu
skurðaðgerðina og nú er svo kom-
ið, að hann getur staðið uppréttur
með stuðningi.
Foreldrarnir, Ghairu og Ebra-
Díana prinsessa varði fyrir
skömmu nokkrum dögum í
Lech í Austurríki, ásamt sonum sín-
um Harry og Vilhjálmi. Það er sama
hvert Díana fer það elta hana ljós-
myndarar frá öllum helstu blöðum
heims. Engin undantekning var að
þssu sinni og sögðust óbreyttir
borgarar sem dvöldu á hóteii gegnt
því sem Díana bjó hafa séð til henn-
ar stinga höfðinu öðru hverju út
um dyragættina, en jafnframt hörf-
að þegar hún sá ljósmyndaraskar-
ann bíða eftir sér. Hún hefur þó
stundum þurft að láta sig hafa það
eins og oft áður.
Díana prinsessa á skíðum í Lech
ásamt sonum sínum, Vilhjálmi
og Harry.
SÖNGVAGLEÐI
Kristinn Sigmundsson
í Barcelona
Morgunblaðsins í Barcelona.
Frá Hólmfríði Matthíasdóttun, frcttaritara
Kristinn Sigmundsson söng
nýverið í uppfærslu Óper-
unnar í Barcelona á óperunni
Carmen. Kristinn fékk fyrir söng
sinn lofsamlega dóma, þó óperunni
hafí annars verið misjafnlega tek-
ið. Um svipað leyti hélt Kristinn
einnig námskeið í þýskum ljóða-
söng fyrir tilstilli Arnaldar Arnar-
sonar gítarleikara. Námskeiðið var
haldið í Luthier tónlistarskólanum
í Barcelona, en Arnaldur kennir
við þann skóla. Fullskipað var á
námskeiðið og þurftu fjölmargir
frá að hverfa, en því lauk með
tónleikum Kristins og Arnaldar,
þar sem þeir fluttu meðal annars
lög eftir Jóhannes Brahms, Aron
Copland og Benjamín Britten.